Sjá spjallþráð - Fugl fyrir milljón :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Fugl fyrir milljón
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Landsbyggðin
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  

Ætlar þú að vera með?
Já ég verð með!
7%
 7%  [ 3 ]
Nei ég fer ekki að þvælast norður í myndatöku
51%
 51%  [ 21 ]
Er að hugsa málið
41%
 41%  [ 17 ]
Samtals atkvæði : 41

Höfundur Skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 6:08:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kd skrifaði:
En svo ég endurtaki mig líka Smile
Þáttöku gjaldið getur m.a. verið til þess að
1) Fá eitthvað uppí kostnað við að halda keppnina.
Styrktaraðili borgar væntanlega rest.
2) Takmarka þáttöku
Hljómar kannski skringilega en ef það er fyrirséð að þáttaka verði mikil
þá þarf kannski að takmarka þáttöku til að vinna dómnenfndar og
annarra verði ekki yfirgengileg.
3) Hámarka gæði innsendra mynda.
Fólk sendir bara inn "góðar" myndir því það þarf að borga fyrir
þáttökuna. Gæðin á keppninni í heild hækkar.


Haha, við endurtökum okkur í sífellu... mér finnst bara eitthvað svo lélegt að sía fólk út með peningum, væri ekki nær lagi að setja skilyrði um að fólk notaði Nikon?

1) Það er milljón í verðlaun, það virðist ekki vera peningaskortur.
2) Ég efast um að dómnefndin lendi í vandræðum með aukahálftíma við að sía út vondar myndir frá þeim sem ekki eiga peninga.
3) Ég sé enn ekki hvernig gæðin verða meiri, þetta fælir bara fólk frá því að taka áhættu.

Jonstef skrifaði:
Daníel Starrason skrifaði:
Jonstef skrifaði:
Á ekki þátttökugjaldið að fjármagna verðlaunaféð eins og tíðkast í mörgum keppnum


Í guðanna bænum... hafðu þá þúsundkall í þáttökugjald og tvöhöndruðogfimmtíu í verðlaun!

Er ekki takmarkið að fá fólk á svæðið og til að gista á hóteli?


Ég er til í að veðja á þig frekar en mig í þessari keppni og borga 3000 af þínu gjaldi og fá 750.000 af verðlaununun


Þetta er frábær hugmynd gamli, við hefðum átt að gera þetta í fyrra þegar ég var á svæðinu og með 400 mm! Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kd


Skráður þann: 27 Júl 2005
Innlegg: 1928

Nikon F3HP
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 9:41:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Daníel Starrason skrifaði:

Haha, við endurtökum okkur í sífellu... mér finnst bara eitthvað svo lélegt að sía fólk út með peningum, væri ekki nær lagi að setja skilyrði um að fólk notaði Nikon?


Hehe jú eins og gömul plata.
Ég er næstum viss að ég hef séð svoleiðis myndakeppni einhverntíman, þ.e. bara Nikon.
Svo er líka hægt að takmarka með miðlinum. Bara 8x10 blaðfilmu,
bara digital (hmm hvar hef ég séð það!?). Svo má takmarka með félagsaðild, t.d. bara fréttaljósmyndari.
Svo má nota hreinlega fjöldatakmörkun, X fyrstu myndir sem koma inn.
Eini munurinn hérna er hópurinn sem er síaður frá er mismunandi eftir aðferðinnni.
Gallinn við svona síun er að sá sem er síaður frá er aldrei sáttur.
Kosturinn er að það er síun gefið að aðstendur hafi takmörkuð gæði (e. resources).
Sé ekki að þáttökugjöld séu neitt "verri" en hinar aðferðirnar, endar með öðurvísi hóp.
Peningarnir hafa þann ótvíræða kost að það er auðvelt að tjúna til. Lítil þáttaka, lækkum gjöldin. Of mikil þáttaka hækkum þáttukugjaldið.

Ég hef bara svo sterklega á tilfinningunni að þáttökugjöld í keppnum (þá er ég
að tala um keppnir í það heila, hlaup, kappakstur, fótbolti,....) sé reglan frekar en
undantekningin. DPChallenge gerir t.d. ráð fyrir að menn séu skráðir meðlimir (25$ á ári) til að fá
aðgang að öllum keppnum þar. O.k. verð í öðrum skal og allt það en samt þáttökugjald.

