Sjá spjallþráð - Sagan um fyrirhafnarmestu ljósmyndunina -High Speed Photogr. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Sagan um fyrirhafnarmestu ljósmyndunina -High Speed Photogr.
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 29 Mar 2012 - 13:20:43    Efni innleggs: Sagan um fyrirhafnarmestu ljósmyndunina -High Speed Photogr. Svara með tilvísun

Þetta var fyrirhafnarmesta ljósmyndun sem ég hef nokkurn tíma gert, High Speed Photography, og ég lofaði vinum mínum til margra ára, þeim Ingolfur_Helgi og ikorninn (Aron) sem eru hér á spjallinu, að nefna þá, ÞVÍ AÐ ÁN ÞEIRRA HEFÐI ÞETTA ALLS EKKI VERIÐ HÆGT !!

Ferlið byrjaði með að kaupa tæki sem heitir UNIVERSAL PHOTO TIMER (tvö okkar keyptum það saman) sem kostaði heim komið 40 þús krónur, takk fyrir. Svo þurfti að skilja leiðbeiningana, og það er alls ekki fyrir mig.

Svo leið rúmlega ár.

Hitt var að finna tíma og aðstæður fyrir verkefnið. Bílskur, já. Helsta afrekið af öllu þessu var að taka til í bílskúrnum (Ingólfur). Strákarnir sáu um að setja allt upp sem þurfti: svartan bakgrunn á snúru með þvottaklemmur, borð/græjur, ljósastand og hlíf, eiga til dósir, flöskur, ljósaperu, og vínglös í vekefnið. Ég kom með hnetur og blöðrur (náðum ekki að prófa blöðurnar)

In Motion

Þeir fundu út úr því að best var að setja myndavéla-timer á 2 sekúndur. Þá gat annar fylgst með rauða ljósið, og hamrað þegar það hætti að blikka. Með því að æfa sig á dósum fundu þeir líka út úr því að Universal Photo Timer, sem notaðist við hljóðnema til að skjóta flassið (flössin - hitt var á slave mode), var best með Delay á 0.005 sek, eða 5 millísekúndur.

Recycling

En hér var annað vandmál að koma í ljós. Borðið. Þetta var tréplata, og vegna þess að allt annað var svart, þá fannst okkur borðið vera of áberandi. Sumir eigia ALLT til í bílskúrnum, svo að því var reddað. Borðið var sprey-málað svart, og líka sleggjuna, sem við notuðum síðan. (Á myndunum tveim fyrir ofan reyndi ég að fela borðið í myndvinnslu)

Á myndinni að neðan hafði sleggjan verið sprey-máluð. Vínglasið og ljósaperan voru algjör fórn, því að bæði voru í fínasta lagi. Í glasinu er ekki vín (þó að e-r vildi endilega hafa vín í því) heldur berjasafi úr concentrate. Tvær ljósaperur fóru í þetta, en bara eitt vínglas.

Handle With Care

Og hér síðust er Malt flaskan. Við prófuðum með nokkrar flöskur, og vitið þið hvað... það er alls ekki létt mál að bjróta flösku með sleggju !! Það þurfti mikið MIKIÐ afl til að mölva þær, því að í fyrstu voru þær alls ekki að brotna. (Það er augljóst að ég var ekki með sleggjuna, er það ekki?)

Speedy Distribution of Broken Glass

Og þetta var SVOOOO gaman, að ég bara skil það ekki !! Very Happy Laughing Very Happy Kannski það að allt heppnast vel, eða heyra stóra hvellið... eða sjá ótrúlega mynd byrtast á LCD skjána hjá sér... ÞETTA VAR MAGNAÐ !! Við munum pott þétt gera þetta aftur - og vonandi áður en birtan fer að yfirgnæfa kvöldin á Íslandi - það eru nú glugglar í bílskúrnum Smile


Síðast breytt af Micaya þann 06 Apr 2012 - 23:31:31, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskard


Skráður þann: 26 Des 2004
Innlegg: 200

Leica
InnleggInnlegg: 29 Mar 2012 - 13:27:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vá, ljósaperan og maltið er alveg Gott
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 29 Mar 2012 - 14:56:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Það þurfti mikið MIKIÐ afl til að mölva þær, því að í fyrstu voru þær alls ekki að brotna.


Vantar allt Malt í þig? Smile
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 29 Mar 2012 - 14:59:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst hnetan langbest af þessum annars ótrúlega góðu myndum.

Mér finnst að það hafði átt að vera alvöru vín í glasinu. Þessi berjasafi er alveg eins og berjasafi.

Gaman að fá að lesa um ferilinn.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hafdís Ösp


Skráður þann: 17 Júl 2007
Innlegg: 359
Staðsetning: Selfoss
Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 29 Mar 2012 - 16:33:51    Efni innleggs: Re: Sagan um fyrirhafnarmesta ljósmyndun -High Speed Photogr Svara með tilvísun

Gaman að lesa! Flott hjá ykkur Gott
_________________
https://www.facebook.com/HafdisOPhotography
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 29 Mar 2012 - 17:00:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott framtak hjá ykkur..

Hefði samt ekki verið að horfa í 1500 fyrir rauðvín, allavega eitt glas.. um að gera að hafa þetta sem raunverulegast.

Þessi finnst mér best heppnuð. Mynduppbyggingin sérstaklega.Annars..

