Sjá spjallþráð - Ljósmyndasýning Fuglaverndar :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Ljósmyndasýning Fuglaverndar

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 09 Sep 2011 - 9:51:20    Efni innleggs: Ljósmyndasýning Fuglaverndar Svara með tilvísun

Ljósmyndasýning Fuglaverndar tileinkuð Hjálmari R. Bárðarsyni
Sýning á fuglamyndum í Ráðhúsi Reykjavíkur 9.-25. september 2011


Fuglavernd stendur nú fyrir annarri ljósmyndasýningu sinni. Að þessu sinni er sýningin tileinkuð velunnara félagsins, Hjálmari R. Bárðarsyni, sem lést í mars 2009. Hjálmar var brautryðjandi í fuglaljósmyndun og gaf út fyrstu stóru ljósmyndabókina um íslenska fugla árið 1986. Hjálmar, ásamt Grétari Eiríkssyni, var af annarri kynslóð íslenskra fuglaljósmyndara en það var Björn Björnsson frá Norðfirði sem ruddi brautina. Hjálmar var gríðarlega áhugasamur, iðinn, nákvæmur og listrænn í ljósmyndun sinni. Myndir hans á sýningunni eru allar teknar á 6x6 cm filmu.

Þegar stafræna byltingin varð á fyrstu árum aldarinnar fjölgaði mjög í hópi fuglaljósmyndara, eins og sést á því að þátttakendur í sýningunni eru 18, auk Hjálmars, þar á meðal margir af helstu myndasmiðum þjóðarinnar á sínu sviði. Aldurinn spannar frá 14 ára til 87 ára. Viðfangsefni þeirra eru ærið misjöfn en sammerkt með verkunum er aðdáun og virðing á íslenskri náttúru og íslenskum fuglum. Í verkunum leika ljósmyndararnir sér að litum, ljósi og skugga, sýna fugla að leik og starfi, í aksjón eða kyrra, portrett eða sem hluta af náttúrunni. Efnistökin eru jafn margbreytileg og ljósmyndararnir eru margir og býður sýningin uppá afar skemmtilega upplifun.

Sýningin opnar föstudaginn 9. september kl. 17:00
Sýningin er opin virka daga frá 8-19 en um helgar frá 12-18.

Umhverfisráðuneytið styrkti sýninguna og Ljósmyndasafn Íslands (Þjóðminjasafnið) veitti góðfúslega aðgang að ljósmyndasafni Hjálmars.

Með von um góðar móttökur.

_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 09 Sep 2011 - 19:16:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég sá þessa sýningu í dag og hún er glæsileg, fjölbreytt og skemmtileg. Magnað hvað margir eru orðnir flinkir að taka fuglamyndir.

Þarna eru ljósmyndir eftir 18 núlifandi einstaklinga og nokkrar eftir Hjálmar Bárðarson. Sumir af þeim sem eiga myndir á sýningunni hafa verið virkir á þessum vef en ljósmyndararnir eru: Alex Máni, Anton Ísak, Bjarni Ö. Rafnar, Daníel Bergmann, Elma Ben, Eyþór Ingi, Guðmundur Geir (DNA), Halla Hreggviðsdóttir, Hrafn Óskarsson, Jakob Sigurðsson, Jóhann Óli Hilmarsson, Óskar Andri, Sigurður Ægisson, Sigurjón Einarsson, Sindri Skúlason, Skúli Gunnarsson, Þórir Níels Kjartansson (Nilli) og Örn Óskarsson.

Hvet alla til að skoða sýninguna í Ráðhúsinu!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
skarpi


Skráður þann: 14 Ágú 2007
Innlegg: 978
Staðsetning: Ísland
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 09 Sep 2011 - 20:23:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kíki á þetta um helgina, ekki spurning
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Anton ísak


Skráður þann: 22 Júl 2009
Innlegg: 37
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 10 Sep 2011 - 0:07:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög flott sýning og frábærar myndir !
Endilega kíkið á þessu frábæru sýningu í Ráðhúsinu Very Happy
_________________
Anton Ísak Óskarsson
www.flickr.com/antonfuglar
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Kaliber


Skráður þann: 09 Maí 2006
Innlegg: 582
Staðsetning: Akureyri
Nikon eitthvað..
InnleggInnlegg: 10 Sep 2011 - 15:08:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það jaðrar við að maður geri sér ferð í borgina til að sjá þetta. Hljómar spennandi.
_________________
http://einar.gudmann.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skarpi


Skráður þann: 14 Ágú 2007
Innlegg: 978
Staðsetning: Ísland
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Sep 2011 - 17:43:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég fór á þessa sýningu í dag. Margar stórglæsilegar myndir.

Gaman að sjá myndir eftir snillinginn Hjálmar. Ég fékk bókina hans Fuglar Íslands í fermingargjöf 1986 og hún er búin að vera á náttborðinu ansi oft frá þeim tíma Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6362
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 15 Sep 2011 - 11:08:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kíki á morgun!
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group