Sjá spjallþráð - mýta eða staðreynd apple vs pc ??? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
mýta eða staðreynd apple vs pc ???
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tölvur og skjáir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 21 Jan 2012 - 22:24:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Benedikt Finnbogi skrifaði:
DanSig skrifaði:
Aperture stenst enganvegin samanburð við Adobe hugbúnaðinn... Aperture er svona eins og paint í windows... Allir geta notað hann en enginn gerir það vegna þess að eitthvað annað er bæði einfaldara og betra


Ertu að gera grín í mér? Kynntu þér málið áður en þú ferð að búa til staðreyndir.

Aperture gerir nákvæmlega það sama og Lightroom, sömu verkfærin og svipaðar stillingar. Eini munurinn eru smáatriði og notendaviðmótið. Viðmótið í Aperture er talið mun betra en Lightroom!

Þú getur verið viss um að ég sé að segja satt og rétt frá þar sem ég hef notað Aperture síðastliðin 3 ár. Fyrir þremur árum keypti ég mína fyrstu Apple tölvu og Aperture átti stærstan þátt í að ég fór frá Windows!
Þannig að já, ég veit nákvæmlega hvað ég er að tala um...semsagt ef þér finnst aperture betra þá á öllum að finnast það ?

ég er bæði með mac og PC, ég er með aperture, lightroom og Photoshop ásamt fotostation og fleirri forrit.. af þessum 4 þá er aperture síst, fotostation er mun skemmtilegra en samt finnst mér alltaf best að nota photoshop, enda nota ég ekki batch skipanir á myndirnar mínar, það fara engar tvær myndir frá mér með nákvæmlega sömu vinnslu...
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hugi


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 1271
Staðsetning: Reykjavík
Canon AE-1
InnleggInnlegg: 21 Jan 2012 - 22:28:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Anansi skrifaði:
Mér þætti gaman að sjá gögn sem bakka upp þessar fullyrðingar, Apple hafa engan vegin verið með lægstu bilanatíðnina undanfarin ár, þar eru það kóresku framleiðendurnir samkvæmt öllu sem ég hef heyrt og lesið. Meira að segja HP, Lenovo og Dell eru mun ofar skv þeim listum sem ég hef séð en Apple.

Þetta með verðið, ef þú berð saman vélbúnaðarspec-a á pc vélum og Apple vélunum sérðu að dýrustu Apple vélarnar eru mun dýrari en jafn öflugar PC vélar og dýrustu PC vélarnar talsvert mun aflmeiri.

Það þarf ekki merkilega skjái til að litastilla stýrikerfið heldur litastillibúnað, hann þarftu líka á Apple. Varðandi háupplausnarskjáina sem þú kallar svo (geri ráð fyrir að þú sért að meina 1200 línu skjái) þá eru þeir í boði á frá Lenovo, Dell og HP eftir því sem ég kemst næst.

Hvorki Apple né PC framleiðendur nota IPS skjái heldur TN skjái í fartölvur og því þarftu alveg jafnt að kaupa dýran skjá hvort sem þú kaupir þér, ódýrasti IPS skjárinn í dag er sennilega 2412 Ultrasharp skjárinn frá Dell en hann kostar um 90þús í EJS.

Thunderbolt tengið er eins og hitt tengið sem Apple tók þátt í að hanna skelfileg öryggisgildra þar sem bæði tengi leifa utanaðkomandi búnaði FULLAN skrifaðgang beint í vinnsluminni vélarinnar, það væri alveg eins hægt að sleppa því að hafa lykilorð á vélunum.

Þetta með litastillinguna hefur verið í boði í Windows síðan í XP hins vegar voru það eingöngu forrit sem studdu litastillingar sem nutu góðs af því (það er sennilega þannig ennþá) þó svo að í dag séu flest forrit á Windows sem nota litastillingar, svo sem vafrar, myndvinnsluforrit og annað.

[edit]
Sé að meðan ég var að hamra þetta inn var einhver sem benti á að Lenovo og fleiri PC framleiðendur bjóða IPS skjái svo þar skara PC vélarnar klárlega langt fram úr hvað skjái varðar í fartölvum.
[/edit]

Ekki að ég ætli að fara að leiðrétta staðreyndarvillur í þessum þræði en aðgangur að vinnsluminni er engin ný saga. Firewire tengið sem er á öllum Apple frá árinu 2001 og allmörgum PC tölvum hefur þessa sömu eiginleika. Það hefur aldrei verið vandamál að hakka tölvu þegar maður hefur beinan aðgang að vélbúnaðinum. Auk þess hönnuðu Intel alfarið Thunderbolt interface'ið, Apple sambyggðu það bara sínu tengi (Mini-Display-Port) og fengu aðgang að því ári á undan öllum öðrum. Þegar Ivy bridge örgjörfarnir frá Intel koma út (í kringum Mai á þessu ári) munu allar tölvur, jafnt makkar sem PC fá möguleika á thunderbolt-tengi.
_________________
hugihlynsson.com - áhugaljósmyndari á ferð
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Kjartan E