Þá finnst mér það helst skemma að sleggjan sést og veldur ruglingi, það er, maður veit ekki alveg hvað þetta er og á sumum myndanna eyðilleggur þetta eitthvað.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Ingolfur_Helgi


Skráður þann: 16 Nóv 2010
Innlegg: 106
Staðsetning: Reykjavík
Olympus E-410
InnleggInnlegg: 30 Mar 2012 - 0:49:00    Efni innleggs: Skemmtileg tilraun með háhraðaljósmyndun Svara með tilvísun

Ég tek undir með Micaya, að þetta var mjög skemmtileg kvöldstund (og eiginlega myrkraverk í leiðinni því við þurftum að athafna okkur í daufri birtu), við að brjóta flöskur og fleira og taka mynd af því á nákvæmlega réttu augnabliki.

Lykilatriðið í svona ljósmyndun er flass-trigger sem stýrist af hljóði, því það er flassið sem frystir hreyfinguna. Raunverulegur lokarahraði er því ca. 1/10.000 úr sekúndu eða minna. Þetta tæki sem við notuðum (Universal Timer) ekki með mjög notendavænt viðmót, en samt býsna efnilegt og áreiðanlegt þegar maður er búinn að læra á það.

Við höfðum sjálftakarann á myndavélunum stilltan á 2 sek. og lýsingartímann líka á 2 sekúndum, til að ná að brjóta hlutina á réttum tíma. Í ljós kom að við þurftum að minnka allt annað ljós niður í smá skímu af borðlampa, til að sjá til verka, þ.e. að hitta það sem ætlunin var að brjóta.

Það sem kom mér persónulega mest á óvart, er hvað þetta reyndist áhugavert og hvað árangurinn var góður á endanum. Hlutirnir splundruðust í þúsundir mola og þegar flöskurnar brotnuðu, sést hvernig gler breytist nánast í vökva við mikinn þrýsting (reyndar segja sumir að gler sé mjög seigfljótandi vökvi).

Ég vil nota tækifærið og senda kærar þakkir til Arons og Díönu fyrir þolinmæðina sem þau sýndu (og aðstoðina við þrifin eftir allt bramlið), og til ykkar allra fyrir hrós og ábendingar. Samt finnst mér að hamarinn verði að sjást (þó svo það geti truflað myndbygginguna), því hann er orsakavaldurinn í öllum tilvikum.

Næsta æfing mun sennilega innihalda jólaskraut sem verður skotið í tætlur með loftriffli ... og jafnvel vínglas með alvöru rauðvíni!
_________________
Ingólfur Helgi Tryggvason
----
Daufur er dellulaus maður!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Konny


Skráður þann: 01 Okt 2006
Innlegg: 2652
Staðsetning: Vestmannaeyjar
PentaxK5
InnleggInnlegg: 30 Mar 2012 - 8:17:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög flottar myndir og skemmtilegt að lesa um allt ferlið.
_________________
http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 30 Mar 2012 - 13:51:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

JóhannDK skrifaði:
Mér finnst hnetan langbest af þessum annars ótrúlega góðu myndum.

Mér finnst að það hafði átt að vera alvöru vín í glasinu. Þessi berjasafi er alveg eins og berjasafi.

Gaman að fá að lesa um ferilinn.

Very Happy Hún er mitt uppáhald. TAKK !!

Og takk öllum fyrir hvatningarorðin !! Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
russi


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2608
Staðsetning: Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Mar 2012 - 23:08:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Finnst "sleggjan" vera gera mjög góða hluti á þessum myndum, er ekki að skemma heldur að búa til ákveðn stíl, óhreinindi sem lífga uppá rammana
_________________
Waawaaa weee waaaa
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Gulli Vals


Skráður þann: 06 Apr 2011
Innlegg: 858

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Mar 2012 - 23:20:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Æðislega flott hjá ykkur og gaman að lesa þetta !! Hnetan er frábær en jafn erfitt að gera upp á milli ...er hræddur um að rauðvínið hefði verið of dökkt þarna í glasinu er það ekki ? Snilld hjá ykkur og hlakka til jólanna.
_________________
Vertu hamingjusamur á meðan þú lifir,því þú verður lengi dauður.

http://500px.com/GulliVals/photos
http://www.flickr.com/photos/gullivals/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
BKG


Skráður þann: 18 Maí 2008
Innlegg: 2840
Staðsetning: Ísland
Cannon e-ð
InnleggInnlegg: 30 Mar 2012 - 23:39:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott Gott Gott
_________________
www.bkortphotography.zenfolio.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
htdoc


Skráður þann: 18 Des 2007
Innlegg: 436
Staðsetning: Höfuðborgasvæðið
Canon EOS Rebel T2i
InnleggInnlegg: 06 Apr 2012 - 19:06:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flottar myndir og virkilega gaman að sjá þetta Gott

Maður hefði ekkert á móti því að prófa eitthvað svona Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/olafurorng/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Nudda


Skráður þann: 08 Okt 2011
Innlegg: 434

Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 06 Apr 2012 - 20:52:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnast allar myndirnar vera æðislegar,svo er ég sammála russi með að hamarinn er glæsilegur hluti af myndunum.
_________________
Canon EOS 5 Mark II/EF 85 1,8/EF 24-105L 4.0/EF 70-200L 2,8/Flass 580 EX + LEE í vexti!/ Bowens Ljós.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 06 Apr 2012 - 21:01:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er glæsilega gert hjá þér Gott

Ps.
Enn glæsilegra ef titillinn væri, Sagan um fyrirhafnarmestu ljósmyndunina
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group