Sjá spjallþráð - Smá spegúlering varðandi kosningar í keppnum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Smá spegúlering varðandi kosningar í keppnum
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Dezzice


Skráður þann: 08 Okt 2006
Innlegg: 69

Canon 7D
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 13:22:51    Efni innleggs: Smá spegúlering varðandi kosningar í keppnum Svara með tilvísun

Nú er þetta kannski búið að koma upp oftar en einu sinni og ef svo er biðst ég afsökunnar. Hef ekki mikið verið hér inni undanfarið. Vonandi að engin taki þetta nærri sér heldur enda ekki meint sem skot á einn eða neinn.

Ég var að renna yfir myndirnar í Landslagskeppninni og það kom mér alveg hrikalega á óvart að sjá sumar afbragðsgóðar myndir með þó nokkra ása og tvista í einkunnargjöf. Geri mér fullkomlega grein fyrir því að ekki getur öllum þótt það sama fallegt en ef horft er í myndbyggingu myndar og hversu vel hún er tekin og aðra þætti þá ættu þessar myndir tæpast nokkurn tíman skilið 1 sama hvað.

Það fær mann til að hugsa hvort það séu aðilar hérna inni sem viljandi gefi myndum 1 annaðhvort til að reyna að lækka þær í keppnum af því þeir eiga hagsmuna að gæta með sínar eigin myndir eða séu hreinlega bara að vera leiðinlegir.

Ég er nú sjálf ekkert voða mikið fyrir það að smella 10 á allar myndir en það er sama ég er heldur ekki að demba ásum og tvistum á myndir nema myndirnar séu arfaslakar í alla staði.

Mér þætti gaman að sjá einkunnargjöfinni vera breytt þannig að ef menn ætli sér að gefa einkunn á bilinu 1-3 (eða 1-4) að þá verði þeir að setja athugasemd sem innihaldi einmitt afhverju þetta sé þeirra álit að myndin sé ekki að gera sig. Þetta myndi þá gefa þeim sem virkilega eru ekki með góðar myndir tækifæri á því að fá mjög mikið af góðum kommentum til að bæta sig þar sem það virðist náttúrulega frekar vera sú lenska að gefa góðu myndunum komment í stað þeirra sem eru svona í slakari kanntinum og þetta myndi kannski að einhverju leiti koma í veg fyrir það að menn dembi svona leiðindareinkunnum á myndir sem ekki eiga það skilið.

Veit vel að ef menn ætla sér að vera leiðinlegir þá gefa þeir lélega einkunn sama hvað en þetta kannski kæmi smá í veg fyrir svona "hit and run" vote sem er gagngert gert til að skemma fyrir öðrum.
_________________
Villý
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
tótib


Skráður þann: 06 Jan 2010
Innlegg: 198

Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 13:28:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sammála, hef nefnt þetta tvisvar eða þrisvar inn á þráðum hérna. Væri upplagt að skylda menn sem eru að gefa 1-4 að útskýra hversvegna þeir gefa myndum svona lága einkunn. Held að lágum einkunnum myndi snarfækka Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/thorb59/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
verZus


Skráður þann: 12 Okt 2006
Innlegg: 11
Staðsetning: London
Kodak EasyShare P850
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 13:30:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er sammála, ekki myndi þetta eingöngu koma veg fyrir að fólk sé vísvitandi að reyna að ná myndum niður, heldur myndi þetta hjálpa amatörum eins og mér að skilja hvað það er sem ég er að gera vitlaust Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 13:33:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

thorb59 skrifaði:
Sammála, hef nefnt þetta tvisvar eða þrisvar inn á þráðum hérna. Væri upplagt að skylda menn sem eru að gefa 1-4 að útskýra hversvegna þeir gefa myndum svona lága einkunn. Held að lágum einkunnum myndi snarfækka Smile


Af hverju þarf lágum einkunnum að snarfækka ?

Ég sé mig skyldugan til að segja það sama hér og í öllum öðrum umræðum um þetta mál.


a) Lágum einkunnum fækkar, enginn græðir. Niðurstaðan verður eingöngu minna frelsi í kosningum.

b) Af hverju í ósköpunum á fólk frekar að þurfa að útskýra lágar einkunnir frekar en háar? Að mínu mati eiga myndir sjaldan skilið 10, kannski ein í hverri keppni. Aldrei sér maður neinn væla yfir því að eiga slaka mynd en einhver bjáni kaus samt 10...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
BKG


Skráður þann: 18 Maí 2008
Innlegg: 2840
Staðsetning: Ísland
Cannon e-ð
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 13:35:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er búið að ræða þetta í bak og fyrir og án niðurstöðu.

