Sjá spjallþráð - Smá spegúlering varðandi kosningar í keppnum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Smá spegúlering varðandi kosningar í keppnum
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 08 Sep 2010 - 9:36:58    Efni innleggs: Re: Smá spegúlering varðandi kosningar í keppnum Svara með tilvísun

Dezzice skrifaði:


Ég var að renna yfir myndirnar í Landslagskeppninni og það kom mér alveg hrikalega á óvart að sjá sumar afbragðsgóðar myndir með þó nokkra ása og tvista í einkunnargjöf. Geri mér fullkomlega grein fyrir því að ekki getur öllum þótt það sama fallegt en ef horft er í myndbyggingu myndar og hversu vel hún er tekin og aðra þætti þá ættu þessar myndir tæpast nokkurn tíman skilið 1 sama hvað.

Það fær mann til að hugsa hvort það séu aðilar hérna inni sem viljandi gefi myndum 1 annaðhvort til að reyna að lækka þær í keppnum af því þeir eiga hagsmuna að gæta með sínar eigin myndir eða séu hreinlega bara að vera leiðinlegir.

Ég er nú sjálf ekkert voða mikið fyrir það að smella 10 á allar myndir en það er sama ég er heldur ekki að demba ásum og tvistum á myndir nema myndirnar séu arfaslakar í alla staði.Eins og þú segir er stundum óskiljanlegt af hverju sumar "afbragðsgóðar" myndir fá 1 og 2 í einkunnargjöf. Það eru þó oftast þeir sem sjá stóra galla í annars mjög góðri mynd sem eru hreinlega ófyrirgefanlegir og gefa kanski ekki 1 eða 2 en allavega ekki fullt hús stiga.

Til samanburðar vil ég benda á mynd sem ég var með í keppni ágústmánaðar bæði hér á LMK.is http://www.ljosmyndakeppni.is/resultimage.php?imageid=20378&challengeid=523 og DPChallenge http://www.dpchallenge.com/image.php?IMAGE_ID=905714

Eins og sést er stigagjöfin mjög svipuð, eiginlega eins á báðum stöðum! Það sem ég horfi frekar á er kúrvan í stigagjöfinni, þeir sem gefa mjög lítið eru nokkurn veginn jafnmargir og gefa háa einkunn sem jafnast því alveg út og eftir verður keppni milli stiganna 6-8 sem þýðir án efa hversu góð myndin er í raun og veru.

Á minni mynd er greinilega stór galli á himninum eða það sem vantar af honum. Ég reyndi að fela útbrunninn himinn og þess vegna fékk ég lága einkunn frá þeim sem tóku sérstaklega til greina uppbyggingu myndarinnar. Hefði ég verið LalliSig þá væru norðuljós þarna fyrir ofan en ég er bara ekki LalliSig Wink
Ég hef ekkert tileinkað mér HDR og þar hefði ég kanski nælt mér í hærri einkunn líka.

Svo er annað Dezzice, ég sé ekki betur en þú sjálf sért að gefa óvenju lágt fyrir myndir...meðaltal gefið hjá þér er 4.5 sem þýðir að þú ferð ekki allan skalann í stigagjöf Razz
_________________
DPC fyrir Xilebo Gurrý

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 08 Sep 2010 - 9:48:07    Efni innleggs: Re: Smá spegúlering varðandi kosningar í keppnum Svara með tilvísun

Gurrý skrifaði:
[...]
Svo er annað Dezzice, ég sé ekki betur en þú sjálf sért að gefa óvenju lágt fyrir myndir...meðaltal gefið hjá þér er 4.5 sem þýðir að þú ferð ekki allan skalann í stigagjöf Razz


ZING! Góður punktur Gurrý.

Sá sem gefur hreint meðaltal er með 5,5 í gefna einkunn á síðunni sinni. Svo að þeir sem eru undir þeirri tölu eru svartsýnni en þeir sem eru fyrir ofan töluna.

(Ég er örlítið undir tölunni, en það er vegna þess að ég hef brennt mig á að gefa merktum myndum 1. Sem kemur niður á meðaltalinu.)