Pældu aðeins í því ef það er milljón í verðlaun og engin takmörkun á þáttöku?
Hvernig keppni mundirðu enda með? Ég ætla að spá að þú fengir alveg arfa lélega keppni, mér dettur í hug keppnir sem mbl hefur staðið fyrir. Klárlega ekkert sem styrktaraðili mundi vilja sitja uppi með.
Þ.e. verðlaunaféið síar inn alveg helling af myndum sem gullgrafarinr senda inn bara uppá sénsinn.
Það sem verra er að ef þú keyrir svoleiðis keppni oft í röð þá hætta þeir sem raunverulega eiga heima í keppninni að taka þátt því gæði keppninnar er orðin svo lítil.
Þú verður að vega að einhvern veginn upp þ.e. losna við gullgrafarana sem senda bara inn point and shoot myndirnar. Þannig að um leið og þú setur smá verð á þáttökuna þá staldrar fólk við og sleppir að
senda inn P&S myndirnar. Gæði keppninnar hefur strax rokið upp. Fórnarkostnaðurinn er að fátæki
snillinn getur ekki sent inn meistaraverkið sitt. Þá kemur þar á móti að líkurnar á fátækum snilla
sem er í fulgamyndatöku eru ekki miklar þannig að væntifórnarkostnaðurinn er lítill en gæði kepnninnar
er hár, miðað við keppnina þar sem engin þáttökugjöld eru og hátt verðlaunafé.

Ég veit svo sem ekkert hvort keppnishaldarar eru að pæla í þessum atriðum
sem ég nefndi. Ég var bara velta upp einhverjum mögulegum ástæðum sem mér finnst líklegar.
_________________
Maður með myndavél. Bright Midday Sun
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
taui


Skráður þann: 13 Ágú 2008
Innlegg: 375
Staðsetning: Reykjavík
1D Mark II-N, 20D og 400D
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 10:28:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég get bara ekki skilið afhverju menn eru endalaut að tuða yfir því að þurfa að borga til að taka þátt.

Ef menn tíma því ekki þá það en ekki vera að nöldra yfir því.

Svo ég taka nú eitt gott dæmi. Ef þú ætlar að keppa í golfi þá er þátttökugjald sem flestir borga með bros á vör hvort sem þeir eru góðir í golfi eða ekki.

Þetta er bara fín viðbót við aðrar keppnir og viðburði sem tengjast ljósmyndun.
_________________
EF 100-400mm f/4,5-5,6 L IS USM * EF 70-200 2,8 * EF-S 17-55 f/2.8 IS USM * EF 50mm f/1.8 II
Canon speedlite 380EX * YONGNUO YN560 * YONGNUO YN565EX
http://www.flickr.com/photos/traustigylfa/
http://www.flickr.com/photos/kleifaberg/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Anansi


Skráður þann: 16 Des 2010
Innlegg: 311
Staðsetning: Það er gott að búa í Kópavogi
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 10:41:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nikon heldur annað hvort ár keppni sem er opin öllum Nikon Photo Contest. Það er óhætt að segja að verðlaunin séu ágætlega vegleg, en þarna er ekkert þáttökugjald og engar kvaðir á því hvort menn taka myndir með Canon, Nikon, Pentax eða öðru að því er ég best get séð.

Vissulega dálítið stærri aðili sem stendur á bak við keppnina, en röksemdir um að alltaf þurfi að borga sig inn í svona keppnir með stórum verðlaunum er þarna fallin um sjálft sig.

Ég held að mögulega væri sniðugra og heppilegra að hafa frekar lægri verðlaun, þó svo að þegar menn kaupa body fyrir 400-600 þús og eru með linsur fyrir 400 þús til milljón, verði nú 4000 kr að kallast frekar smá upphæð.
_________________
Nikon D7000
Nikkor AIS 105/2.5
Nikkor AF-S 35/1.8G DX
Nikkor AF-S 50/1.8G
Nikkor AF-S 18-105/3.5-5.6G
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 10:44:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég ætla allavega að taka myndir af fuglum á þessu svæði, en veit ekki hvort ég verð með og það hefur ekkert með verðið að gera.

Skil ekkert í DS að vera að þvarga yfir verðinu, en hann virðist vera í Danmörku, þannig að það er langt fyrir hann að fara, nær væri að hann gerði aths. við Steingrím út af bjórverði Wink
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Harry


Skráður þann: 25 Nóv 2008
Innlegg: 840
Staðsetning: Akureyri
Canon 5D
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 11:49:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég þekki ágætlega til þeirra sem halda úti þessari keppni. Þetta eru einkaaðilar sem upp á sitt einsdæmi eru að vinna að markaðssettningu á mjög stóru svæði. Þessir aðilar fá mjög lítið eða ekkert greitt frá öðrum ferðaþjónustuaðilum, og ekki eru neinir þungavikta sponsorar.

