Sjá spjallþráð - Að prenta heima - þarf að vita allt! :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Að prenta heima - þarf að vita allt!
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Prentun og Prentarar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 17:00:19    Efni innleggs: Að prenta heima - þarf að vita allt! Svara með tilvísun

Jæja, nú er nýr kafli að hefjast í ljósmyndun hjá mér. Þetta er svoooo spennandi að ég fæ gæsahúð... hroll frá táar til höfuðs !!! Laughing Laughing Laughing

Eftir tveggja ára meðgöngu, eru myndirnar mínar loksins að fá að fæðast úr prentara, þær fá að sjá ljósið, eða segjum "loftið", alvöru loftið. Ég horfi á snúru sem tengir tölvu og myndavél, og mér finnst þetta vera naflastreng!. Ljósmyndari... ljósmóðir... Laughing

Prentarinn er Canon Pixma ix6550.

Hér kemur spurnigaflóð, endilega fræðið mig um prentun heima, því að þar er ég algjör nýgræðingur!

------

Blek: er ekki örugglega allt í lagi að kaupa ódýrari tegundir? Hvað borgar sig að gera? Svartur litur er sennilega sá sem eyðist fljótast, en hver er næstur á eftir? Blár...?

Pappír: sama spurning - hvernig pappír er ekki góður, bara alls ekki, og hvað þarf prentarinn að "vita" varðandi pappír? Hvað þarf ég að vita um pappír...?

Vinnsla fyrir prentun: var það ekki þannig að maður skerpir öðruvísi fyrir prentun en fyrir skjá? Á litarýmið að vera CYMK?

Allar tillögur um notkun og kaup á vöru eru MJÖG velkomnar.

Cool
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 17:05:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér líst vel á orðið ljósmóðir fyrir konur sem taka myndir Gott
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 17:07:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það sem ég hef heyrt um ódýrt blek er það að stundum stíflar það prenthausinn. Stundum er það ekki nákvæmlega réttur litatónn og því kemur ekki réttur litur. Stundum er það miklu minna í hylkjunum að "lítraverðið" er í raun það sama. Svona mætti lengi telja en ég hef enga alvöru reynslu af þessu sjálfur. Þetta eru bara hræðslusögur sem maður heyrir.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 17:09:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta verður ekkert ódýrt ef þú heldur það.
Blekið er dýrt og fer mikið af því þegar þú prentar.

En ég myndi mæla með því að nota þau blek sem prentarinn á að nota.
Kannski í lagi að nota samhæft(ódýrt) blek ef þú ert bara að prenta út ritgerðir eða svoleiðs prentun.

Annað held ég ætti að gildi fyrir ljósmyndir án þess að ég þekki það alveg nógu vel.

Annars prenta ég aldrei heima neinar myndir...
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 17:20:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mig langar að benda fólki á að prenta ekki ritgerðir og skólaverkefni á bleksprautuprentara. Fáið ykkur frekar ódýran laser prentara fyrir þau verkefni, það borgar sig fljótt upp.
Bleksprautuna eingöngu fyrir það sem þið viljið að sé vandað td. ljósmyndir.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 17:35:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einhar skrifaði:
Mig langar að benda fólki á að prenta ekki ritgerðir og skólaverkefni á bleksprautuprentara. Fáið ykkur frekar ódýran laser prentara fyrir þau verkefni, það borgar sig fljótt upp.
Bleksprautuna eingöngu fyrir það sem þið viljið að sé vandað td. ljósmyndir.


Góður punktur.
Auðvitað fer það eftir umfangi. Ef við erum að tala um 50 síður á ári þá veit ég ekki hvort maður nenni að standa í því. En sé þetta mikil prentun þá sparar maður þetta hratt. Svo er líka bara fáránlega pirrandi að hafa tæmt blekið sitt í einhverja helv. heimavinnu þegar kemur að því að ætla að prenta flotta mynd.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Geirix


Skráður þann: 05 Apr 2010
Innlegg: 899
Staðsetning: Bak við linsuna
Pentax K5 IIs
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 17:45:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Blek: Alls ekki kaupa ódýrt - það stútar prentaranum með því að stífla hann.
Ódýrustu orginal blekin eru í Beco og Eymundsson.

Pappír: Fer alveg eftir því hvernig áferð og annað þú vilt fá á myndina, er hún svarthvít og þarf að hafa áferðarmikinn pappír eða er þetta top ljósmynd á glanspappír - mæli með spjalli við Olgu í Beco - hún sorterar mann í pappírsmálum á no time og það er hægt að kaupa ódýra test prentpappírs kassa þar - þannig að þá er hægt að prófa sig áfram í áferð og fleiru.

Vinnsla fyrir prentun: Tja - eftir höfði "ljósmóðurinnar" hverju sinni Smile

En gangi þér vel með þetta Micaya Smile
_________________
If it has a ring tone, it's not a camera!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
odda


Skráður þann: 24 Apr 2006
Innlegg: 496
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 700D
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 17:45:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það sem þú þarft fyrst og fremst að vita Díana mín að þetta er dýrt sport.
Blekið er dýrt, pappírinn er dýr.
Og þegar maður prentar uppáhalds myndirniar sínar borgar sig ekki að spara.
Notaðu alltaf það blek sem gefið er upp fyrir prentarann og besta Canon gæða pappír. Ég hef stundum reynt að spara með því að kaupa ódýrann pappír, en það kemur bara ekki vel út. Það er ekki sparnaður í því að nota rándýrt blek á lélegann pappír.

