Sjá spjallþráð - Rökstyðja lágar einkunnir :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Rökstyðja lágar einkunnir
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Benedikt Finnbogi
Umræðuráð


Skráður þann: 10 Sep 2006
Innlegg: 1181
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:20:43    Efni innleggs: Rökstyðja lágar einkunnir Svara með tilvísun

Vegna umræðu um lágar einkunnir fór ég að athuga málið og finnst það vera ýmislegt skrýtið í kosningamynstrinu hér á lmk.

Ég tek sem dæmi vinningsmyndirnar í seinustu keppnum.

---------------------------------

Mynd 1:

Fær samtals 6 atkvæði sem eru á bilinu 1-3

Meðaltal: 7.8

Mynd 2

Fær samtals 2 atkvæði sem eru á bilinu 1-3

Meðaltal: 7.6

Mynd 3

Fær samtals 5 atkvæði sem eru á bilinu 1-3

Meðaltal: 6.9

Mynd 4

Fær samtals 0 atkvæði sem eru á bilinu 1-3

Meðaltal: 8.1

---------------------------------

Ég er með eina spurningu: Er það eðlilegt að myndir séu svona oft að fá nokkur atkvæði sem eru í algjöru ósamræmi við almenna skoðun?

Ég skil alveg að þetta er viðkvæmt mál og að allir hafi rétt á að kjósa eftir sínu áliti en mér finnst eins og einhverjir séu visvítandi að draga einkunnir niður. Í hvaða tilgangi veit ég ekki.

Er ekki kominn tími á að bæta við kerfið að þú þurfir að rökstyðja 1-3 einkunnina þína? Síðan fari einhverjir einstaklingar í stjórn yfir þessar rökstuðningar og meti hvort þær séu algjört bull eða réttlætanlegar.

Þetta er ekkert rosalega mikið mál að fara yfir þetta því þetta eru ekki nema að meðaltali c.a. 3 atkvæði per mynd. En einkunnir yrðu mun raunverulegri fyrir vikið.

Og fyrir þá sem eru að fá svona lágt fengju þá í það minnsta rökstudda athugasemd yfir það hvað mætti laga og hvað sé ekki að virka.

P.S. Vonast eftir góðri umræðu um þetta án skítkasts og dónaskaps.
_________________
Ljósmyndararmaður
By the looks of it, your camera has herpes. Return it to Nikon ASAP
BenediktFinnbogi.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:23:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst þetta út í hött... Ef þú átt að rökstyðja ás, tvist og þrist, þá hlýturu líka að þurfa rökstyðja tíu, níu og áttu.

Enn frekar finnst mér út í hött að láta einhverja fámenna stjórn* ákveða hvaða atkvæði fólk má gefa, þá er tilgangur kosningar gjörsamlega horfinn.
En ég er samt sammála þér að maður er alltaf hissa á þessum einkunnum, en ég sé ekki að þær skaði nokkurn mann...* Stjórn samsetta af fólki í sjálfboðavinnu, án skuldbindinga.


Síðast breytt af oskar þann 02 Maí 2011 - 14:31:04, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:29:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Aww... not this shit again.

Tilvitnun:
Þetta er ekkert rosalega mikið mál að fara yfir þetta því þetta eru ekki nema að meðaltali c.a. 3 atkvæði per mynd.


Why bother, then? Fólk gefur myndum einkunnir algjörlega út frá sínum forsendum.
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kiddi


Skráður þann: 03 Jan 2005
Innlegg: 2230

Nikon D810
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:30:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessar lágu einkunnir hafa ekkert gildi ef aðrar myndir sem eru ofarlega í keppni eru líka að fá þær - ég myndi hafa meiri áhyggjur ef eingöngu ein af toppmyndunum fengi enga lága einkunn Smile

Ég hefði hinsvegar mikinn áhuga á að vita hvort þetta sé 1 eða 2 einstaklingar sem gefa að jafnaði svona lága einkunn, eða hvort þetta sé handahófskennt. Ef þessir ásar eru handahófskenndir (þ.e. sá sem gefur þá) þá er þetta ekkert til að spá frekar í, en ef þetta er alltaf sami einstaklingurinn þá myndi ég telja rétt að gera eitthvað í því.
_________________
flickr / augnablik.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Bjossif


Skráður þann: 24 Okt 2010
Innlegg: 325
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:30:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hef nú heyrt því fleygt fram hérna á vefnum að fólk er víst misjafnlega heiðarlegt og gefur öllum myndum 1-2 til að reyna hafa áhrif á sína mynd í kepnninni, ef þetta er tilfellið finnst mér það lúalegt og samviskulaust.

annars sé ég ekki mikið grætt á því að stofna einhverja stjórn sem hefur umsjón með rökstuddum lágum einkunnum, fólk á bara að vera heiðarlegt og kjósa eftir eigin sannfæringu.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Anansi


Skráður þann: 16 Des 2010
Innlegg: 311
Staðsetning: Það er gott að búa í Kópavogi
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:34:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Ef þú átt að rökstyðja ás, tvist og þrist, þá hlýturu líka að þurfa rökstyðja tíu, níu og áttu.


