Sjá spjallþráð - Viðbót við reglur um upprunalegar skrár :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Viðbót við reglur um upprunalegar skrár
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 1:35:24    Efni innleggs: Viðbót við reglur um upprunalegar skrár Svara með tilvísun

Sælinú hagkaups- og póstkortaljósmyndarar nær og fjær,

Vegna erfiðleika sem hafa orðið við að skila inn upprunalegum skrám hefur verið bætt inn punktum til útskýringa í reglur vefsins. Einnig hefur verið bætt inn upplýsingum um verklag úrskurðarráðs. Viðbætur má sjá skáletraðar hér að neðan:

Upprunalega myndin verður að innihalda EXIF upplýsingarnar gildar og óbreyttar.

Til þess að viðhalda óbreyttu EXIF má ekki opna & vista frumrit með neinu forriti svosem Photoshop, GIMP, Picasa o.s.frv. Einnig er nauðsynlegt er að eiga skrána eins og hún kom úr myndavélinni, án milligöngu annarra forrita eins og Nikon Transfer o.fl. Listi forrita sem hafa ógildandi áhrif á EXIF er engan veginn teljandi og því er best að afrita frumrit af myndavél/minniskorti HANDVIRKT til þess að tryggja að frumrit ljósmyndar haldist óbreytt.

Ef keppanda tekst ekki að útvega mynd áður en 3 dagar eru liðnir frá því að óskað er eftir henni verður myndin dæmd úr keppni.

Ef ekki hefur borist upprunaleg mynd innan þriggja daga mun úrskurðarráð hafa samband og óska á ný eftir réttu frumriti og veita þar með 24 klst. lokafrest til þess að útvega óbreytt frumrit. Eftir þann tíma mun úrskurður standa og engin frekari tækifæri til leiðréttinga verða veitt. Ef vafi leikur á um að mynd hafi skilað sér til úrskurðarráðs, má hafa samband við meðlimi þess með því að senda fyrirspurn á urskurdarrad@ljosmyndakeppni.is. Vinsamlega athugið að ekki verður mögulegt að fá fyrirfram úrskurð um hvort mynd muni standast reglur eða ekki, heldur eingöngu staðfestingu á því að mynd hafi skilað sér til úrskurðarráðs

Ég minni fólk á að kynna sér reglurnar vel og sérstaklega reglur varðandi upprunalegar skrár. Þessu ákvæði er auðvelt að framfylgja en margir brenna sig á því og þurfa að læra af mistökum.

Hér má sjá reglur vefsins:
http://www.ljosmyndakeppni.is/reglur.php

f.h. stjórnar,
Daníel Starrason
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 1:47:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Sergio


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 2044

Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 1:49:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarBergur skrifaði:
Gott


Gott
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 1:53:51    Efni innleggs: Re: Viðbót við reglur um upprunalegar skrár Svara með tilvísun

Daníel Starrason skrifaði:
Upprunalega myndin verður að innihalda EXIF upplýsingarnar gildar og óbreyttar.

Til þess að viðhalda óbreyttu EXIF má ekki opna & vista frumrit með neinu forriti svosem Photoshop, GIMP, Picasa o.s.frv. Einnig er nauðsynlegt er að eiga skrána eins og hún kom úr myndavélinni, án milligöngu annarra forrita eins og Nikon Transfer o.fl. Listi forrita sem hafa ógildandi áhrif á EXIF er engan veginn teljandi og því er best að afrita frumrit af myndavél/minniskorti HANDVIRKT til þess að tryggja að frumrit ljósmyndar haldist óbreytt.


Takk fyrir þetta. Ég var meira að segja að hugsa um að spyrja að þessu.

Ef ég nýti mér möguleikann á Lightroom, að afrita hráar skrár sem DNG, eru þær orðnar "breyttar"?

Svo er annað, að það er ekki alltaf sem maður tekur myndir með keppni í huga og þá hefur maður kannski ekki afritað þær handvirkt og er löngu búinn að eyða þeim úr korti þegar mann dettur í hug að setja þær í keppni... það er svolítið fúlt að missa verðlaun út frá því hvaðan upprunalega myndin kemur.

Hvað? Hverfa exif upplýsingarnar, eða hvað gerist eiginlega við það að afrita þær í gegnum myndvinnsluforriti?

