Sjá spjallþráð - Auglýst eftir sjálfboðaliðum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Auglýst eftir sjálfboðaliðum
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 15 Sep 2010 - 0:08:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

LitlaEll skrifaði:
Er ekki fullt af stelpum búnar að bjóða sig fram? Það hélt ég.


Jú, eða, ekkert alltof margar í þetta sinn...

Við karlmenn erum nú ekki sérlega færir í því að ráða ferðinni, mér finnst t.d. alveg vanta fleiri konur í umræðuráð!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 15 Sep 2010 - 11:49:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessi stjórnunarstörf eru góð æfing í að taka málefni alvarlega og sjálfan sig ekki. Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 15 Sep 2010 - 12:04:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég held að þú gætir verið góður í þessu kgs!
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 15 Sep 2010 - 12:13:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
ég held að þú gætir verið góður í þessu kgs!
Ég á nokkur ár að baki annars staðar og mæli frekar með að fólk án reynslu fari í þessi gefandi störf.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 17 Sep 2010 - 17:14:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jæja, umræðuráð er farið að vinna úr sínum umsóknum!

Fullt af frambærilegu fólki, hlakka til að fá nýja aðila inn!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 03 Okt 2010 - 18:06:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:

Eins og hvað það eru margir góðir menn að vinna að þessari síðu þá er þetta úrskurðarráð með því daprara sem ég hef séð hérna. Það er ekki einu sinni vilji til þess að hífa upp um sig buxurnar og reyna að gera betur.

Ég held það sé algjör þörf á því að hreinsa til þarna og henda út fólki sem hefur greinilega ekki vilja eða nennu til að sinna þessu þannig sómi sé að. [...]


Eru örugglega þeir sem hafa skoðanir á því hvernig má gera úrskurðaráð og þeirra vinnubrögð betri að, eða búnir að sækja um í því ráði. Svo virðist að ekki veiti af.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 03 Okt 2010 - 18:13:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

dvergur skrifaði:
oskar skrifaði:

Eins og hvað það eru margir góðir menn að vinna að þessari síðu þá er þetta úrskurðarráð með því daprara sem ég hef séð hérna. Það er ekki einu sinni vilji til þess að hífa upp um sig buxurnar og reyna að gera betur.

Ég held það sé algjör þörf á því að hreinsa til þarna og henda út fólki sem hefur greinilega ekki vilja eða nennu til að sinna þessu þannig sómi sé að. [...]


Eru örugglega þeir sem hafa skoðanir á því hvernig má gera úrskurðaráð og þeirra vinnubrögð betri að, eða búnir að sækja um í því ráði. Svo virðist að ekki veiti af.


Ef þetta á að vera sneið til mín, þar sem þú vitnar í mig, þá veit ég hreinlega ekki hvort ég hafi áhuga á því að vinna með ráði sem hefur jafn dapurslega lítinn metnað og úrskurðarráð.

Hinsvegar var ég einmitt að hugsa um að ég væri alveg til í að leggja síðunni lið á einhvern hátt með svona sjálfboðamennsku, það er ef einhversstaðar væri akkur af manni.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 03 Okt 2010 - 18:20:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
dvergur skrifaði:
oskar skrifaði:

Eins og hvað það eru margir góðir menn að vinna að þessari síðu þá er þetta úrskurðarráð með því daprara sem ég hef séð hérna. Það er ekki einu sinni vilji til þess að hífa upp um sig buxurnar og reyna að gera betur.

Ég held það sé algjör þörf á því að hreinsa til þarna og henda út fólki sem hefur greinilega ekki vilja eða nennu til að sinna þessu þannig sómi sé að. [...]


Eru örugglega þeir sem hafa skoðanir á því hvernig má gera úrskurðaráð og þeirra vinnubrögð betri að, eða búnir að sækja um í því ráði. Svo virðist að ekki veiti af.


Ef þetta á að vera sneið til mín, þar sem þú vitnar í mig, þá veit ég hreinlega ekki hvort ég hafi áhuga á því að vinna með ráði sem hefur jafn dapurslega lítinn metnað og úrskurðarráð.

Hinsvegar var ég einmitt að hugsa um að ég væri alveg til í að leggja síðunni lið á einhvern hátt með svona sjálfboðamennsku, það er ef einhversstaðar væri akkur af manni.


Ekki sneið þráðbeint beint til þín, þú átt bara hörðustu sneiðina til ÚR þessa stundina. Hentaði vel til að vekja upp þráðinn.

Það er nú bara einu sinni þannig að það er alltaf auðveldast að standa til hliðar og kasta eggjum, gagnrýna eða finna gallana, en efiðara að taka þátt í að framkvæma eða gera betur. Sama hvar hvar komið er niður. Hvort heldur sem það er hér á lmk eða annarstaðar í þjóðfélaginu. Þetta er bara staðreynd.