Mér finnst þetta reyndar ekkert vitlaus hugmynd, en það ætti ekki að þurfa einhverja yfirferð heldur gæti rökstuðningur með þessum einkunnum fylgt með myndinni, jafnvel þó það væri gert nafnlaust þá væri það gott því þá ertu að miðla til þess sem tók myndina uppbyggilegum upplýsingum um hvernig má bæta hana og eins fyrir háu einkunnirnar þá geta þeir sem skoða myndina séð hvaða atriði eru svona frábær í myndinni sem eru þess valdandi að hún fær svona háa einkunn.

Með því að hafa útskýringarnar opinberar en nafnlausar ætti umræðan um hverja mynd að verða uppbyggilegri og betri. Hins vegar þyrfti kerfið að vera þannig að þessar athugasemdir sæust ekki fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni svo að ekki sé verið að skekkja einkunnagjöf með því að fólk einblýni á þá þætti sem búið er að nefna við myndina.
_________________
Nikon D7000
Nikkor AIS 105/2.5
Nikkor AF-S 35/1.8G DX
Nikkor AF-S 50/1.8G
Nikkor AF-S 18-105/3.5-5.6G
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Snowy


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 822
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:35:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Háu einkunnirnar eru alveg jafn glórulausar þannig að þetta jafnast alltaf út. Tökum sem dæmi mynd sem vann hérna í þar síðustu viku ef ég man rétt. Hún fékk engan ás en fékk 14 tíur. Ef maður skoðar myndina út frá tæknilegum þáttum þá er í raun algjörlega út úr kortinu að gefa myndinni 10 í einkunn...að mínu mati þ.e. En svona er þetta bara, fólk kýs eftir tilfinningu og sínu eigin mati. Þó að mér finnist að t.d. sú mynd hefði ekki átt að fá nema 5-6 þá eru aðrir á annarri skoðun og þannig er það bara.

Nú ef þetta væri þannig að við værum alltaf sammála um að kjósa á miðjurófinu þá gætum við strokað út VG, Samfó og Íhaldið og kosið bara öll Framsóknarflokkinn í hverjum kosningum....
_________________
http://www.flickr.com/photos/kaupfelag/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:41:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það þarf stórfellda samvinnu til að hafa teljandi áhrif á gengi stakra mynda. Þ.e. 1-3 einstaklingar breyta litlu nema munurinn á milli mynda sé þeim mun minni.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Benedikt Finnbogi
Umræðuráð


Skráður þann: 10 Sep 2006
Innlegg: 1181
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:42:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hah, gaman að sjá hvað þetta fær mörg svör.

Eins og ég segi, þetta er bara hugmynd og hugmyndir eiga að þróast.

Og þetta er góður punktur með að sleppa stjórninni. Datt það bara ekki í hug. En þá er kannski málið að það yrði rökstuðningur á 1-3 og 9-10

?


Það ætti þá líka að hvetja fólk til að kommenta aðeins meira en það gerir...

Smile
_________________
Ljósmyndararmaður
By the looks of it, your camera has herpes. Return it to Nikon ASAP
BenediktFinnbogi.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:45:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég held það hvetji bara fólk til að kjósa meira í miðjunni og allt verður einsleitara. Kosningakvarðinn minnkar, bil milli mynda minnkar og miðjuhnoðið verður bara ennþá meira...

En þetta er svosem bara eitthvað sem ég *held*


Á mig persónulega myndi þetta bara hafa þau áhrif að ég myndi kjósa minna og sjaldnar...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:49:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég heimta líka rökstuðning á 4, 5 og 6.

Og þá er bara 7 eftir.

Rökstuðning á allt nema sjöur! Mér finnst það og þess vegna ætti það að vera svoleiðis!
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:52:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

En grínlaust, ef þú vilt rökstuðning á öllum mínum ásum, tvistum og þristum, áttum, níum og tíum þá getur þú fengið hann hér:

"Mér finnst þessi mynd eigi X skilið í einkunn, miðað við aðrar myndir í þessari keppni. Ég tek þessa ákvörðun út frá persónulegum smekk mínum."

Þú mátt svo skipta x-inu út með gefinni einkunn hverju sinni.

(Ps. þetta virkar líka fyrir fjarka, fimmur, sexur og sjöur sem ég gef)
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Benedikt Finnbogi
Umræðuráð


Skráður þann: 10 Sep 2006
Innlegg: 1181
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:54:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ókei, skil hvað þið meinið. Það er alveg hætt við því.

En er ekki hægt að gera eitthvað annað en að hunsa vandamálið?

Enginn með hugmyndir? Smile
_________________
Ljósmyndararmaður
By the looks of it, your camera has herpes. Return it to Nikon ASAP
BenediktFinnbogi.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 14:56:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef vandamálið er að þetta sé skoðun fólks, þá er þetta ekki vandamál.

Ef vandamálið er að vissir notendur eru að kjósa aðrar myndir niður, þá er hægt að setja þá í bann fyrir "óeðlilegt kosningamynstur". Jafnvel byrja á viðvörun.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 02 Maí 2011 - 15:00:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er hægt að skikka fólk til að halda gefinni meðaleinkunn á milli 2,5 og 8,5. Þá getur fólk ennþá notað allan skalann og deilt út ásum og tíum.

Ekki að ég vilji það eitthvað sérstaklega. Þetta væri bara lausn sem myndi taka eitthvað aðeins á vandamálinu.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
Blaðsíða 1 af 4

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group