Sjá spjallþráð - Skoða myndir í keppnum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Skoða myndir í keppnum
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
i_fly


Skráður þann: 30 Des 2005
Innlegg: 2660
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 19 Maí 2011 - 15:53:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

dvergur skrifaði:
i_fly skrifaði:
Sælir drengir

Ég ætla ekki að blanda mér í efnislega umræðu hér - en - það vekur athygli mína þegar ég horfi yfir hópinn í þessari umræðu að ég sé EINN sem virðist vera tilbúinn að styrkja rekstur á þessari síðu með einhverju frjálsu framlagi. Fæ ekki betur séð en að aðrir séu "free riders" hér inni.

Við þá segi ég bara eitt:

"You Get What You Pay For"


Hvað meinaru... í fyrsta lagi er frítt að nota vefinn. í öðrulagi eru seld auglýsinga plásshér sem væru tæplega fyrir hendi ef ekki væru notendur... svo með því að horfa á auglýsingar eru notendur að legga eitthvað af mörkum. Laughing

og í þriðjalagi er hér hópur af fólki sem leggur til tíma sinn í að vinna fyrir vefinn sem er oft ómældur og lítt þakkarverður... a.m.k. af öðrum notendum.

Svo er ég viss um að það séu til menn sem styrki vefinn en vilja ekki þennan hégómakrans... Razz


Ég er einfaldlega hér að endurspegla mitt lífsviðhorf.

Ég borga fyrir vistun á myndunum mínum á Flickr.com, pbase.com ofl. Ég er að kaupa þar vöru og geri um leið kröfur til þess að varan uppfylli ákveðnar væntingar.

Ég er áskrifandi að Stöð2, Mbl o.fl, - ég kaupi þessa vöru, borga yfir hana og á um leið væntingar um tiltekin gæði á móti því sem ég borga.

Fréttablaðið er borið frítt inn um lúguna hjá mér - óbeðið. Ég get vissulega haft skoðun á innihaldi þess og framsetningu - en - ég á enga kröfu á þann sem skutlar blaðinu inn til mín - ég er bara ekki í neinu viðskiptasambandi við þann aðila.

Sama gildir hér - þó að við sem erum þátttakendur á þessum spjallborði mótum það sem hér fer fram með okkar innleggjum, þátttöku í keppnum o.sv.frv., þá erum við bara ekki í neinu viðskiptasambandi við LMK. Við getum sett fram ábendingar, hugmyndir, tillögur og óskir - that's all. Sá sem rekur vefinn hefur hins vegar allt um það að segja hvernig hann hagar þeim rekstri. Ef okkur líkar ekki vistin hér, þá getum við bara dregið okkur í hlé - og ef of margir kjósa að gera það, þá fjarar undan vefnum og þeim tekjum sem hægt er að hafa af auglýsingum. ( Ég hef nú hins vegar á tilfinningunni að auglýsingatekjur hér geti aldrei staðið undir miklum kostnaði við kerfisþróun - en duga væntanlega þokkalega til að halda vefnum í loftinu ).

Ég hef reynt að þakka fyrir mig og leggja mitt af mörkum á þessum vettvangi með því að greiða lítillega til að styrkja rekstur vefsins. Ég geri það ekki til að fá hégómaborðann, heldur gagngert vegna míns lifsviðhorfs - ég vil borga fyrir mig sjálfur og eiga þá á móti möguleikann á að hafa skoðun á því hvort ég fæ "value for money"

M.ö.o - það er bara mitt lífsmottó að ég geri ekki kröfur til annarra nema leggja sjálfur eitthvað á móti.

Svona einfalt er það nú.
_________________
Páll Guðjónsson
http://www.flickr.com/photos/i_fly/

https://500px.com/pall_gudjonsson

http://pallgudjonsson.zenfolio.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Magnus


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 1675
Staðsetning: Scotland
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 19 Maí 2011 - 16:43:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

i_fly skrifaði:
Sælir drengir

Ég ætla ekki að blanda mér í efnislega umræðu hér - en - það vekur athygli mína þegar ég horfi yfir hópinn í þessari umræðu að ég sé EINN sem virðist vera tilbúinn að styrkja rekstur á þessari síðu með einhverju frjálsu framlagi. Fæ ekki betur séð en að aðrir séu "free riders" hér inni.

