Sjá spjallþráð - Á ferð um Ísland :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Á ferð um Ísland
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 12:55:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
Þessi umræða er margbúin að eiga sér stað.

Niðurstaða allrar þeirra umræðu má draga saman í eftirfarandi:

Það er eins og að menn vilji ekki kafa ofan í þetta og séu með bakkafullan læk af afsökunum tilbúnum til að réttlæta að hafa þetta eins og það er.

Oftast óljósar en á stundum mjög ljósar útskýringar eða takmarkanir á þema í keppnum, en síðan þegar upp er staðið, dómurum algjörlega í sjálfsvald sett hvernig ber að túlka og eða oftúlka. (dómarar oftast þátttakendur sjálfir)

Þetta væri eins og keppt væri í Olympíuleikjum, segjum langstökki. Nú, flestir skilja keppnina þannig að það eigi að stökkva sem lengst, enda heitir greinin langstökk, en þegar á hólminn er komið, þá eru veitt verðlaun fyrir fallegasta hlaupastílinn, stundum fyrir fallegasta stökkstílinn, mesta hraða á brautinni, mestu sirkustaktana í loftinu osfv. osfv.

Þannig virkar umgjörðin um keppnirnar hérna á LMK.


Tek undir Garranum....

hahaha Very Happy
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 12:58:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Get nú ekki verið sammála þessu.

En ef þú villt líkja þessu við íþrótt þá væri þetta líklega svipað og listdans á skautum þar sem dómarar gefa fyrir alskonar atriði og býst við að það sé oft byggt á tilfinningalegu mati hvað þeim finnst flott.

Í þessari keppni fáum við óskir frá samstarfsaðila um snið á mynd ásamt því að hafa kosningu og dómnefnd frá sér. Dómnefndin velur svo þvert á óskina sem þau komu með í upphafi og lítið við því að segja. Myndin er einfaldlega það góð að þetta skipti ekki lengur máli.

Skil vel að mörgum hafi langað virkilega mikið til að vinna þessa keppni.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 13:08:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það vill svo til að ég þekki listdans mjög vel. Dóttir mín búin að vera að keppa þar til fjölda ára.

Og þetta mat þitt er kolrangt. Ekkert tilfinningatengd við að meta listdans.

Var ekki með í þessari keppni (frekar en öðrum síðan ég varð ósáttur einmitt út af þessu atriði)

Það að setja keppendum skilyrði eða reglur, hlýtur að þýða að það eigi að fara eftir þeim. (Ef listdansari á skautum fer í sitjandi píróettu, þá á hann að fara ákveðið langt niður, annars fær hann ekkert fyrir píróettuna, alveg sama hversu flott sumum finnst hún vera)

Ef það er skilningurinn að það þurfi ekkert að fara eftir reglunum nema eftir hentugleik, þá á ekki að setja reglur.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 14:34:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég tek undur með garranum og Arnari Bergi.

Hvers vegna í fjandandum var verið að setja reglur ef svo er ekki farið eftir þeim?
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 15:30:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þátttakan í þessari keppni var nú svo slæm að ólíklegt verður að teljast að það verði svona vandamál í framtíðinni. Enn síður ef drottningarnar ætla að detta í dramakast yfir því hvaða mynd ákveðinn fjölmiðill telur henta sér best...

Nú er ég samt alls ekki að setja út á þær fáu myndir sem þó bárust í keppnina, bara svo það sé á hreinu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 15:35:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ÞS skrifaði:
Ég tek undur með garranum og Arnari Bergi.

Hvers vegna í fjandandum var verið að setja reglur ef svo er ekki farið eftir þeim?
Ætli þeir hafi ekki skoðað vinningsmyndina uppá rönd?
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 16:03:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Þátttakan í þessari keppni var nú svo slæm að ólíklegt verður að teljast að það verði svona vandamál í framtíðinni. Enn síður ef drottningarnar ætla að detta í dramakast yfir því hvaða mynd ákveðinn fjölmiðill telur henta sér best...

Nú er ég samt alls ekki að setja út á þær fáu myndir sem þó bárust í keppnina, bara svo það sé á hreinu.


