Sjá spjallþráð - Still Life - Hnetukakan :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Still Life - Hnetukakan
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 10:46:16    Efni innleggs: Still Life - Hnetukakan Svara með tilvísun

Jæja, fyrst viðbrögðin síðast voru skemmtileg þá ætla ég að halda áfram uppteknum hætti og skrifa smá pistil um mynd liðinnar keppni.

Ég laggði upp með ákveðna hugmynd. Týndi til dót og drasl sem ég taldi mig þurfa og smá props fyrir "vara" hugmyndir. Ég laggði svo af stað í eldhús úti í bæ með gaseldavél sem ég ætlaði að nota. Þegar á hólminn var komið sá ég að hugmyndin sem var í kollinum á mér gekk ekki upp. Það var ekki props að kenna, eða tæknibúnaði, eða kunnáttuleysi. Hugmyndin sjálf einfaldlega gekk ekki upp. Ég sá liggjandi í kringum mig þessa gömlu pönnu og deselítramál og fór þá að leyta mér að fleiri hlutum til að sjá hvort ég gæti gert eitthvað úr þessu.

Eftir síðustu keppni (umhverfisportrett) sagði Arnar Bergur að hann gæti ekkert keppt við einhverja sem kunna mikið fyrir sér í lýsingu. Fyrir þessa keppni sagði Zoli líka að hann hafði enga stúdíóaðstöðu til að taka þátt í þessu þema. Ég tók þessari áskorun þeirra og ákvað að mynda bara með gluggaljósi sem er aðgengilegt öllum. Ég notaði lyftarapallettur sem borð og bakgrunn og byrjaði að byggja upp myndina. Pannan fór fyrst á sinn stað og desíletramálið. Því næst fóru hnetur í málið og smjörið á pönnuna. Þar á eftir fór skeiðin á borðið ásamt hnetunum og loks pensillinn. Mér finnst rosalega gott í svona tökum að byggja þær upp hægt og rólega, skoða þær jafn óðum í gegnum viewfinderinn.

Glugginn sem ég notaði var c.a. meter frá myndefninum, tekið um átta um kvöld og bjart úti en ekki beint ljós inn um gluggan. Skuggahliðin var frekar dökk þannig ég skellti silvur reflector á móti til að jafna það. Ef hann hefði ekki verið til staðar, hefði ég notað hvítt spjald eða jafnvel klætt það með álpappír.Ég var með vélina á þrífæti allan tímann til að passa upp á römmunina og slíkt. Ég skellti þessu á nokkur ljósop og valdi það sem mér fannst koma best út, ljósop 2.8

Tíminn í raun skiptir engu máli, bara nægilega langur til að myndin verði rétt lýst.

Síðan var myndin tekin inn í photoshop og unnin. Helstu breytingar voru að tóna hana soldið með hlýjum tón og passa upp á að setja ekki of mikinn contrast í hana, til að halda í mýktina sem gluginn var að gefa mér.

Þetta endaði svo í þessari mynd.

Takk fyrir mig og öll commentin!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 11:09:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott still life og flott að heyra hvernig þú vannst úr því sem þú hafðir.

Gluggalýsing er náttúrulega bara frábær lýsing og ef maður á ekki fancy reflector notar maður bara það sem maður hefur, finnur eða gerir að reflector Smile
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
Regnbogastelpa


Skráður þann: 27 Sep 2009
Innlegg: 766
Staðsetning: Undir regnboganum ;P
Canon 30D
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 11:11:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Brill...takk!
_________________
http://www.flickr.com/_rainbowgirl
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Smithers


Skráður þann: 10 Nóv 2006
Innlegg: 6172

Nikon eitthvað..
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 11:11:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bravó !


Þetta er magnað framtak Óskar...
_________________
Myndasíða .: www.flickr.com/zahperv :.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Throstur145


Skráður þann: 30 Nóv 2008
Innlegg: 545

Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 11:12:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært innlegg.

En mig hefði langað að sjá aðeins dýpri fókus, þannig að pannan hefði náð smá fókus og jafnvel pensillinn.

Takk fyrir þetta.
_________________
Þröstur Unnar
897-1955
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 11:29:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það á enginn möguleika gegn Óskari af því að hann kann á lýsingu. haha
Annars til hamingju Óskar. Spurning hvort að þú þurfir ekki að fara að taka deathmatch við Tony í mánaðarkeppnunum?
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 11:43:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
...ég skellti silvur reflector á móti til að jafna það...

Má ég forvitnast um hvernig þú fékkst hringlaga reflector til að vera kyrt og réttilega snúið á sínum stað?

Annars finnst mér ljósopið sem þú notaðir vera í fínasta lagið, og tóma rýmið gera mikið fyrir myndina.

TAKK fyrir að skrifa þennan pistil og kveikja í hugmyndaaflið í okkur Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 11:49:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
oskar skrifaði:
...ég skellti silvur reflector á móti til að jafna það...

