Sjá spjallþráð - Vor fuglar - Sumar Fuglar - Haust Fuglar - Vetrar Fuglar :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Vor fuglar - Sumar Fuglar - Haust Fuglar - Vetrar Fuglar
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3 ... 503, 504, 505  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Þessi spjallþráður er lokaður, þú getur ekki breytt, eða svarað innleggi    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Krummi


Skráður þann: 10 Jan 2005
Innlegg: 654
Staðsetning: Kópavogur
Canon 20D
InnleggInnlegg: 14 Apr 2006 - 2:16:14    Efni innleggs: Vor fuglar - Sumar Fuglar - Haust Fuglar - Vetrar Fuglar Svara með tilvísun

Æi það er alveg að fara að koma vor.. og mér finnst aftur gaman að taka myndir..
Nennir fólk ekki bara að hrúga inn flottum fuglamyndum hingað?

Ætlaði að fara að endurvekja fuglaþemaþráðinn en hann er bara orðinn eitthvað svo langur og gamall.. Confused annars magnaðar myndir komnar þar nýlega.. Gott

Hér er ein af stokkönd í náttúrunni frá því á mánudaginn nennir einhver að gagnrýna hana?


Síðast breytt af Krummi þann 25 Nóv 2006 - 17:23:22, breytt 3 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Andskotinn


Skráður þann: 28 Feb 2006
Innlegg: 247
Staðsetning: Ghetto
Olympus E-500
InnleggInnlegg: 14 Apr 2006 - 2:18:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég þyrfti vel langa linsu því ég vil ekki koma nær þessu en ég þarf. helv fuglaflensa. ég þarf að fara að kaupa mér latex hanska og gasgrímu :S

en að öðrum orðum.

ég veit ekki hvað það er með fugla en þeir heilla mig ekki, það er eitthvað við þá o_O samt átti ég nú páfagauk í mörg ár. en mér líkar vel við litina.


Ein ósk. Mynd af uglu Wink
_________________
http://www.andskotinn.stuff.is/andskotinn
Orð í mynd, mynd í orði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
bogulo


Skráður þann: 30 Jan 2005
Innlegg: 2224
Staðsetning: Milli steins og sleggju
5D
InnleggInnlegg: 14 Apr 2006 - 6:58:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nú ef að þetta er fuglaþráður set ég inn fuglamynd.

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Nilli


Skráður þann: 08 Okt 2005
Innlegg: 2794
Staðsetning: Í jöklanna skjóli
Nikon D3s & Nikon D600
InnleggInnlegg: 14 Apr 2006 - 9:05:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

En hvað ég er sammála þér Krummi.
Það er alltaf frábær tilfinning þegar farfuglarnir eru að koma og
þá er auðvitað nauðsynlegt að setja á zoomlinsurnar og mynda og mynda.

Set hérna eina af tjaldinum.
Kv. Nilli.
_________________
Þórir N. Kjartansson
http://500px.com/thorirnk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 14 Apr 2006 - 9:40:13    Efni innleggs: Re: Vor fuglar Svara með tilvísun

Vorið er komið hér í Stockhólmi, bókfinkum fer fjölgandi. Ég sá fyrstu maríuerlu sumarsins í fyrradag og nýlega sá ég glóbrysting.
Tegundum semsagt fer fjölgadi hér í Sthlm.
Vötn eru að leysa og máfum hefur fjölgað heilmikið hér. Læt fylgja mynd af Hvinönd í slakri byrtu frá því fyrir stuttu:

Andskotinn sjálfur var að biðja um uglu þ.a. ég læt eina slíka fylgja frá 2004:

Þetta er snæuglukarl frá norðvesturlandi.
_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is


Síðast breytt af kobbi þann 16 Apr 2006 - 19:21:54, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Krummi


Skráður þann: 10 Jan 2005
Innlegg: 654
Staðsetning: Kópavogur
Canon 20D
InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 14:42:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir viðbrögðin.. Smile
Fínar myndir..
Hérna eru nokkrar frá því í morgun.. Ekkert í líkingu við það sem er að koma frá þessum atvinnumönnum en vorlegt engu að síður..

Æðarbliki


Máfar í sumarbúning og að skipta um búning


Kanína í öskjuhlíð


Sandlóur.. þær fyrstu í Reykjavík þetta árið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Kjammi


Skráður þann: 21 Sep 2005
Innlegg: 162

Canon 5D MK IV
InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 22:18:46    Efni innleggs: Starri Svara með tilvísun

Var á siglingu á Thames ánni í London þegar þessi fugl settist á handriðið og sat smá stund fyrir, áður en hann hélt för sinni áfram.

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Amything


Skráður þann: 05 Jan 2006
Innlegg: 1072
Staðsetning: RvK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 22:34:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sá tvo svona úta Nesi áðan. Þeir voru mun vígalegri en þessi mynd gefur til kynna. Hvaða fugl er þetta?

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 22:57:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Amything skrifaði:
Sá tvo svona úta Nesi áðan. Þeir voru mun vígalegri en þessi mynd gefur til kynna. Hvaða fugl er þetta?

Hvítmáfur. Tveggja vetra gamall.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kd


Skráður þann: 27 Júl 2005
Innlegg: 1928

Nikon F3HP
InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 23:22:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nú spyr sá sem ekkert veit...

Fara máfar í vetrarbúning? En svartfugl?
_________________
Maður með myndavél. Bright Midday Sun
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
bjarnims


Skráður þann: 12 Mar 2006
Innlegg: 1107
Staðsetning: Grindavík
Olympus E-500
InnleggInnlegg: 16 Apr 2006 - 23:32:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

tók þessar 3 í Grindavík undir kvöld

1. æðarpör

2. sofandi tjaldar

3 Tjaldar að éta
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Krummi


Skráður þann: 10 Jan 2005
Innlegg: 654
Staðsetning: Kópavogur
Canon 20D
InnleggInnlegg: 17 Apr 2006 - 0:35:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kjammi skrifaði:
Var á siglingu á Thames ánni í London þegar þessi fugl settist á handriðið og sat smá stund fyrir, áður en hann hélt för sinni áfram.

