Sjá spjallþráð - [Bikarkeppni] Ný uppröðun og færri riðlar. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
[Bikarkeppni] Ný uppröðun og færri riðlar.
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3 ... , 10, 11, 12  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 23:06:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

og fokk, þetta er orðið svo mikið tuð eitthvað, að ég þarf að fara gagnrýna myndir til að bæta upp fyrir þetta!

Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 23:30:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
og fokk, þetta er orðið svo mikið tuð eitthvað, að ég þarf að fara gagnrýna myndir til að bæta upp fyrir þetta!

Wink


Gott
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
skari


Skráður þann: 24 Nóv 2006
Innlegg: 2976
Staðsetning: Djúpivogur
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 23:33:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

æ ég ætlaði alls ekki að snúa þessu upp í leiðindi, langaði bara að fara að fá fleiri betri myndir hingað inn, því ég hef svo hrikalega gaman að því að skoða flottar myndir. Sjálfur hef ég ekki tekið þátt í keppni síðan í nóv á síðasta ári, (er með ótal lélegar afsakanir fyrir því Very Happy )

Og með því að skora á nafna og alla hina frábæru ljósmyndarana í að taka þátt í fleiri keppnum þá var ég að sjálfsögðu að skora á sjálfan mig að taka þátt í fleiri keppnum og reyna að drulla mér upp úr þessari stöðnuðu meðalmennskulægð sem ég er búinn að vera að vesenast í undanfarna mánuði. Og um leið skora ég á keppnisráð að skoða keppnisfyrirkomulagið eitthvað, (þetta eru ansi margar áskoranir hehe)

En allt þetta vesen á mér er ekki til einskis, því ég held að sterkari keppnir komi til með að bæta alla notendur hér sem ljósmyndara, og þar af leiðandi fáum við fleiri frábærar ljósmyndir til að skoða í framtíðinni.
_________________
Óskar Ragnarsson
flickr
Flickriver
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 23:35:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skari skrifaði:
æ ég ætlaði alls ekki að snúa þessu upp í leiðindi, langaði bara að fara að fá fleiri betri myndir hingað inn, því ég hef svo hrikalega gaman að því að skoða flottar myndir. Sjálfur hef ég ekki tekið þátt í keppni síðan í nóv á síðasta ári, (er með ótal lélegar afsakanir fyrir því Very Happy )

Og með því að skora á nafna og alla hina frábæru ljósmyndarana í að taka þátt í fleiri keppnum þá var ég að sjálfsögðu að skora á sjálfan mig að taka þátt í fleiri keppnum og reyna að drulla mér upp úr þessari stöðnuðu meðalmennskulægð sem ég er búinn að vera að vesenast í undanfarna mánuði. Og um leið skora ég á keppnisráð að skoða keppnisfyrirkomulagið eitthvað, (þetta eru ansi margar áskoranir hehe)

En allt þetta vesen á mér er ekki til einskis, því ég held að sterkari keppnir komi til með að bæta alla notendur hér sem ljósmyndara, og þar af leiðandi fáum við fleiri frábærar ljósmyndir til að skoða í framtíðinni.


tek undir með skara.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 06 Jún 2011 - 23:42:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skari skrifaði:
æ ég ætlaði alls ekki að snúa þessu upp í leiðindi, langaði bara að fara að fá fleiri betri myndir hingað inn, því ég hef svo hrikalega gaman að því að skoða flottar myndir. Sjálfur hef ég ekki tekið þátt í keppni síðan í nóv á síðasta ári, (er með ótal lélegar afsakanir fyrir því Very Happy )

Og með því að skora á nafna og alla hina frábæru ljósmyndarana í að taka þátt í fleiri keppnum þá var ég að sjálfsögðu að skora á sjálfan mig að taka þátt í fleiri keppnum og reyna að drulla mér upp úr þessari stöðnuðu meðalmennskulægð sem ég er búinn að vera að vesenast í undanfarna mánuði. Og um leið skora ég á keppnisráð að skoða keppnisfyrirkomulagið eitthvað, (þetta eru ansi margar áskoranir hehe)

En allt þetta vesen á mér er ekki til einskis, því ég held að sterkari keppnir komi til með að bæta alla notendur hér sem ljósmyndara, og þar af leiðandi fáum við fleiri frábærar ljósmyndir til að skoða í framtíðinni.
Gott
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 6:28:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég verð að segja að ég skil ekki alveg hugsunina á bak við að færri keppnir myndi hvetja fólk til að vera aktívara í keppnum. Hér erum við yfirleitt alltaf með 3 keppnir í gangi í einu, fyrir utan mánaðarkeppnina. Af þessum 3 keppnum er ein vikulöng keppni og 2 tveggja vikna keppnir. Vikulöngu keppnirnar eru áskorun á fólk að taka þátt í keppni með stuttum fyrirvara og það eitt og sér ætti auðveldlega að vera nægur hvati fyrir fólk með metnað að taka þátt. Rök eins og "það taka fáir þátt, og þess vegna nenni ég ekki að taka þátt" er auðvitað svo fjarstæðukennt að það hálfa væri nóg. Hvernig vissi maður að fáir myndu senda inn rétt fyrir miðnætti? Ekki séns að vita það.

