Sjá spjallþráð - Tveir litir - Ferskur sumarkokteill :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Tveir litir - Ferskur sumarkokteill
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 16 Maí 2011 - 10:49:39    Efni innleggs: Tveir litir - Ferskur sumarkokteill Svara með tilvísun

Jæja, á meðan viðbrögðin halda áfram að vera góð þá ætla ég að halda áfram uppteknum hætti og koma með smá pistil ef mynd frá mér fær borða.

Hausinn rúllaði fljótt í þessa átt þegar ég fór að pæla fyrir þetta þema. Drykkur að slettast með Lime sneið. Upphaflega hugmyndin var að hafa þetta rosalega ferskt og á hvítu. Þá hugsaði ég mér að lime væri betra en sítróna, því það myndi sjást betur. Þá fannst mér tilvalið að nota rauðan drykk. Rauður fer vel með grænum og þeir ýkja hvorn annan talsvert upp, þar sem þeir eru næstum andstæðir í litahringnum. Hinsvegar þegar á hólminn var komið fannst mér drykkurinn verða soldið litlaus á hvítum bakgrunninum. Varð soldið döll og útvatnað, ég í raun hefði þurft að hafa bara mikið mikið rauðari drykk, sem yrði ekki jafn glær. Þannig ég prófaði að skipta út bakgrunninum fyrir svart og fannst það bara koma vel út.

Ég skrapp þessvegna í hagkaup og keypti trönuberjasafa og lime. Kyppti einhverjum glösum með mér ásamt poka af klaka af bensínstöðinni og skundaði í stúdíó. Reyndar stóð til að mynda þetta í martiniglasi, en það var síðan ekki til þegar á hólminn var komið.Glasið stendur á svartri plexiglerplötu sem gerir speglunina. Hún var talsvert meiri en ég dró soldið úr henni. Ég henti upp spill kill* spjaldi fyrir aftan, en hvaða dökka dót sem er hefði dugað, þar sem engin lýsing var á bakgrunninn. Glasið er lýst upp með risastóru softboxi frá hægri, alveg 90° gráður á glasið. Beint á móti því, vinstra megin, var ég síðan með svart spill kill spjald til að minnka endurkast af ljósi í hvítu stúdíóinu.

Ég ákvað að lýsa myndina frá hægri til að lýsa upp lime sneiðina. Ég hafði hana líka verulega þykka til að hún myndi halda lit frekar en verða gegnsæ og loks skar ég í hana soldið á ská, til að láta hana standa akkúrat þvert, en samt getað haft hana framarlega á glasinu og þannig fengið skvettuna frekar fyrir aftan lime-ið.

Slettan er fengin með því að halda á fjarstýringu í vélina í annarri hendi og klaka í hinni hendinni og einfaldlega henda honum ofaní um leið og ég smellti af.

Þetta tók nokkrar tilraunir en kom þokkalega út að lokum fannst mér og þá var bara að vinna þetta. Ég hreinsaði alla myndina soldið. Bakgrunn, borð og furðulega dropa og svona. Ýkti liti soldið og smá dodge hér og burn þar.Takk fyrir mig!
Óskar Páll*Spill kill = Stórt svart spjald, notað til að ljós sé ekki að "slettast" út um allt...


Síðast breytt af oskar þann 16 Maí 2011 - 13:03:41, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
gr33n


Skráður þann: 20 Ágú 2006
Innlegg: 1987
Staðsetning: Breiðholt City
Canon 5d
InnleggInnlegg: 16 Maí 2011 - 12:59:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært. Ótrúlega fræðandi að lesa um myndirnar þínar Óskar.
_________________
Gísli Baldur Bragason
FlickR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Gunnar Ingi


Skráður þann: 30 Jan 2006
Innlegg: 338
Staðsetning: Top of the tripod!

InnleggInnlegg: 16 Maí 2011 - 13:49:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög skemmtileg og fræðandi lesning.. Tek ofan fyrir þessari borðahefð.. Smile
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 16 Maí 2011 - 19:24:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk Óskar Smile

Segðu mér, hvað var sirka langt á milli glass og spjalds fyrir aftan?
Mig langar að sjá hvernig svona spjöld lítur út, ef það finnst mynd um þau.

KÆRAR þakkir!!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 16 Maí 2011 - 19:47:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heyrðu, það er svona 1.5 metrar c.a.

Þessi spjöld geta verið hvað sem er, stundum krossviðarplötur málaðar svartar, en í mínu tilfelli höfum við fjórar einangrunarplastplötur í þetta. Þær eru léttar, hvítar öðru megin til að reflecta og málaðar svartar á hinni hliðini til að skerma af ljós. Þær eru c.a. tveir metrar á hæð og rúmur betri á breidd.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 16 Maí 2011 - 20:20:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Question
_________________


Síðast breytt af dvergur þann 13 Sep 2011 - 13:25:47, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 17 Maí 2011 - 11:12:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

haha, þetta er frekar stórt like !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Regnbogastelpa


Skráður þann: 27 Sep 2009
Innlegg: 766
Staðsetning: Undir regnboganum ;P
Canon 30D
InnleggInnlegg: 17 Maí 2011 - 11:44:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

dvergur skrifaði:
Stórt like á þetta
LIKE á stóra LIKE-ið Very Happy Very Happy
_________________
http://www.flickr.com/_rainbowgirl
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 17 Maí 2011 - 13:51:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vá, einn og hálfur meter. Alltaf er maður að læra.

Takk fyrir að sýna okkur. Lætur mann þora (og nenna) meira að fikta í stúdíó.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 17 Maí 2011 - 13:53:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hinkrið, ég ætla að henda saman smá skissu...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 17 Maí 2011 - 14:12:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég veit nú ekkert hvort þetta telst eitthvað pro uppstilling og skissan verður ansi seint talin góð, en kannski gefur þetta smá hugmynd.

Mál gefin upp í cm og ágiskuð gróflega...

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 17 Maí 2011 - 14:14:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott touch þó að hafa L hring á linsunni... lúkkar frekar pró fyrst hann er þarna.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 17 Maí 2011 - 14:16:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Daníel Starrason skrifaði:
Gott touch þó að hafa L hring á linsunni... lúkkar frekar pró fyrst hann er þarna.


Hann mátti víst ekki gleymast...

meira draslið samt, þessi linsa liggur í viðgerð hjá beco eins og er Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Frost


Skráður þann: 10 Okt 2009
Innlegg: 489
Staðsetning: Borgarnes
Nikon aðallega...
InnleggInnlegg: 17 Maí 2011 - 15:40:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Daníel Starrason skrifaði:
Gott touch þó að hafa L hring á linsunni... lúkkar frekar pró fyrst hann er þarna.


Hann mátti víst ekki gleymast...

meira draslið samt, þessi linsa liggur í viðgerð hjá beco eins og er Rolling Eyes


Varstu að nota Canon 24-70 L linsu ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 17 Maí 2011 - 15:48:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jábbs...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group