Við þá segi ég bara eitt:

"You Get What You Pay For"


Þetta er ekki rétt að öllu leyti.

Hugsanlega hafa allir hér inni borgað eitthvað til síðunnar áður, en hafa bara ekki gert það síðasta árið.

Burtséð frá því, þá eru það notendur hér inni sem halda síðunni gangandi og ættu því að fá aðeins að segja í því hvað væri sniðugt og hvað ekki.
_________________
Maggi / Canon 5D Mark II / Canon 24-104L / Canon 17-40L / Canon 50/1.4 / Flickr!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 19 Maí 2011 - 16:43:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Virkilega gott innlegg i_fly.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 19 Maí 2011 - 17:15:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessi þráður er kominn út fyrir allt....

frá því að ég kom með tillögu að breytingum að styrkjum og hvað næst svo?

hvað að því að koma með tillögu að breytingum?
til hvers í veröldinni er þessi "uppástungur fyrir vef" eiginlega?

hefur kannski ekki nema 1-2% verið uppfyllt af því?

ég er ekki að gagnrýna SJE persónulega og halda því fram að hann bara hreinlega nennir þessu ekki, hann hefur auðvitað sína fjölskyldu að hugsa um eins og margir aðrir hér inni.

Ég er eingöngu að gagnrýna vefinn sjálfan þar sem eiginlega engar uppfærslur eru á honum, sárafáar breytingar.

eigum við ekki bara að færa vefinn í átt að dpchallegne, þeir sem borga fá t.d. meira pósthólfspláss, portfolio fyrir sína myndir, fá að taka þátt í sérstökum keppnum þar sem jafnvel verðlaun eru í boði.

ef mig minnir ekki er árgjaldið á dpc. 25 dollarar yfir árið.
(bara skyndihugdetta)

eins og ég sagði er ég alveg til í að styrkja vefinn, en það væri gaman líka að sjá einhverjar breytingar, gera hann notendavænni.

ég vil ekki að við förum að rífast meira hérna innbirgðis, heldur finnum lausn á málinu, ef SJE er ekki til í þetta eða hefur ekki tíma til að sinna þessu, gæti hann þá ekki fundið aðra sem gætu sýnt þessu áhuga og hafa kunnáttu að forrita t.d.?
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 19 Maí 2011 - 17:49:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarBergur skrifaði:
... ef SJE er ekki til í þetta eða hefur ekki tíma til að sinna þessu, gæti hann þá ekki fundið aðra sem gætu sýnt þessu áhuga og hafa kunnáttu að forrita t.d.?


Er það ekki mergurinn. SJE á vefinn og þeir sem hafa kunnáttu til að forrita hafa ekki áhuga á frívinnu fyrir einkaaðila úti í bæ.

Varðandi það að peningar séu forsenda þess að fólk hafi rétt til að hafa skoðanir finnst mér undarlegt viðhorf. Þessi vefur er einskins virði án samfélagsins sem heldur hér til og að gera lítið úr ábendingum um hvað megi laga og bæta á þeirri forsendu að viðkomandi leggji ekki til peninga er á jaðrinum við að vera móðgandi.

Kv. Hrannar
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 19 Maí 2011 - 18:07:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
ArnarBergur skrifaði:
... ef SJE er ekki til í þetta eða hefur ekki tíma til að sinna þessu, gæti hann þá ekki fundið aðra sem gætu sýnt þessu áhuga og hafa kunnáttu að forrita t.d.?


Er það ekki mergurinn. SJE á vefinn og þeir sem hafa kunnáttu til að forrita hafa ekki áhuga á frívinnu fyrir einkaaðila úti í bæ.


Kv. Hrannar


Jú, ætli það sé ekki einmitt það.
en það hljóta að vera einhverjir hér á spjallborðinu sem hafa kunnáttuna í það og væru til að aðstoða SJE.

svo er það þeirra á milli hvort það væri frítt eða í formi einhverra fríðinda.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 19 Maí 2011 - 18:38:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mig langar að taka það fram að ég er ekki að kalla eftir stríði við einn eða neinn og sérstaklega ekki i_fly með innleggi mínu. Ég vildi bara benda á að framlag notenda til vefsins er margfalt meira virði fyrir ljosmyndakeppni.is heldur en millifærsla upp á örfá þúsund. Og alls ekki er ég að mæla á með því að fólk hætti að styrkja vefinn. Wink

Kv. Hrannar
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gnarr


Skráður þann: 19 Júl 2005
Innlegg: 1254
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 19 Maí 2011 - 18:53:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
ArnarBergur skrifaði:
... ef SJE er ekki til í þetta eða hefur ekki tíma til að sinna þessu, gæti hann þá ekki fundið aðra sem gætu sýnt þessu áhuga og hafa kunnáttu að forrita t.d.?