Það verða alltaf einhverjir sem gefa myndum 1 í einkunn "af því að ég þoli ekki ketti" sama hvursu góð myndin er.
_________________
www.bkortphotography.zenfolio.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 13:35:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég vill að menn útskýri miðlungseinkanir...
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Dezzice


Skráður þann: 08 Okt 2006
Innlegg: 69

Canon 7D
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 13:38:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér fannst nú reyndar svolítið spes líka að menn séu að draga myndir niður í kosningum af því myndefnið er "klisjukennt" eða þeir þola ekki ketti Laughing

Ef 10-urnar fara fyrir brjóstið á mönnum líka á slæmum myndum þá um að gera að fá útskýringu á þær líka Laughing Held nú samt að það sé algengara að lélegar einkunnir séu notaðar til að draga virkilega góðar myndir niður í staðin fyrir það að menn séu að gefa ofur góðar einkunnir á arfaslakar myndir.

Greinlegt að það eru skiptar skoðanir á þessu eins og mörgu öðru Wink

Tek það fram að ég á barasta enga mynd í þessum keppnum og er því ekkert að væla yfir því að einhver hafi verið vondur og gefið mér vonda einkunn. Razz Fór bara að skoða myndirnar í topp sætunum og renna í gegnum myndirnar sem mér fundust góðar og fannst það virkilega spes að sjá þessar myndir með nokkra ása, tvista og þrista.
_________________
Villý
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Kari Fannar


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 260
Staðsetning: Akureyri
Nikon D90
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 13:48:43    Efni innleggs: Lágar einkunir Svara með tilvísun

Ég persónulega eins og hefur komið fram áður er ekki hrifin af því að sjá svona margar mjög lágar einkunir og þekki ég t.d einn sem gaf öllum myndum með sjó í 1 í landslagskeppninni á þeim grundvelli að sjór væri ekki land sem mér persónulega finnst algjörlega út í hött.

Þó mér finnist þetta fáránlegt að gefa ás fyrir mynd sem viðkomandi líkar ekki án þess að reyna að greina myndina og gefa einkunn fyrir þætti í henni eins og myndbyggingu- mótíf- vinnslu- ofl ofl. Þá finnst mér ennþá fáránlegra að skylda fólk til að commenta á lágar einkunir frekar en háar - annað hvort væri það skylda að commenta á allars myndir eða enga og held ég að það myndi draga verulega úr kosningarsókn ef maður neyddist til að commenta á 150 myndir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Dezzice


Skráður þann: 08 Okt 2006
Innlegg: 69

Canon 7D
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 14:16:19    Efni innleggs: Re: Lágar einkunir Svara með tilvísun

Kari Fannar skrifaði:
Ég persónulega eins og hefur komið fram áður er ekki hrifin af því að sjá svona margar mjög lágar einkunir og þekki ég t.d einn sem gaf öllum myndum með sjó í 1 í landslagskeppninni á þeim grundvelli að sjór væri ekki land sem mér persónulega finnst algjörlega út í hött.

Þó mér finnist þetta fáránlegt að gefa ás fyrir mynd sem viðkomandi líkar ekki án þess að reyna að greina myndina og gefa einkunn fyrir þætti í henni eins og myndbyggingu- mótíf- vinnslu- ofl ofl. Þá finnst mér ennþá fáránlegra að skylda fólk til að commenta á lágar einkunir frekar en háar - annað hvort væri það skylda að commenta á allars myndir eða enga og held ég að það myndi draga verulega úr kosningarsókn ef maður neyddist til að commenta á 150 myndir.


Ég er sammála því að ef það þarf að gefa öllum myndum komment og myndirnar eru eins og núna yfir 150 þá er þetta dottið um sjálft sig og fólk nennir ekki að kjósa.

Finnst bara lélegt að fólk sjái sig knúið að spila svona leiki í kosningum að gefa góðum myndum lélegar einkunnir útaf því það er afbrýðisamt eða hefur annarra hagsmuna að gæta. Væri óskandi að það fyndist einhver aðferð til að loka á þannig stig eða í það minnsta hefta þau á einhvern hátt.
_________________
Villý
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
HjaltiVignis


Skráður þann: 09 Ágú 2007
Innlegg: 1515

Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 14:24:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Svo er líka hægt að skoða hvern notanda fyrir sig og sjá hversu lágar einkunnir fólk gefur, þannig væri hægt að finna út þessa notendur sem stunda það að gefa fólki lága einkunn til að upphefja sínar eigin myndir.

