Sjá spjallþráð - [Bikarkeppni] Ný uppröðun og færri riðlar. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
[Bikarkeppni] Ný uppröðun og færri riðlar.
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3 ... 10, 11, 12
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 15:56:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er þá lausnin bara að best sé að gera ekki neitt, skella skuldinni á óleysanleg vandamál og leggja hendur í skaut ?

Ekki fjölgaru allavega Íslendingum neitt, allavega ekki neitt verulega hehe. Ekki er hægt að bæta efnahagsástandið heldur.

Ef allir hér myndu taka þátt í hundruðustu hverju keppni, þá væru 100 myndir í hverri keppni. Ég held að þetta væri flott markmið sem mig langar rosalega að síðan myndi setja sér.

Það hlýtur að vera öllum til hags ef síðan vex og dafnar, þannig sú staðreynd að það séu um 25% færri myndir í keppnum nú en fyrir fimm árum ætti að teljast ólíðandi. Ég er engum að kenna um, heldur bara að velta upp lausnum...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 16:06:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég get lofað þér að ég er búinn að leggja mikla vinnu í að greina gömlu keppnirnar með tilliti til fjölda þátttakenda annarsvegar og þema hinsvegar. Að auki er ég búinn að skoða grannt tímamörk innsendingar fyrir þessar keppnir. Ég er líka búinn að eyða miklum tíma í að skoða það sama á DPC. Ég er í framhaldi af því búinn að gera þónokkrar tilraunir með þemun og svörin láta standa á sér. Ég er einnig búinn að reyna að ræða uppsetningu og fjölda keppna með keppnisráði (og stjórnin hefur auðvitað fullan aðgang að því sama).
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 16:16:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hefði ekki giskað á að þemun séu vandamál, þau geta búið til sveiflur en eru almennt ekkert alltaf slæm eða eitthvað þannig.

Leiðinlegt að finna ekki hvert vandamálið er, en ég er svosem búin að segja hvað það er sem fælir mig frá. Spurning hvort fleiri opni sig hreinlega með það.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
einarme


Skráður þann: 10 Jan 2008
Innlegg: 51
Staðsetning: Kópavogur
Canaon 350D Rebel
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 16:42:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég held að einkunnin spili smá hlut þótt svo að hún sé kannski ekki afgerandi þáttur í þátttökuleysinu.

Undanfarið hafa komið þræðir þar sem fólk hefur verið ósátt við þá einkunn sem það hefur fengið. Ef þú færð að þínu mati ósanngjarna einkunn aftur og aftur fyrir myndir sem þú lagðir þig fram við að taka og vinna eftir bestu getu að þá hættir þú að senda inn. Það er ekki gaman að fá lélega einkunn, en það er skömminni skárra að fá athugasemd með lélegri einkunn ef henni fylgir uppbyggjanleg gagnrýni og hugmyndir hvernig væri hægt að bæta myndina.

Ég held að það gæti verið fróðlegt að sjá hversu lengi fólk endist í keppnunum, er fólk að senda inn 2-3 myndir og hætta svo? Eða er það að endast lengur? Einnig hvað er meðalnotandinn að taka þátt í mörgum keppnum á ári? Ef það er möguleiki að sjá þetta væri það kannski til einhvers gagns.

Eins og Óskar sagði að þá er langur biðtími frá því að þú sendir inn mynd þangað til að þú sérð hver niðurstaðan er ekki mjög spennandi.

Því miður er ég ekki með neinar lausnir, en þetta eru þau atriði sem mér finnst óheillandi við það að taka þátt í keppnum.
_________________
www.flickr.com/photos/einarmeme
picasaweb.google.com/einarmeme
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
duilingur


Skráður þann: 02 Júl 2008
Innlegg: 1159

CANON
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 18:41:23    Efni innleggs: OOgOg vvevegvegavega ttataetaertaer aa mmimilmillmilli.. OO Svara með tilvísun

Ein manadar thema keppni myndi vekja ahuga hja mer.
Laungu haettur ad skoda keppnir i mynd myndmanadarins. Alveg haettur ad gefa einkanir tar. Ta er madur alltaf ad meta hvort tetta se god bilamyn eda landslag osfv.
Og ja eg er samala med ad hafa faeri keppnir og tha kanski ad folk leggi meira i myndirnar hja ser. Tad er lika mikid skemmtilegra.
_________________
Eiríkur "Dúi" Brynjólfsson
http://www.flickr.com/duilingur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 18:51:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ætla að tjá mig frekar hér.

