Sjá spjallþráð - Skráning í Ljósár 2010 er hafin :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Skráning í Ljósár 2010 er hafin
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Árbók
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 0:44:13    Efni innleggs: Skráning í Ljósár 2010 er hafin Svara með tilvísun

Ágætu ljósmyndarar

Eins og allir vita hefur ljósmyndakeppni.is staðið fyrir útgáfu glæsilegrar ljósmyndabókar undanfarin ár og nú er vinna hafin við útgáfu Ljósárs 2010.

Ath. við leitum eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða okkur við að fara yfir myndirnar og upplýsingar og texta. Allir þátttakendur eiga að útvega amk eina styrktarlínu 10.000 kr (bók innifalin).

Fyrirkomulagið verður að mestu hið sama og áður, þ.e. fólk sendir inn myndir að eigin vali og skuldbindur sig til að kaupa 5 bækur á kostnaðarverði og býðst síðan til að kaupa eins margar bækur í viðbót einnig á kostnaðarverði. Prentkostnaður verður svipaður og í fyrra en þessa dagana er verið að fara yfir tilboð. Fljótlega verður ljóst hvert endanlegt kostnaðarverð verður en það gæti orðið í kringum 2.800 kr./bók. Þ.e. þátttökugjaldið verður 14.000 kr. Látum vita þegar þetta er orðið endanlegt.

Í síðust bók, Ljósár 2009, birtu 97 ljósmyndarar myndir sínar og stefnt er að 100 til 121 þátttakanda í ár. Í fyrra og árin þar áður hefur ritnefnd þurft að leggja á sig umtalsverða vinnu við myndvinnslu og ýmis tæknileg atriði. Nú verður sú breyting á að nefndin mun fara yfir myndir og ákvarða hvort þær uppfylli skilyrði um birtingu, þ.e. tæknileg og/eða listræn gæði, stærð o.þ.h. Eftir að ljósmyndari hefur sent inn myndir fær hann fljótlega tilkynningu um hvort myndirnar hans uppfylli skilyrðin eða ekki og ef ekki mun fylgja því útskýring á hvað vantar uppá og hann hefur þá tækifæri til að laga myndirnar sínar eða senda inn nýjar. 121 fyrstu ljósmyndararnir til að fá sínar myndir samþykktar og ganga frá greiðslum o.þ.h. fá að vera með. Þetta þýðir að flestir þeir sem hafa áhuga geta verið með en það borgar sig ekki að slóra heldur fara pæla í því hvaða myndir maður ætlar að senda og ganga frá þeim.
Að venju þá er hver þátttakandi með eina opnu og getur set eina mynd á hvora síðu eða eina yfir alla opnuna.

Fljótlega verða gefnar út leiðbeiningar um hvernig á að senda inn og hver skilyrðin eru fyrir samþykkt mynda. Þ.a. nú er bara að fara að fletta í gegnum myndir ársins og finna það besta.
Ætlunin er að loka fyrir skil 4. okt en það borgar sig ekki að bíða þangað til.

Skráning í Ljósár 2010 <-- smella hér

Eftir skráningu opnast fyrir lokað spjall þar sem nánari upplýsingar um innsendingu er að finna.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321


Síðast breytt af sje þann 10 Okt 2010 - 21:34:16, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Konny


Skráður þann: 01 Okt 2006
Innlegg: 2652
Staðsetning: Vestmannaeyjar
PentaxK5
InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 11:35:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Var hætt við að bjóða fólki að borga meira ef það getur ekki reddað styrktarlínu.
_________________
http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Regnbogastelpa


Skráður þann: 27 Sep 2009
Innlegg: 766
Staðsetning: Undir regnboganum ;P
Canon 30D
InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 11:38:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eiga myndirnar að vera teknar á árinu 2010?
_________________
http://www.flickr.com/_rainbowgirl
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Stefanovic


Skráður þann: 07 Jún 2007
Innlegg: 633
Staðsetning: Akureyri
Canon 40D
InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 13:10:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Konny skrifaði:
Var hætt við að bjóða fólki að borga meira ef það getur ekki reddað styrktarlínu.


Eiga allir sem taka þátt (semsagt allir sem senda inn myndir í bókina og borga 14.000 kr. þátttökugjaldið) að redda styrktarlínu upp á 10.000 kr. eða eru það bara sjálfboðaliðarnir sem redda þeim?
_________________
Mee
Canon:
EOS 40D | 50mm f/1,8 | 17-40L f/4 | 100mm Macro f/2,8 | 10-22mm f/3,5-4,5 | 75-300mm f/4-5,6 USM | Speedlite 420EX
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 13:43:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér þykir þetta líka ögn óljóst, svona miðað við hvað var búið að gefa upp áður...
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 16:01:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Verður þetta ekki "Ljósár fyrstu 9 mánuði 2010"?

-
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 17:45:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Konny skrifaði:
Var hætt við að bjóða fólki að borga meira ef það getur ekki reddað styrktarlínu.


