Sjá spjallþráð - Macro-box - Heimagert :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Macro-box - Heimagert

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Föndurhornið
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 29 Des 2010 - 22:22:45    Efni innleggs: Macro-box - Heimagert Svara með tilvísun

Jæja, ég lét verða af því að smíða mér macrobox eða eitthvað í þá áttina.

Ég keypti mér skúffustatíf og eina skúffu. Svona úr járni eins og maður finnur í mörgum eldhúsum eða baðherbergjum.
Svo keypti ég 6 perur & perustæði, 2 ljósrofa, rafmagnskló og 3 kodda (voru svo svakalega ódýrir).
Svo gróf ég upp bréfaklemmur, pípuhreinsa, límband, öryggisnælur, álpappír, rafmagnssnúrutengi, ca. 3 metra af rafmagnssnúru og svo tæmdi ég nokkra snakkpoka.
Verkfæri voru vírtöng, skæri og skrúfjárn.
Ég skildi við ca. 7.500 kall (umreiknað frá dönskum í íslenskar krónur) í dag, skúffustatífið og skúffan kostuðu meira en helminginn.

Ég biðst afsökunar á lélegum gæðum yfirlitsmynda. Ég nennti ekki að vanda mig því ég var svo spenntur að smíða þetta. Sem ég svo líka gerði á svona tveim og hálfum tíma.

Hér er yfirlitsmynd yfir draslið áður en ég byrjaði.


Og nærmynd af nokkrum af lykilhlutunum. Allt var keypt úr ódýrustu hillunni.


Ég klippti 6 búta af rafmagnssnúru og setti hina svakalegu rafvirkjahæfileika mína á fullan snúning (hæfileikar sem hingað til hafa að mestu leiti einskorðast við að skipta um ljósaperur).


Svo prufaði ég að koma fyrsta eintakinu fyrir í skúffunni. Jú þetta passar ágætlega.


Svo ég fór í fulla framleiðslu og vippaði upp hinum 5.


Og útbjó hengi á þetta allt saman.


Þá var það að hengja restina upp.


Svo tengdi ég alla stubbana saman og setti ljósrofa á. Ljósrofarnir stýra hvor um sig 3 perum.


Þá var það komið að tómu snakkpokunum. Klippti þá til og límdi saman í renning. (Eftir að þeir fengu þvott með sápu)


Og klæddi skúffuna að innan með snakkpokunum.


Koddarnir voru klipptir til og innvolsinu hent til hliðar. Efnið var notað til að klæða boxið og fara fyrir perurnar. Það var allt fest með pípuhreinsum og öryggisnælum svo það er mjög auðvelt að taka það af. Álpappír liggur svo laus ofan á, glanshliðin niður, og hiti kemst sæmilega auðveldlega út.

Þessar myndir sýna ekki mjög vel birtuna sem kemur af þessu. Það er ansi fín birta get ég sagt ykkur.

Svo er hægt að færa skúffuna niður ef maður þarf þess. Seinna ætla ég að útbúa þetta með flassi, en ég á bara ekki flass enn sem komið er.


Og hér er svo fyrsta myndin sem þetta box gerði mér kleift að taka. Með minni ýktu og (oft á tíðum) óvinsælu vinnslu.


Og ef ég gefst upp á þessu þá á ég fínustu skúffueiningu, restin er nánast allt bara "rusl".

-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
12joi


Skráður þann: 06 Jún 2009
Innlegg: 595
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 14:16:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Glæsilegt Very Happy
_________________
Canon 1Ds mark II, 5D mark III, EF 135 f/2 L USM, EF 70-200 2,8 L IS USM II, EF 24-105 f/4
http://www.flickr.com/photos/ottohar
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Pétur H.


Skráður þann: 12 Jún 2006
Innlegg: 625
Staðsetning: 104
....
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 14:40:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

frekar næs
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 14:46:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er enn á skrefi 1. Tæma snakkpoka. Cool
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Throstur145


Skráður þann: 30 Nóv 2008
Innlegg: 545

Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 15:29:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hurru, þetta fíla ég.
Gaman að dunda svona.

En bara ein athugasemdaspurning.
Var ekki hollara og ódýrara að kaupa bara álpappírslengju ? Rolling Eyes
_________________
Þröstur Unnar
897-1955
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Þórður


Skráður þann: 11 Okt 2006
Innlegg: 2372
Staðsetning: Vestfirðir
Sigma SD10 SLR
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 15:57:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég nota soldið efnið sem er í ál-neyðarpokunum, er eins og álpappír en er nýðsterkt
_________________
http://kristalmynd.weebly.com
----Sigma SD10 classic--Sigma SD-1merrill--8-16mm----17-70mm---70mm 2,8----100-300mm f4
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 16:21:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

12joi: takk fyrir

Pétur H.: ég er ánægður með þetta

jonr: það er líka besta skrefið!

Throstur145: já, það er alltaf gaman að föndra og jú vissulega hefði álpappírinn verið fín lausn líka. Ég var bara ekki 100% viss hvernig væri að vinna með og festa svona álpappír, finnst það alltaf vera að rifna og hundleiðinlegt bara. En eftir að þetta er tilbúið sé ég að skúffan sjálf ver þetta fyrir hnjaski, svo álpappír dugar líklega vel.

viking2004: ég fór í rúmfatalagerinn, bílabúð (aukahlutir), bauhaus, apótek, 2 matvöruverslanir og tiger. Enginn átti svona teppi og enginn vissi hvar ég fengi þetta. Teppið var alltaf planið en snakkpokarnir urðu svo fyrir valinu. Ég ét mikið snakk.