Tveggja vikna keppnirnar eru svo hugsaðar fyrir fólkið sem þarf aðeins meiri tíma til að melta hugmyndir, finna staðsetningu og jafnvel útvega sér leikmuni eða módel. Til að gera fólki það auðveldara skarast þessar tveggja vikna keppnir þannig að þegar önnur keppnin byrjar er hin hálfnuð. Þannig getur maður alltaf verið að melta eina og vinna í hinni, hafi maður metnað í það. Hér er reynt að hafa þemað sem fjölbreyttast milli keppna.

Það er oft reynt að nota DPC sem samanburð og við getum svosem alveg reynt það sama hér í þessu tilfelli. Þeir eru þegar þetta er skrifað með 4 keppnir í gangi. 1 mánaðarkeppni og 3 viku keppnir. Sé þetta normið hjá þeim þá eru þeir með ca. 168 keppnir á ári. Ef við hér á LMK héldum okkur algjörlega við það form sem við erum búin að vera að nota undanfarið þá værum við með ca. 117 keppnir á ári. Það hafa 45 keppnir verið haldnar í ár. Þátttakan hefur verið mjög sveiflukennd og þrátt fyrir að mikil vinna hafi farið í að leita að orsökum þess þá hefur mér ekki tekist að sjá neitt kerfi í því hvers vegna sumar keppnir eru vinsælar og aðrar ekki.

Og fyrst þemað sápa er tekið sérstaklega fyrir, þá er þetta þema mjög aðgengilegt öllum og býður uppá svo gott sem allar tegundir ljósmyndunnar. Svo ekki er það það sem er að flækjast fyrir fólki. Það er líklegra í mínum huga að fólk hafi notað allt púðrið í bikarkeppnina og nenni svo ekki meiru. Semsagt lélegt ljósmyndakeppnisþol. Ekki svo að skilja að ég hafi neitt út á það að setja, fólk ræður alveg hversu mikla orku það setur í þessar keppnir, en það er nú einmitt þess vegna sem ég er búinn að vera að setja inn keppnir sem eru sem flestum aðgengilegar, og krefjast ekki meiri vinnu en fólk er tilbúið að leggja í þær.
Og að því sögðu þá sé ég að það er nákvæmlega engin þörf á svokölluðum "byrjendakeppnum" sem fólk er búið að vera að kalla eftir, með þeim rökum að það sé ekki hægt að vinna alla þessa reynslubolta. Byrjendurnir hefðu nú aldeilis geta sent inn í sápukeppnina og sloppið við að berjast við haug af atvinnuljósmyndurum. En þeir gerðu það ekki.

Ég vona að sem flestir sjái sér fært að taka í sem flestum keppnum í framtíðinni. Og ef þetta er hin almenna skoðun að það séu of margar keppnir hér á svæðinu til að það sé gaman að taka þátt þá er alveg hægt að taka það til athugunar. Mér finnst það þó hæpin útskýring.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 7:42:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

JóhannDK skrifaði:
Ég verð að segja að ég skil ekki alveg hugsunina á bak við að færri keppnir myndi hvetja fólk til að vera aktívara í keppnum. Hér erum við yfirleitt alltaf með 3 keppnir í gangi í einu, fyrir utan mánaðarkeppnina. Af þessum 3 keppnum er ein vikulöng keppni og 2 tveggja vikna keppnir. Vikulöngu keppnirnar eru áskorun á fólk að taka þátt í keppni með stuttum fyrirvara og það eitt og sér ætti auðveldlega að vera nægur hvati fyrir fólk með metnað að taka þátt. Rök eins og "það taka fáir þátt, og þess vegna nenni ég ekki að taka þátt" er auðvitað svo fjarstæðukennt að það hálfa væri nóg. Hvernig vissi maður að fáir myndu senda inn rétt fyrir miðnætti? Ekki séns að vita það.