Glæsilegur !

Amything skrifaði:
Sá tvo svona úta Nesi áðan. Þeir voru mun vígalegri en þessi mynd gefur til kynna. Hvaða fugl er þetta?


Hefur náð honum virkilega skýrum.. hvernig linsu varstu með?


bjarnims skrifaði:
tók þessar 3 í Grindavík undir kvöld

Orðið ansi dimmt þarna hjá þér Bjarni.. erfitt að ná teikningu í svarta og hvíta fugla í svona lítilli birtu..

kd skrifaði:
Nú spyr sá sem ekkert veit...

Fara máfar í vetrarbúning? En svartfugl?

Jebb.. Hettumáfar missa til að mynda hettuna og sílamáfarnir á myndinni þarna hjá mér missa gula litinn á löppunum, verða í staðinn svona daufar eða bleikar.. margir máfar fá líka svona brúngráar fjaðrir á haus og háls..
Svartfuglar skipta líka um búning.. þeir verða eiginlega allt öðruvísi.. Teista sem er venjulega svört með hvítt á vængjunum verður til að mynda nánast hvít nema bara með svart á vængjunum.. hinir fá hvítar kinnar og lundinn missir skrautlega gogginn..
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Amything


Skráður þann: 05 Jan 2006
Innlegg: 1072
Staðsetning: RvK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 17 Apr 2006 - 0:57:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Krummi skrifaði:

Amything skrifaði:
Sá tvo svona úta Nesi áðan. Þeir voru mun vígalegri en þessi mynd gefur til kynna. Hvaða fugl er þetta?


Hefur náð honum virkilega skýrum.. hvernig linsu varstu með?


Þetta er svo mikið sem *fletta upp* Canon EF 75-300mm F4.0-5.6 II. Keypt notuð á Japanska Yahoo Auction í filmuvélahlutanum á 10.000 kr til Íslands. Ásamt EF28-80mm F3.5-5.6 USM og EOS 500 Rebel XS filmuvél (hægt að vera heppinn að skoða filmuhlutann á uppboðssíðum þar sem linsur fylgja oft með og virka auðvitað fínt á stafrænar).

Hún er nú ekkert sérstök linsan, ekkert USM eða IS og allt það, keypt meira uppá sportið. Var heppinn með þetta skot, náði að skerpa hana nokkuð vel í PS. Verst hvað hann rammaðist illa inn. Hélt annars að þetta væri eitthvað "merkilegra" en máfur Embarassed En flottur var hann, svo askoti tignarlegur.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kd


Skráður þann: 27 Júl 2005
Innlegg: 1928

Nikon F3HP
InnleggInnlegg: 17 Apr 2006 - 1:04:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Krummi skrifaði:

kd skrifaði:
Nú spyr sá sem ekkert veit...

Fara máfar í vetrarbúning? En svartfugl?

Jebb.. Hettumáfar missa til að mynda hettuna og sílamáfarnir á myndinni þarna hjá mér missa gula litinn á löppunum, verða í staðinn svona daufar eða bleikar.. margir máfar fá líka svona brúngráar fjaðrir á haus og háls..
Svartfuglar skipta líka um búning.. þeir verða eiginlega allt öðruvísi.. Teista sem er venjulega svört með hvítt á vængjunum verður til að mynda nánast hvít nema bara með svart á vængjunum.. hinir fá hvítar kinnar og lundinn missir skrautlega gogginn..


Magnað, og þá þekkir maður suma þessara fugla bara í sumarbúningi.... ( og hina yfir höfuð ekki Very Happy )

Máfar og svartfugl, halda þeir sig bara út á miðju hafi allan veturinn, eða sækja þeir í strandir á suðlægari slóðum?
_________________
Maður með myndavél. Bright Midday Sun
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Krummi


Skráður þann: 10 Jan 2005
Innlegg: 654
Staðsetning: Kópavogur
Canon 20D
InnleggInnlegg: 17 Apr 2006 - 1:05:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Amything skrifaði:

Þetta er svo mikið sem *fletta upp* Canon EF 75-300mm F4.0-5.6 II. Keypt notuð á Japanska Yahoo Auction í filmuvélahlutanum á 10.000 kr til Íslands. Ásamt EF28-80mm F3.5-5.6 USM og EOS 500 Rebel XS filmuvél (hægt að vera heppinn að skoða filmuhlutann á uppboðssíðum þar sem linsur fylgja oft með og virka auðvitað fínt á stafrænar).

Hún er nú ekkert sérstök linsan, ekkert USM eða IS og allt það, keypt meira uppá sportið. Var heppinn með þetta skot, náði að skerpa hana nokkuð vel í PS. Verst hvað hann rammaðist illa inn. Hélt annars að þetta væri eitthvað "merkilegra" en máfur Embarassed En flottur var hann, svo askoti tignarlegur.


Sniðugur ertu maður.. þarf að tékka á þessu með fylgihluti filmuvéla.. þú ert þá með flottari linsu en ég Smile mín er bara 100-300 4,5-5,6 Canon EF.. keypti hana af ónefndum vini mínum á eitthvað svipað.. Very Happy
Máfar eru merkilegir.. Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Þessi spjallþráður er lokaður, þú getur ekki breytt, eða svarað innleggi    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3 ... 503, 504, 505  Næsta
Blaðsíða 1 af 505

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group