Skráður þann: 21 Júl 2010
Innlegg: 548

....
InnleggInnlegg: 22 Jan 2012 - 1:40:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Anansi skrifaði:

Mér þætti gaman að sjá gögn sem bakka upp þessar fullyrðingar, Apple hafa engan vegin verið með lægstu bilanatíðnina undanfarin ár, þar eru það kóresku framleiðendurnir samkvæmt öllu sem ég hef heyrt og lesið. Meira að segja HP, Lenovo og Dell eru mun ofar skv þeim listum sem ég hef séð en Apple.


Hvar eru þín gögn sem bakka um þínar fullyrðingar? Ég átti PC World tímaritið þar sem þessi gögn voru fyrir 2010 og þá var HP í neðsta sæti með bilanatíðni, fann það það ekki á netinu og lá við að ég leitaði að því og skannaði það inn og sendi. Ég varsla mikið HP fyrir vinnuna og því er mér þetta í fersku minni þar sem ég ræddi þetta við sölumann OK.

Hérna er frá LaptopMagazine 2011Hérna er frá PC World 2011

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
BKG


Skráður þann: 18 Maí 2008
Innlegg: 2840
Staðsetning: Ísland
Cannon e-ð
InnleggInnlegg: 22 Jan 2012 - 1:44:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvað kostar 27" IPS skjár frá Dell???
https://advania.is/vefverslun/vara/?productid=88207808-c0c5-4674-8984-d8cd777c32f6
Jú pínu slatta !!!
_________________
www.bkortphotography.zenfolio.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gnarr


Skráður þann: 19 Júl 2005
Innlegg: 1254
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 22 Jan 2012 - 1:53:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Snuddi Snær skrifaði:
Anansi skrifaði:

Mér þætti gaman að sjá gögn sem bakka upp þessar fullyrðingar, Apple hafa engan vegin verið með lægstu bilanatíðnina undanfarin ár, þar eru það kóresku framleiðendurnir samkvæmt öllu sem ég hef heyrt og lesið. Meira að segja HP, Lenovo og Dell eru mun ofar skv þeim listum sem ég hef séð en Apple.


Hvar eru þín gögn sem bakka um þínar fullyrðingar? Ég átti PC World tímaritið þar sem þessi gögn voru fyrir 2010 og þá var HP í neðsta sæti með bilanatíðni, fann það það ekki á netinu og lá við að ég leitaði að því og skannaði það inn og sendi. Ég varsla mikið HP fyrir vinnuna og því er mér þetta í fersku minni þar sem ég ræddi þetta við sölumann OK.

Hérna er frá LaptopMagazine 2011

....


Þetta eru eins objective einkunnagjöf og hægt er að finna. Apple eru með 21 stig fyrir reviews? Þýðir það þá að Apple eru góðir í að láta skrifa review um sig?

Þetta er einn af fáum hlutum þar sem að nákvæm og endurtakanleg próf án skoðanna einstaklinga eru möguleg og ættu þar af leiðandi að vera framkvæmd.


_________________
Ég! - gnarr.org
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
BirkirFreyr


Skráður þann: 12 Apr 2010
Innlegg: 66

Nikon D90
InnleggInnlegg: 24 Jan 2012 - 20:36:53    Efni innleggs: hvað með verð? Svara með tilvísun

ég er alger PC maður, en mac er ekkert annað en PC talva í dag sem keyrir á mac stýrikerfi. Intel örgjörvi, og restin kemur frá NVidia, Samsung og WD. En það sem þarf að taka með í þessu línurit hjá ykkur, en er ekki gert, er að ódýrasta 15" fartölvan hjá epli.is kostar 380þús. Og ég perónulega myndi ALDREI borga þann pening fyrir tölvu, það er auðvitað bara stupid. Og í könnunum hvað varðar áræðanleika þá er verið að bera hana saman við 70þús króna HP tölvu. Það auðvitað meikar engann sens. Eina high en brandið í þessari könnun sem var minnst á áðan er Alienware, en það er samt ekkert hægt bera saman við þær, þar sem þær eru overclokkaðar og eru ætlaðar í massíva leikjavinnslu.
Það eina betra í apple tölvum í dag, eftir að 64bita win7 kom út er blikkandi epli á bakhliðinni. Og ef fólki finnst alltilæi að borga 200 þús fyrir það, og geta svo ekki stolið nýjasta photoshoppinu, þá er bara alltilæi að kalla það plebba
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 24 Jan 2012 - 20:54:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ef þú kaupir tölvu á 380þ þá hlýturðu að geta eytt smá pening í löglegt photoshop...