Tveggja vikna keppnirnar eru svo hugsaðar fyrir fólkið sem þarf aðeins meiri tíma til að melta hugmyndir, finna staðsetningu og jafnvel útvega sér leikmuni eða módel. Til að gera fólki það auðveldara skarast þessar tveggja vikna keppnir þannig að þegar önnur keppnin byrjar er hin hálfnuð. Þannig getur maður alltaf verið að melta eina og vinna í hinni, hafi maður metnað í það. Hér er reynt að hafa þemað sem fjölbreyttast milli keppna.

Það er oft reynt að nota DPC sem samanburð og við getum svosem alveg reynt það sama hér í þessu tilfelli. Þeir eru þegar þetta er skrifað með 4 keppnir í gangi. 1 mánaðarkeppni og 3 viku keppnir. Sé þetta normið hjá þeim þá eru þeir með ca. 168 keppnir á ári. Ef við hér á LMK héldum okkur algjörlega við það form sem við erum búin að vera að nota undanfarið þá værum við með ca. 117 keppnir á ári. Það hafa 45 keppnir verið haldnar í ár. Þátttakan hefur verið mjög sveiflukennd og þrátt fyrir að mikil vinna hafi farið í að leita að orsökum þess þá hefur mér ekki tekist að sjá neitt kerfi í því hvers vegna sumar keppnir eru vinsælar og aðrar ekki.

Og fyrst þemað sápa er tekið sérstaklega fyrir, þá er þetta þema mjög aðgengilegt öllum og býður uppá svo gott sem allar tegundir ljósmyndunnar. Svo ekki er það það sem er að flækjast fyrir fólki. Það er líklegra í mínum huga að fólk hafi notað allt púðrið í bikarkeppnina og nenni svo ekki meiru. Semsagt lélegt ljósmyndakeppnisþol. Ekki svo að skilja að ég hafi neitt út á það að setja, fólk ræður alveg hversu mikla orku það setur í þessar keppnir, en það er nú einmitt þess vegna sem ég er búinn að vera að setja inn keppnir sem eru sem flestum aðgengilegar, og krefjast ekki meiri vinnu en fólk er tilbúið að leggja í þær.
Og að því sögðu þá sé ég að það er nákvæmlega engin þörf á svokölluðum "byrjendakeppnum" sem fólk er búið að vera að kalla eftir, með þeim rökum að það sé ekki hægt að vinna alla þessa reynslubolta. Byrjendurnir hefðu nú aldeilis geta sent inn í sápukeppnina og sloppið við að berjast við haug af atvinnuljósmyndurum. En þeir gerðu það ekki.

Ég vona að sem flestir sjái sér fært að taka í sem flestum keppnum í framtíðinni. Og ef þetta er hin almenna skoðun að það séu of margar keppnir hér á svæðinu til að það sé gaman að taka þátt þá er alveg hægt að taka það til athugunar. Mér finnst það þó hæpin útskýring.


Gott
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 10:23:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Af hverju eru þessi rök fjarstæðukennd og hæpin? Þetta eru allavega mín rök, kannski er ég svona fjarstæðukenndur.

Þegar almennt eru mjög fáar myndir í keppnum, þá er bara alls ekkert spennandi að taka þátt hérna. Það er einn af kostunum við bikar og liðakeppnir, þátttakan fer upp úr öllu í samanburði við aðrar keppnir. Það er lítið gaman að leggja mikið á sig fyrir mynd í keppni sem mætir síðan fáum mótherjum. Í undanförnum 18 venjulegum keppnum hérna hefur meðaltalsþáttaka verið 15,5 myndir!

Það hefur lengi verið barist við þessa litlu þátttöku, með litlum árangri. Ég er alls ekki að kenna neinum um, en bara að benda á að þessi rök eru langt í frá fjarstæðukennd!

Hvað varðar fjölda keppna, þá er það í mínum huga enn stærri ástæða fyrir því að maður tekur ekki jafn oft þátt hérna eins og áður fyrr. Við skulum sleppa því að tala um mánaðarkeppnirnar, þær eru góðar og gildar og sér á báti. Fyrst það er farið að bera síðuna við DPC þá voru þeir alltaf með tvær keppnir í einu. Eina fyrir þá sem borguðu og aðra fyrir hina. Í þessum keppnum voru sitthvorar reglurnar meira að segja, þannig þær voru talsvert aðskildar. Þeir fjölguðu þessu ekki hjá sér fyrr en þáttakan var gjörsamlega búin að sprengja þetta utanafsér. Þetta fyrirkomulag fannst mér snilld. Rétt eins og mér fannst snilld þegar það var ein keppni í einu hérna, ein vika og svo búið. Rökin eru af ýmsum toga. Það voru færri keppnir og hægt að einbeita sér meira að þeim. Maður vissi alltaf hvaða þema var í gangi og gat skeggrætt keppnina við næsta mann, því það var möguleika að muna hvaða myndir voru í hvaða keppni og svona. Mér finnst þetta tveggja vikna fyrirkomulag mjög letjandi. Ef maður tekur mynd snemma, þá eru heilar 3 vikur þar til maður sér einhverja útkomu af myndinni, þá er ég hreinlega löngu farinn að hugsa um eitthvað allt annað. Persónulega langar mig helst að hafa viku innsendingartíma og þriggja daga kosningartímabil, til að flýta þessu ferli öllu.

