Sjá spjallþráð - Enn og aftur spurning um tollamál :) :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Enn og aftur spurning um tollamál :)
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
svg


Skráður þann: 27 Júl 2006
Innlegg: 185


InnleggInnlegg: 20 Okt 2011 - 20:00:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

BKG skrifaði:
Já ég trúi því, en þetta er samt með hreinum ólíkindum að það skuli vera til svona reglur, heimtaðirðu ekki að fá að sjá hvar þetta stæði?


Er þetta ekki dæmigert atriði sem þarf að kæra til umboðsmanns...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 20 Okt 2011 - 21:59:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hér er reglugerð um netverslun:
http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=1862&module_id=210&element_id=5271

Þarna er FLUTNINGSGJALD OG TRYGGING eiginlega ekkert annað en venjulegur sendingarkostnaður í póst, sem við vitum allt um.

Og reglugerð þegar maður kemur með vörur umfram 32.500 kr
http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=1698

Og þarna segir ekkert um 'flutningsgjald og tryggingu'.

Nú hef ég hringt í Tollstjóra - Tolleftirlit Keflavíkurflugvallar, 569-1750 hvert skipti sem ég keypti ljósmyndavöru að utan (dýrari en 32.500,-), gaf upp dæmið, spurði eins ítarlega, nákvæmlega, og ítrekað, til að vera 100% viss um að ekkert meira yrði rukkað, einhver önnur gjöld, eða hvað sem er... og þeir eru sko mjög kurteisir og hjálpfúsir Smile og aldrei, aldrei, nefnt nokkuð um þessi gjöld sem við erum að ræða um.

Það eru líka bæklingar á flugvellinum í Keflavík sem ég hef tekið og lesið í gegn, bæði á íslensku og á ensku, en ekkert fundið þetta með flutningsgjöld og tryggingu.

Meira veit ég ekki!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Gunnlaugur


Skráður þann: 09 Jún 2006
Innlegg: 230

CANON
InnleggInnlegg: 20 Okt 2011 - 23:42:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Hér er reglugerð um netverslun:
http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=1862&module_id=210&element_id=5271

Þarna er FLUTNINGSGJALD OG TRYGGING eiginlega ekkert annað en venjulegur sendingarkostnaður í póst, sem við vitum allt um.

Og reglugerð þegar maður kemur með vörur umfram 32.500 kr
http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=1698

Og þarna segir ekkert um 'flutningsgjald og tryggingu'.

Nú hef ég hringt í Tollstjóra - Tolleftirlit Keflavíkurflugvallar, 569-1750 hvert skipti sem ég keypti ljósmyndavöru að utan (dýrari en 32.500,-), gaf upp dæmið, spurði eins ítarlega, nákvæmlega, og ítrekað, til að vera 100% viss um að ekkert meira yrði rukkað, einhver önnur gjöld, eða hvað sem er... og þeir eru sko mjög kurteisir og hjálpfúsir Smile og aldrei, aldrei, nefnt nokkuð um þessi gjöld sem við erum að ræða um.

Það eru líka bæklingar á flugvellinum í Keflavík sem ég hef tekið og lesið í gegn, bæði á íslensku og á ensku, en ekkert fundið þetta með flutningsgjöld og tryggingu.

Meira veit ég ekki!


Ég veit ekkert meira heldur, eina sem ég veit er að ég hef tvisvar lent í þessu og orðið hrikalega fúll en ekki nent að gera neitt frekar í þessu. VSK af 10-20 þús duga lítið upp í lögfræðikostnað. Það eru reyndar nokkur ár síðan síðast, (3 ár), og ég veit ekkert hvernig þeir gera þetta í dag
_________________
www.flickr.com/gullisig
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
svg


Skráður þann: 27 Júl 2006
Innlegg: 185


InnleggInnlegg: 21 Okt 2011 - 1:21:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Og þarna segir ekkert um 'flutningsgjald og tryggingu'.