Þú eins og margir aðrir yrðir fínn meðlimur í hvaða ráði sem er, líka í þessu sem vinsælast er að skíta út. Wink
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 03 Okt 2010 - 18:25:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skítkastið kemur þegar oft hefur verið bent á gallana og úrlausnir en viljinn til að bæta vefinn er enginn ...

Ég var í stjórn hér í einhver ár og þekki báðar hliðar borðsins ágætlega.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 03 Okt 2010 - 18:45:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er það einhver misskilningur hjá mér að hlutverk úrskurðarráðs sé að úrskurða um lögmæti keppnismynda og enginn annarr?
Hefur ráðið eitthvað með reglubreytingar að gera?
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 03 Okt 2010 - 19:48:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kallast það ekki að taka 'Steingrím Joð á þetta' að gagnrýna allt dótið þar til eftir að menn setjast í stjórn? Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Odie
Umræðuráð


Skráður þann: 12 Okt 2005
Innlegg: 2878
Staðsetning: sennilega í vinnunni
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 03 Okt 2010 - 19:49:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einhar skrifaði:
Er það einhver misskilningur hjá mér að hlutverk úrskurðarráðs sé að úrskurða um lögmæti keppnismynda og enginn annarr?
Hefur ráðið eitthvað með reglubreytingar að gera?


Við eins og aðrir sem höfum áhuga á þessum vef getum komið með
tillögur að reglum og breytingum. En það er stjórnin sem ræður þegar
allt er á botnin hvorft. Hins vegar þarf stjórn náttúrulega að setja
reglur sem hægt er að fara eftir og raunhæft er að framfylgja.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gúrúinn


Skráður þann: 02 Júl 2007
Innlegg: 280
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 70D
InnleggInnlegg: 11 Des 2010 - 14:37:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til umsjónarmanna vefsins og ráðamanna.

8. sept var auglýst eftir sjálfboðaliðum í eftirfarnandi störf:

Nú vantar sjálfboðaliða til að hjálpa til við stjórn vefsins, óskað er eftir umsóknum í eftirfarandi þrjú ráð:
Umræðuráð
Umræðuráð starfar á spjallborði ljosmyndakeppni.is. Hlutverk þess er að ritstýra umræðum á spjallinu þannig að sem flestir hafi gagn af.
Umsóknir berist í einkapósti til Daníels Starrasonar
Úrskurðarráð
Úrskurðarráð fer yfir ljósmyndir í keppnum, gengur úr skugga um lögmæti mynda í samræmi við keppnisreglur.
Umsóknir berist í einkapósti til Odie
Keppnisráð
Keppnisráðið sér um að ákveða viðfangsefni keppna og vinna keppnislýsingar í kjölfarið.
Umsóknir berist í einkapósti til Snorrab

Tekið verður við umsóknum fram að miðnætti næsta miðvikudags, ég vil endilega hvetja sem flesta að sækja um og leggja sitt af mörkum við starfið á vefnum.

******************

Umsóknarfrestur rann út viku seinna eða 15. nóvember.


Ég sótti um (eins og vonandi fleiri) í keppnisráð. Núna í dag, 11. desember, hef ég ekki fengið svar um hvort umsókn min var samþykkt. Að öllu jöfnu reiknar maður með því að berist ekki svar sé manni hafnað og það er ok svo langt sem það nær. Hins vegar er alltaf verið að tala um að þessi vefur sé rekinn af notendum og það séu þeir sem halda honum uppi. Gott og vel, í þeim anda bauð ég mig fram.

Mér finnst hins vegar lágmark að þeir sem fram krafta sína í þágu vefsisns séu látnir vita ef þeirrar aðstoðar er ekki óskað. Það reyndar skýtur að mér finnst skökku við að manni sé yfirhöfuð hafnað í ljósi þess að það er alltaf verið að tala um að það séu svo fáir í ráðunum og sem vilji starfa sem sjálfboðaliðar, þannig að þegar einhver býður sig fram hvers vegna er hann ekki samþykktur nánast sjálfkrafa?

Ég vil fá svör við eftirfarandi upplýsingum (í ljósi laga um upplýsingalög og almenna kurteisi)

Er það mikil ásókn í sjáfboðastórfin?
Tekur það marga mánuði að sía út umsóknir?
Hvers vegna eru menn sem sækja um ekki ekki sjálfkrafa teknir inn?
Er einhver sía í gangi - þarf maður að vera í einhverri klíku til að komast "til valda"?
Hers vegna er ekki látið vita strax ef maður er ekki samþykktur?

Og til að fyrirbyggja allan misskilning:

Ég dreg umsókn mína til baka!

