Sjá spjallþráð - How [Not] to Take a Self Timer Portrait - Óhappasögur TAKK :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
How [Not] to Take a Self Timer Portrait - Óhappasögur TAKK
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 30 Júl 2010 - 1:09:32    Efni innleggs: How [Not] to Take a Self Timer Portrait - Óhappasögur TAKK Svara með tilvísun

http://digital-photography-school.com/how-not-to-take-a-self-timer-portraitAumingja stelpurnar!!!
En sem betur fer voru þær frekar ómeiddar.
Stendur neðanlegra:
"I actually talked to the person who originally took/posted this. The one got kicked in the face (obviously) and the other one fell about 10 feet onto a really prickly bush. Scratches and bruises all around but nothing serious"

Er einhver með skemmtilega mynd eða frásögu um hvernig það á EKKI að taka myndir?
Laughing


Síðast breytt af Micaya þann 08 Feb 2011 - 19:30:46, breytt 2 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ófelia


Skráður þann: 05 Ágú 2007
Innlegg: 875
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 30 Júl 2010 - 1:27:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

LOL, mynd 2 er alveg met Laughing
_________________
"Those who would give up essential Liberty, to purchase a little temporary Safety, deserve neither Liberty nor Safety."- Benjamin Franklin
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hafdís Ösp


Skráður þann: 17 Júl 2007
Innlegg: 359
Staðsetning: Selfoss
Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 30 Júl 2010 - 1:31:34    Efni innleggs: Re: How [Not] to Take a Self Timer Portrait Svara með tilvísun

Haha, þetta er hrikalega fyndið! Laughing
_________________
https://www.facebook.com/HafdisOPhotography
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sergio


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 2044

Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Júl 2010 - 1:45:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hahaha besta gerð af fail
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 31 Júl 2010 - 20:14:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er einhver með frásögu um óheppnaða myndatöku?
Týndar linsur?
Flöss sem hafa dottið oní vatn?
Þrífætur sem hefðu frekar átt að vera á 4 fótum til að ekki detta?
Einhver myndavélaslys???
Batteríið dó á þér á örlagaríkri stundu?
Gleymdirðu öllum minniskortum e-n tíma?

Laughing Laughing Laughing
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
robbinn


Skráður þann: 20 Mar 2005
Innlegg: 2043
Staðsetning: Gautaborg
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 31 Júl 2010 - 20:15:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þetta er eitt af fáum skiptum sem ég skelli upp úr þegar ég sé myndir af netinu. Snilld! Takk.
_________________
http://www.robbinn.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 31 Júl 2010 - 20:23:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Canon survives anything!
(Ég ætla að sanna það)

Vinkona mín fór í jeppaferð með fjölskyldunni. Það var farið yfir á, en hún var með opinn glugga. Vinir/fjölskylda þeirra voru á öðrum jeppa á eftir, en keyrðu hraðara yfir ána á meðan hinn jeppi fór "varlega yfir", og bylgjan sem hraði jeppinn myndaði flæddi inn í gegnum glugga á hæga jeppann. Canon EOS 450d fór gjörsamlega í kaf og virkaði áfram eins og ekkert hafði komið fyrir!

Sama vél í höndum litla barnsins á heimilinu. Það tók eitthvað (mann ekki hvað það var) og kastaði það fyrir ofan sig, niður á gólf. Börn! En myndavélarólin var föst við þennan hlut, þannig að vélin fylgdi. Það flaug 180° og skelltist með miklum látum á steypt gólf. Nú var gert ráð fyrir að öll gler inni í henni væru komin í mola, EN EKKERT KOM FYRIR MYNDAVÉLINNI !!!!!! Virkar eins og hún væri ný !!!!

Canon rocks...
Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
chefausi


Skráður þann: 27 Nóv 2007
Innlegg: 2146

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 31 Júl 2010 - 21:22:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég lenti í frekar neyðarlegu atviki nú um daginn. Ég var að keyra Hvalfjörðinn í leit að góðum stöðum til að taka myndir. Það var frábært veður og degi tekið að halla. Ég var að keyra meðfram sjónum og þá sá ég nokkrar rollur liggjandi, á jórtrinu í flæðamálinu. Það var alveg logn og sjórinn spegilsléttur. Um leið og ég hægði ferðina hugsaði ég með mér að þetta yrði fullkomin mynd. Ég stoppaði bílinn eins rólega og ég gat til að fæla ekki rollurnar í burtu. É smeigði mér ofurhægt út með myndavélina og þrífótinn. Ég læddist hljóðlega að þeim í svona 100 metra færi, stillti upp þrífætinum og setti myndavélina á hann. Ég sá að ég var ekki með víðlinsuna á, svo ég læddist í töskuna og náði í 17-40mm linsuna, skipti ofurhljóðlega og stillti ljósopið, ISO og setti á AV. Ég seildist eftir fjarstýringunni og plöggaði henni í myndavélina. Núna var allt klárt og ég leit upp. Rollurnar voru löngu farnar.
_________________
http://www.flickr.com/photos/chefausi
24 f/1.4L II - 24-70 f/2.8L II
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
12joi


Skráður þann: 06 Jún 2009
Innlegg: 595
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 31 Júl 2010 - 23:22:58    Efni innleggs: Re: How [Not] to Take a Self Timer Portrait Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
http://digital-photography-school.com/how-not-to-take-a-self-timer-portrait

