Sjá spjallþráð - Paradís - Skógardísin :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Paradís - Skógardísin
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 18:08:53    Efni innleggs: Paradís - Skógardísin Svara með tilvísun

Eins og venjulega hendi ég hér inn smá þræði í tilefni þess að Skógardísin náði sér í borða.Verkefnið var einfalt að þessu sinni, nú dugaði ekkert annað en að leggja sig 100% fram! Í síðustu bikarkeppni tóks mér að ná sigri í öllum keppnum nema þeirri síðustu, þar fékk ég silfur og tapaði fyrir sigurvegara keppninnar. Keppnisskapið í mér gerði það að verkum að ég varð hreinlega að leggja allt mitt í þetta. Ég vissi að ef ég myndi ekki vinna þá yrði ég allavega að vera mjög ánægður með framlagið, til að geta bara tapað brosandi og sáttur með mitt.

Í fyrstu leist mér ekkert á þetta. Ég fékk engar hugmyndir sem virkuðu og sá þetta allt fyrir mér inni í rosalega þröngum kassa. Ef þú googlar Adam og Eva í paradís koma ekkert margbrotnar hugmyndir fram og ég var soldið þar. En sem betur fer þekki ég margt hæfileikaríkt og gefandi fólk. Í þetta skiptið kom það mér algjörlega til bjargar að geta rætt málin fram og til baka. Brainstorm spjöll um hugmyndir og útfærslur eru alveg gríðarlega holl og í þetta skiptið tókst algjörlega að opna þennan kassa sem ég var fastur í.

Upprunalega var ég að spá í að fara að mynda bananagróðurhúsið í Hveragerði til að nota sem bakgrunn og var búinn að fá leyfi fyrir því. En þegar hugmyndin þróaðist, hesturinn varð til og pælingar með ljós urðu skýrari, sá ég að falleg morgunbirta úti í skógi væri það sem mig langaði í. Umhverfið var soldið grárra og ósumarlegra en ég hefði viljað, þannig að ég reyndi að finna skóglendi og lýsingu sem hentaði best. Ég vaknaði frekar snemma einn morguninn og fór á smá rölt um Elliðárdalinn. Þar náði ég bakgrunnsmyndinni, ásamt því að finna bæði endur og kanínur, sem ég myndaði með það að leiðarljósi að setja það inn á myndina eftirá.

Aðalmyndefnið sá ég síðan fyrir mér sem ljóshærða konu í hvítu ásamt hvítum hesti, sem hreinlega myndu glóa af birtu. Mér til mikils happs var Hrund mín alveg fullkomin í þetta hlutverk og meira en til í að hjálpa mér. Hún klæðist brúðarkjól af mömmu sinni og félagi minn reddaði þessum hesti að láni handa mér, algjör snilld og allt að ganga upp.

Þar sem ég ætlaði mér að vanda mig eins og ég gæti þá fór ég í smáralindina í leyt að hárskrauti sem ég fann ásamt því að útbúa sjálfur einskonar beisli á merina með snærisspotta sem ég fann.

Til að setja svona mynd saman þarf maður að vera búinn að sjá sem allra mest fyrir sér, til að hreinlega hlutirnir geti gengið upp. Ég var búinn að pæla mikið og gera allt sem ég gat til að láta þetta virka.

Eitt atriði virkaði samt hreinlega ekki, bara passaði ekki. Ég vildi hafa sólina í bakgrunni, en ég vildi samt hafa hest og konu skínandi björt. Ég ákvað að láta bara vaða og hafa ljósið á Hrund og hestinn úr allt annarri átt en annað á myndinni. Það eru vissulega miklir gallar sem koma fram vegna þess en á móti kemur að ég tímdi bara ekki að hafa þau í skugga, eða sólina annarsstaðar í bakgrunninum.

Í vinnsluskjalinu voru svona 20-30 layerar. Bakgrunnurinn var sér, á honum var curves layer og hue/sat layer. Kanína var sér, endur sér, Hrund sér og hesturinn sér. (Hrund og hesturinn samt úr sama skoti). Á hverjum og einum af þessum layer var sérstakur curves layer og hue sat layer. Í viðbót við þetta komu síðan allir skuggarnir, af hverjum hlut. Það var bætt inn á lens flair og sólin birt talsvert upp. Efst komu síðan hue/sat og curves layer sem höfðu áhrif á myndina sem heilt. Í þessum hue/sat layer var litatónninn settur á myndina og þannig fer sama tónninn á alla layerana og bindur þá soldið saman.

Hestur var teygður til og tosaður til þess að hann virtist standa réttur á jörðinni, Hrund var færð nær hestinum og skógarbotninn hreinsaður. Smá dodge hér og smá burn þar. Mikill tími fór í að prófa sig áfram, sjá hvað virkaði, hvað þyrfti að vera hvar. Pæla í hlutföllum og þar frameftir götunum.

Að lokum endaði ég með niðurstöðu sem ég var mjög ánægður með. Niðurstöðu þar sem ég gat sagt við sjálfan mig að ég hreinlega gat ekki gert betur og vonandi myndi þetta duga.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Benedikt Finnbogi
Umræðuráð


Skráður þann: 10 Sep 2006
Innlegg: 1181
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 18:27:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flottir þræðir !

Gott
_________________
Ljósmyndararmaður
By the looks of it, your camera has herpes. Return it to Nikon ASAP
BenediktFinnbogi.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 18:37:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Maður getur nú ekkert annað sagt en innilega til hamingju með persónulega afrekið. Þetta er mjög vel gert, virkilega vönduð vinna að öllu leyti.

