Sjá spjallþráð - Fuglaljósmyndarar - hvernig fariði að? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Fuglaljósmyndarar - hvernig fariði að?
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 22:14:49    Efni innleggs: Fuglaljósmyndarar - hvernig fariði að? Svara með tilvísun

Ég veit að það er sennilega spurning um þolinmæði og æfingu, plús einhverjar 400 - 800mm linsur í höndum. Samt skil ég ekki hvernig er hægt að miða á fugl, sem er á stöðugri hreyfingu, finna fókus, og taka mynd. Sérstaklega með svona mikið súm.

Svo sé ég þetta fyrir mér, menn í felulitum að bíða þolinmóðlega í margar klukkustundir, þangað til fuglinn kemur, situr fyrir og brosir.

Hvernig fariði að?
Tillögur...?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Fásnes


Skráður þann: 01 Feb 2009
Innlegg: 1224
Staðsetning: Svarthol
Prump sem segir bíp!
InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 22:31:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst fuglar fallegir, en ég held að þolinmæði mín myndi fljótt fjúka út í hafsauga ef ég myndi fara að taka myndir af þessum fiðruðu félögum okkar.

Ég heyrði einhverntímann að fuglaljósmyndun væri 90% þolinmæði og hin 10% þolinmæði Smile

Síðan þarftu auðvitað einhverjar hubble telescope linsur og whatnots.

En ég hef ekkert vit á fuglaljósmyndun...


_________________
I'm not the droid you're looking for
______________________
May the flass be with you...always
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 22:36:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það var einhverju sinni sagt að mestu aflaklærnar hugsuðu eins og þorskar.
Dugir það við spurningu þinni?
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 22:56:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einhar skrifaði:
Það var einhverju sinni sagt að mestu aflaklærnar hugsuðu eins og þorskar.
Dugir það við spurningu þinni?


Þetta verður amk eina svarið við spurningunni. Ekki vildi ég að fólk héldi að ég hugsaði eins og þorskur þ.a. ég æta ekki að segja neitt.
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 23:00:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sko, þið megið alveg útskýra þetta fyrir mér. Þetta með þorskinn.
Og svo hitt með fuglana.
Hvernig var farið úr fuglum... í fiska...!!!?
Laughing
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 23:03:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það sem einhar er að segja er að ef maður vill fanga fugl (á mynd) þá þarf maður að hugsa eins og fugl. Þeas vita hvar fugl myndi vilja lenda. Og svo miðar maður þangað og bíður smá. Ef maður hugsar eins og fuglinn þá lendir hann skömmu síðar á réttum stað.

Við því má svo bæta að ef maður er ekki alveg nógu góður í að hugsa eins og bráðin þá getur maður reynt að lokka hana með einhverju eftirsóknarverðu. Það gæti verið eftirsóknarverður lendingarstaður eða jafnvel matur.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 23:09:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sorrý að vera að skemma þráðinn með útúrsnúningum Razz

Þetta er rétt hjá þeim. Lykilatriði er að reyna að skylja viðfangsefnið, bæði til að spá fyrir um hegðunina og varpa ljósi á hana.

Varðandi að taka óhreyfðar myndir með löngum linsum er hægt að auðvelda sér lífið verulega með því að hafa linsuna á þrífæti/einfæti/bílglugga/girðingarstaur/stein/osfrv. Besta "IS"ið er jörðin.

Kv. Hrannar
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rán


Skráður þann: 28 Ágú 2005
Innlegg: 2099


InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 23:17:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þú byrjar á að kynna þér atferli fuglsins sem að þú ætlar að mynda.

Síðan tekur þú mynd, á staðnum sem þú ákvaðst, í ljósinu sem þú pantaðir með jólasnjókomunni eftir 20 tíma bið úti í kuldanum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
alexmani


Skráður þann: 02 Mar 2009
Innlegg: 666
Staðsetning: Stokkseyri
Canon
InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 23:25:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í fuglaljósmyndun er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa góðar græjur. Hraðar vélar sem ráða við erfiðar aðstæður og skarpar og hraðar linsur.
Fuglar eru á stöðugri hreyfingu og því þarf maður að æfa sig lengi að ná að fókusa rétt á fuglinn og þ.h.
Eltifókusinn kemur oft vel að notum þegar fugl er að næra sig, fljúgandi eða bara hlapandi um.

Felutjöld eru oft nauðsynleg og mjög góð til fuglamyndunar við t.d. tjarnir til að mynd andfugla og svoleiðis, margir nota felutjöld við Mývatn.
Margir nota líka einnig felubúning og kaupa cover á linsurnar, líkt og þetta hér: http://www.bhphotovideo.com/c/product/467166-REG/LensCoat_LC500M4_Lens_Cover_for_Canon.html

Þolinmæði er mjög stór hluti í fuglaljósmyndun, ef þú hefur ekki þolinmæði þá er það ekki að gera sig í fuglunum. "Þolinmæðin þrautir vinnur allar" sagði einhver einhvern tíman.
Að bíða á stað í langan tíma eftir einum fugli, bíða eftir að fuglinn vakni eða að fuglinn færi sig úr stað og ef ekki reisi aðeins úr sér getur af sér mikla þolinmæðisvinnu marg oft.
En stundum leikur lánið við mann og fuglinn fer eiginlega eftir öllum óskum manns á stuttum tíma.

