Sjá spjallþráð - Haförninn flýgur fugla hæst :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Haförninn flýgur fugla hæst

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Sindri


Skráður þann: 26 Jún 2006
Innlegg: 701

Canon EOS 1D Mark III
InnleggInnlegg: 25 Des 2011 - 17:46:10    Efni innleggs: Haförninn flýgur fugla hæst Svara með tilvísun

Sælt veri fólkið

Fannst rétt að kveðja þetta ár á svipuðum nótum og ég kvaddi það síðasta eða með því að pósta nokkrum hafarnarmyndum. Flestar þeirra eru teknar á þessu ári en ég ákvað að krydda aðeins seríuna með myndum frá því í fyrra sem ég hef ekki birt áður. Rétt að taka það fram að allar myndirnar eru teknar með tilskyldum leyfum frá yfirvöldum. Öll gagnrýni er vel þegin. Vil svo nota tækifærið til að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
_________________
Bestu kveðjur,

Sindri
http://www.flickr.com/photos/sindri_skulason/


Síðast breytt af Sindri þann 26 Des 2011 - 0:48:47, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
alexmani


Skráður þann: 02 Mar 2009
Innlegg: 666
Staðsetning: Stokkseyri
Canon
InnleggInnlegg: 25 Des 2011 - 18:04:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Stórfínar myndir Sindri. Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
_________________
Bestu kveðjur,
Alex Máni
www.flickr.com/photos/alexmani
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gnarr


Skráður þann: 19 Júl 2005
Innlegg: 1254
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 25 Des 2011 - 18:30:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þarf maður leifi til að taka myndir af haförnum? Confused
_________________
Ég! - gnarr.org
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
vilhelm


Skráður þann: 07 Ágú 2006
Innlegg: 1083


InnleggInnlegg: 25 Des 2011 - 19:17:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vá! Þessar myndir eru algjör demantur og þó þær séu allar ótrúlega fallegar þá þykir mér nr 1 og 3 bera af.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Zoli


Skráður þann: 13 Feb 2011
Innlegg: 618

Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 25 Des 2011 - 19:23:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gnarr skrifaði:
Þarf maður leifi til að taka myndir af haförnum? Confused


Var einmitt að hugsa það sama
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
BGÁ


Skráður þann: 14 Mar 2007
Innlegg: 3543
Staðsetning: Reykjavik
Canon EOS 3
InnleggInnlegg: 25 Des 2011 - 22:34:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flottar myndir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 25 Des 2011 - 22:46:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott Gott Gott
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gaflarinn


Skráður þann: 28 Des 2007
Innlegg: 421
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 25 Des 2011 - 23:16:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Magnaðar myndir
_________________
http://www.flickr.com/photos/gaflarinn/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
vari


Skráður þann: 08 Ágú 2005
Innlegg: 186

Canon 5D
InnleggInnlegg: 25 Des 2011 - 23:42:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

19. gr. laga um friðun og veiðar fugla og villtra spendýra.Óheimilt er frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 m nema brýna nauðsyn beri til, svo sem vegna lögmætra nytja sem ekki er hægt að stunda á öðrum árstíma, enda sýni menn ýtrustu varfærni og forðist að trufla fuglana. Þessi takmörkun á umferð gildir bæði þar sem ernir eru að búa sig undir varp og við þau hreiður sem orpið hefur verið í og eru með eggjum eða ungum.

Óheimilt er að hrófla við hreiðrum og hreiðurstæðum arna og svæði sem takmarkast af 100 m hringmáli umhverfis, hvort sem er á varptíma eða utan hans. Einnig er óheimilt að koma fyrir hvers kyns búnaði í þeim tilgangi að fæla fugla frá hreiðurstæðum eða reyna að hindra þá í að verpa þar. Með hreiðurstæðum samkvæmt þessari grein er átt við alla þá staði sem ernir hafa orpið á. Heimilt er þó að stugga við örnum sem halda til eða sjást í friðlýstum æðarvörpum, svo fremi sem fuglunum sjálfum, hreiðrum þeirra, eggjum og ungum er ekki hætta búin. Þó er óheimilt að stugga við hreiðurörnum innan 2 km frá varpstað.
Ráðherra setur reglugerð um þær aðferðir sem heimilt er að nota til að stugga við örnum í friðlýstum æðarvörpum.
[Ráðherra]1) getur veitt undanþágu frá banni skv. 1. og 2. mgr. í sérstökum tilvikum, svo sem vegna lagningar þjóðvega eða annarrar mannvirkjagerðar í almannaþágu, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Þá er Umhverfisstofnun heimilt, að fenginni umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands, að veita undanþágu frá ákvæðum 1. mgr., svo sem vegna myndatöku og rannsókna, enda sé sótt um hana fyrir fram. Skilyrði skulu sett um umgang við hreiður við veitingu slíkrar undanþágu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Nilli


Skráður þann: 08 Okt 2005
Innlegg: 2794
Staðsetning: Í jöklanna skjóli
Nikon D3s & Nikon D600
InnleggInnlegg: 26 Des 2011 - 12:01:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til hamingju með þessar mögnuðu myndir Sindri. Gott
Bestu jóla og nýársóskir frá Vík.
_________________
Þórir N. Kjartansson
http://500px.com/thorirnk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
BKG


Skráður þann: 18 Maí 2008
Innlegg: 2840
Staðsetning: Ísland
Cannon e-ð
InnleggInnlegg: 26 Des 2011 - 13:56:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott Gott Gott
_________________
www.bkortphotography.zenfolio.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sindri


Skráður þann: 26 Jún 2006
Innlegg: 701

Canon EOS 1D Mark III
InnleggInnlegg: 27 Des 2011 - 14:44:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gnarr skrifaði:
Þarf maður leifi til að taka myndir af haförnum? Confused

Já, haförninn er friðaður með lögum enda er stofninn fáliðaður svo mikilvægt er að tryggja að hann fái frið yfir varptímann. Haförninn er mjög viðkvæmur fyrir öllu áreit á þessum tíma og lítið þarf til að spilla varpi. Það er því mikilvægt að menn fylgi lögunum í hvívetna enda gegna þau mikilvægu hlutverki í þeirri viðleitni að ná stofnstærðinni upp.
_________________
Bestu kveðjur,

Sindri
http://www.flickr.com/photos/sindri_skulason/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 27 Des 2011 - 15:59:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Glæsilegar myndir Sindri og gleðilega hátíð!
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group