Sjá spjallþráð - Að fá endurgreiddan ofgreiddan VSK eftir innfl. á myndavél? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Að fá endurgreiddan ofgreiddan VSK eftir innfl. á myndavél?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
force_majeure


Skráður þann: 27 Maí 2010
Innlegg: 34

Nikon D90
InnleggInnlegg: 30 Ágú 2010 - 20:55:55    Efni innleggs: Að fá endurgreiddan ofgreiddan VSK eftir innfl. á myndavél? Svara með tilvísun

Sælt veri fólkið,

langaði að forvitnast hvort einhver hér hefði farið í að fá endurgreiddan frá Hinu opinbera virðisaukaskatt sem var ofrukkaður, og haft erindi sem erfiði.

Ég fór sumsé til Danmerkur í sumar og keypti mér myndavél. Hafði samið við búðina að fá endurgreiddan danska virðisaukann, þar sem ég væri að flytja vélina heim og ætlaði mér að greiða af henni þar. Þetta var auðsótt mál, ég fengi vsk endurgreiddan inná danskan bankareikning gegn því að ég sendi þeim vörureikninginn stimplaðan af danska tollinum á Kastrup. Þetta gekk allt eftir.

Það er hins vegar við heimkomuna sem ég segi farir mínar ekki sléttar. Þar fór ég eins og löghlýðnum borgara sæmir í rauða hliðið og greiddi af vélinni. Stóð fastur á því að ég ætlaði aðeins að greiða af nettó kaupverði skv. vörureikningi, þ.e. kaupverð fyrir utan danska vsk-inn, þar sem ég fengi hann endurgreiddan. Vakthafandi tollembættismaður sýndi mér skilning, viðurkenndi að þetta væri fáránlegt, en að starfsreglur hans væru skýrar: ef ég gæti ekki sýnt fram á að hafa fengið danska virðisaukann endurgreiddan þá yrði hann að rukka af þeirri upphæð líka, sumsé af heildarkaupverði með danska vsk (brúttó).

Þarna var ég staddur milli steins og sleggju því búðin ætlaði ekki að endurgreiða mér fyrr en ég væri kominn heim svo ég varð auðsjáanlega að greiða af vélinni áður en ég fengi endurgreitt frá búðinni, sem ég náttúrlega síðan gerði. Og er þá komið að tilgangi þessa pósts: hefur einhver hér lent í svipuðu og farið í að fá tollyfirvöld til að endurgreiða þennan ofrukkaða vsk? Er það eitthvað sem maður ætti að nenna að standa í?

Svo er allt annar handleggur að maður sé rukkaður fyrir áætlaðan flutnings og vátryggingarkostnað, sem í mínu tilfelli slagaði hátt uppí 32.500 kr. ferðamannaafsláttinn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Skynet


Skráður þann: 27 Mar 2006
Innlegg: 256

Nikon D300
InnleggInnlegg: 30 Ágú 2010 - 21:05:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Spurningin er náttúrulega hversu mikið þú býst við að fá endurgreitt og þá hvort það borgi sig að standa í stappi við skattinn um endurgreiðslu. Ef þú ert staðráðinn í að fá þetta leiðrétt hlýtur þú að hafa samband við ríkisskattstjóra og sýnir fram á að þeir hafi rukkað þig of mikið.
_________________
flikur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 30 Ágú 2010 - 23:29:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Af hverju í fáránleikanum eru þeir að rukka þig um vsk af áætluðum flutningskostnaði? Hvaðan kemur það eiginlega?
Það nær ekki nokkurri átt.
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 0:17:59    Efni innleggs: Re: Að fá endurgreiddan ofgreiddan VSK eftir innfl. á myndav Svara með tilvísun

Ég gerði það nákvæmlega sama, keypti vél í Danmörku og það var ekkert mál í mínu tilfelli að greiða íslenska vaskinn aðeins af nettóupphæðinni þótt ég ætti eftir að fá danska skattinn endurgreiddan (sem gerðist svo talsvert síðar). Þetta var árið 2007 - kannski hafa reglurnar breyst en mér finnst samt mun líklegra að þetta sé bara einhver ósveigjanleiki í tollverðinum.

Tilvitnun:
Svo er allt annar handleggur að maður sé rukkaður fyrir áætlaðan flutnings og vátryggingarkostnað, sem í mínu tilfelli slagaði hátt uppí 32.500 kr. ferðamannaafsláttinn.

