Sjá spjallþráð - Smá uppástunga :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Smá uppástunga

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Hilmar Trausti


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 372
Staðsetning: Akureyri
Canon 400D
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2010 - 17:15:51    Efni innleggs: Smá uppástunga Svara með tilvísun

Langaði til að varpa fram hugmynd af nokkurskonar gagnagrunni sem væri aðgengilegur hér á heimasíðunni.
Ég held að flest okkar hafi ekkert á móti því að láta áhugamálið gefa af sér aukapening og einnig að fá nýjar áskoranir. Væri því ekki brilliant hugmynd að hafa lista með nöfnum okkar hér sem utanaðkomandi gæti litið á. Fólk er alltaf að leita sér af áhugaljósmyndara til að mynda brúðkaup og önnur tilefni. Einnig gætu fjölmiðlar nýtt sér þetta þegar mynda þarf eitthvert smáræði út á landi. Langaði til að heyra hvað öðrum finnst um þetta.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2010 - 17:34:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Munið að skoða spjallflokkana, fært í Uppástungur fyrir vef.

Er ekki gallinn við þessa hugmynd sá að það er í eðli sínu ólöglegt fyrir áhugaljósmyndara að auglýsa sig sem ljósmyndara?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hilmar Trausti


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 372
Staðsetning: Akureyri
Canon 400D
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2010 - 17:39:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jú, grunaði reyndar að þetta væri kolólöglegt, en þó eru meðlimir hérna að auglýsa sig í undirtexta. Og einnig er fólk að spyrjast fyrir á vefnum eftir ljósmyndurum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Örlish


Skráður þann: 09 Apr 2005
Innlegg: 52
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 13:17:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er einmitt í þeim sporum að vera að leita af ljósmyndara í brúðkaupið mitt. Mæli þið með einhverjum sérstökum. Er aðalega að spá í brúðkaupið sjálft og myndatöku eftir það.

Er búinn að vera óvirkur hérna í langan tíma.
_________________
http://www.flickr.com/photos/orvars/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Throstur145


Skráður þann: 30 Nóv 2008
Innlegg: 545

Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 13:39:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Örlish skrifaði:
Ég er einmitt í þeim sporum að vera að leita af ljósmyndara í brúðkaupið mitt. Mæli þið með einhverjum sérstökum. Er aðalega að spá í brúðkaupið sjálft og myndatöku eftir það.

Er búinn að vera óvirkur hérna í langan tíma.


Margir góðir "ljósmyndarar" til.
Hér er linkur á nokkra.

http://ja.is/hradleit/?q=Lj%C3%B3smyndarar%20og%20lj%C3%B3smyndastofur
_________________
Þröstur Unnar
897-1955
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Mikki


Skráður þann: 02 Jan 2006
Innlegg: 669
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon EOS 30D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 13:40:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Örlish skrifaði:
Ég er einmitt í þeim sporum að vera að leita af ljósmyndara í brúðkaupið mitt. Mæli þið með einhverjum sérstökum. Er aðalega að spá í brúðkaupið sjálft og myndatöku eftir það.

Er búinn að vera óvirkur hérna í langan tíma.
www.larus.is

annars varðandi upphafsinnleggið, þá er þetta náttlega kolólöglegt

en það eru leiðir til að fara framhjá lögunum, t.d. auglýsa ljósmyndir til sölu

þú myndir t.d. auglýsa landslagsmyndir til sölu, þá er vitað að þú er soldið að taka þannig myndir, þá er hægt að fá þig til að taka landslagsmyndir, selur svo myndirnar eftirá

að því er ég best veit þá er það löglegt
_________________
Flickr-ið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 13:49:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Iss, það er algjör málamyndagjörningur. Ef einhver segir: "Heyrðu manni, farðu upp að Heklurótum og taktu myndirnar sem mig vantar, og ég borga bensínið og kaupi svo myndirnar af þér þegar þú kemur heim", þá ertu náttúrulega að taka að þér verkefni. Það er hundalókík og útursnúningur að reyna að segja eitthvað annað.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Mikki


Skráður þann: 02 Jan 2006
Innlegg: 669
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon EOS 30D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 13:56:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
Iss, það er algjör málamyndagjörningur. Ef einhver segir: "Heyrðu manni, farðu upp að Heklurótum og taktu myndirnar sem mig vantar, og ég borga bensínið og kaupi svo myndirnar af þér þegar þú kemur heim", þá ertu náttúrulega að taka að þér verkefni. Það er hundalókík og útursnúningur að reyna að segja eitthvað annað.