Óskar, endilega kallaðu mig dramadrottningu, þú vinnur hjá þessu fyrirtæki svo auðvitað ferð þú ekkert að vera á móti þessu vali hjá þeim, enda enginn að ætlast til þess

Málið sýnst um hvort menn ætla að fara að reglum í keppnum eða ekki.
Hér var valið mynd sem fór ekki að reglum keppinnar, það var sagt að myndin ætti að vera í portrait sniði, maður bjóst nú við að þá yrði sú mynd sem kæmi á forsíðuna í portrait.

En svo er mynd sem er í landscape formati valin!!!
Svo ég spyr, hvers vegna var þá upphaflega sagt að myndir ættu að vera í portrait sniði en ekki bara frjálst val.

Held að Birtingarmenn myndi fá mun fleiri myndir ef það hefði verið í landscape formati án þess að það sé hægt að fullyrða það.

Ég hef ekkert út á Birting að setja við að vilja velja þessa mynd, það er alveg þeirra frjálst val, en mér finnst það lélegt að segja fólki að hafa myndir í PORTRAIT sniði en velja svo eitthvað allt annað!

Eru ekki reglur í keppnum hér til þess að fara eftir?
Miðað við allar þessar EXIF eltingaleik þá tel ég svo vera.

*Vegna tenginar við útgáfu ferðablaðs Birtíngs þarf myndin að vera á portret sniði og í hlutföllunum 30x22 og hægt að afhenda hana í 300pt, 30x22cm prentstærð strax að lokinni keppni.
úr skilmálum/reglum keppninnar
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 16:44:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst þetta virkilega slappt hjá þessu fyrirtæki. En kjósendur LMK voru nú ekki mikið skárri. Þessi mynd lenti jú í þriðja sæti í keppninni með röngu sniði og mér finnst það eins og að litmynd hafi fengið borða í svart/hvítri keppni. Fáránlega léleg framistaða hjá kjósendum. Ég gaf öllum myndum í röngu sniði 1 í einkunn.

Ottó átti bestu myndina og kjósendum til framdráttar þá föttuðu þeir þó það.

Varðandi að myndin átti að vera "mynd af ferðalagi innanlands að sumri til eða mynd sem gefur ferðalag til kynna" þá finnst mér myndin sem var valin heldur ekki falla neitt svakalega vel að þessu þema. Svona la-la myndi ég segja. En það skiptir kannski ekki höfuðmáli hér.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 17:39:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heyriði mig, er nokkuð of seint að senda mynd í þessa keppni?
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 18:54:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Haha, Arnar, ef þú bara vissir hvað ég er oft á móti því sem er valið í þessi blöð...

En þegar gríðarlega léleg þátttaka er eins og í þessari keppni, þá hreinlega þarf að skítredda málunum til þess að allt gangi upp. Það er hlutverk kjósenda að kjósa eftir keppnislýsingu og hefur alltaf verið. Myndir sem falla ekki að keppnislýsingu lenda oftast mjög neðarlega, en þó hefur oft komið fyrir, eins og núna, þegar léleg þáttaka er að myndir lendi frekar ofarlega þó svo að hún falli ekki að keppnislýsingu.

Frá því að síðan fór í loftið hafa verið skýr skil á milli reglna, og keppnislýsingar. Myndir verða að falla undir reglurnar, en stjórn síðunnar skiptir sér ekki af keppnislýsingunni.

Notendur síðunnar höfðu ekki minnsta áhuga á þessari keppni greinilega, þar sem lang flestir hér eiga mynd sem vel passar í þemað, áhuginn var enginn og fólki fannst þetta mörgum fyrir neðan sína virðingu, að láta misnota sig svo hræðilega að láta setja mynd frá þeim framaná tímarit og gefa prentun að launum.

Þrátt fyrir þetta áhugaleysi og hreinlega mótlæti gegn svona tækifæri. Þá vakna samt drottningarnar og allt er vitlaust. Þetta er síðunni á engan hátt til framdráttar og minnkar bara möguleika á áframhaldandi samstarfi. Það sem er leiðinlegast af öllu er að þetta kom akkúrat ekkert á óvart, allt er túlkað neikvætt og hér er tuðað yfir öllu. Í raun eru aðdragandi og eftirmálar þessarar blessuðu keppni ansi lýsandi fyrir þessa síðu.