Mér finnst sérkennilegt að þegar menn tala um færri keppnir og þá taka þeir frekar þátt.

Hver segir að þið þurfið að taka þátt í öllum keppnum samtímis?

á dpc eru alltaf 4 keppnir í gangi í einu.

hvers vegna er það svona mikið vandamál þó að það séu 4 keppnir hér?

kannski í lagi að minnka um 1 og hafa 3 í gangi, mánaðarkeppni og svo 2 aðrar.

þessi mánaðarkeppni er mikið um landslagsmyndir og mér finnst það ekkert vera vandamál eins og sumum finnst, þetta er mánaðarkeppni og allt gildir í þá keppni, skil ekki þetta væl um of mikið af landslagsmyndum og þá nenna sumir ekki að taka þátt, of fáar myndir í keppni og þá nennir fólk ekki að taka þátt, of margar keppnir og þá nennir fólk ekki að taka þátt.

ég held að fólk leggi ekkert meira í myndir sínar þó að það séu færri keppnir í gangi.

afhverju ekki að leggja eitthvað á sig fyrir mynd í keppni, sama hvort það koma 5 myndir inn eða 500?

ég segi að það taka ekkert fleiri þátt þó að það séu færri keppnir!
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 19:14:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Arrow
_________________


Síðast breytt af dvergur þann 13 Sep 2011 - 12:01:21, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
BKG


Skráður þann: 18 Maí 2008
Innlegg: 2840
Staðsetning: Ísland
Cannon e-ð
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 20:04:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Ég eiginlega skil ekki hvert þetta er að stefna. Er það neikvætt að "reynslumeiri" ljósmyndarar taki þátt í þessum fáu keppnum hérna sem eru með óhefðbundnu keppnisfyrirkomulagi?

Að segja að fólk séu bara einhverjir gold diggers að taka þátt í svona keppnum frekar en öðrum, er allavega sísta leiðin til að auka gæðin í þeim...


Tek undir þetta Óskar.!!

Vel kominn að sigrinum. Gaman að sjá metnaðinn sem þú lagðir í verkefnið.

Kannski er þetta ástæðan fyrir því að menn sem leggja sig fram nenna ekki að taka þátt, sjá einkun fyrir myndina þína Paradís Óskar
einkunn fjöldi #
1 1
2 3
3 2
4 4
5 6

Svo eru sendar inn myndir með yfirþyrmandi "halo" og þær lenda í verðlaunasæti, ekki beint hvetjandi að mínu álíti!!
_________________
www.bkortphotography.zenfolio.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 20:08:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarBergur skrifaði:
ætla að tjá mig frekar hér.

Mér finnst sérkennilegt að þegar menn tala um færri keppnir og þá taka þeir frekar þátt.

Hver segir að þið þurfið að taka þátt í öllum keppnum samtímis?

á dpc eru alltaf 4 keppnir í gangi í einu.

hvers vegna er það svona mikið vandamál þó að það séu 4 keppnir hér?

kannski í lagi að minnka um 1 og hafa 3 í gangi, mánaðarkeppni og svo 2 aðrar.

þessi mánaðarkeppni er mikið um landslagsmyndir og mér finnst það ekkert vera vandamál eins og sumum finnst, þetta er mánaðarkeppni og allt gildir í þá keppni, skil ekki þetta væl um of mikið af landslagsmyndum og þá nenna sumir ekki að taka þátt, of fáar myndir í keppni og þá nennir fólk ekki að taka þátt, of margar keppnir og þá nennir fólk ekki að taka þátt.

ég held að fólk leggi ekkert meira í myndir sínar þó að það séu færri keppnir í gangi.

afhverju ekki að leggja eitthvað á sig fyrir mynd í keppni, sama hvort það koma 5 myndir inn eða 500?

ég segi að það taka ekkert fleiri þátt þó að það séu færri keppnir!


Það er voðalega auðvelt að halda þessu fram, ég er samt að segja þér að ég er allavega einn notandi, sem akkúrat sendi mun sjaldnar myndir inn útaf akkúrat þessu. Svona af því það var verið að ýja að því af hverju maður væri ekki að taka oftar þátt, þá er þetta svarið. Í guðanna bænum hættið að reyna berja hausnum við stein og segja að þetta geti hreinlega ekki verið ástæða fyrir því að nokkur taki ekki þátt. Ég veit ekkert um hina 9.999 notendurnar, en þetta er sagan með mig.