það er alveg rétt hjá þér, enda sagði ég "það eru leiðir til að fara framhjá lögunum"

í rauninni er ég ekkert hrifin af því þegar áhugamenn auglýsa sig, það eru lög í landinu og þeim ber að fylgja
_________________
Flickr-ið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 14:09:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Stofna myndabanka og selja myndir margra þar. Sjálfsagt að þeir sem eru að leita að einhverju ákveðnu myndefni setji fram óskir sínar þar til þess að auðvelda ljósmyndurunum að uppfylla þær. Málið er að allir sjá þær óskir, ekki bara einhver einn og því ekki hægt að segja að það sé launað verkefni. Ég efast um að þetta sé verkefni fyrir þennan vef.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Geirix


Skráður þann: 05 Apr 2010
Innlegg: 899
Staðsetning: Bak við linsuna
Pentax K5 IIs
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 14:14:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er óvitlaust að stofna myndabanka, það er löglegt og væri ekkert óvitlaust fyrir t.d. Ljósmyndakeppni þar sem að þá fengi LMK X prósentur fyrir sölu á myndum sem gætu komið upp í rekstur og annað varðandi útleigu á búnaði.

Ekkert ólöglegt við það - eiginlega bara frábær hugmynd.
_________________
If it has a ring tone, it's not a camera!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 14:38:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ein smá spurning. Ég tók eitt sinn að mér ljósmyndaverkefni fyrir erlendan viðskiptavin. Myndatakan fór fram hér á landi.

Hvernig stendur það lagalega? Hef stundum spáð í þetta. Það kom aldrei til tals hvort ég hefði farið í iðnskólann eða hefði próf frá einhverju listaskóla eins og er væntanlega vaninn ytra, þeir skoðuðu bara myndirnar mínar og vildu fá mig í verkið.
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 15:10:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
Ein smá spurning. Ég tók eitt sinn að mér ljósmyndaverkefni fyrir erlendan viðskiptavin. Myndatakan fór fram hér á landi.

Hvernig stendur það lagalega? Hef stundum spáð í þetta. Það kom aldrei til tals hvort ég hefði farið í iðnskólann eða hefði próf frá einhverju listaskóla eins og er væntanlega vaninn ytra, þeir skoðuðu bara myndirnar mínar og vildu fá mig í verkið.
Þetta er grátt svæði. Sjálfsagt segja þeir sem hafa lokið sveinsprófi í ýmist almennri ljósmyndun eða persónuljósmyndun að Iðnaðarlögin séu skýr um þetta og að þú hafir brotið lög með því að taka að þér verkefnið. Iðnaðarlögin eru skýr þegar um hreinar iðngreinar er að ræða. Ljósmyndun er bara svo miklu meira en iðngrein. Þú fékkst verkefnið fyrir þína eigin list. Það er atriðið sem skiptir mestu máli og því var engin ástæða til að gefa einhverjum iðnaðarmönnum eftir verkefnið.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
A.Albert


Skráður þann: 01 Okt 2007
Innlegg: 1341
Staðsetning: Akureyri
Pentax K20D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 16:30:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég held nú að þessi uppástunga þurfi brátt skóflustungu. LaughingEmbarassed Rolling Eyes Twisted Evil nei annars er myndabanki skemmtileg hugmynd..
_________________
Flickr!
"If you're not yourself, who are you?"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 18:11:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mikki skrifaði:

það er alveg rétt hjá þér, enda sagði ég "það eru leiðir til að fara framhjá lögunum"


Þessi leið kemur þér ekkert endilega framhjá lögunum. Ef einhver framkvæmir þetta eins og Völundur segir og einhver annar kærir þá er það algjörlega túlkun dómara í réttarsal hvort lögbrot hafi átt sér stað eða ekki. Og mín ágiskun væri að flestir dómarar myndu sjá lögbrot í þessu.

-
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
hilmar


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 5
Staðsetning: Akranes
Canon 40D
InnleggInnlegg: 31 Ágú 2010 - 19:49:19    Efni innleggs: Myndabanki Svara með tilvísun

Mig langar aðeins til að koma inn í þessa umræðu. Það er fullt af fólki sem er að taka mjög góðar myndir þó að þeir hinir sömu séu ekki iðnmenntaðir. Ef ég sé vel teknar myndir eftir einhvern, þá fer ég ekki að setja það fyrir mér þó að viðkomandi sé ekki iðnlærður. Það er kannski samt betra hjá þeim sem vilja innan gæsalappa auglýsa sig, geri það með þeim hætti að birta myndirnar sínar. Góðir ljósmyndarar auglýsa sig sjálfir og þurfa í raun ekki að vera að auglýsa sig.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group