Ég lenti líka í þessu - þ.e. var látinn borga vsk. af áætluðum flutningskostnaði.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 0:21:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tryptophan skrifaði:
Af hverju í fáránleikanum eru þeir að rukka þig um vsk af áætluðum flutningskostnaði? Hvaðan kemur það eiginlega?
Það nær ekki nokkurri átt.


Afþví að virðisaukinn þarf að taka til kostnaðinn við innflutning til þess að hann virki rétt. Þegar búð flytur inn vörur og leggur út kostnað við vöruna, selur hana svo með álagninu verður til _virðisauki_. Virðisaukaskatturinn á í þeoríu að leggjast á þetta aukna virði vörunnar, en ekki virka eins og söluskattur sem er skattur sem hækkar verð vörunnar án tillits til virðisaukans sem verður til með viðskiptunum. Með öðrum orðum, þeir sem auka virði vöru mikið borga hærri vsk heldur en þeir sem leggja lítið á, og þeir sem selja voru með tapi borga engan virðisauka.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
force_majeure


Skráður þann: 27 Maí 2010
Innlegg: 34

Nikon D90
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 9:16:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er ekki það há upphæð að hún skipti mig öllu máli peningalega séð. Málið er miklu meira prinsipplegt heldur en peningalegt. Og þess vegna er ég að tékka hvort einhver hafi fengið þetta í gegn, til að sjá hvort ég eigi að nenna að standa í þessu.

VSK á innfluttri vöru er rukkaður af vöruverði + flutningskostnaði. Það er mér engu að síður óskiljanlegt af hverju tollararnir í rauða hliðinu rukka flutningskostnað og vátryggingargjald þegar maður kemur með hlut í handfarangri á eigin ábyrgð. Ég væri alveg til í að heyra lögfróða segja mér hvernig það kemur heim og saman við t.d. samninga um frjáls viðskipti.

Þetta áætlaða flutningskostnaðar/vátryggingargjald er eiginlega þess valdandi að maður hugsar sig tvisvar um áður en maður ákveður að greiða af vörunni eins og löghlýðnum borgara sæmir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 9:26:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, þetta eru alveg fáránlegar reglur eiginlega. Vona að það gangi vel hjá þér ef þú ákveður að fara útí þetta.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Kari Fannar


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 260
Staðsetning: Akureyri
Nikon D90
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 10:00:12    Efni innleggs: Skatturinn Svara með tilvísun

Mín reynsla af skattinum þó það hafi verið öðruvísi tilfelli er vægast sagt hræðileg-

Þeir voru með studioljós sem ég átti, í fleiri mánuði eftir að hafa átt þau erlendis í 11 mánuði og eina viku (náði ekki ári- tók þó sumarfrí á launum heima sem hefði komið þessu í ár með smá sveigjanleika- eftir því sem ég skil þessar reglur) Eftir næstum því árs baráttu náði ég að koma þessu niður í eðlilegan fullan VSK (ekki á kaupgengi heldur einhverju meðalgengi sem kostaði svo sannarlega sitt) með massa klíkuskap (sem seinasta úrræði) en ekki upphæð sem samsvaraði verði á nýjum ljósum hér heima sem þeir vildu fyrst. Vissi ekki af möguleikum um mögulega að fa skattinn endurgreidan úti þegar ég keypti þetta né að ég þyrfti að borga skatt þegar ég kæmi heim að þetta góðum tíma liðnum- sem er náttúrulega kannski einfaldleiki að minni hálfur

Tók bara 2 1/2 mánuð að fá þá til að samþykkja að þetta væri ljósmyndabúnaður en ekki ljós sem eru í einhverjum svæsnum tollaflokki. Endaði með að Beco hjálpaði mér með að gefa mér upp hvernig þeir tolla þetta- Þá komst upphæðin sem þeir vildu í sirka 100.000 fyrir studioljós sem kostuðu á þessum tíma í kringum 150-160 hér heima. Gafst svo upp í rúmum 70.000 sem þetta var komið í með tengslum við fyrrum tollstjóra ásamt 40-50 símtölum-tölvupóstum og heimsóknum.