Ég hef boðið fram krafta mína áður þegar það var auglýst eftir sjálfboðaliðum. Þá var mér hafnað (eins og ég geri ráð fyrir að hafi gerst í þetta sinn.) Ég hlusta því ekki lengur á væl þess efnis að það séu svo fáir í ráðum og og það sé svo mikið að gera fyrir þá. Ég hef hins vegar ekki lyst á að reyna að þjóna samfélagi sem byggist á klíkuskap að því það virðist vera og spurning hvort maður nenni að vera hér mikið lengur. Samt er þessi vettvangur góður að mörgu leyti og þægilegur fyrir byrjendur (sem ég tel mig vera enn eftir öll þessi ár hér.). En þá þarf líka að þiggja aðstoð sem býðst - ekkii síst þegar auglýst er eftir henni.
_________________
Flickr
500px.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Aron
Umræðuráð


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 3859

Olympus OM-2N
InnleggInnlegg: 11 Des 2010 - 17:15:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gúrúinn skrifaði:
Til umsjónarmanna vefsins og ráðamanna.

8. sept var auglýst eftir sjálfboðaliðum í eftirfarnandi störf:

Nú vantar sjálfboðaliða til að hjálpa til við stjórn vefsins, óskað er eftir umsóknum í eftirfarandi þrjú ráð:
Umræðuráð
Umræðuráð starfar á spjallborði ljosmyndakeppni.is. Hlutverk þess er að ritstýra umræðum á spjallinu þannig að sem flestir hafi gagn af.
Umsóknir berist í einkapósti til Daníels Starrasonar
Úrskurðarráð
Úrskurðarráð fer yfir ljósmyndir í keppnum, gengur úr skugga um lögmæti mynda í samræmi við keppnisreglur.
Umsóknir berist í einkapósti til Odie
Keppnisráð
Keppnisráðið sér um að ákveða viðfangsefni keppna og vinna keppnislýsingar í kjölfarið.
Umsóknir berist í einkapósti til Snorrab

Tekið verður við umsóknum fram að miðnætti næsta miðvikudags, ég vil endilega hvetja sem flesta að sækja um og leggja sitt af mörkum við starfið á vefnum.

******************

Umsóknarfrestur rann út viku seinna eða 15. nóvember.


Ég sótti um (eins og vonandi fleiri) í keppnisráð. Núna í dag, 11. desember, hef ég ekki fengið svar um hvort umsókn min var samþykkt. Að öllu jöfnu reiknar maður með því að berist ekki svar sé manni hafnað og það er ok svo langt sem það nær. Hins vegar er alltaf verið að tala um að þessi vefur sé rekinn af notendum og það séu þeir sem halda honum uppi. Gott og vel, í þeim anda bauð ég mig fram.

Mér finnst hins vegar lágmark að þeir sem fram krafta sína í þágu vefsisns séu látnir vita ef þeirrar aðstoðar er ekki óskað. Það reyndar skýtur að mér finnst skökku við að manni sé yfirhöfuð hafnað í ljósi þess að það er alltaf verið að tala um að það séu svo fáir í ráðunum og sem vilji starfa sem sjálfboðaliðar, þannig að þegar einhver býður sig fram hvers vegna er hann ekki samþykktur nánast sjálfkrafa?

Ég vil fá svör við eftirfarandi upplýsingum (í ljósi laga um upplýsingalög og almenna kurteisi)

Er það mikil ásókn í sjáfboðastórfin?
Tekur það marga mánuði að sía út umsóknir?
Hvers vegna eru menn sem sækja um ekki ekki sjálfkrafa teknir inn?
Er einhver sía í gangi - þarf maður að vera í einhverri klíku til að komast "til valda"?
Hers vegna er ekki látið vita strax ef maður er ekki samþykktur?

Og til að fyrirbyggja allan misskilning:

Ég dreg umsókn mína til baka!

Ég hef boðið fram krafta mína áður þegar það var auglýst eftir sjálfboðaliðum. Þá var mér hafnað (eins og ég geri ráð fyrir að hafi gerst í þetta sinn.) Ég hlusta því ekki lengur á væl þess efnis að það séu svo fáir í ráðum og og það sé svo mikið að gera fyrir þá. Ég hef hins vegar ekki lyst á að reyna að þjóna samfélagi sem byggist á klíkuskap að því það virðist vera og spurning hvort maður nenni að vera hér mikið lengur. Samt er þessi vettvangur góður að mörgu leyti og þægilegur fyrir byrjendur (sem ég tel mig vera enn eftir öll þessi ár hér.). En þá þarf líka að þiggja aðstoð sem býðst - ekkii síst þegar auglýst er eftir henni.