Question
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 2:09:07    Efni innleggs: Re: Viðbót við reglur um upprunalegar skrár Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Ef ég nýti mér möguleikann á Lightroom, að afrita hráar skrár sem DNG, eru þær orðnar "breyttar"?


Ég held að það hafi aldrei reynt á þetta en þetta hefur verið rætt og niðurstaða úrskurðarráðs og stjórnar að slík mynd sé ekki upprunaleg, þ.e.a.s. upprunaleg mynd eða upprunalega skrá er skráin eins og hún kemur frá myndavélinni.

Micaya skrifaði:
Hvað? Hverfa exif upplýsingarnar, eða hvað gerist eiginlega við það að afrita þær í gegnum myndvinnsluforriti?


Því miður eru alltaf fleiri og fleiri forrit sem skilja eftir upplýsingar í svokölluðu Software tag í EXIF upplýsingunum, þetta er t.d. raunin með Windows Photo Viewer sé hann notaður til að snúa JPEG myndum. Ég þekki þetta vandamál ekki vel en með RAW skrár ertu mun öruggari þar sem engar upplýsingar eru skráðar í RAW skrána heldur í eins konar hliðarskrá.

Hafi eitthvað forrit skrifað upplýsingar í þetta Software tag getur úrskurðarráð ekki sannreynt að um upprunalega skrá sé að ræða.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 2:36:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hér er góður pistill um upprunalegar skrár sem er ágætt að kíkja á, allavega svona fyrir þá sem eru óöruggir:
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=44135
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Nilli


Skráður þann: 08 Okt 2005
Innlegg: 2794
Staðsetning: Í jöklanna skjóli
Nikon D3s & Nikon D600
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 9:31:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

,,Svo er annað, að það er ekki alltaf sem maður tekur myndir með keppni í huga og þá hefur maður kannski ekki afritað þær handvirkt og er löngu búinn að eyða þeim úr korti þegar mann dettur í hug að setja þær í keppni... það er svolítið fúlt að missa verðlaun út frá því hvaðan upprunalega myndin kemur. ,,

Tek undir þetta með Micaya, þetta er orðið nokkuð flókið. Það er bara ómögulegt að þurfa að hætta að nota forrit sem fylgja vélunum og eru sérstaklega til þess gerð að flytja myndir frá vél í tölvu. Nota t.d.sjálfur alltaf Nikon Transfer. Held bara að það sé áhyggjuminnst að vera ekkert að taka þátt í keppnum. Rolling Eyes Bkv. Nilli
_________________
Þórir N. Kjartansson
http://500px.com/thorirnk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 10:08:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Iss, ég ætla bara að taka myndirnar í gegnum Lightroom áfram og ef ég slysast til þess að komast það ofarlega að ég þurfi úrskurð og myndin yrði dæmd ógild, þá það Cool
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Bjossif


Skráður þann: 24 Okt 2010
Innlegg: 325
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 10:32:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þegar ég importa sem copy í lightroom, (ég tek á raw+jpeg) þá get ég ekki séð að LR setji mark sitt á raw skrárnar, er búinn að skoða exif info og það stendur ekki lightroom í Software tag.
En persónulega finnst mér fáránlegt að geta ekki notað þær raw skrár, ég nota lightroom til að importa og halda utan um myndirnar mínar og ég er ekki að fara breyta því.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Aron
Umræðuráð


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 3859

Olympus OM-2N
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 11:45:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bjossif skrifaði:
þegar ég importa sem copy í lightroom, þá get ég ekki séð að LR setji mark sitt á raw skrárnar, er búinn að skoða exif info og það stendur ekki lightroom í Software tag.


http://www.photome.de/

endilega prufaðu aftur með þessu ...

Gefur nokkuð góðar upplýsingar.
_________________
Once upon a time photographers had to manually focus. Then in the 80's they came out with single point center autofocus. Now apparently no one can take a photo with out 5+ autofocus points
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
kiddi


Skráður þann: 03 Jan 2005
Innlegg: 2230

Nikon D810
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 11:45:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er í fínu lagi að importa með Lightroom - ég geri það sjálfur. Ef hinsvegar þú lætur Lightroom umbreyta RAW skránum í DNG þá ertu búinn að ógilda myndina.
_________________
flickr / augnablik.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Diggler


Skráður þann: 10 Nóv 2008
Innlegg: 1906
Staðsetning: Mitt í Borg Óttans ;)
Auðvita Canon sem aðal ;)
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 11:51:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einhar segir
Tilvitnun:
Iss, ég ætla bara að taka myndirnar í gegnum Lightroom áfram og ef ég slysast til þess að komast það ofarlega að ég þurfi úrskurð og myndin yrði dæmd ógild, þá það


Þetta hugsaði ég einmitt. Svo komst ég með mynd í topp 3 og var dæmdur úr leik. Samt nota ég alltaf kortalesara við að færa myndir ygir á tölvuna.

