Sjá spjallþráð - Smá höfundarréttarvandamál :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Smá höfundarréttarvandamál
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
villvita


Skráður þann: 03 Des 2010
Innlegg: 2


InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 13:22:41    Efni innleggs: Smá höfundarréttarvandamál Svara með tilvísun

Sæl gott fólk...

Ég er með smá höfundarréttardilemmu. Ég er frekar virkur hérna, en vill ekki koma fram undir nafni alveg strax. Ef einhver ykkar grunar hver ég er, þá vil ég biðja viðkomandi að halda þeirri vitneskju fyrir sig.

Málið er að ég er að vinna hjá ágætu fyrirtæki út í bæ, og hef verið stundum beðinn um að taka myndir innanhúss af hinu og þessu, sem ég hef alveg verið til í, enda gott að komast út af skrifstofunni öðru hverju.

Þetta fyrirtæki stofnaði nýlega ásamt fleirum annað fyrirtæki, og hefur fólk hérna innanhúss séð m.a. um kynningarstarfssemi fyrir nýja fyrir það. Þau hafa notað efni sem ég hef tekið hérna innanhúss í kynningarefni fyrir þetta nýja fyrirtæki, og það er alveg í lagi mín vegna, en þá er það vandamálið:

Núna fékk ég í hendurnar kynningarbækling fyrir þetta nýja batterí, og þar eru myndir eftir mig sem ég var búinn að taka hérna innanhúss, en núna sé ég að kynningarfulltrúinn hefur gerst svo djarfur að fara á Flickr síðuna mína og náð sér í mynd þar og sett beint framan á möppu með kynningarefni. Þessi mynd er 100% mín eign, tekin og unnin í mínum frítíma, með mínum græjum og whatnot.
Myndin er (eins og næstum allar mínar myndir á flickr) merkt "Attribution, Noncommercial, Share Alike" leyfi, og því ekki til afnota í akkúrat svona, jafnvel þó ég vinni hjá sama fyrirtæki.

Þetta setur mig í smá klemmu. Ég vinn náið með þessum kynningarstjóra, hann biður mig um að taka myndir, og við sjáum sameiginlega um ytri vef fyritækisins.
Ég er nú reyndar viss um að þetta hafi nú verið gert í algjöru hugsunarleysi, frekar en að hann sé svona illa innrættur, en ég veit samt ekki alveg hvernig ég á að snúa mér. Möppurnar eru allar komnar úr prentun þannig að ég hef smá tromp þarna, en á hinn bóginn er ég ekki mikill "man up, hit the gym, acquire currency"-týpan. Smile

Hvað segið þið, a) hvernig mynduð þið snúa ykkur, og b) hvað ætti maður að fara fram á EF svona kæmi upp í óskyldu fyrirtæki?

Kveðja,
Villi Vita
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 13:41:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Einn af þeim sem heldur að hann eigi menn og allt þeirra séu þeir 'boss'? Þú þarft að setja honum mörk því annars veistu ekki nema hann taki konuna, krakkana, húsið og bílinn líka. Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DaXes


Skráður þann: 20 Okt 2005
Innlegg: 251
Staðsetning: Garðabær
Canon 40D
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 13:45:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Biðja hann um að hitta þig á eintali, fara hægt og rólega í þetta, engar ásakanir eða neitt slíkt, opna kannski með að þú sért ánægður með að þér sé falið að taka myndir fyrir reksturinn og viljir gjarnan halda því áfram en þarna hafi verið notuð mynd sem þú hafir tekið persónulega og í eigin tíma. Það þurfi því að koma einhver umbun fyrir notkun myndarinnar...
_________________
40D | 50 f/1.8 USM II | 75-300 f/4-5.6 USM III | Tamron 17-50 f/2.8 | 100 f/2.8 macro

Flickr.com/gudmann_bragi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Harry


Skráður þann: 25 Nóv 2008
Innlegg: 840
Staðsetning: Akureyri
Canon 5D
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 14:20:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DaXes skrifaði:
Biðja hann um að hitta þig á eintali, fara hægt og rólega í þetta, engar ásakanir eða neitt slíkt, opna kannski með að þú sért ánægður með að þér sé falið að taka myndir fyrir reksturinn og viljir gjarnan halda því áfram en þarna hafi verið notuð mynd sem þú hafir tekið persónulega og í eigin tíma. Það þurfi því að koma einhver umbun fyrir notkun myndarinnar...