Hefuru prufað að senda bréf til SnorraB sem sá um umsókn þína ?


Það er ekki 100% að einhver sem sá um þetta lesi endilega þennan þráð.

Því er alltaf best að nota skilaboðakerfið hérna ef þú vilt vera viss um að þetta berist til þeirra sem þetta á að berast.

Annars er ég sammála þér að það er undarlegt að láta hina ekki vita sem var ekki pláss fyrir í bili eða hvað sem ástæðan var.
_________________
Once upon a time photographers had to manually focus. Then in the 80's they came out with single point center autofocus. Now apparently no one can take a photo with out 5+ autofocus points
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 11 Des 2010 - 17:33:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heill og sæll, flott áminning... en á kannski ekki vel við nema í tilfelli Keppnisráðs. Ég veit ekki betur en að allt hafi gengið eftir á tilsettum tíma við val á ráðherra í Úrskurðar- og Umræðuráð.

Umsækjendur um keppnisráð höfðu samband við Snorra og hann gat því miður ekki sinnt þessu strax, þess vegna dvaldi þetta í nokkrar vikur þar til ég greip í taumana um daginn (eftir ágæta áminningu frá Limbra) og fór ásamt þeim sem virkir voru í gegn um umsóknir. Áður en það var gert var Limbri tekinn inn í ráðið (fyrir klíkuskap, eða öllu heldur til að nýta gagnrýnina sem hann hafði fram að færa).

Núna höfum við tekið nokkra sem sóttu um í september en því er ekki alveg lokið, erfitt að ganga frá því þegar svona langt er liðið.

Gúrúinn skrifaði:
Er það mikil ásókn í sjáfboðastórfin?


Stundum er flott ásókn og þá þurfum við að velja úr sjálfboðaliðum og getum leyft okkur að velja úr þá sem okkur þykja hæfastir og teljum að sé gott að vinna með.

Gúrúinn skrifaði:
Tekur það marga mánuði að sía út umsóknir?


Nei, umóknir í Keppnisráð fóru ekki í réttan farveg ef svo ber skilja... vika er í flestum ef ekki öllum tilvikum nóg.

Gúrúinn skrifaði:
Hvers vegna eru menn sem sækja um ekki ekki sjálfkrafa teknir inn?


Við viljum hafa stjórn á fjöldanum, það er einfaldlegra fljótlegra og þægilegra að hafa litlar grúppur til að starfa með heldur en að annar hver maður sé meðlimur í hinu og þessu ráði.

Gúrúinn skrifaði:
Er einhver sía í gangi - þarf maður að vera í einhverri klíku til að komast "til valda"?


Nei, en það hjálpar... við kjósum aðeins eftir því hvernig við þekkjum notendur hér af vefnum, þ.e.a.s. þeir sem koma vel fram á vefnum og hafa sýnt það að geta hjálpað til eiga betri séns en þeir sem láta lítið fyrir sér fara.

Ég reyni að kjósa þá sem eru virkir og duglegir að pósta, þeir eru líklegri til að taka þátt í ráðinu af heilum hug.

Gúrúinn skrifaði:
Hers vegna er ekki látið vita strax ef maður er ekki samþykktur?


Þú verður látinn vita um leið og þú ert ekki samþykktur, eins og ég segi... það er enn ekki allt frágengið varðandi Keppnisráð.

Gúrúinn skrifaði:
Og til að fyrirbyggja allan misskilning:

Ég dreg umsókn mína til baka!


Gúrúinn skrifaði:
Ég hef boðið fram krafta mína áður þegar það var auglýst eftir sjálfboðaliðum. Þá var mér hafnað (eins og ég geri ráð fyrir að hafi gerst í þetta sinn.) Ég hlusta því ekki lengur á væl þess efnis að það séu svo fáir í ráðum og og það sé svo mikið að gera fyrir þá. Ég hef hins vegar ekki lyst á að reyna að þjóna samfélagi sem byggist á klíkuskap að því það virðist vera og spurning hvort maður nenni að vera hér mikið lengur. Samt er þessi vettvangur góður að mörgu leyti og þægilegur fyrir byrjendur (sem ég tel mig vera enn eftir öll þessi ár hér.). En þá þarf líka að þiggja aðstoð sem býðst - ekkii síst þegar auglýst er eftir henni.


Leitt að heyra, ég ætla að leyfa mér að vitna í sjálfan mig af lokaða Keppnisráðsspjallinu:

Daníel Starrason skrifaði:
Ég fæ mjög fá svör...

Eigum við að athuga hvort 999 og Gúrúinn séu til í að vera með?

Um að gera.


Svo, 999, ef þú lest þetta, viltu vera með í Keppnisráði?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tilkynningar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4
Blaðsíða 4 af 4

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group