Þú ert fyrir víst með réttu (para-) dísina Smile

Takk fyrir innsýnið í huga meistarans Cool
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Frost


Skráður þann: 10 Okt 2009
Innlegg: 489
Staðsetning: Borgarnes
Nikon aðallega...
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 19:27:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til hamingju með þennan frábæra sigur Óskar,
en þessi glæsilegi árangur þinn verður okkur hinum hvatning til að gera betur.

En enn og aftur til hamingju.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 19:30:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Á ævintýramyndum skiptir "rétt" lýsing sennilega minna máli en hér hefði kannski verið tilvalið að setja augljósan ljóma eða bjarma á Hrund og fákinn þannig að enginn hefði efast um það að þau ljómuðu innanfrá.

Bikarmeistarinn á hrós skilið fyrir metnað og frábæra frammistöðu.
_________________
Myndasafnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Dísin


Skráður þann: 15 Apr 2007
Innlegg: 104
Staðsetning: Ólafsvík / Eyrarbakki
Canon 400D
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 20:27:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þú átt það algjörlega skilið að vinna og þessi mynd er hreint meistarastykki! Og mér finnst einmitt vera meiri ævintýrablær yfir henni með Hrund og hestinn "glóandi" miðað við umhverfið.

Innilega til hamingju!!!
_________________
www.flickr.com/vigdis
www.disin.net
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
robbinn


Skráður þann: 20 Mar 2005
Innlegg: 2043
Staðsetning: Gautaborg
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 13:28:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til hamingju með sigrana.
Okkur áhugamönnunum vantar forgjöf á atvinnumennina. Wink
_________________
http://www.robbinn.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Steini


Skráður þann: 15 Júl 2005
Innlegg: 1346
Staðsetning: Reykjavík
Olympus
InnleggInnlegg: 08 Jún 2011 - 9:02:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Glæsilegt og til hamingju með verðskuldaðann sigur. Hvað er myndin sett saman úr mörgum römmum?
Hefurðu íhugað að bjóða upp á workshop?
_________________
Kv, Steini
______________________________________

Flickr-ið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Snippy
Bikarmeistari


Skráður þann: 02 Mar 2005
Innlegg: 207
Staðsetning: 101
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 13 Jún 2011 - 17:25:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Innilegar hamingjuóskir með bikarinn Óskar. Rúst, gjörsamlega óstöðvandi:)
Ætla að gera mitt besta að ná honum aftur seinna Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 13 Jún 2011 - 17:27:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Snippy skrifaði:
Innilegar hamingjuóskir með bikarinn Óskar. Rúst, gjörsamlega óstöðvandi:)
Ætla að gera mitt besta að ná honum aftur seinna Wink


Takk meistari, leiðinlegt að hafa ekki haft þig með í keppninni...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Snippy
Bikarmeistari


Skráður þann: 02 Mar 2005
Innlegg: 207
Staðsetning: 101
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 13 Jún 2011 - 17:29:33    Efni innleggs: Re: Paradís - Skógardísin Svara með tilvísun

oskar skrifaði:


Í síðustu bikarkeppni tóks mér að ná sigri í öllum keppnum nema þeirri síðustu, þar fékk ég silfur og tapaði fyrir sigurvegara keppninnar.


Mátt nú ekki taka frá mér "leiðandi línur keppnina" Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 13 Jún 2011 - 17:31:48    Efni innleggs: Re: Paradís - Skógardísin Svara með tilvísun

Snippy skrifaði:
oskar skrifaði:


Í síðustu bikarkeppni tóks mér að ná sigri í öllum keppnum nema þeirri síðustu, þar fékk ég silfur og tapaði fyrir sigurvegara keppninnar.


Mátt nú ekki taka frá mér "leiðandi línur keppnina" Wink


Bíddu, nú skil ég ekki ?edit: Aaa... kúrvukeppnin, hún var víst partur af þessu. Fattaði það ekki þegar ég leit yfir þetta til í fyrstu. Aldrei ætlaði ég að ræna þig neinu hehe.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Snippy
Bikarmeistari


Skráður þann: 02 Mar 2005
Innlegg: 207
Staðsetning: 101
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 13 Jún 2011 - 17:36:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Snippy skrifaði:
Innilegar hamingjuóskir með bikarinn Óskar. Rúst, gjörsamlega óstöðvandi:)
Ætla að gera mitt besta að ná honum aftur seinna Wink


Takk meistari, leiðinlegt að hafa ekki haft þig með í keppninni...


Þú ert á svo miklu rolli að ég hefði aldrei átt séns Wink Tek þátt næst Smile Þú ert frábært framtak fyrir LMK....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Snippy
Bikarmeistari


Skráður þann: 02 Mar 2005
Innlegg: 207
Staðsetning: 101
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 13 Jún 2011 - 17:37:58    Efni innleggs: Re: Paradís - Skógardísin Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Snippy skrifaði:
oskar skrifaði:


Í síðustu bikarkeppni tóks mér að ná sigri í öllum keppnum nema þeirri síðustu, þar fékk ég silfur og tapaði fyrir sigurvegara keppninnar.


Mátt nú ekki taka frá mér "leiðandi línur keppnina" Wink


Bíddu, nú skil ég ekki ?edit: Aaa... kúrvukeppnin, hún var víst partur af þessu. Fattaði það ekki þegar ég leit yfir þetta til í fyrstu. Aldrei ætlaði ég að ræna þig neinu hehe.


Hehe. Ekkert mál. bara smáatriði Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
odda


Skráður þann: 24 Apr 2006
Innlegg: 496
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 700D
InnleggInnlegg: 13 Jún 2011 - 18:25:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þeir greinilega vinna sem þora og nenna............
Og eiga það svo sannalega skilið. Takk fyrir söguna hún gerir myndina mikklu áhugaverðari.
_________________
http://www.flickr.com/photos/49634027@N03/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group