Mér finnst flestir í þessum umræðum bara vera ánægðir með þessar keppnir hérna með sínum u.þ.b. 15 þátttakendum að meðaltali, þannig þá er bara best að breyta engu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
birgirth


Skráður þann: 26 Júl 2009
Innlegg: 173
Staðsetning: Djúpivogur
Canon EOS Rebel XSI(EOS 450D)
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 20:09:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

MÉR finnst þetta búið að vera flott, er meiri segja búinn að setja hrós til keppnisráðs á "Þú átt hrós skilið" þráðinn Smile .

Tvær til þrjár keppnir í einu er glæsilegt, ég hef mjög gaman að taka þátt í þessum keppnum og þegar það er t.d. bara ein keppni í gangi þá leiðist manni bara, hvað þá ef þemað væri "borgarlíf" þ.s. það er erfitt að ná góðri mynd í það þegar maður býr á stað sem búa færri en 400 manns og enginn laugarvegur Wink þá hefur maður lítið að gera.

Vefurinn heitir "ljósmyndakeppni" er þá ekki um að hafa það aðal atriðið og þá nóg af því Smile

En aftur vill ég hrósa keppnisráði fyrir skemmtilegar keppnir og fjöldan eftir áramót. Því eftir liðakeppnina í fyrra var frekar dauft yfir keppnunum.
_________________
Canon 450D + Canon EF 24-105 L IS USM + Canon EF 50 1.8 II + Canon EF-S 10-22 USM

Ég er kannski heimskur en ég er ekki vitlaus!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 20:14:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er með tillögu sem gæti kannski hvatt fólk til að taka frekar þátt.
Hafa að minnsta kosti eina keppni í mánuði sem setti engin skilyrði um hvenær mynd var tekin Idea
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 20:37:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

dvergur skrifaði:
Fyrir mér skiptir engu hvort að það sé ein eða tíu keppnir í gangi í einu. Ef ég hef tíma, man eftir og finnst þemað vera eitthvað áhugavert reyni ég að taka þátt. Annars ekki.
Ég tæki örugglega ekkert frekar þátt í keppnum ef það væri annar fjöldi í gangi.

Hef t.d. engan áhuga á vinsælustu keppnunum, þ.e. mánaðarkeppnunum, og þær eru ekkert fyrir mér.

Hugsa að fleyri séu í þeim sporum að taka frekar þátt ef þemað höfðar eitthvað til þeirra. Og tími ræður alltaf einhverju.


algjörlega sammála
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 20:40:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einhar skrifaði:
Ég er með tillögu sem gæti kannski hvatt fólk til að taka frekar þátt.
Hafa að minnsta kosti eina keppni í mánuði sem setti engin skilyrði um hvenær mynd var tekin Idea

Ekki svo slæm hugmynd...

Ég kem með eina í viðbót:

Hafa keppni sem bjóða upp á ljósmyndaáskorun í eðli sínu.

T.d. stef eins og Kyrralífsmyndir, Umhverfisportrett, Portrett, Landslags, Svarthvítar, 30 sekúndur, 1/1000, Bokeh, Tveir litir, Architecture, Strobist, Natural Light, Macro, Barnamyndir, Íþróttamyndir, Dýramyndir, Beint úr vél, Næturmyndir, Panning, Auglýsingaplaköt, High Key, Low Key, ...

Sumt af þessu hefur þegar verið í keppni og orðið frekar vinsælt. Ég held að lykilatriðið gæti verið að stefið sé einhverskonar flokkur. Það er líka hægt að hafa undirflokka. En að ljósmynda sápu eða kíví finnst mér persónulega ekki nóg mikin áskorun... ekki án þess að takmarkað sé HVERNIG.

Cool
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 20:47:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það eru nokkrar keppnir á forsíðu núna, Kiwi, Gras, Gleði II, Krækiber í helvíti og Sápa II.
Væri það nokkuð nema betra fyrir keppnirnar ef engin skilyrði væru um hvenær þær væru teknar?
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3 ... 10, 11, 12
Blaðsíða 12 af 12

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group