Sjá spjallþráð - Íþróttaljósmyndun innandyra - vantar ráð :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Íþróttaljósmyndun innandyra - vantar ráð

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
arnier


Skráður þann: 12 Jan 2009
Innlegg: 45

Nikon D2H
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 10:44:56    Efni innleggs: Íþróttaljósmyndun innandyra - vantar ráð Svara með tilvísun

Hæ,

Ég ætla að reyna að vera duglegur við að taka myndir af dóttur minni sem keppir á íslandsmótinu í körfu (minnibolti)

Gerði prufu um helgina á orkumótinu og útkoman var hræðileg Smile Ég er með gamlan hlunk, nikon D2H, sem ætti að vera fín í verkið (8 rammar á sek), og svo 18-200mm nikon linsu.
Linsan er greinilega ekki nógu björt því ég náði ekki lokuhraðanum sem ég vildi og margar myndirnar voru hreyfðar. Ég reyndi að skrúfa ISO upp en jafnvel 1600 var ekki nóg og þá voru myndirnar líka orðnar mjög kornóttar.

Ég veit að nikon 80-200mm 2.8 er linsan í þetta en hún er utan seilingar fjárhagslega akkúrat núna.

Ég er því að stefna að fastri 35mm 1.8 eða 50mm 1.8, og þá kemur spurningin, hvor væri betri? (nikon D2H er crop 1,5)

Er hræddur um að 50mm sé of mikið ef ég ætla að vera í aksjóninu við endalínuna.

Allar ráðleggingar eru vel þegnar því ég er alger nýgræðingur í þessu
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 11:36:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég myndi sleppa því að notast vð 8 ramma á sek heldur einbeita mér að því að smella af á réttum tíma. Ég myndi að auki setja upp 2 flöss með þráðlausum sendum og taka bara myndir við aðra körfuna og reyna að fá lýsinguna ágæta þar.
Flössin þurfa ekki að vera á fullum krafti - t.d. bara 1/2 eða 1/4 sem gerir þér kleyft að skjóta 2-4 sinnum hratt áður en þau þurfa hvíld til að hlaða sig.
Flössin hjálpa þér að ná hærri lokunarhraða án þess að fara of hátt upp með iso-ið og að auki hjálpa þau við að frysta hreyfinguna þar sem ljósið frá þeim varir í mjög stuttan tíma.

Vandinn með minna ljósop er að fókussviðið verður minna og því erfiðara að ná myndum í fókus.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 11:55:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þekki þetta ekki mjög vel en gæti ímyndað mér að einhverjir keppendur yrðu ekki alveg sáttir við tvö flöss flassandi á þau nálægt körfunni.. þar sem flass truflar. Þar sem ég hef verið að taka svona myndir, þá hef ég verið beðinn að sleppa flassi sem ég hef og virt.

Hins vegar mundi ég reyna að ná myndum á 1/200, ISO 800 og ljósop f4 eða þar um bil. Kúnstin er að elta viðföngin og ef þú ert með víða línsu og nálægt þá getur þú notað hraða sem er 1/60-1/100 (lokunarhraði og hreyfing er fall af fjarlægð og aðdrætti)

Það er nefnilega oft bara flott þegar hreyfing kemst til skila í svona myndum. Ef andlit og búkur sjást vel, í fókus og ekki hreyft, þá getur myndin orðið mjög skemmtileg og alls ekki síðri sem minning.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
arnier


Skráður þann: 12 Jan 2009
Innlegg: 45

Nikon D2H
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 12:13:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
Þekki þetta ekki mjög vel en gæti ímyndað mér að einhverjir keppendur yrðu ekki alveg sáttir við tvö flöss flassandi á þau nálægt körfunni.. þar sem flass truflar. Þar sem ég hef verið að taka svona myndir, þá hef ég verið beðinn að sleppa flassi sem ég hef og virt.

Hins vegar mundi ég reyna að ná myndum á 1/200, ISO 800 og ljósop f4 eða þar um bil. Kúnstin er að elta viðföngin og ef þú ert með víða línsu og nálægt þá getur þú notað hraða sem er 1/60-1/100 (lokunarhraði og hreyfing er fall af fjarlægð og aðdrætti)

Það er nefnilega oft bara flott þegar hreyfing kemst til skila í svona myndum. Ef andlit og búkur sjást vel, í fókus og ekki hreyft, þá getur myndin orðið mjög skemmtileg og alls ekki síðri sem minning.


Ég fór fullur öryggis með vélina á Manual og einmitt 1/200, ISO 800 og f4, google sagði að það væri best Smile Sá hinsvegar fljótt að það gekk ekki.
Eftir það var ég á Aperature priority, ISO 1100 og var samt bara að ná 1/30 - 1/125 eftir því hver aðdrátturinn var.

Er farinn að halda að salirnir séu keyrðir upp í lýsingu fyrir alvöru keppnir, því hún var ekki svo góð þarna.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
bjarkih


Skráður þann: 18 Júl 2007
Innlegg: 1293
Staðsetning: Akranes
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 12:23:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þú ert hreinlega með alltof dimma linsu í þetta. Nikon 35mm f1.8 er örugglega fín í þetta og kostar ekki handlegg. Þú getur eflaust áttað þig á því hvort þú þarft frekar 35mm eða 50mm linsu, eftir því hver tilfinning þín var í þessari "prufu" og einnig með því að skoða á hvaða focal lengd þú varst helst að taka myndir á "prufunni".
_________________
FlickR síðan mín:
http://www.flickr.com/bjarkih/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 12:23:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú ert vanur svona tökum, þá hlýtur birtan að hafa verið mjög döpur ef þessar stillingar hafa ekki gengið.