Það er ekki allt ómögulegt og glatað, verum aðeins jákvæðari og reynum nú að hafa soldið gaman af lífinu, og jafnvel af ljósmyndadellunni líka Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 19:03:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hey og já, bara til að hafa það alveg á hreinu, þá kom ég hvergi nærri neinu varðandi þessa keppni, svona svo Arnar sé ekki að rugla neinn í ríminu Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 19:38:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Hey og já, bara til að hafa það alveg á hreinu, þá kom ég hvergi nærri neinu varðandi þessa keppni, svona svo Arnar sé ekki að rugla neinn í ríminu Wink


Nei, enda varst þú staddur erlendis.

það hefði alveg verið hægt að standa betur að þessari "keppni"
t.d. að fá veglegri verðlaun, þá fengu þeir væntanlega betri myndir.

Mér er spurn hvort þeir hafi hreinlega hafi breytt útliti blaðsins til að passa undir þessa mynd, annað hvort skera þeir hana í portait eða láta hana fara á bakið líka, en þá missa þeir auglýsingapláss á baksíðunni að miklu leiti.

já kannski ertu á móti því en það breytir því ekki, reglur hér voru þverbrotnar og margir sendu inn í vitlausu formati, en það segir mér að það megi senda inn allskonar vitleysu í keppnir hér eftir fyrst ekki var farið að reglum hér.

en það er ágætt að það séu til dramadrottningar sem vilja að farið sé eftir reglum sem settar eru hér og hvort ég falli undir það þá er mér bara nákvæmlega sama.

Annars finnst mér alveg ótrúlegt að fólk hér inni geti ekki farið að keppnislýsingu og senda mynd inn í portrait eins og beðið var upphaflega um. ótrúlega lélegt bara.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 21:31:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þar sem fyrirtæki í rekstri stendur á bak við þessa keppni leit ég aðeins á dæmið.

---

Ekki var gefin upp hversu stórar myndir mætti taka hjá fokus.is
Ekki var gefið upp hversu stórt upplag ferðablaðsins er.

---

Prentun á ál
Verðskrá Hans Petersen

020x020 9.000
100x100 40.500
150x150 55.000

---

Tekið af vef Hópkaups.
3ja mánaða áskrift að Séð og heyrt á aðeins 3.990 kr. (kostar 9.540),–

----

Viðmiðunarverðskrá Myndstefs fyrir prentun í dagblöð, vikublöð, tímarit og fagblöð

Forsíða
49.858...Upplag að 1000 eintökum
59.829...Upplag að 5000 eintökum
89.743...Upplag að 10000 eintökum
112.178 Upplag að 50000 eintökum
140.223 Upplag að 100000 eintökum

---

Vinningsmyndin fær því ígildi að lágmarki 13.000 og hámarki 65.000 króna.

-----------------------------------------------------------------------------------------------

2. og 3. sæti fá hugsanlega það sama.

---

Viðmiðunarverðskrá Myndstefs fyrir prentun í dagblöð, vikublöð, tímarit og fagblöð

Upp að 1/8 af síðu
5.447...Upplag að 1000 eintökum
6.536...Upplag að 5000 eintökum
9.804...Upplag að 10000 eintökum
12.255 Upplag að 50000 eintökum
15.318 Upplag að 100000 eintökum

Upp að 1/1 af síðu
24.896
29.875
44.812
51.495
64.368

---

Myndir sem lentu í sætum 4-15 verða mögulega notaðar án greiðslu en lægsta viðmiðunarverð Myndstefs er 5.447 fyrir smámyndir.
Ekkert er greitt fyrir netbirtingar en lægsta viðmiðunarverð Myndstefs er 36.000 fyrir ársbirtingu.

---

Ég er búinn að viðra skoðanir mínar á þessu og þetta eru tölur sem finna má á netinu.
_________________
Myndasafnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 22:32:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í myndasafni fyrirtækisins fundust góðar myndir sem vel var hægt að nota í þetta frítt. Þannig það var aldrei verið að spara með því að fara þessa leið, eingöngu verið að reyna að gera eitthvað aðeins óhefðbundið og skemmtilegt. Sem kæmi sér þá vel fyrir alla aðila sem að málinu koma.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 22:35:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég samt auðvitað sammála því að ég varð steinhissa á því að sjá allar þessar myndir í furðulegum formötum þarna, það lýsir líka metnaðarleysi notenda finnst mér. En það var gert hið besta úr málunum og mér finnst forsíðan bara líta nokkuð vel út.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 4 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group