Þarna er komin ástæðan fyrir því að mér finnst keppni eins og bikarkeppnin svona skemmtileg. Fjöldi þáttakandi er mun meiri en venjulega (allavega til að byrja með). Það er bara vika í innsendingartíma og það er bara ein keppni í einu.

Ég er ekkert að segja ykkur að breyta þessu, heldur eingöngu að útskýra af hverju áhugi minn hefur farið minnkandi. Ég hef oft talað um þetta áður, mér finnst fjöldi keppna hérna bara ekki í neinu samræmi við fjölda þátttakanda. Less is more sagði einhver og back to basics sagði annar, ég er sammála þeim báðum.

Það er spurning hvort það sé komin tími til að stokka þetta algjörlega upp og reyna að breyta þessu. Eða hvort þetta sé kannski bara best svona. Erfið spurning sem ég get ekki svarað nema bara fyrir sjálfan mig. Sama hvort mínar skoðanir teljast hæpnar eða fjarstæðukenndar.

Öll erum við að stefna að sama markmiði, að sjá þessa síðu blómstra. Þannig að svona umræður eru að mörgu leyti hollar og nauðsinlegar.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 12:53:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef við kíkjum á 18 keppnir áður en bikarkeppnin fór í loftið, fyrir utan mánaðarkeppnir og verðlaunakeppnir, þá sjáum við að meðaltalið er 16,4 þátttakendur. Þessar 18 keppnir spanna tímabilið 7/2 til 17/4.

Ef við kíkjum á sama tímabil árið 2006 sjáum við að fyrir utan mánaðarkeppnir og verðlaunakeppnir eru 16 keppnir á tímabilinu og að meðaltal þeirra er 21,4 þáttakendur.

Bæði tímabil voru með 1 verðlaunakeppni.

Það er því næstum því sami fjöldi keppna, þó 12,5% fjölgun miðað við 2006, en 5 færri þátttakendur í hverri keppni, 23% fækkun miðað við 2006.
Ég efast um að aukning um 2 keppnir á 2,5 mánaða tímabili (eða ca. 9 keppnir á ári) sé útskýringin á þessu falli í þátttöku.

En ég gæti auðvitað haft rangt fyrir mér.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 15:25:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvert haldiði samt að vandamálið gæti þá verið, því þetta verður að laga!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 15:33:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Arrow
_________________


Síðast breytt af dvergur þann 13 Sep 2011 - 12:00:33, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 15:36:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vandamálið er fækkun þáttakanda og minni gæði heyrist mér. Ástæðurnar eru síðan þær sem þarf að finna...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 15:47:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Arrow
_________________


Síðast breytt af dvergur þann 13 Sep 2011 - 12:00:51, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 15:48:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst það, svona ef við tökum til tillit nafn síðunnar og svona...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 07 Jún 2011 - 15:49:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Umræður með undirtóninum "það verður að vera sérstök bikarkeppni annars nennir enginn að taka þátt" gæti mögulega smitast í undirmeðvitund samfélagsins og þannig dregið úr keppnisgleði einhverra (kannski þessara 5 sem eru horfnir síðan 2006). Það gæti verið einn af mörgum þáttum sem spila inn í þetta allt saman.

Það gæti líka verið að þegar LMK var nýtt af nálinni þótti það meira spennandi að keppa á móti samlöndum sínum og það voru fleiri sem höfðu áhuga á þessu fyrirkomulagi. Núna eru svo 23% fleiri sem eru búnir að fá nóg heldur en nýliðun í keppnirnar.

Það er einnig möguleiki að "kreppan" hafi haft einhver áhrif. Sálræn eða efnisleg áhrif.

Þetta eru þó allt bara íhuganir án nákvæmna mælinga og geta alveg jafnt verið sannar sem ósannar.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3 ... , 10, 11, 12  Næsta
Blaðsíða 11 af 12

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group