Ég held að þetta sé það eina rétta en spurning með að heimta "umbun" Auðvitað væri það æskilegt en ég geri mér grein fyrir því að slíkt er erfitt.

Frekar að sýna viðkomandi að þú óskir þess að þínar persónulegu myndir eru þínar og síðan að kannski velta upp smá sögu um hvernig þetta virkar vanalega. Sagan gæti verið á þann máta að þú hafir selt einhverjum einhverja af þínum persónulegu myndum. Vonandi fær viðkomandi "hint" og sér að sér og jafnvel laumar bónus í umslagið þitt næst. Ef að viðkomandi verður neikvæður, þá er hann einfaldlega illa innrættur og ekki starfi sínu vaxinn. Þetta eru mín fimm cent.
_________________
Hörður Finnbogason Akureyringur og áhugaljósmyndari.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
zepplinn
Umræðuráð


Skráður þann: 29 Jan 2008
Innlegg: 2249
Staðsetning: Reykjavík
Canon 450 D
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 14:35:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hugsa að þetta gæti bæði verið þekkingaleysi á höfundalögum og óviljaverk. Fyrst að þú hefur tekið að þér myndatöku fyrir kynningarfulltrúann, gæti þetta verið mistök af hans hálfu.
Myndi setjast niður og ræða málin í vinsemd, þar sem þið vinnið saman. Eflaust getur þetta endað á góðu nótunum.
Jafnframt biðja aðra notendur að ekki hlaupa of fljótt af stað.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 14:41:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sammála. Það er nú ekki hægt að ætlast til þess að kynningarstjórar hafi nokkra þekkingu á þessum málum. Twisted Evil
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
villvita


Skráður þann: 03 Des 2010
Innlegg: 2


InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 14:44:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jújú... ég er nú 99% viss að þetta hafi nú bara verið hugsunarleysi hjá blessuðum manninum. Þetta verður örugglega leyst yfir kaffibolla og svo brosað að þessu eftirá... Smile

Veit bara ekki hvað ég á að segja ef hann segir mér að nefna upphæð...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ArnarG


Skráður þann: 21 Feb 2007
Innlegg: 1566
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 14:49:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

villvita skrifaði:
Jújú... ég er nú 99% viss að þetta hafi nú bara verið hugsunarleysi hjá blessuðum manninum. Þetta verður örugglega leyst yfir kaffibolla og svo brosað að þessu eftirá... Smile

Veit bara ekki hvað ég á að segja ef hann segir mér að nefna upphæð...


Segðu þá bara: Tjahh, skv myndstef þá ætti það að vera ***

http://myndstef.is/Apps/WebObjects/SW.woa/wa/dp?id=1771

Kveðja,
Arnar
_________________
Flickr.com/ArnarGeirArnarG.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
DaXes


Skráður þann: 20 Okt 2005
Innlegg: 251
Staðsetning: Garðabær
Canon 40D
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 14:51:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

villvita skrifaði:


Veit bara ekki hvað ég á að segja ef hann segir mér að nefna upphæð...


Þá geturðu sleppt því að taka ákvörðun sjálfur og nefnt töluna úr gjaldskrá myndstef fyrir smáprent og bæklinga

http://myndstef.is/page/gjaldskra_prentun
_________________
40D | 50 f/1.8 USM II | 75-300 f/4-5.6 USM III | Tamron 17-50 f/2.8 | 100 f/2.8 macro

Flickr.com/gudmann_bragi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Benedikt Finnbogi
Umræðuráð


Skráður þann: 10 Sep 2006
Innlegg: 1181
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 16:38:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég myndi bara tala við hann og fá hann til að gera þetta ekki aftur, eins og Harry segir þá mun hann bæta þér þetta upp ef hann gerði þetta í hugsunarleysi, það er bara týpísk hegðun. Myndi ekkert vera eitthvað að nota einhverjar staðlaðar tölur frá Myndstef, það á alls ekki við í svona atvikum.