Þetta var eiginlega bara svona kerfistrauma enda er ég búinn að röfla um þetta hérna á lmk nokkrum sinnum í gegnum tíðina Wink

Mín reynsla af skattinum er því "computer says no" - Ef þetta er ekki há upphæð eins og þú segir þá myndi ég sennilega ekki nenna að standa í þessu nema þá mögulega fyrir principið - þeir eru stiltir á auto-reply = No samkvæmt minni reynslu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Mikki


Skráður þann: 02 Jan 2006
Innlegg: 669
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon EOS 30D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 13:03:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

já, tollurinn er soldið spes, og svona vinnubrögð í flughöfnum þekkjast vart annarstaðar

en þetta með að rukka fyrir ímyndaðan flutning er bara fásinna, það þarf ekkert að áætla eða ímynda sér einhvern flutningskostnað, hann er til staðar

þ.e. maður er búinn að kaupa flug með t.d. Icelandair, og borgar þeim til að flytja mann og farangurinn mans á milli landa, ég geri ráð fyrir því að allir þurfi að borga vsk. af þeim miða

þannig að það er búið að borga vsk. af flutningnum, það er mjög hæpið finnst mér að krefjast greiðslu vsk. af ímyndaðri þjónustu sem aldrei var lagt út fyrir
_________________
Flickr-ið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 13:08:06    Efni innleggs: Re: Að fá endurgreiddan ofgreiddan VSK eftir innfl. á myndav Svara með tilvísun

force_majeure skrifaði:

Svo er allt annar handleggur að maður sé rukkaður fyrir áætlaðan flutnings og vátryggingarkostnað, sem í mínu tilfelli slagaði hátt uppí 32.500 kr. ferðamannaafsláttinn.


Ég segi nú bara upp á mína bestu ensku: what the fuck!?!

-
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 14:26:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég segi nú bara: Good luck.
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 19:10:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mikki skrifaði:
þ.e. maður er búinn að kaupa flug með t.d. Icelandair, og borgar þeim til að flytja mann og farangurinn mans á milli landa, ég geri ráð fyrir því að allir þurfi að borga vsk. af þeim miða

Þú borgar hvergi virðisaukaskatt af flugi.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Mikki


Skráður þann: 02 Jan 2006
Innlegg: 669
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon EOS 30D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 19:26:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skipio skrifaði:
Mikki skrifaði:
þ.e. maður er búinn að kaupa flug með t.d. Icelandair, og borgar þeim til að flytja mann og farangurinn mans á milli landa, ég geri ráð fyrir því að allir þurfi að borga vsk. af þeim miða

Þú borgar hvergi virðisaukaskatt af flugi.


nú, borgar maður ekki vsk. af flugmiðum???

þetta er nú bara samt asnalegt..... Cool
_________________
Flickr-ið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Gunnlaugur


Skráður þann: 09 Jún 2006
Innlegg: 230

CANON
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 19:27:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fór eitt sinn í rauða hliðið með linsu sem ég keypti erlendis eins og löghlýðnum borgara ber. Var þá rukkaður um virðisauka af ímynduðum flutnings og vátryggingarkostnaði. Sú upphæð er einhver prósenta af virði hlutarins, þeim mun dýrari hlutur þeim mun hærra gjald. Hef aldrei geta skilið þessa gjaldheimtu, að geta rukkað af ímynduðum gjaldstofni, hef reyndar aldrei nennt að gera neitt í þessu enda ekki um háa fjárhæð að ræða hjá mér. Upphæðin var þó svipuð eins og það sem heimilt er að koma með heim tollfrjálst sem ferðamaður. Fæ ekki skilið þennan gjaldstofn þar sem hann ætti að vera mismunandi eftir lengd flugs, tegund miða osf, sbr Saga class til USA er dýrara en lægsti fargjaldaflokkur til Evrópu.
Þakka þó fyrir að flutningur var ekki reiknaður af flugfargjaldi þar sem hlutur var keyptur í Singapore!
Eftir þessa reynslu hefur ekki hvarflað að mér að versla sjálfur dýra hluti á ferðalögum erlendis. Tel yfirleitt ódýrara að panta á netinu og láta senda heim. Netverð yflirleitt lægri en út úr búð úti. Sömuleiðis er flutningskostnaður og trygging ekki hærri en þessi ímyndaði gjaldstofn sem tollurinn leggur á í Leifsstöð, amk. fyrir dýrari hluti, eftir stendur kannski kr 7500 sem er VSK af þessum 30þús sem maður má koma heim með sem einstakan hlut.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 20:09:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég ráðlegg þér hiklaust að hringja í RSK og fá ráðleggingar. Fólkið sem vinnur þarna vill gjarnan hjálpa þeim sem leita aðstoðar í málum sem þessum.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group