Eins og ég sagði, þetta er kúnst. Það að elta og smella af á réttu augnabliki er til dæmis ekki eitthvað sem lærist á 5mín..
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
SViK


Skráður þann: 22 Ágú 2007
Innlegg: 893
Staðsetning: Alveg pottþétt ekki þar sem ég á að vera..
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 12:46:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flasshugmyndin er afleit. Er búinn að vera mynda íþróttir fyrir fjölmiðla í 2 ár og hef aldrei séð neinn mynda með flassi(Nema fögn í úrslitaleikjum), sjálfum hefur mér aldrei dottið það í hug því það er mjög truflandi. Hefur heyrt söguna þegar Tiger Woods brjálaðist yfir því að heyra í myndavél við upphafshögg?

Björt linsa og gott fókuskerfi er það sem þú þarft til að ná góðum myndum. Myndirnar þínar verða kornóttar, fyrsta skrefið þitt er að sætta þig við það - Nema þú ætlir að splæsa í 1D IV Smile Þú munt þurfa að mynda á iso 1600+
_________________
www.flickr.com/svik
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 13:10:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

SViK skrifaði:
Flasshugmyndin er afleit. Er búinn að vera mynda íþróttir fyrir fjölmiðla í 2 ár og hef aldrei séð neinn mynda með flassi(Nema fögn í úrslitaleikjum), sjálfum hefur mér aldrei dottið það í hug því það er mjög truflandi. Hefur heyrt söguna þegar Tiger Woods brjálaðist yfir því að heyra í myndavél við upphafshögg?

Björt linsa og gott fókuskerfi er það sem þú þarft til að ná góðum myndum. Myndirnar þínar verða kornóttar, fyrsta skrefið þitt er að sætta þig við það - Nema þú ætlir að splæsa í 1D IV Smile Þú munt þurfa að mynda á iso 1600+


Það þarf auðvitað að staðsetja flash þannig að það trufli ekki. Setja þau t.d. hátt uppi og til hliðar við körfuna. Nett flöss er t.d. hægt að líma á veggi eða bara á áhorfendastúkur sitthvoru megin.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 16:46:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Smá meira um mydatöku í íþróttahúsi.. reyndar í umfjöllun um dvd kennsludiskin hans David Hobby.

http://strobist.blogspot.com/2008/05/now-available-strobist-lighting-dvds.html

Hoops4DVDs
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
SViK


Skráður þann: 22 Ágú 2007
Innlegg: 893
Staðsetning: Alveg pottþétt ekki þar sem ég á að vera..
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 17:41:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ekki myndi ég vilja sópa upp flassi þegar leikmenn í baráttu um boltan lenda á ljósastandinum. En það er bara ég Laughing
_________________
www.flickr.com/svik
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 18:09:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Myndi segja að 35 mm 1.8 væri hagstæðast í stöðunni hjá þér, getur fengið að kíkja í gegnum hana niðrí Beco og jafnvel 50 mm líka til að bera saman.

Nota sjálfur 30mm 1.4 Sigmu í svona föndur.

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite 2010
F/2.8 1/320 ISO 800

Endurocross í Reiðhöllinni
F/1.6 1/640 ISO 1600

Svo finnst mér betra að vera á manual og undirlýsa frekar en að fórna hraðanum og lýsa frekar til baka í eftirvinnslunni. (allt í RAW)
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
arnier


Skráður þann: 12 Jan 2009
Innlegg: 45

Nikon D2H
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 21:14:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég renndi aftur yfir myndirnar hjá mér og ég var oftast í kringum 30mm og var alltaf alveg á hliðarlínunni, þ.a. líklegast er 35mm málið en 50mm gæti líka gengið, bara taka nokkur skref afturábak Smile

Annars takk fyrir allar ráðleggingarnar strákar
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hörður B. Karlsson


Skráður þann: 26 Apr 2007
Innlegg: 849
Staðsetning: Reykjavík / Mosfellsbær
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2011 - 21:53:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessar myndir eru teknar á Canon 40D með 70-200 mm f/4 seinasta tímabil.
Þetta tímabil mun ég vera með Canon 7D og sömu linsu.
Mun líklega hækka ISO aðeins til að frysta betur.

1. Tekinn í DHL-Höllinni (KR).
PAW 2011 - Week 10
Tilvitnun:
Exposure: 0.004 sec (1/250)
Aperture: f/4.0
Focal Length: 100 mm
ISO Speed: 1600
Exposure Bias: 0 EV


2. Tekinn á úrslitaleik KR - Grindavík í bikarnum. (Laugardalshöll).
Pavel Ermolinski
Tilvitnun:
Exposure: 0.003 sec (1/320)
Aperture: f/4.0
Focal Length: 154 mm
ISO Speed: 1600
Exposure Bias: 0 EV


Kannski ekki bestur íþróttarmyndirnar mínar (Fyrsta tímabilið mitt).
En þær eru ágætlega frystar.
Ekkert flash notað (Og ég mæli ekki með því) !
_________________
Flickr
Vimeo
Canon EOS 7D
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group