Sjá spjallþráð - Hvernig er best að stilla Canon 400D til að taka hópmyndir? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hvernig er best að stilla Canon 400D til að taka hópmyndir?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Vignirorn13


Skráður þann: 17 Nóv 2011
Innlegg: 7

Canon 400D
InnleggInnlegg: 17 Nóv 2011 - 9:32:02    Efni innleggs: Hvernig er best að stilla Canon 400D til að taka hópmyndir? Svara með tilvísun

Hvernig er best að stilla Canon 400D til að taka hópmyndir ? í dimmu? Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 17 Nóv 2011 - 10:19:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef það er mjög dimmt þá getur verið erfitt fyriri myndavélina að ná fókus. Þá getur verið gott að hafa eitthvað smá ljós til að hjálpa myndavélinni að ná fókus. t.d. ef einhver heldur á síma með björtum skjá.

Annasr er bara að nota minnsta ljósopið sem myndavélin bíður upp á, nota flash og hækka iso eftir þörfum. Lokunarhraðinn þarf svo að vera á milli 1/60 til 1/200 út af flashinu. Best að hafa hann 1/60 eða því sem næst til að þurfa að hækka iso sem mest. Góð þumalputtaregla er að hafa hraðan aldrei lægri en lengd linsunar. T.d. ef þú ert með 70mm linsu að hafa hraðan þá ekki lægri en 1/70 t.d. 1/125 eða með 50mm linsu að nota þá 1/60 - ekki fara lægra en 1/60

Svo til að allir séu með augun opin þá er best að láta alla loka þeim og opna þegar þú segir "OPNA" og taka svo myndina. Þá ættu allir að vera með augun opin á sama tíma.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Vignirorn13


Skráður þann: 17 Nóv 2011
Innlegg: 7

Canon 400D
InnleggInnlegg: 17 Nóv 2011 - 12:27:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 17 Nóv 2011 - 13:20:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hérna... nei

Alls ekki setja á minnsta ljósop sem vélin býður upp á. Reyndar stjórnast ljósopið af linsunni en ekki vélinni, en þú vilt klárlega hafa það frekar stórt, til að ráða við myrkrið. Það fer soldið eftir því hvernig þú raðar hópnum upp og hvaða linsu þú ert að nota hvaða ljósop hentar, en notaði eins stórt og þú kemst upp með án þess að einhverjir fyrir framan eða aftan fari að detta úr fókus við það.

Ef þú ert að mynda með normal linsu er hraðinn 1/60 kannski ágætur, þú vilt nota eins lítinn hraða og þú kemst upp með án þess að fá myndina hreyfða.

Ef það er frekar dimmt, þá dúndraru iso upp eins og þér finnst í lagi, upp að þolmörkum.

Restina fylliru svo upp í með einhverju auka flassi, en notaðu sem allra minnst af því, semsagt bara eins og þú þarft, því flass í myrkri getur orðið alveg hryllilega ljótt ef þú hefur ekki góða stjórn á því að nota það vel.


Gangi þér vel c",)
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
gummih


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 1693

Canon 40D
InnleggInnlegg: 17 Nóv 2011 - 15:20:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ok, eins og fram hefur komið veltur þetta á linsunni þinni. Og hversu mikla dimmu þú ert að tala um.

Ef þú ert t.d. með 18-55 kit linsuna myndi ég hafa hana á víðustu stillingu því þar gefur hún þér víðasta ljósopið. (f/3,5)

Zomm í 18mm
Stilltu iso á 400
Hafðu vélina á Tv
Stilltu tímann á 1/60
hafðu flassið á

Ef myndirnar verða of dökkar þá hækkarðu ISO þangað til þær koma vel út ætti bara að taka 2-3 tilraunir. Sama gildi ef þú vilt bara fá bakgrunninn bjartari, hækka iso-ið.

Ef þú sérð að myndavélin er ekki að nota víðasta ljósopið þá geturðu sleppt flassinu eða lækkað iso-ið

Manual setup:
Zoom í 18mm
Stilltu iso á 400
Hafðu vélina á M
Stilltu tímann á 1/60
ljósop á 3,5
hafðu flassið á
_________________
~ Ljósmyndir ~
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group