Sjá spjallþráð - Á ferð um Ísland :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Á ferð um Ísland
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Sigbja


Skráður þann: 01 Mar 2008
Innlegg: 509
Staðsetning: Sandgerði
Canon 7d Mark II
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 23:12:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

JóhannDK skrifaði:
Mér finnst þetta virkilega slappt hjá þessu fyrirtæki. En kjósendur LMK voru nú ekki mikið skárri. Þessi mynd lenti jú í þriðja sæti í keppninni með röngu sniði og mér finnst það eins og að litmynd hafi fengið borða í svart/hvítri keppni. Fáránlega léleg framistaða hjá kjósendum. Ég gaf öllum myndum í röngu sniði 1 í einkunn. .


Er ekki alltaf verið að hamra á því að kjósendur LMK eigi ekki að dæma myndir niður ef þær eru ekki alveg eftir reglum, heldur sé það í verkahring úrskurðarráðs.
_________________
Kv. Sigurður Bjarnason

http://www.flickr.com/photos/sigbja
http://www.fluidr.com/photos/sigbja
Canon Speedlite 430EX, Canon EF 50 f/1.8 II, Canon EFS 17 - 55
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
gr33n


Skráður þann: 20 Ágú 2006
Innlegg: 1987
Staðsetning: Breiðholt City
Canon 5d
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 23:22:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sigbja skrifaði:
JóhannDK skrifaði:
Mér finnst þetta virkilega slappt hjá þessu fyrirtæki. En kjósendur LMK voru nú ekki mikið skárri. Þessi mynd lenti jú í þriðja sæti í keppninni með röngu sniði og mér finnst það eins og að litmynd hafi fengið borða í svart/hvítri keppni. Fáránlega léleg framistaða hjá kjósendum. Ég gaf öllum myndum í röngu sniði 1 í einkunn. .


Er ekki alltaf verið að hamra á því að kjósendur LMK eigi ekki að dæma myndir niður ef þær eru ekki alveg eftir reglum, heldur sé það í verkahring úrskurðarráðs.


Enda var portrait/landscape ekki inn í reglunum sem eru almennar í þessarri keppni, heldur inní keppnislýsingu. Það er annar hlutur. Fólk dæmir að sjálfsögðu eftir keppnislýsingu, en það á ekki að dæma niður myndir út af því að það heldur að myndin fari ekki eftir settum reglum (texti í mynd, samsett mynd ... og fleira).

En aftur á móti myndi ég óska að fólk læsi keppnislýsinguna áður en það sendi mynd inn í keppni
_________________
Gísli Baldur Bragason
FlickR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 20 Maí 2012 - 23:45:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

gr33n skrifaði:

En aftur á móti myndi ég óska að fólk læsi keppnislýsinguna áður en það sendi mynd inn í keppni


Af hverju er þá myndum sem falla ekki að keppnislýsingu ekki hent út úr keppni?

Við erum hér með tvö ráð sem að einhverju leiti koma að framkvæmd keppna. Gera þau ekkert? Er helvítis dæmið á autopilot?

Og hvernær kemur þetta blað út?
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 21 Maí 2012 - 0:02:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er bara ekki hægt að henda út eftir keppnislýsingu, því oft er hún rosalega huglæg og hægt að skilja á marga vegu. Það sem vantar er metnaður fyrir því að setja formöt, lit/svarthvítt og annað slíkt sem reglur, en ekki bara keppnislýsingu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 21 Maí 2012 - 0:17:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ÞS skrifaði:
gr33n skrifaði:

En aftur á móti myndi ég óska að fólk læsi keppnislýsinguna áður en það sendi mynd inn í keppni


Af hverju er þá myndum sem falla ekki að keppnislýsingu ekki hent út úr keppni?

Við erum hér með tvö ráð sem að einhverju leiti koma að framkvæmd keppna. Gera þau ekkert? Er helvítis dæmið á autopilot?

Og hvernær kemur þetta blað út?


Þú verður að gera greinarmun á keppnislýsingu og reglum vefsins. Þessi tvö ráð sem koma að keppnum eru Keppnisráð og Úrskurðarráð.

Keppnisráð semur keppnislýsingar og gerir það vonandi á þann hátt að það takmarki sem minnst og kannski má taka tillit til þess næst þegar svona keppni kemur upp að hafa ekki takmarkanir á sniði myndarinnar, þó það sé svo sannarlega réttlætanlegt.

Úrskurðarráð sér um að reglum sé fylgt, þ.e. fyrst og fremst að myndir séu teknar á réttum tíma og þvíumlíkt, t.a.m. tekur Úrskurðarráð út myndir sem eru merktar.

[Hér má bæta við þriðja hlutverkinu, að fylgjast með kosningamynstrinu sem stjórnin gerir (þó það sé ekki mjög markvisst)]

Það er því hlutverk notenda að úrskurða um það hvort keppnisþemað er uppfyllt.

oskar skrifaði:
Það sem vantar er metnaður fyrir því að setja formöt, lit/svarthvítt og annað slíkt sem reglur, en ekki bara keppnislýsingu.


Þetta er áhugaverð pæling en mér finnst alger óþarfi að bæta þessu á könnu úrskurðarráðs. Ég hef fulla trú á notendum að takast á við þessi atriði og þetta býður upp á ákveðinn sveigjanleika þegar vafaatriði er um að ræða, eins og kom upp í þessari keppni þegar mynd sem ekki uppfyllir keppnislýsingu nær þriðja sætinu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 21 Maí 2012 - 6:40:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sigbja skrifaði:
JóhannDK skrifaði:
Mér finnst þetta virkilega slappt hjá þessu fyrirtæki. En kjósendur LMK voru nú ekki mikið skárri. Þessi mynd lenti jú í þriðja sæti í keppninni með röngu sniði og mér finnst það eins og að litmynd hafi fengið borða í svart/hvítri keppni. Fáránlega léleg framistaða hjá kjósendum. Ég gaf öllum myndum í röngu sniði 1 í einkunn. .


