Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| karlg
| 
Skráður þann: 09 Okt 2007 Innlegg: 8352 Staðsetning: Sverige Olympus
|
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 13:03:04 Efni innleggs: Smá vangaveltur varðandi frágang á myndum fyrir prent |
|
|
Ég er oft búinn að vera að pæla í hvaða þættir eru mikilvægir, og hvernig þeir eiga þá að vera, þegar maður prentar út ljósmyndir. Akkúrat núna er ég að fara að láta prenta út um það bil 150 myndir fyrir mig svo að það væri ágætt að fá smá skilning á þessu núna
Það er reyndar ekki svo mikilvægt að akkúrat þessar 150 myndir séu í hámarksgæðum. Þetta er bara smá prófun fyrir mig en mig langar samt til að fá betri skilning áður en ég exporta 150 myndum héðan og þaðan úr Lightroom catalogunum mínum.
Er það rétt að ég vilji matcha dpi á myndskjölunum við prentarann ef það er mögulegt? Venjulega eru prentin gerð í 200dpi eða 300dpi og væri þá best að ég skilaði af mér myndskjali sem myndi fitta akkúrat inn á pappírinn í þeirri upplausn?
Þetta væri ekki það flókið ef það væri ekki fyrir að pappírinn er oft ekki akkúrat jafnstór og hann er gefinn upp fyrir að vera. Svo virðist oft að einhver smá hluti myndarinnar endi kannski ekki á pappírnum. Er þá kannski bara best að segja Lightroom hver stærðin á pappírnum er, biðja um 300dpi upplausn og exporta? (Með fyrirvara um að upprunalega stærð skjalsins nái 300dpi í útprentunarstærðinni.)
Þessar 150 myndir sem ég ætla að prenta fara því miður á 11x17cm pappír sem hefur ekki alveg sömu hlutföll og 3008x2000 myndirnar úr vélinni minni. Ég ætla ekki að fara í að kroppa 150 myndir fyrir prentun; bæði skiptir þetta ekki það miklu máli og þess fyrir utan væri það meiri vinna en ég væri til í að standa í.
Eníveis, ef ég vel 17x11 í dimensions í export dialog í LR, 300dpi og svo framvegis, fæ ég einmitt ekkert myndskjal sem er 17x11. Lightroom virðist sem sagt ekki kroppa myndina. En ég ætti þá á móti að hafa mynd sem er í réttri stærð og verður kroppuð í prentuninni sjálfri, right?
Kannski er þetta allt saman bara no big deal en mér þætti vænt um að heyra skoðanir og ábendingar um hvað skiptir máli, hvað ekki og hvernig er best að gera. Ég vona líka að þetta hafi ekki verið of óljóst. Ég hef nokkrum sinnum reynt að læra eitthvað um þetta á vefnum og hef voðalega lítið fundið sem hjálpaði mér. _________________ kal.li
„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 13:25:47 Efni innleggs: |
|
|
Ég myndi sjálfur vilja kroppa myndirnar... bara til að vera öruggur, tekur líka ekki langan tíma í Lightroom.
Ef myndirnar blæða út er mjög líklegt að þú viljir hafa myndirnar aðeins stærri en 11 x 17, þ.a. blæðingin taki 1-2 mm.
Svo myndi ég bara láta Lightroom exporta þessu í 300 dpi og skerpa fyrir prent, hef ekki miklar reynslu af þessu en ég treysti Lightroom mjög vel til að meðhöndla þetta. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| kd
|
Skráður þann: 27 Júl 2005 Innlegg: 1928
Nikon F3HP
|
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 13:29:57 Efni innleggs: |
|
|
Þú getur látið lightroom synca crop á milli mynda. Þ.e. kroppar eina og syncar svo þá crop stillingu á allar 150.
Verður örugglega ekki verra en að láta það gerast "sjálfvirkt" í prentuninni.
Annars bara það sem Danni segir  _________________ Maður með myndavél. Bright Midday Sun |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| karlg
| 
Skráður þann: 09 Okt 2007 Innlegg: 8352 Staðsetning: Sverige Olympus
|
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 14:12:01 Efni innleggs: |
|
|
kd skrifaði: | Þú getur látið lightroom synca crop á milli mynda. Þ.e. kroppar eina og syncar svo þá crop stillingu á allar 150.
Verður örugglega ekki verra en að láta það gerast "sjálfvirkt" í prentuninni. |
Jú, en slatti af myndum er örugglega með crop fyrir svo ef vel ætti að vera þyrfti ég að tékka á þannig. Þess fyrir utan eru gæðin á einmitt þessum myndum ekki svo mikilvæg. Ég er að notfæra mér tilboð til að prenta 100 myndir ókeypis til að prenta út haug af myndum sem ég ætla svo að velja myndir úr og raða upp. Þetta er sem sagt bara fyrir mig og svo ég fái smá fíling fyrir myndunum meðan ég er að velja og raða.
En það er gott að fá þessar ábendingar fyrir það þegar ég þarf að prenta út eitthvað sem verður að líta vel út  _________________ kal.li
„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| kd
|
Skráður þann: 27 Júl 2005 Innlegg: 1928
Nikon F3HP
|
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 14:15:38 Efni innleggs: |
|
|
karlg skrifaði: |
Jú, en slatti af myndum er örugglega með crop fyrir svo ef vel ætti að vera þyrfti ég að tékka á þannig. Þess fyrir utan eru gæðin á einmitt þessum myndum ekki svo mikilvæg. Ég er að notfæra mér tilboð til að prenta 100 myndir ókeypis til að prenta út haug af myndum sem ég ætla svo að velja myndir úr og raða upp. Þetta er sem sagt bara fyrir mig og svo ég fái smá fíling fyrir myndunum meðan ég er að velja og raða. |
En má þá ekki bara vera hvítur ójafn rammi?