Ég allavega steinhætti að taka þátt í keppnum eftir þetta. Þessa leiðndareglur skemma alveg gleðina af því fyrir mér allavega.
_________________
Canon Eos 40D,Sigma 18-50mm f/2.8 EX DCl, Sigma Super 500 og Vivitar XV-3 og fleiri linsur fyrir filmurnar..... Smile

www.flickr.com/photos/simmikrimmi/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Bjossif


Skráður þann: 24 Okt 2010
Innlegg: 325
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 11:54:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Aron skrifaði:
Bjossif skrifaði:
þegar ég importa sem copy í lightroom, þá get ég ekki séð að LR setji mark sitt á raw skrárnar, er búinn að skoða exif info og það stendur ekki lightroom í Software tag.


http://www.photome.de/

endilega prufaðu aftur með þessu ...

Gefur nokkuð góðar upplýsingar.


Var búinn að fara með mynd í gegnum "exiftool" og sá ekkert, prófaði þetta líka og fékk sömu niðurstöðu.
Þannig það virðist vera í lagi að gera copy en ekki DNG í lightroom til að framfylgja þessum reglum, er það rétt skilið hjá mér ?
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Throstur145


Skráður þann: 30 Nóv 2008
Innlegg: 545

Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 11:55:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þó ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af að þurfa að senda inn mynd til ritskoðunar, þá set ég hiklaust Gott fyrir Diggler
_________________
Þröstur Unnar
897-1955
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Aron
Umræðuráð


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 3859

Olympus OM-2N
InnleggInnlegg: 11 Jan 2011 - 12:07:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bjossif skrifaði:
Aron skrifaði:
Bjossif skrifaði:
þegar ég importa sem copy í lightroom, þá get ég ekki séð að LR setji mark sitt á raw skrárnar, er búinn að skoða exif info og það stendur ekki lightroom í Software tag.


http://www.photome.de/

endilega prufaðu aftur með þessu ...

Gefur nokkuð góðar upplýsingar.


Var búinn að fara með mynd í gegnum "exiftool" og sá ekkert, prófaði þetta líka og fékk sömu niðurstöðu.
Þannig það virðist vera í lagi að gera copy en ekki DNG í lightroom til að framfylgja þessum reglum, er það rétt skilið hjá mér ?


rétt ef það skrifast ekki þá er það í lagi..

DNG ætti að vera í lagi líka ef myndavélinn þín skrifar það format sjálf...

Geta einhverjar Ricoh,pentax,leica,hasselblad,samsung og casio vélar gert það sem dæmi.

ef við kíkjum á vini okkar hjá DPC þá eru þetta basicly sömu reglur þar með þetta og hérna..

Tilvitnun:
retain your original, unedited file(s) (exactly as recorded by your camera), and provide them to the Site Council along with a description of your setup and list of your editing steps within 48 hours of any validation request. This notice will be sent, with instructions, to your listed email address, and will also appear on the left side of your DPChallenge home page when you are logged in. Files that have been saved or altered with any editing or transfer software are NOT originals. DNG files are not considered originals unless recorded in that format by the camera.


ÞAð var ekkert verið að tilkynna breytingu á reglum hérna...

Tilvitnun:
bætt inn punktum til útskýringa í reglur vefsins. Einnig hefur verið bætt inn upplýsingum um verklag úrskurðarráðs


Var verið að troða betri upplýsingum varðandi þessar reglur til að forðast miskilning. Smá skerpingar atriði...

Þetta eru alveg sömu reglunar og fyrir 1 ári síðan og jafnvel eldri ef úti það er farið..
_________________
Once upon a time photographers had to manually focus. Then in the 80's they came out with single point center autofocus. Now apparently no one can take a photo with out 5+ autofocus points
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group