Það hefur ekki hindrað stofnanir hingað til í gjaldtöku, ekki fyrr en einhver kvartar! Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 21 Okt 2011 - 8:32:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gunnlaugur skrifaði:
VSK af 10-20 þús duga lítið upp í lögfræðikostnað. Það eru reyndar nokkur ár síðan síðast, (3 ár), og ég veit ekkert hvernig þeir gera þetta í dag


Er ekki málið fyrir fólk sem lendir í þessu að ganga í Neytendasamtökin og biðja þau um að vinna í málinu.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
svg


Skráður þann: 27 Júl 2006
Innlegg: 185


InnleggInnlegg: 21 Okt 2011 - 11:20:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Af: http://ns.is/ns/ns/adstod/?ew_news_onlyarea=Content&ew_news_onlyposition=4&cat_id=79781&ew_4_a_id=381406
Tilvitnun:
Í gildi er þjónustusamningur við innanríkisráðuneytið um leiðbeiningar- og kvörtunarþjónustu fyrir neytendur. Þeir sem ekki eru félagsmenn í Neytendasamtökunum geta því fengið leiðbeiningar á mánudögum og fimmtudögum fyrir hádegi í síma 545 1200 og sú þjónusta er ókeypis. Ef Neytendasamtökin þurfa að annast milligöngu í máli þarf að greiða grunngjald skv. verðskrá.


Aðstoð kvörtunarþjónustu (grunngjald fyrir aðra en félagsmenn) 4.900,-

Árgjald (félagsgjald) 4.700,-
Innifalið: Neytendablaðið, aðstoð, gæðakannanir, heimilisbókhald, sparometer
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 21 Okt 2011 - 23:33:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nú ætla ég að þurfa að éta hattinn minn eins og 'Jóakim frændi'.

Ég kíkti á reikninginn!!

(Vara) -- verð 72.661 kr
Fl.gj/vátr. -- 4.418 kr
Afsl ISK -- 32.500 kr
Tollverð -- 77.079 kr

Virðisaukaskattur 25,5% -- fjárhæð 10.217 kr

Þannig að þetta "fl.gj/vátr." hlýtur að vera flutningagjald / vátrygging !!! Hef aldrei vitað hvað þetta var. Ég ætla að hvarta eftir helgina.

Svo segir:

Tilvitnun:
Veittur Ferðamannaafsláttur af tollverði er kr 32500, samkvæmt reglugerð nr 630/2008 um tollmeðferð vara sem ferðamenn og farmenn hafa með sér við komu til landsins.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
svg


Skráður þann: 27 Júl 2006
Innlegg: 185


InnleggInnlegg: 22 Okt 2011 - 2:30:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kaflinn um tollfrelsi ferðamanna er tekinn úr reglugerð 630/2008.

Reglugerðin er hins vegar sett skv. heimildum (toll)laga 88/2005.

Þar segir í 115 gr.

Tilvitnun:
Heimildir tollstjóra til áætlunar aðflutningsgjalda.
Í þeim tilvikum þegar tollstjóra ber að áætla fjárhæð aðflutningsgjalda skal hann áætla
tollverð vöru svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en raunverulegt
verðmæti vörunnar og ákvarða aðflutningsgjöld í samræmi við þá áætlun. Við áætlunina skal
tollstjóri hafa hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um vöruna, þar á meðal farmskrá,
framlögðum gögnum ef einhver eru og gögnum Hagstofu Íslands yfir innfluttar vörur.


Spurning hvort þeir séu að vinna eftir þessar grein laganna?

Það hlýtur hins vegar að orka ansi tvímælis að áætla flutningskostnað vöru út frá verðmæti hennar þar sem það skiptir engu máli þegar ferðamaður kemur með vöruna með sér til landsins!

Farðu endilega lengra með málið Micaya!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Gunnlaugur


Skráður þann: 09 Jún 2006
Innlegg: 230

CANON
InnleggInnlegg: 22 Okt 2011 - 17:17:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

svg skrifaði:
Kaflinn um tollfrelsi ferðamanna er tekinn úr reglugerð 630/2008.

Reglugerðin er hins vegar sett skv. heimildum (toll)laga 88/2005.

Þar segir í 115 gr.

Tilvitnun:
Heimildir tollstjóra til áætlunar aðflutningsgjalda.
Í þeim tilvikum þegar tollstjóra ber að áætla fjárhæð aðflutningsgjalda skal hann áætla
tollverð vöru svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en raunverulegt
verðmæti vörunnar og ákvarða aðflutningsgjöld í samræmi við þá áætlun. Við áætlunina skal
tollstjóri hafa hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um vöruna, þar á meðal farmskrá,
framlögðum gögnum ef einhver eru og gögnum Hagstofu Íslands yfir innfluttar vörur.


Spurning hvort þeir séu að vinna eftir þessar grein laganna?

Það hlýtur hins vegar að orka ansi tvímælis að áætla flutningskostnað vöru út frá verðmæti hennar þar sem það skiptir engu máli þegar ferðamaður kemur með vöruna með sér til landsins!

Farðu endilega lengra með málið Micaya!