Vona að þú náir að leysa þetta Smile
_________________
Ljósmyndararmaður
By the looks of it, your camera has herpes. Return it to Nikon ASAP
BenediktFinnbogi.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Matti Skratti


Skráður þann: 12 Nóv 2007
Innlegg: 727
Staðsetning: 27 W 458472 7108076
Skiptir ekki máli
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 17:40:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilvitnun:
1.Notendaskilmálar
1.1. Skráning notanda
Allir notendur vefsins þurfa að gefa upp fullt nafn, heimilisfang, netfang og kennitölu við skráningu.
Notandi má eingöngu nota vefinn á eigin kennitölu.
Hver einstaklingur má eingöngu hafa einn notanda á vefnum.
Brot á reglum þessum varðar banni frá vefnum.

Nei bara velta þessu fyrir mér.
_________________
http://www.flickr.com/photos/mattiskratti/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
tomz


Skráður þann: 30 Okt 2005
Innlegg: 6576
Staðsetning: Stúdíó Zet
Phase One
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 17:42:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Matti Skratti skrifaði:
Tilvitnun:
1.Notendaskilmálar
1.1. Skráning notanda
Allir notendur vefsins þurfa að gefa upp fullt nafn, heimilisfang, netfang og kennitölu við skráningu.
Notandi má eingöngu nota vefinn á eigin kennitölu.
Hver einstaklingur má eingöngu hafa einn notanda á vefnum.
Brot á reglum þessum varðar banni frá vefnum.

Nei bara velta þessu fyrir mér.


HAHA...vaaar einmitt að hugsa það sama Smile
_________________
www.tomz.se
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Benedikt Finnbogi
Umræðuráð


Skráður þann: 10 Sep 2006
Innlegg: 1181
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 17:45:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

tomz skrifaði:
Matti Skratti skrifaði:
Tilvitnun:
1.Notendaskilmálar
1.1. Skráning notanda
Allir notendur vefsins þurfa að gefa upp fullt nafn, heimilisfang, netfang og kennitölu við skráningu.
Notandi má eingöngu nota vefinn á eigin kennitölu.
Hver einstaklingur má eingöngu hafa einn notanda á vefnum.
Brot á reglum þessum varðar banni frá vefnum.

Nei bara velta þessu fyrir mér.


HAHA...vaaar einmitt að hugsa það sama Smile


Hehe, sama hér.

En þó erfitt að koma fram nafnlaust með nafni... Confused
_________________
Ljósmyndararmaður
By the looks of it, your camera has herpes. Return it to Nikon ASAP
BenediktFinnbogi.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 17:50:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Lokað hefur verið á notandann villvita og honum gefinn kostur að leiðrétta persónuupplýsingar.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 03 Des 2010 - 19:10:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Benedikt Finnbogi skrifaði:
tomz skrifaði:
Matti Skratti skrifaði:
Tilvitnun:
1.Notendaskilmálar
1.1. Skráning notanda
Allir notendur vefsins þurfa að gefa upp fullt nafn, heimilisfang, netfang og kennitölu við skráningu.
Notandi má eingöngu nota vefinn á eigin kennitölu.
Hver einstaklingur má eingöngu hafa einn notanda á vefnum.
Brot á reglum þessum varðar banni frá vefnum.

Nei bara velta þessu fyrir mér.


HAHA...vaaar einmitt að hugsa það sama Smile


Hehe, sama hér.

En þó erfitt að koma fram nafnlaust með nafni... Confused


Jahh, vilji einhver koma einhverju til skila, nafnlaust, getur hann/hún sent mér eða öðrum póst og beðið um að koma þessu til skila fyrir hann/hana.
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group