Sjá spjallþráð - Viðtal: Karl Gunnarsson (karlg) :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Viðtal: Karl Gunnarsson (karlg)
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 5:53:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
Hefði verið gaman að fá smá greinagerð með þessari mynd frá Karli.


Við skulum sjá hvort ég get glamrað út einhverju um þessa í kvöld.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
Troll


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 923
Staðsetning: Klettafjöllin
Holga
InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 7:10:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heyrðu ElítuKarl. Glæsilegar myndir hjá þér. Gaman að sjá svona viðtöl.
_________________
Davíð Arnar
http://www.flickr.com/photos/davidarnar/
http://www.davidarnar.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Bjossif


Skráður þann: 24 Okt 2010
Innlegg: 325
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 9:50:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skemmtilegt viðtal, gaman að fá meira af þessu
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 11:31:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

<þras>
Throstur145 skrifaði:
Veit ekki, ég hef ekki enn náð að skilja myndirnar hans, en líklega er það vegna þess aðég er ekki nógu "þroskaður" ljómyndari.

Kannski hefur þetta bara ekkert með þinn þroska að gera. Hugsanlega er nefnilega til önnur nálgun að myndefni en sólarlag við Kleifarvatn með haug af filterum.
Fjandinn hafi það að allir þurfi að gera eins og verði að falla í kramið hjá öllum.


Throstur145 skrifaði:

Smá hux:
Hef verið að elta nokkra ljósmyndara á Feisbook og flestir hafa svarað vinabeiðni, en hann er einn þeirra fáu sem ekki hafa svarað þessu og fellur þá líklega inn í þann hóp að vera einn af elítunni.

Annaðhvort ertu bara eltihrellir, eða hann vill ekki vera þinn vinur.... eða bara það sem hann sagði, Rolling Eyes ekki vitað hver þú varst. Sem kemur aftur að því, á maður "by default" að vilja hafa alla LMK meðlimi á facebook bara vegna þess að þeir eru á sama spjallborði? Rolling Eyes
</þras>
---

Gaman að glugga í þetta. Hef lengi haft misgaman að myndunum, en eins og með svo margt þá falla þæra ekki allar jafn vel í kramið hjá mér. Skemmtilegast þykir mér hvernig Kalli sker sig frá því sem "vinsælast" er að gera og gerir það sem hann hefur gaman að. Jafnvel þó að þeir sem allt vita skilji það ekki og reyni að hæðast að honum á lúmskan hátt.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 13:06:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun


Þetta er held ég ein besta mynd sem ég hef séð á LMK!
Þetta er kannski ekki alveg dæmigerð karlgleg mynd, og þó, því það sem speglast í rúðunni er karlglegt. Annað sem er karlglegt er það, að ekki er verið að þrýsta út litum.
Litirnir í þessari mynd og eitthvað sem ég átta mig ekki á minnir mig á amerískar auglýsingar frá miðri síðustu öld.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 14:50:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skemmtilegt viðtal.

Kalli er einn af mínum uppáhalds hérna inni enda er hann laus við allar klisjur og hans hugsanir komnar langt út fyrir áhugaljósmyndara kassann.

Gott
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 15:54:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir hólið, félagar Smile


Faluån, 2009

Ég ætla að reyna að verða við ósk Garrans um greinargerð um þessa mynd. Mér er reyndar almennt meinilla við að reyna að útskýra einstakar myndir (eða í það minnsta að skrifa einhvers konar yfirlýsingu sem á að gera slíkt – það getur hins vegar verið mjög gaman að kryfja myndirnar í samræðum stundum) en væntanlega felst líka aðeins meira en það í hugtakinu greinargerð.

Þessi mynd er frá vorinu 2009 og þannig orðin meira en eins og hálfs árs gömul. Þannig er ansi erfitt fyrir mig að rifja upp hvað ég var að hugsa þegar ég tók hana og líklegast var ég lítið að hugsa meðvitað um eitthvað dýpra en hvernig ég ætti að taka mynd af þessu sem ég hafði séð. Ég hef líklega rekið augun í ruslið sem flaut þarna og þessi kontrast, en jafnframt samsvörun, við þennan uppgjafarrunna sem flýtur þarna hefur ollið einhverjum hughrifum. Ljósið skemmdi heldur ekki fyrir því sólin hefur væntanlega verið sest en enn bjartur og heiðskýr himinn.

