Sjá spjallþráð - Willy Ronis :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Willy Ronis

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 15 Nóv 2011 - 20:33:58    Efni innleggs: Willy Ronis Svara með tilvísun


Willy Ronis var fæddur í París 14. ágúst 1910, hann lést 12. september 2009 og átti því innan við ár í aldarafmælið. Foreldrar hans voru gyðingar, flóttamenn sem fengu skjól í Frakklandi. Hann kynnist
ljósmyndun í gegnum föður sinn sem rak ljósmyndastofu í París. Hugur hans stóð fyrst til tónlistar, en eftir að faðir hans lést árið 1936 tók hann við ljósmyndastofunni, en hætti því fljótlega
og fór að stunda ljósmyndun í lausamennsku .

Willy Ronis er sá síðasti af kynslóð franskra ljósmyndara sem mótuðu ljósmyndun sem miðil á tuttugustu öldinni. Eins og sumir samtíðarmenn hans, sýndi hann með næmri tjáningu í myndum sínum
að ljósmyndun gæti verið listgrein, en ekki einhver vélræn kópering af umhverfinu eins og álitið var í byrjun ljósmyndunar.

Eins og sumir samtíðarmenn hans, varð Ronis einskonar söguspegill og skapaði rómantíska sýn á París, sem í dag hefur mótast kyrfilega í hug manna. Meðal framlaga um ókomna tíð voru tötralegir drengir á strætum,
brýningarmenn, glaðlegir karlar með yfirskegg að snæðingi og síðast en ekki síst ein best þekkta ljósmynd hans af ungum elskendum úti á þaksvölum þar sem París er baksviðið.
Ronis eins og margir af hans kynslóð hafði viðurværi sitt af fréttaljósmyndun, þar lagði hann mesta áherslu á hið daglega líf.
Best heppnaðasta bók hans, Belleville-Ménilmontant, fjallaði um að því er virðist tímalaust umhverfi, það umhverfi sem Edit Piaf fæddist inn í, brattar götur og mannmörg híbýli, baklýstan glerskera með glerskífur á herðunum.
Mörg verka hans eru hæversk, viðkunnanleg og blíð og oft með dapurleikablæ.

Ronis vann meðal annars við tímaritin Point de Vue og Vogue, hann varð einnig fyrsti franski ljósmyndarinn sem vann fyrir LIFE tímaritið.
Ronis hóf samstarf við umboðsskrifstofuna Rapho fyrir stríð ásamt Doisneau og Brassaï, löngu eftir stríð hóf hann aftur samstarf við Rapho.
Árið 1953 valdi Edward Steichen Ronis ásamt Cartier-Bresson, Doisneau, Brassaï og Izis til að sýna í New York Museum of Modern Art, sýniningin kallaðist Five French Photographers.

Síðari árin kenndi Ronis meðal annars við listaskóla í Avignon og Marseilles.

Árið 1936 tók Ronis mynd af eiginkonu sinni Marie-Anne Lansiaux nakinni í íbúð þeirra, þar sem hún var að þvo sér við vask. Um hálfri öld seinna að hausti tók hann mynd af henni
þar sem hún sat einmana innan um tré þjáð af Alzheimer.

Willi Ronis hætti að taka myndir árið 2001 þar sem hann átti erfitt með gang og þurfti að notast við staf, eitthvað starfaði hann þó við útgáfu hjá Taschen síðustu árin.

Þessi samtíningur minn um Willy Ronis sem er frá árinu 2009 og 2011 er bæði þýtt og endursagt frá hinum og þessum heimildum.
Kv, Rodor

_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 15 Nóv 2011 - 22:41:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott einhar !! Frábært framtak Smile

Fór að gúggla einhverjar myndir...

Æðisleg þessi. (Nema fyrir ljósaperuna)


einhar skrifaði:
ein best þekkta ljósmynd hans af ungum elskendum úti á þaksvölum þar sem París er baksviðið

Ætli þetta sé hún.
19591948.Það væri hægt að tala mikið um þessa.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group