Það tekur að sjálfsögðu nokkuð langan tíma að ná tökum á fuglaljósmyndun en þegar þú ert kominn út í hana er ekki aftur snúið.
Þegar ég var yngri var ég aðeins að leika mér með gamla Powershot vél og reyna að ná myndum af máfum á Bakkatjörn á flugi. Svo keypti ég
mér mína fyrstu vél, Canon 10D sem var bylting. Svo seinna fékk ég lánaða 1D MK II vél sem var enn meiri breyting og var allt annað í t.d.
flugmyndir og hröð augnablik. Nú í dag er ég með 7D vél og er meirihátttar sáttur.

Fuglar eru skemmtilegt viðfangefni, jafnt sem til myndatöku eða skoðunar. Ég hef alltaf verið að skoða fugla en byrjaði að mynda þá á fullu fyrir nokkrum árum. Stundum sé ég eftir því að hafa farið út í
fuglaljósmyndun því oft er maður og upptekinn við að mynda fuglinn að maður gleymir því að njóta þess að skoða hann. Aftur á móti er alltaf gaman að koma heim með kortið fullt og
setja inn myndir í tölvuna og vera ánægður með þær myndir sem maður var að taka og að fá hól fyrir þær.

Eitt af lykilatriðum við fuglana er að skilja þá og spá í hegðun þeirra og fleira.

Til að fá myndir sem minnst hreyfðar er gott að nota þrífót, einfót og bílgluggann. Fuglar eru minna hræddir við bíla en gangandi fólk.
Hægt er að kaupa erlendis baunaboka sem maður setur í glugga til að hafa linsuna sem stöðugasta en það er einnig hægt að sauma sér þannig poka sjálfur.

Svo er alltaf best að reyna að taka myndirnar undan birtu og sem minnst niður á fuglana.
Myndir sem teknar eru í hæð fuglanna eru oftast skemmtilegastar.

Ef þig langar að æfa þig í fuglaljósmyndun þá mæli ég með Bakkatjörn, því þar eru fuglarnir gæfir og vanir fólki. Sérstaklega er gott að ver þar að vorlagi þegar fyrstu fuglarnir eru að koma til landsins eftir vetrardvöl
annars staðar í heimunm. Þar geturu myndað fugla á flugi, á vatni, spörfugla og fugla við sjóinn. Einnig leynast mjög oft flottir flækingar þar.

Vonandi er eitthvað af þessu svar við spurningunni þinni.

Læt með nokkrar af myndum sem ég hef tekið og er sáttur með.

Steindepill
Steindepill / Wheatear / Oenanthe oenanthe
Lundar
The Puffin Pyramid
Grafönd
Grafönd / Pintail / Anas acuta
Fjallkjói
Fjallkjói / Long-tailed Skua / Stercorarius longicaudus
Lundi
Lundi / Puffin / Fratercula arctica

P.s. Get tekið myndirnar út ef þú vilt ekki hafa þær á þræðinum þínum.
_________________
Bestu kveðjur,
Alex Máni
www.flickr.com/photos/alexmani


Síðast breytt af alexmani þann 04 Des 2011 - 0:21:02, breytt 4 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Fásnes


Skráður þann: 01 Feb 2009
Innlegg: 1224
Staðsetning: Svarthol
Prump sem segir bíp!
InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 23:34:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott svar hjá Alexi og glæsilegar myndir. Hann fær hrós kvöldsins.
_________________
I'm not the droid you're looking for
______________________
May the flass be with you...always
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
KáriK


Skráður þann: 08 Sep 2011
Innlegg: 163
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 23:41:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fásnes skrifaði:
Flott svar hjá Alexi og glæsilegar myndir. Hann fær hrós kvöldsins.


Tek undir það! Takk fyrir að skrifa þessa flottu grein og þessar myndir eru stórglæsilegar! Gott
_________________
http://www.fluidr.com/photos/valkvidi/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 03 Des 2011 - 23:43:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fásnes skrifaði:
Flott svar hjá Alexi og glæsilegar myndir. Hann fær hrós kvöldsins.
Gott
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
BGÁ


Skráður þann: 14 Mar 2007
Innlegg: 3540
Staðsetning: Reykjavik
Canon EOS 3
InnleggInnlegg: 04 Des 2011 - 0:07:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fásnes skrifaði:
Flott svar hjá Alexi og glæsilegar myndir. Hann fær hrós kvöldsins.


og Flottar myndir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
villi14


Skráður þann: 11 Júl 2009
Innlegg: 166
Staðsetning: Reykjanesbær
Canon 7D
InnleggInnlegg: 04 Des 2011 - 0:08:07    Efni innleggs: . Svara með tilvísun

Var að spá við að lesa þessa grein, hvernig fariði að ná þessari skerpu í fuglunum tapar maður skerpu við að nota dobbler. T.d. er 70-200 mm F2,8 með 2x dobbler með minni skerpu en bara venjuleg ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
alexmani


Skráður þann: 02 Mar 2009
Innlegg: 666
Staðsetning: Stokkseyri
Canon
InnleggInnlegg: 04 Des 2011 - 0:12:51    Efni innleggs: Re: . Svara með tilvísun

villi14 skrifaði:
Var að spá við að lesa þessa grein, hvernig fariði að ná þessari skerpu í fuglunum tapar maður skerpu við að nota dobbler. T.d. er 70-200 mm F2,8 með 2x dobbler með minni skerpu en bara venjuleg ?


Þú tapar náttúrulega alltaf smá slerpu en extender-arnir í dag eru orðnir mjög góðir 1.4x III og 2x III. Skerpan er samt alltaf best með linsuna bara sér.
_________________
Bestu kveðjur,
Alex Máni
www.flickr.com/photos/alexmani
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group