Undarlegt að miða við einhverja fasta % ofaná verðið. Það hlýtur að skipta máli hvort flogið sé með hlutinn frá Singapore eða Kaupmannahöfn. Hvort ferðast sé á ódýrasta netsmelli eða Saga class. Hvort yfirvigt hafi verið greidd eða ekki. Vafasamt að hið opinbera geti verið að búa til gjaldstofna, væri kannski mál fyrir umboðsmann hvort þessi reglugerð hafi næga stoð í lögum og ef svo er hvort þessi lög geti þá stangast á við stjórnarskrá osf.
_________________
www.flickr.com/gullisig
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 24 Okt 2011 - 14:51:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

GÓÐAR FRÉTTIR !!

Þessu var hætt núna í sumar. Síðan í sumar er ekki lengur greiddur vaskur fyrir flutningsgjöld og tryggingu.

Ég hringdi, og mér var sagt að það var í gildi (þegar ég borgaði mitt), en þetta hefur farið í gegnum ótal lögfræðinga, og þessi gjöld eiga AUÐVITAÐ ekki að vera. Menn borga fyrir flug, og þarna eru, einmitt, ""flutningsgjöld"" vörunnar.

Very Happy Very Happy Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
EssPé


Skráður þann: 06 Okt 2009
Innlegg: 364
Staðsetning: Reykjavík
Canon 7D
InnleggInnlegg: 24 Okt 2011 - 16:39:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott að heyra Very Happy
Er eimitt að fara utan , núna í nóv. og ætla mér að kaupa linsu eða tvær. Ég var alvarlega að hugsa um að fara bara í græna hliðið og hunsa vaskinn , vegna þess að mér finnst þessi "Fl.gj/vátr." sem var neytt upp á mig síðast vera tómt rugl. Það er sjálfsagt að borga vask samkvæmt kaupnótu og það verður gert úr þessu.
Takk fyrir upplýsingarnar, kv. Sævar
_________________
http://www.flickr.com/photos/sproppe/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
svg


Skráður þann: 27 Júl 2006
Innlegg: 185


InnleggInnlegg: 24 Okt 2011 - 21:50:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Glæsilegt!

Takk fyrir að ganga í málið, nú þarf maður bara að panta sér ferð út til að nýta þetta! Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Marino


Skráður þann: 04 Júl 2007
Innlegg: 121

Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 24 Okt 2011 - 22:06:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hringdi líka einmitt í tollinn í dag til að fá þetta á hreint því ég er að fara út á morgun og leiðbeiningarnar sem ég fékk voru að á reikninginn er strax bætt við 11%, sem er flutningur og tryggingar. Ég spurði afhverju og þá var mér sagt að þetta væri eitthvað "jafnræðisgjald" en fyrirtæki sem flytja inn vöru og selja á Íslandi þurfa að borga þessi gjöld. Eftir að þessi 11% hefur verið bætt við þá dregst frá kr. 32.500 og svo bætist vsk á allt saman. Þetta eru leiðbeiningar sem ég fékk í dag. Ekki segja mér að þetta sé vitlaust Smile
_________________
Canon EOS 40D * Canon EF 50mm f/1,8 II. * Canon EF 24-105 f/4L IS
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
EssPé


Skráður þann: 06 Okt 2009
Innlegg: 364
Staðsetning: Reykjavík
Canon 7D
InnleggInnlegg: 24 Okt 2011 - 22:20:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er eftir öðru ,sem á þessa guðs voluðu þjóð er lagt."Fl.gj/vátr." er lagt af , en "jafnræðisgjald" (ívið hærra, sýnist mér) sett á í staðinn. Næst kaupi ég farseðilinn AÐRA leiðina Evil or Very Mad
_________________
http://www.flickr.com/photos/sproppe/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
EssPé


Skráður þann: 06 Okt 2009
Innlegg: 364
Staðsetning: Reykjavík
Canon 7D
InnleggInnlegg: 23 Nóv 2011 - 12:43:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heimur batnandi fer Smile
Kom í gær úr útlandinu með tvær nýjar linsur , borgaði aðeins 25.5% vsk. þegar kr. 32.500.- ferðamannaafsl. hafði verið dregnar frá kaupverði og ekki rukkaður fyrir neitt annað. Frúin átti auðvitað aðra linsuna og fékk líka afslátt og þessi elska gaf mér svo linsuna þegar heim var komið Smile
Kv. Sævar
_________________
http://www.flickr.com/photos/sproppe/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4  Næsta
Blaðsíða 3 af 4

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group