Til hamingju með nýja prentarann. Það er virkilega gaman að geta prentað út sjálfur.
_________________
http://www.flickr.com/photos/49634027@N03/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
effinn


Skráður þann: 19 Nóv 2008
Innlegg: 150
Staðsetning: Reykjavík
Nikon
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 20:22:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Litrýmið á að vera RGB. Allir bleksprautuprentarar nota RGB. Hægt að prenta CMYK en það verður ekki eins gott og RGB. Annar um að gera að leika sér - verst hvað það er dýrt.

Skerpa heldur meira fyrir prentun en fyrir skjá. Ofskerping er hinsvegar allt of algeng, bæði á skjá og í prentun. Kemur helst fram sem ljósir punktar eða línur. Einna líkast því að glampi á bleytu hér og þar.
Kv., Fr.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
RonniHauks


Skráður þann: 06 Júl 2008
Innlegg: 1590
Staðsetning: Sunnan jökla.
Olympus E-3
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 20:28:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er með Cannon prentara og nota orginal cannon blekhylki og cannon pappír. Hvaða litir klárast fyrst man ég ekki en líkast til fer það eftir litasamsetningu þeirra mynda sem þú ert að prenta Díana...
_________________
http://www.flickr.com/photos/ronnihauks/
http://theauroraphotoguide.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
abvidars


Skráður þann: 24 Júl 2009
Innlegg: 599
Staðsetning: Akranes
Nikon D60
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 21:41:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég var alltaf í vandræðum með prentun, bæði á gamla og nýja prentarann minn. Fannst litirnir alltaf vera út og suður og ekki að gera sig. En eftir að ég stillti litaprófílinn hjá mér "rétt" heftur þetta gengið eins og í sögu. Þú getur skoðað þessa þræði sem ég setti inn, vona að það nýtist þér er þarna er farið yfir stillingar ofl Very Happy
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?p=640856&highlight=#640856
_________________
Ása B
http://www.flickr.com/photos/abvidars/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
PálmiBj


Skráður þann: 25 Apr 2007
Innlegg: 295

Sony Alpha 850
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2011 - 22:13:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er rétt sem hefur komið fram hér að framan að það er dýrt að prenta sjálfur. En............ef vel tekst til er það ótrúleg tilfinning að sjá myndina birtast í prentaranum akkúrat eins og maður vildi hafa hana. En þetta er ekki einfalt. Það er grundvallar atriði að hafa skjáinn rétt kvarðaðann og að litaprófillinn sem prentarinn notar sé stilltur í stíl við skjáinn. Þú átt að fá það á pappírinn sem þú sérð á skjánum.

Alltaf að nota rétt blek, ég er búinn að heyra of margar raunasögur af notkun á "ódýru" bleki.

Hvað pappír varðar er það allt eftir smekk hvað er notað. Þetta kemur eingöngu með reynslunni. Mattur, semigloss og gloss eru helstu flokkarnir af pappír fyrir litljósmyndun (í mínum huga), þegar kemur af B&W fer það allt eftir myndefninu og hvað á að sýna. Við hjónin vorum með sýningu síðasta sumar þar sem B&W manna myndir voru í aðalhlutverki. Fyrir þær notuðum við mjög grófan mattan pappír (PermaJet Portrait White).

Síðasta ár hef ég notað PermaJet pappír sem Beco selur. Ég er með Epson 3800 prentara og profilarnir sem PermaJet er með fyrir hann eru ekki að gera sig, ég veit ekki hvernig er með þinn prentara. Ég hef gert mína eigin profila, það gekk upp eftir mikla tilraunastafsemi. Sennilegast er öruggast fyrir þig að nota Canon pappír, væntanlega eru profilarnir í lagi.

Gangi þér svo vel, það tekur bæði mikinn tíma og kostar heilmikið að prenta sjálfur, en það er þess virði.
_________________
Kv.
PálmiBj
www.icelandimage.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
sporlings


Skráður þann: 03 Nóv 2010
Innlegg: 34
Staðsetning: Reykjavík
Canon 60D
InnleggInnlegg: 27 Nóv 2011 - 2:18:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er með Canon Prixma Pro 9000 og hef verslað hjá Nýherja. Og þar kostar 18000 kr. áfyllingin á prentaran.
En ég fékk hjá Prentvörur.is sömu áfyllingu á prentaran á 6.699kr.
Það er ekki spurning hvar ég versla í framtíðinni.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 27 Nóv 2011 - 2:30:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er búinn að fara allan hringinn með þetta, og niðurstaðan í dag er sú að það borgar sig beinlínis að henda prentaranum í ruslið og prenta úti í bæ. Maður þarf að prenta mjög mikið til þess að það borgi sig að standa í þessu. Ég myndi frekar fá sérfræðinga, því miður, því þetta er mjög skemmtilegt.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Pl044


Skráður þann: 05 Okt 2007
Innlegg: 22
Staðsetning: Reykjanesbær
Nikon D7100
InnleggInnlegg: 27 Nóv 2011 - 8:08:33    Efni innleggs: Að prenta heima Svara með tilvísun

Ég hef prentað heima í um 10 ár bæði litla bæklinga og allt uppí A3 myndir. Reynslan er að velja alltaf góðan pappír og orginal liti. Hef prófað ódýra liti og þeir virðast gufa upp í prentaranum þegar hann er ekki í notkun. Og á lélegum pappír hverfa myndirnar með tímanum. Ég er núna með Canon 9950i keyptur fyrir c.a. 7 árum síðan og hef ekki lent í neinum vandamálum. það er mjög gaman að prenta myndirnar sjálfur, en mikil vinna og mikill tími sem fer í það.
_________________
http://www.flickr.com/photos/emilag/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Prentun og Prentarar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group