Væri flottast ef hægt væri að sortera einkunargjafir þannig að það sæist hvaða einkun fólk gæfi í keppnum sem það tekur sjálft þátt í og svo þegar það gefur einkun í keppnum sem það tekur ekki þátt í.
_________________
Hjalti Vignis Flickr
HjaltiVignis
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
abvidars


Skráður þann: 24 Júl 2009
Innlegg: 599
Staðsetning: Akranes
Nikon D60
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 14:26:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef óbilandi trú á fólkinu og er viss um að lang-lang stærsti meirihlutinn hér kýs af heillindum og eftir sinni sannfæringu um hvað hver mynd eigi að fá af stigu Very Happy m
_________________
Ása B
http://www.flickr.com/photos/abvidars/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
HjaltiVignis


Skráður þann: 09 Ágú 2007
Innlegg: 1515

Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 14:29:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

abvidars skrifaði:
Ég hef óbilandi trú á fólkinu og er viss um að lang-lang stærsti meirihlutinn hér kýs af heillindum og eftir sinni sannfæringu um hvað hver mynd eigi að fá af stigu Very Happy m
það er eflaust rétt þar sem bestu myndirnar eru í 99% tilvikum efstar hverju sinni.
_________________
Hjalti Vignis Flickr
HjaltiVignis
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Dezzice


Skráður þann: 08 Okt 2006
Innlegg: 69

Canon 7D
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 15:22:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

HjaltiVignis skrifaði:
abvidars skrifaði:
Ég hef óbilandi trú á fólkinu og er viss um að lang-lang stærsti meirihlutinn hér kýs af heillindum og eftir sinni sannfæringu um hvað hver mynd eigi að fá af stigu Very Happy m
það er eflaust rétt þar sem bestu myndirnar eru í 99% tilvikum efstar hverju sinni.


Ég reyndar er ekki alveg sammála þessu. En ætli þetta sé ekki alltaf álitamat hvers og eins. Mér finnast stundum virkilega flottar myndir tapa stigum af því þær heilla ekki fjöldan eða eru of unique. Myndirnar eru kannski að mörgu leiti ofboðslega vel teknar og útfærðar en af því myndefnið er ekki svona mass appeal að þá komast þær ekki áfram.

En ég hef nú samt trú á því að stór hópur fólksins kjósi af sanngirni en ekki leiðindum.

Ég hef nú samt stundum furðað mig á uppröðun á sætunum hérna inni, þ.e. mér hefur ekki fundist besta myndin hafa unnið eða verið yfir höfuð í topp þremur eeeen fegurðarmat hvers og eins er persónulegt og væntanlega erfitt að vera sammála alltaf hvað það varðar.
_________________
Villý
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Frisk


Skráður þann: 17 Jún 2008
Innlegg: 567
Staðsetning: Reykjavík
5D mark III
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 15:24:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er eitt sem ég hefði gaman af að sjá, og það er mat á því hversu mikil fylgni er milli einkunnagjafa manna og meðaleinkunna myndanna.

Þetta myndi gefa mat á hversu mikinn "meðaltalssmekk" fólk hefur - nokkuð sem sumir myndu ekki telja áhugavert.

Ef einhver gæfi einkunnir af handahófi, eða gæfi öllum sömu einkunn, þá væri fylgnistuðull viðkomandi 0 - einhver sem gæfi myndum lágt sem aðrir gæfu hátt (og öfugt) myndi hafa neikvæðan stuðul og "meðaljóninn" myndi hafa jákvæðan stuðul, sem væri því nær 1.00 sem viðkomandi væri meira í takt við meðaleinkinnina.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Dezzice


Skráður þann: 08 Okt 2006
Innlegg: 69

Canon 7D
InnleggInnlegg: 07 Sep 2010 - 15:25:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

HjaltiVignis skrifaði:
Svo er líka hægt að skoða hvern notanda fyrir sig og sjá hversu lágar einkunnir fólk gefur, þannig væri hægt að finna út þessa notendur sem stunda það að gefa fólki lága einkunn til að upphefja sínar eigin myndir.

Væri flottast ef hægt væri að sortera einkunargjafir þannig að það sæist hvaða einkun fólk gæfi í keppnum sem það tekur sjálft þátt í og svo þegar það gefur einkun í keppnum sem það tekur ekki þátt í.


Mér þætti reyndar svolítið gaman að sjá einmitt hvernig menn eru að skipta niður stigunum í keppnum sem þeir taka þátt í, þ.e. hversu margar 5-ur þeir gáfu osfrv.

En það er náttúrulega eflaust biluð vinna fyrir stjórnendur að ætla að sitja og skoða hvern einasta notanda og hvernig hann skiptir niður sínum einkunnum en það myndi kannski standa óneitanlega mikið út úr ef einhverjir x notendur gefa ítrekað alveg meirihluta mynda ás eða eitthvað álíka.

Ekki það að það er svosem hægt að forrita allt á þá vegu að notandi sé "red flag-aður" ef hann sýnir einhverja x hegðun.
_________________
Villý
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 1 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group