-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 21:23:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta getur ekki verið alslæmt, myndin af snjókallinum komst í explore á flickr. Ekki að það segi neitt sérstakt, en er þó alltaf gaman.

-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 21:27:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Limbri skrifaði:
.

viking2004: ég fór í rúmfatalagerinn, bílabúð (aukahlutir), bauhaus, apótek, 2 matvöruverslanir og tiger. Enginn átti svona teppi og enginn vissi hvar ég fengi þetta. Teppið var alltaf planið en snakkpokarnir urðu svo fyrir valinu. Ég ét mikið snakk.

-þar sem þetta er öryggisbúnaður þá færðu þetta á stöðum eins og Ellingsen, Everest, Alparnir og fleirri útivistabúðum, átt líka að fá þetta td. í stóru apótekunum eins og Lyfju oþh. og hjá þeim sem þjónusta björgunarsveitir.. sennilega er það N1 í dag...
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Þórður


Skráður þann: 11 Okt 2006
Innlegg: 2372
Staðsetning: Vestfirðir
Sigma SD10 SLR
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 21:31:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Limbri skrifaði:
12joi: takk fyrir

Pétur H.: ég er ánægður með þetta

jonr: það er líka besta skrefið!

Throstur145: já, það er alltaf gaman að föndra og jú vissulega hefði álpappírinn verið fín lausn líka. Ég var bara ekki 100% viss hvernig væri að vinna með og festa svona álpappír, finnst það alltaf vera að rifna og hundleiðinlegt bara. En eftir að þetta er tilbúið sé ég að skúffan sjálf ver þetta fyrir hnjaski, svo álpappír dugar líklega vel.

viking2004: ég fór í rúmfatalagerinn, bílabúð (aukahlutir), bauhaus, apótek, 2 matvöruverslanir og tiger. Enginn átti svona teppi og enginn vissi hvar ég fengi þetta. Teppið var alltaf planið en snakkpokarnir urðu svo fyrir valinu. Ég ét mikið snakk.

-


voru bæði til álteppi og álpokar, held að pokarnir séu algengari,, fæst í útivistarbúðum.
_________________
http://kristalmynd.weebly.com
----Sigma SD10 classic--Sigma SD-1merrill--8-16mm----17-70mm---70mm 2,8----100-300mm f4
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 21:35:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:

þar sem þetta er öryggisbúnaður þá færðu þetta á stöðum eins og Ellingsen, Everest, Alparnir og fleirri útivistabúðum, átt líka að fá þetta td. í stóru apótekunum eins og Lyfju oþh. og hjá þeim sem þjónusta björgunarsveitir.. sennilega er það N1 í dag...

Fæst af þessum fyrirtækjum þjónusta á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu, en ég hlýt að finna útivistarbúð. Apótek og bensínstöðvar hafa þetta ekki hér. Takk fyrir ábendinguna, mér hafði hreinlega ekki dottið útivistarbúðir í hug.

-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Þórður


Skráður þann: 11 Okt 2006
Innlegg: 2372
Staðsetning: Vestfirðir
Sigma SD10 SLR
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 21:38:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Limbri skrifaði:
DanSig skrifaði:

þar sem þetta er öryggisbúnaður þá færðu þetta á stöðum eins og Ellingsen, Everest, Alparnir og fleirri útivistabúðum, átt líka að fá þetta td. í stóru apótekunum eins og Lyfju oþh. og hjá þeim sem þjónusta björgunarsveitir.. sennilega er það N1 í dag...

Fæst af þessum fyrirtækjum þjónusta á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu, en ég hlýt að finna útivistarbúð. Apótek og bensínstöðvar hafa þetta ekki hér. Takk fyrir ábendinguna, mér hafði hreinlega ekki dottið útivistarbúðir í hug.

-


ef í harðbakkann slær skal ég senda þér eins og 2 stk af ál neyðarpokum, hellings efni í einum poka, hann er með 2 hliðar auðvitað sem eru 2m hvor um sig
_________________
http://kristalmynd.weebly.com
----Sigma SD10 classic--Sigma SD-1merrill--8-16mm----17-70mm---70mm 2,8----100-300mm f4
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 30 Des 2010 - 21:41:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

viking2004 skrifaði:
Limbri skrifaði:
DanSig skrifaði:

þar sem þetta er öryggisbúnaður þá færðu þetta á stöðum eins og Ellingsen, Everest, Alparnir og fleirri útivistabúðum, átt líka að fá þetta td. í stóru apótekunum eins og Lyfju oþh. og hjá þeim sem þjónusta björgunarsveitir.. sennilega er það N1 í dag...

Fæst af þessum fyrirtækjum þjónusta á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu, en ég hlýt að finna útivistarbúð. Apótek og bensínstöðvar hafa þetta ekki hér. Takk fyrir ábendinguna, mér hafði hreinlega ekki dottið útivistarbúðir í hug.

-


ef í harðbakkann slær skal ég senda þér eins og 2 stk af ál neyðarpokum, hellings efni í einum poka, hann er með 2 hliðar auðvitað sem eru 2m hvor um sig


Það var fallega boðið. Ég hef það í huga, þakka þér fyrir.

-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
einarme


Skráður þann: 10 Jan 2008
Innlegg: 51
Staðsetning: Kópavogur
Canaon 350D Rebel
InnleggInnlegg: 23 Ágú 2011 - 20:48:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvernig ljósaperur er best að nota í svona?

Svo væri gaman að það væri mögulegt að sjá aftur einhverja af þessum myndum, svona af loka stigi
_________________
www.flickr.com/photos/einarmeme
picasaweb.google.com/einarmeme
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Föndurhornið Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group