Það sem mér líkar best við þessa mynd í dag er að runninn fljótandi hefur álíka form og runni sem rís frá jörðu og ber við himininn. Skuggarnir af trjánum neðst í myndinni gætu jafnvel verið hæðin sem uppgjafarrunninn stendur á. En þeir bæta þá líka öðru lagi við myndina; það er uppgjafarrunninn fljótandi og trén sem standa en samt bæði í sama plani. Dósirnar og hitt draslið virka þá dáldið eins og akkeri sem hlekkjar runnann við súran raunveruleikann frekar en girnilegri möguleika sem eru gefnir í skyn.

Nú er ég annars vegar mjög hugsanlega búinn að yfir-analisera myndina og hins vegar mögulega búinn að hljóma eins og versti douchebag og sjálfsumglaður douchebag í þokkabót. Það er hluti af því af hverju mér líkar ekki við að útskýra myndir eða analisera þær einhliða.

Það sem vantar í hér að ofan er að mér finnst alltaf best að vinna ekki úr myndum fyrr en nokkuð er um liðið að ég tek þær þótt oft endist mér ekki þolinmæði til þess. Málið er að ég vil helst að hughrifin sem ég varð fyrir þegar ég tók myndirnar séu gleymd þegar ég vinn úr þeim. Annars er hætta á því að þau mengi dómgreind mína. Ég gæti til dæmis tekið mynd og verið svo viss um að hún sé góð þegar ég tek hana að ég næ ekki að vera almennilega gagnrýninn þegar ég er að fara í gegnum myndirnar og vinna þær. Fleiri hughrif, sem gætu truflað mann, koma örugglega til greina (Winogrand vildi í það minnsta meina það Smile ).

Þannig finnst mér það bara ágætt að ég muni ekkert of vel hvað ég var að pæla þegar ég tók myndina. Myndin þarf að geta staðið fyrir mér án þess samhengis því annars er varla séns að hún standi ein og óstudd fyrir augum fólks sem var ekki á staðnum þegar hún var tekin.

Ég er annars mjög ánægður að Garrinn dró fram einmitt þessa mynd. Þetta er eina myndin með viðtalinu sem var ekki tekin á þessu ári en jafnframt mynd sem mér finnst enn betri í dag en þegar ég tók hana. Hún er líka kannski ein fyrsta myndin sem mér tókst að gera sem er eitthvað í stíl við það sem ég er helst að dunda mér við í dag.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 16:06:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þakka þetta Karl.

Ég sá strax fyrir mér fyrrum voldugt Eikartré eins og maður sér í Afríku (á myndum) sem er þarna fallið, bókstaflega með rusl og hálf drukknuð lauf.

Ekki laust við að ég tengdi ruslið við nútímann, neysluhyggju og óráðsíu síðustu ára, bág staða þessarar ímyndar og þá fallið í líkingunni það gríðalega efnahagslega hrun sem hefur átt sér stað um mest alla álfuna okkar.

Nú loks, þá finnst mér þú vera "greinagóður" ljósmyndari, rétt eins og ég er oft á tíðum. Það er, við erum hrifnir af greinum í myndefni. Þessi mynd sameinar í raun þannig þrennt.

1) Óræð mynd með nokkuð auðtúlkanlegum boðskap

2) Mynd sem skapar jákvæð hughrif við fyrstu sýn

3) Mynd sem fellur inní og undirstrikar þinn stíl
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 16:16:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eitt sem mig langar að bæta við.

Myndirnar hans Karls eru nánast alltaf fullkomlega upp byggðar.

Myndbygging er eitthvað sem ég hélt alltaf að ég væri með á hreinu og vissi allt um þar til ég fór í listnám í fyrra og lærði allt um myndbyggingu og formfræði. Þar var okkur kennt af hverju myndir eru að virka. Tókum heilan helling af myndum og analyseruðum.

Myndirnar hans Karls gætu auðveldlega verið skólabókardæmi um myndbyggingu og formfræði. Til dæmis þessi mynd sem hann tók fyrir hér að ofan. Í henni má finna gullinsnið og þríhyrnda formbyggingu á mörgum stöðum.

Myndir þurfa ekki alltaf að hafa dramtíska vinnslu eða eitthvað þvíumlíkt til að virka. Það var þannig einu sinni hjá mér en ekki lengur, nú er bara meira til að hafa gaman af í ljósmyndun Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 16:17:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
Nú loks, þá finnst mér þú vera "greinagóður" ljósmyndari, rétt eins og ég er oft á tíðum. Það er, við erum hrifnir af greinum í myndefni.