Er það ekki mergurinn. SJE á vefinn og þeir sem hafa kunnáttu til að forrita hafa ekki áhuga á frívinnu fyrir einkaaðila úti í bæ.

Varðandi það að peningar séu forsenda þess að fólk hafi rétt til að hafa skoðanir finnst mér undarlegt viðhorf. Þessi vefur er einskins virði án samfélagsins sem heldur hér til og að gera lítið úr ábendingum um hvað megi laga og bæta á þeirri forsendu að viðkomandi leggji ekki til peninga er á jaðrinum við að vera móðgandi.

Kv. Hrannar


Ég er til í að hjálpa með þetta. Hef circa 15 ára tölvunarfræði/forritunarreynslu og kann sitthvað.
Það er spurning að athuga hvort það séu ekki fleiri notendur hér sem hefðu áhuga á þessu. Ég hef sjálfur forritað og sett upp þó nokkrar síður og Kiddi hefur tildæmis haldið úti nokkrum af vinsælustu síðum landsins.
Það er ábyggilega fullt af tölvunarfræðilega hæfileikaríku fólki hér sem hefði allavega einhvern áhuga á að bæta þessa síðu.
_________________
Ég! - gnarr.org
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 20 Maí 2011 - 13:38:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gnarr skrifaði:
Hauxon skrifaði:
ArnarBergur skrifaði:
... ef SJE er ekki til í þetta eða hefur ekki tíma til að sinna þessu, gæti hann þá ekki fundið aðra sem gætu sýnt þessu áhuga og hafa kunnáttu að forrita t.d.?


Er það ekki mergurinn. SJE á vefinn og þeir sem hafa kunnáttu til að forrita hafa ekki áhuga á frívinnu fyrir einkaaðila úti í bæ.

Varðandi það að peningar séu forsenda þess að fólk hafi rétt til að hafa skoðanir finnst mér undarlegt viðhorf. Þessi vefur er einskins virði án samfélagsins sem heldur hér til og að gera lítið úr ábendingum um hvað megi laga og bæta á þeirri forsendu að viðkomandi leggji ekki til peninga er á jaðrinum við að vera móðgandi.

Kv. Hrannar


Ég er til í að hjálpa með þetta. Hef circa 15 ára tölvunarfræði/forritunarreynslu og kann sitthvað.
Það er spurning að athuga hvort það séu ekki fleiri notendur hér sem hefðu áhuga á þessu. Ég hef sjálfur forritað og sett upp þó nokkrar síður og Kiddi hefur tildæmis haldið úti nokkrum af vinsælustu síðum landsins.
Það er ábyggilega fullt af tölvunarfræðilega hæfileikaríku fólki hér sem hefði allavega einhvern áhuga á að bæta þessa síðu.


Sendu SJE bara EP ef þú hefur áhuga á að leggja krafta þína fram.
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 22 Maí 2011 - 20:02:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarG skrifaði:
Daníel þú kannski kemur þeirri hugmynd á Sigga að notendur fái skilaboð eða póst þegar árið er að renna á enda svo menn muni eftir því að halda áfram að styrkja vefinn.


Ég set þetta á verkefnalistann... Wink

Annars finnst mér mikilvægt að vefurinn sé frír, miklu frekar að hækka verðlagningu á auglýsingum og þvíumlíkt ef þörf er á peningum. Mér leiðist samt að tala um peninga.

ArnarBergur skrifaði:

hún er víst búin að vera NÁNAST ALVEG EINS frá því að hún byrjaði.

er ekki kominn tími á að lífga aðeins upp á hana? Smile


Ég vil endilega halda þessu á lofti, en ég væri til í skýrari hugmyndir.