Eins og bent hefur verið á hér á undan, er kostnaður að því að halda út svona keppni. Ég furða mig því á þessari gagnrýni varðandi keppnina.
Í fyrra fór það mjög fyrir brjóstið á fólki að þurfa versla við viðkomandi aðila. Núna var það ákvæði fellt út, Er það raunhæft að ætlast til þess að einhverjir einkaaðilar séu tilbúnir til þess að gefa milljón og standa undir kostnaði upp á sitt einsdæmi?

Ég tel að svo sé ekki. Ég legg til að menn hætti að gagnrýna þessa keppni og fari að átta sig á því að þetta er alvara, Meistari Kaliber sem vann í fyrra setti stóran hluta myndavéladóts síns á sölu eftir keppnina í fyrra og endurnýjaði. Hverjum langar ekki til þess?

Hættið nú að tala út um rassgatið á ykkur og farið að mynda. Ef að þið náið mynd sem þið teljið eiga séns, þá getið þið borgað 4000 krónur. Ef ekki þá sleppið þið því. Þið sem eruð á móti, spyrjið ykkur sjálf að þessu...
Hef ég eytt 4000 krónum í meiri vitleysu en þetta?
_________________
Hörður Finnbogason Akureyringur og áhugaljósmyndari.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 13:21:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einhar skrifaði:
Skil ekkert í DS að vera að þvarga yfir verðinu, en hann virðist vera í Danmörku, þannig að það er langt fyrir hann að fara, nær væri að hann gerði aths. við Steingrím út af bjórverði Wink


Haha, það er best að ég hætti þessu tuði og njóti bjórverðs (og bjórveðurs) hér í Danmörku... ég læt Steingrím vita af ágæti lágs bjórverðs ef ég hitti hann.

Ég veit það bara að í fyrra var þáttakan ekki mikil, sem ég tel að einhverju leyti vera vegna þess að þáttökugjaldið er (að mínu mati) frekar hátt. Mér leiðist líka bara þegar hlutirnir snúast um peninga, þetta á að snúast um myndir er það ekki?

Framtakið er frábært og ég vona að keppnin gangi vel í ár, Einar og Gyða sigruðu keppnina í fyrra og gerðu það afar glæsilega og ég hlakka til að sjá hvernig þetta fer í ár!

Kári fær sérstakar þakkir fyrir að taka á þessari árlegu þrasgirni minni með rökum frekar en aumum athugasemdum sem varða málið ekki (ég skal reyna að hætta að tala út um rassgatið á mér núna félagi Harry).
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 13:35:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er nóg af keppnum sem snúast ekki um péninga, persónulega finnst mér alveg í lagi að einhver geri það. Gerir flóruna bara fjölbreyttari ...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 13:39:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jonstef skrifaði:
Daníel Starrason skrifaði:
Jonstef skrifaði:
Á ekki þátttökugjaldið að fjármagna verðlaunaféð eins og tíðkast í mörgum keppnum


Í guðanna bænum... hafðu þá þúsundkall í þáttökugjald og tvöhöndruðogfimmtíu í verðlaun!

Er ekki takmarkið að fá fólk á svæðið og til að gista á hóteli?


Ég er til í að veðja á þig frekar en mig í þessari keppni og borga 3000 af þínu gjaldi og fá 750.000 af verðlaununun


Snilldar svar. Tveir þumlar upp.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarG


Skráður þann: 21 Feb 2007
Innlegg: 1566
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 13 Maí 2011 - 13:49:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Daníel Starrason skrifaði:
Jonstef skrifaði:
Á ekki þátttökugjaldið að fjármagna verðlaunaféð eins og tíðkast í mörgum keppnum


Í guðanna bænum... hafðu þá þúsundkall í þáttökugjald og tvöhöndruðogfimmtíu í verðlaun!

Er ekki takmarkið að fá fólk á svæðið og til að gista á hóteli?

hnokki skrifaði:
Það er víst líka hægt að velja hvort maður taki þátt eða ekki...


Hmm... það er ekki valmöguleiki fyrir alla að taka þátt, er það?


Ef þú hefur efni á því að koma þér á ólafsfjörð. Gista á Hóteli, eiga myndavél og linsu fyrir marga hundraðþúsund kalla til þess að taka fuglamyndir þá hlíturðu nú að hafa efni á skitnum 4.000 krónum.

Þeir höfðu þetta ekki 1.000 kall og 250 þús króna verðlaun vegna þess að það er miklu meira spennandi að vinna 1.000.000 heldur en 250.000.
_________________
Flickr.com/ArnarGeirArnarG.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Landsbyggðin Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
Blaðsíða 2 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group