Nei, en við erum að fá endanleg tilboð í prentun. Eins og þú hefur kannski tekið eftir þá höfum við lækkað þátttökugjaldið niður í 14.000 kr. Það stefnir í að prentkostnaðurinn lækki aðeins frá því í fyrra en þá varð tap sem var bætt upp með sölu á eldri bókum. Því er staðn núna þannig að við þurfum styrktarlínurnar en ekki eins nauðsynlega og það stefndi í.

Limbri skrifaði:
Verður þetta ekki "Ljósár fyrstu 9 mánuði 2010"?
-

Regnbogastelpa skrifaði:
Eiga myndirnar að vera teknar á árinu 2010?

Nei, ekki endilega en við mælumst alltaf til þess að þær séu nýlegar.

Stefanovic skrifaði:
Konny skrifaði:
Var hætt við að bjóða fólki að borga meira ef það getur ekki reddað styrktarlínu.


Eiga allir sem taka þátt (semsagt allir sem senda inn myndir í bókina og borga 14.000 kr. þátttökugjaldið) að redda styrktarlínu upp á 10.000 kr. eða eru það bara sjálfboðaliðarnir sem redda þeim?

Viljum að allir taki þátt í því að útvega styrktarlínur og sjálfboðaliðar í ritnefnd komi að því að yfirfara upplýsingar um notendur og myndir.


dvergur skrifaði:
Mér þykir þetta líka ögn óljóst, svona miðað við hvað var búið að gefa upp áður...

er þetta ekki ögn skýrara núna?

En okkur vantar enn þá sjálfboðaliða til að koma inn í ritnefnd. Þurfum svona 3-4 sjálfboðaliða.
Bara einn sem var búinn að lýsa yfir áhuga sem stendur http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=59377
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Stefanovic


Skráður þann: 07 Jún 2007
Innlegg: 633
Staðsetning: Akureyri
Canon 40D
InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 19:53:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sje skrifaði:

Viljum að allir taki þátt í því að útvega styrktarlínur og sjálfboðaliðar í ritnefnd komi að því að yfirfara upplýsingar um notendur og myndir.Ókei, allt í góðu Smile

Hvernig á fólk að standa að því?

Þarf ekki að fá reikning til að gefa upp, búa til reikning fyrir bókhald fyrirtækjanna og búa til lista yfir þau fyrirtæki sem er búið að fara í?

Væri held ég flott að fá eitthvað eyðublað til að prenta út og fara með í fyrirtækin, svona með tilgangi styrksins og greiðsluuppl. o.s.frv.
_________________
Mee
Canon:
EOS 40D | 50mm f/1,8 | 17-40L f/4 | 100mm Macro f/2,8 | 10-22mm f/3,5-4,5 | 75-300mm f/4-5,6 USM | Speedlite 420EX
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 22:19:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Stefanovic skrifaði:
sje skrifaði:

Viljum að allir taki þátt í því að útvega styrktarlínur og sjálfboðaliðar í ritnefnd komi að því að yfirfara upplýsingar um notendur og myndir.Ókei, allt í góðu Smile

Hvernig á fólk að standa að því?

Þarf ekki að fá reikning til að gefa upp, búa til reikning fyrir bókhald fyrirtækjanna og búa til lista yfir þau fyrirtæki sem er búið að fara í?

Væri held ég flott að fá eitthvað eyðublað til að prenta út og fara með í fyrirtækin, svona með tilgangi styrksins og greiðsluuppl. o.s.frv.


Ég er væntanlega kominn með 1 stk allavega.
og hvernig sný ég mér þá í því varðnandi þann aðila?
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 20 Sep 2010 - 22:20:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einnig, hvernig eru þessar styrktarlínur? bara nafn fyrirtækisins og/eða logo?
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Stefanovic


Skráður þann: 07 Jún 2007
Innlegg: 633
Staðsetning: Akureyri
Canon 40D
InnleggInnlegg: 22 Sep 2010 - 0:03:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

bömp
_________________
Mee
Canon:
EOS 40D | 50mm f/1,8 | 17-40L f/4 | 100mm Macro f/2,8 | 10-22mm f/3,5-4,5 | 75-300mm f/4-5,6 USM | Speedlite 420EX
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 22 Sep 2010 - 0:06:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarBergur skrifaði:
einnig, hvernig eru þessar styrktarlínur? bara nafn fyrirtækisins og/eða logo?


Bara nafn - Lógó hafa verið seld á 25.000 kr og tvær bækur með.

Eftir að ákveða hvernig best er að taka á móti styrktarlínum... haus í bleyti.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 22 Sep 2010 - 20:15:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

bömp
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 22 Sep 2010 - 20:42:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sje skrifaði:
bömp


Og er hausinn orðinn vel blautur?
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 27 Sep 2010 - 1:47:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

dvergur skrifaði:
sje skrifaði:
bömp


Og er hausinn orðinn vel blautur?


Nei, býst við að vera komin með lausn í byrjun okt.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Árbók Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group