og það er eitt sem apple vélar hafa umfram aðrar vélar, það er stability.. sama hvað þeg þjösnast á minni imac þá vinnur hún áfram án vandamála, hún var síðast uppfærð fyrir tæpu ári og hefur ekki verið endurræst síðan, hún vinnur mikið af myndum í photoshop, video í imovie, leiki hjá krökkunum ofl. og aldrei kvartar hún.. og er samt bara C2D

ég er svo með PC með i7 keyrandi W7 x64 ultimate, hún þarf að endurræsa nokkrum sinnum í viku eftir einhverjar uppfærslur og ef ég reyni of mikið á hana þá bluescreenar hún...
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
BirkirFreyr


Skráður þann: 12 Apr 2010
Innlegg: 66

Nikon D90
InnleggInnlegg: 24 Jan 2012 - 23:05:41    Efni innleggs: 380þús Svara með tilvísun

380 þús króna pc vél blue screenar ekki frekar en apple, ég er bara að meina það. Apple eru mjög fínar tölvur, en þær eru samt ekkert betri en pc á sama verðbili. Og blikkandi eplið á bakhliðinni er að kosta svona 120 - 200 þús, það er bara svoleiðis.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 24 Jan 2012 - 23:21:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í vinnununi minni hentar betur að hafa PC tölvu vegna hugbúnaðarins en ég hugsa að Mac kæmi vel út heima. Nota reyndar PC tölvur heima af því að ég er of nískur til að kaupa Mac. Ég er reyndar líka með Ubuntu í vinnunni á sumum vélum og á einn laptop heima en það er of mikið vesen að configa Linux til að það virki vel á heimili. Held samt að næsta heimilisvél verði makki og ég er að spá í að fá mér Apple TV og setja XBMC á það.

Þetta er bara eins og Homeblest kexið!
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 24 Jan 2012 - 23:34:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:
Benedikt Finnbogi skrifaði:
DanSig skrifaði:
Aperture stenst enganvegin samanburð við Adobe hugbúnaðinn... Aperture er svona eins og paint í windows... Allir geta notað hann en enginn gerir það vegna þess að eitthvað annað er bæði einfaldara og betra


Ertu að gera grín í mér? Kynntu þér málið áður en þú ferð að búa til staðreyndir.

Aperture gerir nákvæmlega það sama og Lightroom, sömu verkfærin og svipaðar stillingar. Eini munurinn eru smáatriði og notendaviðmótið. Viðmótið í Aperture er talið mun betra en Lightroom!

Þú getur verið viss um að ég sé að segja satt og rétt frá þar sem ég hef notað Aperture síðastliðin 3 ár. Fyrir þremur árum keypti ég mína fyrstu Apple tölvu og Aperture átti stærstan þátt í að ég fór frá Windows!
Þannig að já, ég veit nákvæmlega hvað ég er að tala um...semsagt ef þér finnst aperture betra þá á öllum að finnast það ?

ég er bæði með mac og PC, ég er með aperture, lightroom og Photoshop ásamt fotostation og fleirri forrit.. af þessum 4 þá er aperture síst, fotostation er mun skemmtilegra en samt finnst mér alltaf best að nota photoshop, enda nota ég ekki batch skipanir á myndirnar mínar, það fara engar tvær myndir frá mér með nákvæmlega sömu vinnslu...


Bíddu, semsagt, af því þér finnst það þá notar enginn það ? Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 24 Jan 2012 - 23:35:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Annars er þessi þráður eiginlega orðinn enn kjánalegri en ég þorði að vona, úff. Þvílíkir sleggjudómar og know-it-all comment...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Anansi


Skráður þann: 16 Des 2010
Innlegg: 311
Staðsetning: Það er gott að búa í Kópavogi
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 25 Jan 2012 - 1:10:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Snuddi Snær skrifaði:
Anansi skrifaði:

Mér þætti gaman að sjá gögn sem bakka upp þessar fullyrðingar, Apple hafa engan vegin verið með lægstu bilanatíðnina undanfarin ár, þar eru það kóresku framleiðendurnir samkvæmt öllu sem ég hef heyrt og lesið. Meira að segja HP, Lenovo og Dell eru mun ofar skv þeim listum sem ég hef séð en Apple.


Hvar eru þín gögn sem bakka um þínar fullyrðingar? Ég átti PC World tímaritið þar sem þessi gögn voru fyrir 2010 og þá var HP í neðsta sæti með bilanatíðni, fann það það ekki á netinu og lá við að ég leitaði að því og skannaði það inn og sendi. Ég varsla mikið HP fyrir vinnuna og því er mér þetta í fersku minni þar sem ég ræddi þetta við sölumann OK.


