Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| oskar
| 
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 9607
Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 23 Maí 2011 - 12:13:03 Efni innleggs: Ofurhetjur - Hver bjargar þér ? |
|
|
Eins og venjulega held ég því áfram að koma hér með smá lýsingu á keppnismyndum sem skila borða.
Kóði: | Exif data
Camera Canon EOS 5D
Exposure 0.017 sec (1/60)
Aperture f/4.0
Focal Length 22 mm
ISO Speed 100
|
Ofurhetjuþemað fannst mér alveg ótrúlega flott og magnað þema. Möguleikarnir voru ótrúlega margir og ýmislegt fór í gegnum kollinn á mér. Ég endaði á þeirri skoðun að langa ekki að nota búning nema hann væri virkilega flottur og myndrænn. Þannig ég ákvað að fara aðeins aðra leið. Ég talaði við félaga minn sem er læknir og fékk hann með mér í smá töku. Við keyrðum upp á spítala í von og óvon um að finna góðan stað fyrir tökuna, þar sem við værum samt ekki fyrir eða að trufla.
Ég gat þessvegna lítið undirbúið mig, kippti vélinni með mér, superman gallanum og regnhlíf á standi. Þegar á hólminn var komið reddaðist alveg æðislegt location fyrir okkur og Valli klæddi sig í gallann. Við höfðum gríðarlega lítinn tíma í tökuna og þetta byggðist soldið á að henda upp ljósinu, smella af nokkrum myndum og ganga svo aftur frá. Ég hef sjaldan haft jafn gott location og jafn lítinn tíma til að nýta mér það.
Stofan var björt og hvít og mig langaði soldið að halda þeim tón. Myndin er því viljandi lýst alveg til hins ýtrasta hvað varðar birtumagn. Ég er með regnhlífina og 550ex flass rétt hægra megin við mig þar sem ég stend og myndin er tekin á gleiðlinsu.
Í vinnslunni setti ég bláan tón yfir allt nema lækninn. Einhverjir kvörtuðu yfir litum á superman gallanum, en ef hann var í "réttum" lit þá stóð hann út eins og skrattinn í sauðalæknum í bakgrunninum. Ég reyndi að gera myndina bara eins hreyna og tæra og hægt var með vinnslunni.
Mér var búið að detta í hug að hafa lækninn hreinlega í superman gallanum undir. En það var ekki tími til að gera það og þetta, og mér leyst einfaldlega betur á þessa hugmynd. Persónulega fannst mér soldið gaman að skilja það eftir fyrir áhorfandann að meta það hvort Superman væri dáinn, hvort það væri verið að lækna hann, hvort læknirinn væri superman eða hvernig þetta væri allt saman. Fannst tengingin skemmtilega óljós á þennan hátt.
Hérna eru tvö outtakes sem ég átti án búnings, hroðvirknislega unnin og svona...
Kær kveðja,
Óskar
www.oskarpall.com |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| odda
| 
Skráður þann: 24 Apr 2006 Innlegg: 496 Staðsetning: Akureyri Canon EOS 700D
|
|
Innlegg: 23 Maí 2011 - 13:17:25 Efni innleggs: Re: Ofurhetjur - Hver bjargar þér ? |
|
|
Flott mynd og sagan á bakvið. Og frábært hvað þú nennir að sýna okkur aðferðirnar og pælingarnar.
Takk fyrir það.
En mig langar að benda á eitt...
oskar skrifaði: | þá stóð hann út eins og skrattinn í sauðalæknum ...... |
....... Þjóðsagan talar um skrattann í sauðaleggnum, þ.e.hann var plataður inn í legginn og látin dúsa þar einhverja stund.
Nema þú hafir meint að hann hafi staðið í einhverjum "sauðslegum læknum".......
Bara smá grín. _________________ http://www.flickr.com/photos/49634027@N03/ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|
Innlegg: 23 Maí 2011 - 13:26:00 Efni innleggs: |
|
|
Voru pennarnir hans viljaverk? Því mér finnst það einna mesta snilldin við þessa mynd, þe. litirnir og staðsetningin á myndinni miðað við búninginn. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Dísin
| 
Skráður þann: 15 Apr 2007 Innlegg: 104 Staðsetning: Ólafsvík / Eyrarbakki Canon 400D
|
|
Innlegg: 23 Maí 2011 - 14:11:56 Efni innleggs: |
|
|
Þetta er náttúrulega bara tær snilld hjá þér, hvort heldur sem er myndin og svo lýsingin (á við um fyrri keppnirnar líka!!). Frábært að fræðast um handbragðið sem liggur bakvið hverja töku, sem svo glæða myndirnar auka lífi og gera þær minnistæðari en ella.
Hlakka til að sjá meira  _________________ www.flickr.com/vigdis
www.disin.net |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Micaya
| 
Skráður þann: 17 Des 2009 Innlegg: 5015
|
|
Innlegg: 23 Maí 2011 - 15:17:22 Efni innleggs: |
|
|
Flott
Vinkona mín er sjúkraliði. Ætli hún fengi stofu á spítala fyrir smá myndatöku með mér? Neeeiiii... það þarf LÆRNIR til þess !!
Ég hugsaðir að læknirinn væri hetjan. Annað datt mér ekki í hug!
Og vel gert hjá þér. Ég sé einhvert munstur milli þessara mynda og umhverfisportréttinu þínu af starfsmani á flugvelli. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Bjossif
| 
Skráður þann: 24 Okt 2010 Innlegg: 325 Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið Canon EOS 5D Mark II
|
|
Innlegg: 23 Maí 2011 - 16:52:37 Efni innleggs: |
|
|
Frábært.
Alltaf gaman að sjá hvernig þú fórst að, takk fyrir að nenna því aftur og aftur  _________________
 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|
Innlegg: 23 Maí 2011 - 17:00:51 Efni innleggs: |
|
|
Ég er gríðarlega ánægður með þetta framtak hjá þér Óskar... vona að þú haldir þessu áfram út Bikarkeppnina!
Mér finnst síðasta myndin alveg sjúk... svakalegur svipur á gaurnum! |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| oskar
| 
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 9607
Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 23 Maí 2011 - 22:34:01 Efni innleggs: |
|
|
Odda: Takk fyrir ábendinguna!
Flugufrelsarinn: Við kipptum þessum pennum með viljandi
Dísin: Vá, takks æðislega!
Micaya: Takk fyrir það! Við vorum nú ekkert alveg að fá skriflegt leyfi fyrir þessu...
Bjossi: Takk fyrir hrósið, fær mig til að nenna
Danni: Ég lofa! |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| oskar
| 
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 9607
Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 24 Maí 2011 - 21:31:07 Efni innleggs: |
|
|
smá bömp  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|