-
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Dezzice


Skráður þann: 08 Okt 2006
Innlegg: 69

Canon 7D
InnleggInnlegg: 08 Sep 2010 - 10:44:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er nú reyndar að gefa allan skalann í einkunnagjöf, hef verið að nota ása og upp í tíur og allt þar á milli, þannig það er nú ekki aaaaalveg rétt hjá þér Gurrý Razz Finnst skalinn hér til að nota hann og sit ekki og gef bara öllum 4 eða 5.

En hef gefið í voða fáum keppnum nema bara núna nýlega þannig það er kannski ástæðan fyrir því að stigagjöfin hjá mér er svona lág og eflaust hafa þessar stóru keppnir eitthvað að segja þar sem mér hefur fundist bara mikið af myndunum svona um meðallag.

Finnst bara persónulega ekki við hæfi að gefa mikið meira en 5 fyrir mynd sem er ekkert mikið meira en la la og gef hiklaust neðar ef mynd er alveg í tómu tjóni og ofar ef mér finnst myndin flott og vel gerð.

Ég sé samt ekki að 1 galli í mynd eigi að valda því að mynd fái 1 í einkunn, bara því miður, tja nema þessi galli sé svo hræðilegur að það hreinlega skemmi myndina alla í heild sinni. Ég myndi skilja það ef myndin væri uppbyggð að mörgu leiti á þó nokkrum villum sem væru ófyrirgefanlegar eins og lélegur fókus, eitthvað brennt, litir í rugli, vinnsla hálf ómöguleg osfrv en finnst ég persónulega ekki geta gefið mynd 1 bara af því það er einn hlutur að annars mjög góðri mynd. Ef svo væri væri ég að dunda mér við að gefa öllum 1 hérna inni af því það er eitthvað hægt að finna að öllu myndum held ég Wink

Finnst þú persónulega ekki hafa átt skilið tvista og þrista fyrir þessa mynd Gurrý, enda gaf ég þér 7 sjálf Wink
_________________
Villý
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
jongud


Skráður þann: 20 Jan 2007
Innlegg: 687

Nikon D300
InnleggInnlegg: 08 Sep 2010 - 14:31:02    Efni innleggs: Re: Smá spegúlering varðandi kosningar í keppnum Svara með tilvísun

Gurrý skrifaði:


Til samanburðar vil ég benda á mynd sem ég var með í keppni ágústmánaðar bæði hér á LMK.is http://www.ljosmyndakeppni.is/resultimage.php?imageid=20378&challengeid=523 og DPChallenge http://www.dpchallenge.com/image.php?IMAGE_ID=905714

Eins og sést er stigagjöfin mjög svipuð, eiginlega eins á báðum stöðum! Það sem ég horfi frekar á er kúrvan í stigagjöfinni, þeir sem gefa mjög lítið eru nokkurn veginn jafnmargir og gefa háa einkunn sem jafnast því alveg út og eftir verður keppni milli stiganna 6-8 sem þýðir án efa hversu góð myndin er í raun og veru.


Þetta er mikið rétt hjá Gurrý, báðar kepnirnar gefa nokkurnvegin sömu einkun og stigin eru normaldreifð kringum töluna 6. Það er enn meira áberandi hjá dpchallenge af því að stigagjafar eru fleiri.
Sumir gefa á skalanum 1-6 og aðrir á skalanum 5-10. Þessir aðilar eru SAMT að gefa þeim myndum sem þeim finnst betri hærri einkunn en þeim sem myndum sem eru þeim síður að skapi og tjakka þar með meðaleinkunn "betri" myndanna upp.

Vegna þessara tölfræðireglna er ég sannfærður um að svo lengi sem fjöldi þeirra sem kjósa sé yfir 100 sé kosningin réttlát.
_________________
Bakið ykkur ekki reiði guðanna
http://www.flickr.com/photos/rustarotta
http://picasaweb.google.com/jong204
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5
Blaðsíða 5 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group