"The review team's one complaint: reliability. Apple scored a 17, better than Toshiba and Acer (15 each), below Sony (1Cool, HP (19) and Dell (20). " þetta er úr niðurstöðum Consumer Reports sem er ein af stærstu neytendasamtökum í heiminum. Skv. þessu eru Dell, HP og Sony með betri sögu í áreiðaneika á USA markaði en Apple. Ekki að það sé endilega neitt til að hrópa húrra fyrir samt.
_________________
Nikon D7000
Nikkor AIS 105/2.5
Nikkor AF-S 35/1.8G DX
Nikkor AF-S 50/1.8G
Nikkor AF-S 18-105/3.5-5.6G
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ArnarG


Skráður þann: 21 Feb 2007
Innlegg: 1566
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 25 Jan 2012 - 2:09:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

svona til að byrja með ef þú ferð og færð þér ægilega fína fartölvu frá einhverjum öðrum framleiðanda þá er hún með 4gb í vinnsluminni og ekki hægt að stækka það... Apple fartölvur eru með móðurborði sem taka allt að 16gb vinnsluminni og eru margfallt öflugri að því leitinu...

Verðmunurinn á milli apple og PC er almennt ekki mikill ef þú skoðar hvaða vélbúnað þú ert að fá og tekur tillit til stækkunarmöguleika og gæða hvers íhluts fyrir sig.

Síðan er það annað sem var allavega stæðsti munurinn ég veit ekkert hvernig það er með Win 7 en segjum að þú sért með Photoshop og Adobe illustrator í tölvunni og ætlir að vinna í þeim báðum í einu...

Þú ert með tölvu með 4gb í vinnsluminni... og skjal sem er 1 gb í hvoru forritinu fyrir sig

Á windows vélinni þá ertu með lágmark 1gb undir windows og allt helvítis ruslið sem fylgir því... síðan þarftu að hlaða inn photoshop og það tekur lágmark 600mb... til viðbótar þarftu að hlaða upp adobe illustrator sem er 600mb líka...

Þannig þegar þú skiptir á milli forrita þar sem það er ekki pláss fyrir þetta allt í vinnsluminninu þá þarftu að a... taka allt í photoshop og skrifa það á harðadiskinn...hreinsa vinnsluminnið... lesa af harðadisknum allt úr illustrator og setja það aftur í vinnsluminni.... semsagt tími sem það tekur að hoppa á milli forrita... 30 sek

í mac þá ertu með 300-500 mb í vinnsluminni fyrir stýrikerfið... síðan ef þú ert með bæði Photoshop og Illustrator sem nota að miklu leiti sama kjarna þá leyfir OS X forritunum að samnýta vinnsluminnið... þannig að Adobe Photoshop og illustrator taka þá í staðin fyrir sitthvor 600mb kannski 800-900mb saman í vinnsluminni.
Þannig að þegar þú hoppar á milli forrita þá ertu 1 sek að því og þarft ekkert að bíða...
_________________
Flickr.com/ArnarGeirArnarG.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
DonPedro


Skráður þann: 07 Apr 2006
Innlegg: 354

Canon 350D
InnleggInnlegg: 25 Jan 2012 - 2:56:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ætlar enginn að minnast á þetta óendanlega leiðinlega vírusabull sem fylgir pc vélum:)

kv.
Pétur
_________________
fridgeirsson. Get yours at bighugelabs.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gúrúinn


Skráður þann: 02 Júl 2007
Innlegg: 280
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 70D
InnleggInnlegg: 25 Jan 2012 - 7:22:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarG skrifaði:
svona til að byrja með ef þú ferð og færð þér ægilega fína fartölvu frá einhverjum öðrum framleiðanda þá er hún með 4gb í vinnsluminni og ekki hægt að stækka það... Apple fartölvur eru með móðurborði sem taka allt að 16gb vinnsluminni og eru margfallt öflugri að því leitinu...


Þetta er rétt hvað varðar 32-bita Windows. Ef þú ferð í 64-bita (sem margar eru í núna, held ég), þá takmarkast minnið eingöngu af vélbúnaðinum. Ég er með 8 GB í vélinni heima, myndi fá mér 24-32 ef ég væri að kaupa tölvu í dag.

Fyrir forvitnis sakir: getur Apple ekki líka stutt meira minni, s.s. það minni sem tölvan er með. Í 32-bita Windows er takmörkunin innbyggð í stýrikerfið og það væri gaman að vita hvort það sé þannig líka hjá Apple.
_________________
Flickr
500px.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tölvur og skjáir Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 3 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group