Það er einfaldast  _________________ Maður með myndavél. Bright Midday Sun |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| karlg
| 
Skráður þann: 09 Okt 2007 Innlegg: 8352 Staðsetning: Sverige Olympus
|
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 14:25:46 Efni innleggs: |
|
|
kd skrifaði: | En má þá ekki bara vera hvítur ójafn rammi?
Það er einfaldast  |
Það mætti nefnilega alveg. Ég er hins vegar ekki viss um hvernig það virkar hjá þessari prentþjónustu því ég hef aldrei notað hana áður.
Ég þyrfti eiginlega að pæla aðeins í einmitt þessu angle fyrir það þegar maður prentar út myndir sem kannski hafa eitthvað í bláköntunum sem skiptir máli. Ef maður prentar t.d. á 20x30 pappír og fær sér síðan 20x30 passpartout (hvað er orðið yfir þetta á íslensku, eða bara ensku?) þá er gatið fyrir myndina oftast aðeins minna svo það munar nánast sentimetra á kant. Það væri áhugavert að prenta svo að myndin passaði akkúrat í en ég trúi að maður fengi að prófa sig aðeins áfram við það.
Mér finnst eiginlega vanta kúrs í því að prenta myndir út svo vel sé. _________________ kal.li
„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| kd
|
Skráður þann: 27 Júl 2005 Innlegg: 1928
Nikon F3HP
|
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 15:10:42 Efni innleggs: |
|
|
karlg skrifaði: | kd skrifaði: | En má þá ekki bara vera hvítur ójafn rammi?
Það er einfaldast  |
Það mætti nefnilega alveg. Ég er hins vegar ekki viss um hvernig það virkar hjá þessari prentþjónustu því ég hef aldrei notað hana áður.
Ég þyrfti eiginlega að pæla aðeins í einmitt þessu angle fyrir það þegar maður prentar út myndir sem kannski hafa eitthvað í bláköntunum sem skiptir máli. Ef maður prentar t.d. á 20x30 pappír og fær sér síðan 20x30 passpartout (hvað er orðið yfir þetta á íslensku, eða bara ensku?) þá er gatið fyrir myndina oftast aðeins minna svo það munar nánast sentimetra á kant. Það væri áhugavert að prenta svo að myndin passaði akkúrat í en ég trúi að maður fengi að prófa sig aðeins áfram við það.
Mér finnst eiginlega vanta kúrs í því að prenta myndir út svo vel sé. |
Jah í innrömmun með mottu (e. mat, fr. passpartout) þá ertu með aðeins sveiganleiki í hvernig þú skerð mottuna ekki satt. Þá hefur maður bara góðan hvítan ramma á prentinu, þ.e. prentar minna en pappírinn svo pappír og motta skarist (mottan heldur pappírnum nirðir). Svo skerðu mottuna eins nákvæmt og þú vilt. Það sem ég hef rammað inn þá hef ég skorið mottuna með 4-5mm minna gati en prentið. Svona í teoríunni þá geturðu skorið nákvæmlega jafn stórt gat og prentið er. En það er eiginlega vonlaust að ramma svoleiðis. Maður neyðist eiginlega alltaf að fela smá af köntunum á myndinni. Svona 2mm á kannt er vel vinnanlegt. _________________ Maður með myndavél. Bright Midday Sun |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| karlg
| 
Skráður þann: 09 Okt 2007 Innlegg: 8352 Staðsetning: Sverige Olympus
|
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 15:32:21 Efni innleggs: |
|
|
kd skrifaði: | Jah í innrömmun með mottu (e. mat, fr. passpartout) þá ertu með aðeins sveiganleiki í hvernig þú skerð mottuna ekki satt. Þá hefur maður bara góðan hvítan ramma á prentinu, þ.e. prentar minna en pappírinn svo pappír og motta skarist (mottan heldur pappírnum nirðir). Svo skerðu mottuna eins nákvæmt og þú vilt. Það sem ég hef rammað inn þá hef ég skorið mottuna með 4-5mm minna gati en prentið. Svona í teoríunni þá geturðu skorið nákvæmlega jafn stórt gat og prentið er. En það er eiginlega vonlaust að ramma svoleiðis. Maður neyðist eiginlega alltaf að fela smá af köntunum á myndinni. Svona 2mm á kannt er vel vinnanlegt. |
Ég hef nefnilega alltaf keypt tilbúnar mottur. Hins vegar ætti maður líklega að gera þær sjálfur ef maður fer að prenta og ramma af einhverju viti. Grunar að ég gæti meira að segja fengið leiðsögn í því í gegnum ljósmyndaklúbbinn sem ég er í. _________________ kal.li
„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Micaya
| 
Skráður þann: 17 Des 2009 Innlegg: 5008
|
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 22:00:38 Efni innleggs: |
|
|
karlg skrifaði: | Mér finnst eiginlega vanta kúrs í því að prenta myndir út svo vel sé. |
SVO SAMMÁLA !!
(Hér er óbein beiðni um að einhver skrifi pistil um þetta) |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| abvidars
| 
Skráður þann: 24 Júl 2009 Innlegg: 599 Staðsetning: Akranes Nikon D60
|
|
Innlegg: 29 Maí 2011 - 23:10:27 Efni innleggs: |
|
|
LIke á þetta
Það er alveg sama hvað ég gúggla og reyni að nálgast þetta efni að einhverju viti....ég er engu nær og prentunin mín sníst um að ýta á print og vona það besta
Væri frábært að fá góðan pistil um prentun frá A-Ö !! _________________ Ása B
http://www.flickr.com/photos/abvidars/ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|