Má ég forvitnast um hvernig þú fékkst hringlaga reflector til að vera kyrt og réttilega snúið á sínum stað?

Annars finnst mér ljósopið sem þú notaðir vera í fínasta lagið, og tóma rýmið gera mikið fyrir myndina.

TAKK fyrir að skrifa þennan pistil og kveikja í hugmyndaaflið í okkur Smile


Hann hékk bara á einhverju drasli...

Tape er líka vinur þinn ef þú lendir í veseni Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 12:06:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Arrow
_________________


Síðast breytt af dvergur þann 13 Sep 2011 - 14:08:38, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Doddi


Skráður þann: 06 Apr 2005
Innlegg: 1238
Staðsetning: Kársnes
AGFA Silette - L Prontor 125 Agnar
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 12:08:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hér eru öll trixin í bókinni notuð.

Þetta er mikil fagmennska og gaman að sjá.
_________________
betur sjá augu en eyru

http://www.flickr.com/photos/30529007@N06/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 12:21:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Micaya skrifaði:
oskar skrifaði:
...ég skellti silvur reflector á móti til að jafna það...

Má ég forvitnast um hvernig þú fékkst hringlaga reflector til að vera kyrt og réttilega snúið á sínum stað?

Annars finnst mér ljósopið sem þú notaðir vera í fínasta lagið, og tóma rýmið gera mikið fyrir myndina.

TAKK fyrir að skrifa þennan pistil og kveikja í hugmyndaaflið í okkur Smile

Hann hékk bara á einhverju drasli...

Tape er líka vinur þinn ef þú lendir í veseni Wink

Ætti maður kannski að fara að setja þvottaklemmur líka, í myndavélatöskuna...?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 15:59:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Reyndar hefur það verið lengi á dagskrá hjá mér að útbúa bakpokann með því sem maður vill aaaalltaf hafa með sér. Sama hvort það er til útlanda, fjallgöngur eða bara kippa töskunni í ferðalagið. Þó svo að auðvitað sé til dæmis flass með og stundum ekki og svona. En eiga svo aðra tösku/bakpoka/whatever sem væri svona eiginleg props taska. Sem færi með í myndatökur semsagt. (þá er ég hérna að gera greinarmun á því að kippa vélinni með í ferðalag annarsvegar og því hinsvegar að fara eitthvert gagngert til að taka mynd). Í props töskunni væru þá klemmur og teip, hnífar og tangir, álpappír, speglar og hitt og þetta. Væri æðislegt að hafa bara svona tösku ready! Þegar ég fer út í að útbúa þetta þá kemur hér inn þráður þar sem ég lista allt sem ég nota og fæ svo tips and tricks frá notendum um meira dót. En það er efni í allt annan þráð en þennan...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 16:10:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Óskar væri ekki nær ef þú segðir okkur myndvinnslutrikkin?
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 16:18:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Æji eru það einhver trikk...

Mér leiðist alltaf að reyna að útskýra myndvinnslu, því ég fikta mig alltaf soldið áfram og hef lítið að segja. Ég setti smá vignettu á myndina til að greina myndefnið soldið betur frá bakgrunninum. Ég skellti svo gulbrúnum tón yfir alla myndina, mjög vægum en nóg til að skapa smá andrúmsloft. Nú dagsbirtan var aðeins blárri þannig ég leyfði henni að halda sér í málmhlutunum. Pönnunni semsagt og skeiðinni og desiletramálinu.

Lýsti myndina smá, en þó ekki bakgrunninn, því ég vildi að hann myndi loka myndinni soldið. Passaði samt upp á að setja ekki of mikinn contrast í þetta, því gluggabirtan gerði þetta allt svo mjúkt, ég var að fíla það. Svo var smá skerping sett á þetta að lokum.

Svo auðvitað eitthvað smotterí, tók út kvist eða tvo í pallettunu, rétti einhverja línu sem var skökk og svona sparðatýningur.


Eitthvað sérstakt annars sem þú varst að spá með vinnsluna ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Zoli


Skráður þann: 13 Feb 2011
Innlegg: 618

Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 09 Maí 2011 - 16:18:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott lýsing á hlutunum. Geri mér grein fyrir því að ekki þurfi maður alltaf einhverja 100% aðstöðu til að taka svona myndir. En hjá mér var það frekar eins og ArnarBergur talaði um kunnáttu í kringum lýsingu. Eins og í mínu tilfelli hef ég enga þekkingu á búnaði til að nota við svona ljósmyndun. Eins og kannski hefur sést á þeim 2 myndum sem að ég hef tekið í þessum aðstæðum. Eins vantar mikið upp á kunnáttu í eftirvinnslu hjá mér. Og google er ekki vinur minn þegar kemur að því að leita að hlutum á netinu. En flott mynd annars
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group