Ég held að ef ég mætti bara taka myndir af einhverju einu myndefni þá yrði það myndefni mjög líklega tré Smile

(Það er samt eiginlega mun meira gaman þegar trén fá að kontrasta við manngerða hluti finnst mér.)
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 20 Des 2010 - 16:46:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
Myndirnar hans Karls eru nánast alltaf fullkomlega upp byggðar.

Myndbygging er eitthvað sem ég hélt alltaf að ég væri með á hreinu og vissi allt um þar til ég fór í listnám í fyrra og lærði allt um myndbyggingu og formfræði. Þar var okkur kennt af hverju myndir eru að virka. Tókum heilan helling af myndum og analyseruðum.

Myndirnar hans Karls gætu auðveldlega verið skólabókardæmi um myndbyggingu og formfræði. Til dæmis þessi mynd sem hann tók fyrir hér að ofan. Í henni má finna gullinsnið og þríhyrnda formbyggingu á mörgum stöðum.


Jahá! Embarassed

Ég er svona rétt byrjaður aftur að leita mér að góðum textum um myndbyggingu. Eftir að hafa lesið slatta af tipsum um „þriðjungaregluna“ og pæla mikið í Winogrand fór myndbygging eiginlega að verða dónaorð fyrir mér.

Ég hef eiginlega ekki nálgast þetta sem myndbyggingu þannig heldur pælt í hvað ég vil hafa í rammanum og hvernig ég nálgast þá hlutina til að það virki. Afstaða hluta innan rammans er svo eiginlega myndbygging en ég hef meira bara reynt að finna sjónarhornið sem mér finnst láta hlutina virka.

Ein kenning (eða kannski „kenning“) sem ég hef hins vegar verið mjög hrifinn af er sú um endurtekningar í rammanum. B bloggaði um það að nota spilið Set til að þjálfa augað fyrir götuljósmyndun.

En nú væri ég til í að lesa mér meira til um myndbyggingu. Vandamálið er að finna texta sem ég nenni að lesa Smile
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 21 Des 2010 - 21:06:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

karlg skrifaði:
En nú væri ég til í að lesa mér meira til um myndbyggingu. Vandamálið er að finna texta sem ég nenni að lesa Smile


Ég verð að taka undir þetta, mér hefur fundist mjög erfitt að finna eitthvað um myndbyggingu umfram þriðjungsreglu og gullinsniðspælingar, væri gaman ef fólk gæti bent á greinar eða þvíumlíkt.

Annars bara, takk fyrir skemmtilegt viðtal Kalli... vona að það hafi verið lærdómsríkt fyrir þig, því við Völli lærðum alveg helling!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 21 Des 2010 - 21:12:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Daníel Starrason skrifaði:
Ég verð að taka undir þetta, mér hefur fundist mjög erfitt að finna eitthvað um myndbyggingu umfram þriðjungsreglu og gullinsniðspælingar, væri gaman ef fólk gæti bent á greinar eða þvíumlíkt.


Ég er svona að velta fyrir mér að ég man bara ekki eftir skrifum um ljósmyndum þar sem komið var inn á almennar „reglur“ um myndbyggingu. Þá er auðvitað allt svona „how to“ undanskilið. Svona fyrir utan að muna eftir viðtali við Markus Hartel þar sem hann talaði um að vera hrifinn af diagonal aðferðinni við myndbyggingu.

Daníel Starrason skrifaði:
Annars bara, takk fyrir skemmtilegt viðtal Kalli... vona að það hafi verið lærdómsríkt fyrir þig, því við Völli lærðum alveg helling!


Takk fyrir mig. Þetta var gaman og krefjandi. Þetta er svona eins og að gagnrýna myndir; stundum getur verið gagnlegt að reyna að koma hlutum sem maður hefur ekki hugsað um á þeim nótum í orð.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 21 Des 2010 - 22:12:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

karlg skrifaði:

Ég er svona að velta fyrir mér að ég man bara ekki eftir skrifum um ljósmyndum þar sem komið var inn á almennar „reglur“ um myndbyggingu. Þá er auðvitað allt svona „how to“ undanskilið. Svona fyrir utan að muna eftir viðtali við Markus Hartel þar sem hann talaði um að vera hrifinn af diagonal aðferðinni við myndbyggingu.


Ef fólk getur mælt með einhverjum góðum bókum um myndbyggingu þá má það allt eins vera um myndlist almennt.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
Blaðsíða 2 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group