Mér líst vel á þessa hugmynd með keppnismyndir... og ég vil sjálfur breytingar á keppnissíðum, mér finnst t.d. kerfið með bakgrunnslitina mjög slæmt eins og er og væri alveg til í flottari lausnir á því.

En svona, aðeins til að svara (og aðeins að nöldra), þótt útlitið hafi ekki breyst mikið þá hefur margt gott gerst sem er nauðsynlegt til að vefurinn þróist. Liða- og bikakeppnirnar eru að festast í sessi og gera vefinn mjög skemmtilegan þegar þær eru í gangi. Reglurnar eru sífellt í þróun og mér finnst að það sé orðin góð samvinna milli ráða og stjórnar hvað það varðar. Mér finnst margt af þessu mikilvægara heldur en útlitið, en það þarf að sjálfsögðu að þróast líka.

Láttu svo ekki rausið í mér aftra því að þú komir með hugmyndir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
sveinbi


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 280

Canon EOS D5 Mark II
InnleggInnlegg: 23 Maí 2011 - 3:03:18    Efni innleggs: Re: Skoða myndir í keppnum Svara með tilvísun

ArnarBergur skrifaði:
Sælir

Núna langar mig að koma smá á framfæri.

þegar ég hef verið að skoða myndir í keppnum og langar bara að skoða án þess að þurfa kjósa nokkuð þá er það ekki hægt nema ýta á BACK!!! og fara aftur í allan myndaskaran og velja næstu mynd.

Afhverju er EKKI hægt að fá einhvern takka eða eitthvað við hliðina á myndinni sem maður getur þá ýtt á og þá fer maður yfir á næstu mynd.

Það þýðir ekkert að ýta á EKKI KJÓSA það kemur kannski önnur en svo ýtir maður aftur þá kemur kannski myndin sem maður var rétt áður búinn að skoða.

Mig langar til að hvetja eigandann að fara huga að einhverjum skemmtilegum breytingum á síðunni,
hún er víst búin að vera NÁNAST ALVEG EINS frá því að hún byrjaði.

er ekki kominn tími á að lífga aðeins upp á hana? Smile

Koma svo Siggi...jú kan dú itt.... Smile


Þessi síða er meira en úreld. og myndakerfið það sama.
Ég skil ekki miðað við tækni og þróunn, því er ekki löngu
búið að uffæra síðuna frá A til Ö ? Einhver sagði mer að það kostar milljón sirka að gera nýja síðu.. það er bull.
_________________
http://500px.com/SveinbiSuperman

http://www.flickr.com/photos/supermanis/

http://www.facebook.com/pages/Sveinbi-Photography/371387463921?ref=search

http://superman.is/

Canon 7D / Canon 580EX ll
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ASO


Skráður þann: 06 Júl 2010
Innlegg: 345

Canon 6D
InnleggInnlegg: 23 Maí 2011 - 8:10:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eigi að gera virkilega uppfærslu kostar það peninga - og til að hald kostnanði niðri þarf gríðarmikla vinnu og fullt af kunnáttu - ekki gleyma tímanum sem fer í a)greiningu á þörfum/vilja notenda b)greiningu á lausnum sem virka, c) forritun og uppsetningu. Eigi bara að plástra eitthvað smá er það e.t.v. hægt með litlum peningum, en alltaf vinnu og kunnáttu - og tíma.
_________________
ASO
Náttúran og barnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 23 Maí 2011 - 9:19:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:

Varðandi það að peningar séu forsenda þess að fólk hafi rétt til að hafa skoðanir finnst mér undarlegt viðhorf. Þessi vefur er einskins virði án samfélagsins sem heldur hér til og að gera lítið úr ábendingum um hvað megi laga og bæta á þeirri forsendu að viðkomandi leggji ekki til peninga er á jaðrinum við að vera móðgandi.

Kv. Hrannar

Gott Gott
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 22:48:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta vill ég fá í upplýsingar í keppnir þegar þær eruð liðnar

Avg (all users): 7.3893
Avg (commenters): 8.0000
Avg (participants): 7.3667
Avg (non-participants): 7.4085
Views since voting: 750
Views during voting: 286
Votes: 131
Comments: 39
Lens: Canon EF 70-200mm f/4.0L IS USM
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 22:52:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Úfff... að byðja um tölfræði hérna er með því bjartsýnna sem gerist !

Ég styð þetta samt, alla leið...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 4 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group