Er ekki alltaf verið að hamra á því að kjósendur LMK eigi ekki að dæma myndir niður ef þær eru ekki alveg eftir reglum, heldur sé það í verkahring úrskurðarráðs.


Ég held að fólk sé eitthvað að misskilja og kannski er það algengara en maður gerir sér grein fyrir.

Það er tvennt í gangi þegar það er keppni. Reglur og keppnislýsing. Þessir tveir hlutir eru aðgreindir.

Reglur eru almennar reglur sem gilda í öllum keppnum nema annað sé tekið fram. Það er sérstakt ráð sem sér um að framfylgja þessum reglum og heitir það ráð úrskurðarráð. Kjósendur eiga ekki að láta brot á reglum hafa áhrif á kosningu sína en ef þeir halda að reglur séu brotnar geta þeir sent ábendingu þar um til meðlima úrskurðarráðs sem mun kanna málið og dæma mynd úr keppni ef reglur eru brotnar.

Svo er það keppnislýsing. Keppnislýsing er samin af keppnisráði og inniheldur almennt ekki reglur heldur þema fyrir keppnina. (Þó getur komið fyrir að reglum sé breytt en þá er það skýrt tekið fram og orðið 'regla' ætti að birtast í einhverju formi.) Keppnislýsing er þemað sem myndasmiðir eiga að hafa að leiðarljósi þegar þeir taka mynd fyrir keppnina og kjósendur eiga að nota keppnislýsingu til að gefa einkunn. Þannig er það undir kjósendum komið að 'fella' litmynd í keppni með þema svart/hvítt, sem dæmi.

Það verður engum vísað úr keppni fyrir að fylgja ekki keppnislýsingu, eingöngu reglum.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 21 Maí 2012 - 16:25:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

JóhannDK skrifaði:
Það verður engum vísað úr keppni fyrir að fylgja ekki keppnislýsingu, eingöngu reglum.

Þannig að keppnislýsingin er flöff texti sem er þarna bara til að vera með?

Af hverju í fjandanum er þá verið að taka fram hluti eins og form á mynd (portrait vs. landscape) þar ef það skiptir svo ekki nokkru helvítis máli þegar upp er staðið?

Þessi keppni er orðin að þvílíkri vitleysu. Það hefur enginn viljann né getuna til að gera eitthvað þó svo að komi í ljós að helmingur myndanna uppfylli ekki þá lýsingu sem lagt var upp með. Dómnefnd á vegum útgefanda blaðsins sem keppnin er fyrir fer svo ekki eftir sínum eigin tilmælum og velur mynd í sniði sem er ekki sniðið sem beðið var um.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 21 Maí 2012 - 16:53:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Óþarfi að æsa sig, þetta er jú ókeypis síða haldin uppi af sjálfboðaliðum.
Svo er líka fullt af venjulegi fólki hér að lesa umræður.

Skilaboðin eru skýr, stjórnendur vita af þeim.
_________________
Myndasafnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 21 Maí 2012 - 16:59:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ÞS skrifaði:

Af hverju í fjandanum er þá verið að taka fram hluti eins og form á mynd (portrait vs. landscape) þar ef það skiptir svo ekki nokkru helvítis máli þegar upp er staðið?


Það er einmitt það sem ég er að gagnrýna við fyrirtækið sem stóð að þessu. Þeir setja upp reglur sem þeir svo ekki fylgja. Og svo gagnrýni ég kjósendur fyrir að kunna ekki að fara eftir keppnislýsingu þegar þeir kjósa. Ef þú ert að gagnrýna LMK þá ertu að mínu mati að ráðast á rangan aðila.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 21 Maí 2012 - 17:17:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DNA skrifaði:
Óþarfi að æsa sig, þetta er jú ókeypis síða haldin uppi af sjálfboðaliðum.
Svo er líka fullt af venjulegi fólki hér að lesa umræður.

Skilaboðin eru skýr, stjórnendur vita af þeim.


Vissulega er það óþarfi.

Mér finnst bara fáránlegt að setja einhverja skilmála/reglur/tilmæli eða hvað sem fólk vill kalla þetta en fara svo ekki eftir þeim sjálfir.
(þessu var ég mest pirraður yfir því ég tók þátt með mynd í portrait eins og átti að gera)

Mér finnst furðulegt að fólk skuli heldur ekki VITA hvað portrait er og senda svo inn í landscape....hvað er málið með það eiginlega?

Held að ef allar myndirnar hafi verið svona slæmar að það hefði bara átt að hætta við að velja mynd úr þessum myndum og tilkynna það að hætt hafi verið við þessa keppni vegna dræmrar þátttöku.

En annars ætla ég ekki að tjá mig meira um þetta.
Ég er búinn að koma minni óánægju með þessi störf.

Ef eitthvað svona verður aftur þá mætti vanda betur til leiks.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 21 Maí 2012 - 18:13:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Reglur og tilmæli hafa farið halloka fyrir frelsi til að gera það sem manni sýnist á Íslandi síðustu ártatugina og því þarf það ekki að koma á óvart að svo sé í þessari keppni.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5
Blaðsíða 5 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group