Aumingja stelpurnar!!!
En sem betur fer voru þær frekar ómeiddar.
Stendur neðanlegra:
"I actually talked to the person who originally took/posted this. The one got kicked in the face (obviously) and the other one fell about 10 feet onto a really prickly bush. Scratches and bruises all around but nothing serious"

Er einhver með skemmtilega mynd eða frásögu um hvernig það á EKKI að taka myndir?
Laughing


Þetta er náttúrlega frábær vefsíða og gaman að skoða hana og lesa sér til.
Myndin er alveg stórkostleg.
_________________
Canon 1Ds mark II, 5D mark III, EF 135 f/2 L USM, EF 70-200 2,8 L IS USM II, EF 24-105 f/4
http://www.flickr.com/photos/ottohar
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 31 Júl 2010 - 23:42:59    Efni innleggs: Re: How [Not] to Take a Self Timer Portrait Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Er einhver með skemmtilega mynd eða frásögu um hvernig það á EKKI að taka myndir?
Laughing


Í hóp með tíu öðrum ljósmyndurum.

En talandi um slys þá skrapp ég út í Furuvik síðasta sumar í smá útilegu og almennan túrisma. Ég og konan kíktum í gamalt strandvarnar stórskotaliðsbatterí sem var ákaflega fróðlegt og áhugavert. Auðvitað setti ég 30/1.4 linsuna á vélina á meðan ég fór í gegnum byrgin en þegar ég kom út vildi ég skipta aftur yfir í víðlinsu. Þarna sat ég á kletti stutt frá sjónum, reyndar var hann grasi vaxinn en samt klettur, og tók 30mm linsuna af vélinni. Ég hef ekki glóru af hverju húddið var ekki á henni þegar ég tók hana af vélinni, það er alltaf á henni, en einmitt þá missti ég linsuna.

Hún rúllaði eitthvað um fimm metra áður en hún stoppaði. Ég fann fremra linsulokið (hafði ekki náð að setja það aftara á hana) þar sem ég stóð svo hún hafði rúllað alla þessa leið algerlega óvarin. Fremsta elementið var algerlega heilt en ég hélt ég sæi örsmáa rispu á því aftasta. Ég get ekki séð hana lengur en glæra plastið yfir fjarlægðarskalanum er brotið. Hún fókusar hins vegar rétt að því er virðist og ekkert að.

Sigma 30mm f/1.4

Svona lítur hún út núna. Glært límband yfir brotna plastinu fyrir fjarlægðarkvarðaglugganum.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 08 Feb 2011 - 19:39:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er svolítið síðan að við vorum með þennan þráð, en mér datt í hug að vekja hann og sjá hvort við getum fengið að hlæja smá af ljósmynda-óhappasögur annarra (hehehe...) og jafnvel læra hvað maður á EKKI að gera.

En ég skal segja eina nýlega - hún endar vel.

Daginn sem ég fékk nýju myndavélina mína í hendur, ný komin úr kassanum, og ég fór með hana nálægt sjó. Einn vinur var búinn að lána mér Zeiss linsu sem ég var óð að prófa, en ég hafði keypt rangan millihring, svo að (ég gat ekki beðið), ég bara hélt á linsu fyrir framan myndavélina. Ekki allan tíma... og það var meira að segja hvasst...

Viku seinna sá ég skelfilegustu blettir á myndflögu sem ég hef nokkurn tíma séð, þegar ég fór að taka myndir með litlu ljósopi. Einn blettur var einstaklega skelfilegur og ljótur. Punktur sem útbreiddist, eins og sýra... punkturinn myndaði stóran hring í kringum sig.

Ég fékk í maganum, viss um að þetta væri selta komin á myndflöguna... örugglega skemmt hana fyrir fullt og allt.

En... þessir sensorar eru ekki eins viðkvæmir og maður heldur. Ég þreif þetta með sérstöku hreinsisetti með vökva - og bletturinn farinn gjörsamlega, þetta var eins og nýtt.

Úff... hvað þetta voru léttir !!!!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ArnarG


Skráður þann: 21 Feb 2007
Innlegg: 1566
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 08 Feb 2011 - 20:12:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Það er svolítið síðan að við vorum með þennan þráð, en mér datt í hug að vekja hann og sjá hvort við getum fengið að hlæja smá af ljósmynda-óhappasögur annarra (hehehe...) og jafnvel læra hvað maður á EKKI að gera.

En ég skal segja eina nýlega - hún endar vel.

Daginn sem ég fékk nýju myndavélina mína í hendur, ný komin úr kassanum, og ég fór með hana nálægt sjó. Einn vinur var búinn að lána mér Zeiss linsu sem ég var óð að prófa, en ég hafði keypt rangan millihring, svo að (ég gat ekki beðið), ég bara hélt á linsu fyrir framan myndavélina. Ekki allan tíma... og það var meira að segja hvasst...

Viku seinna sá ég skelfilegustu blettir á myndflögu sem ég hef nokkurn tíma séð, þegar ég fór að taka myndir með litlu ljósopi. Einn blettur var einstaklega skelfilegur og ljótur. Punktur sem útbreiddist, eins og sýra... punkturinn myndaði stóran hring í kringum sig.

Ég fékk í maganum, viss um að þetta væri selta komin á myndflöguna... örugglega skemmt hana fyrir fullt og allt.

En... þessir sensorar eru ekki eins viðkvæmir og maður heldur. Ég þreif þetta með sérstöku hreinsisetti með vökva - og bletturinn farinn gjörsamlega, þetta var eins og nýtt.

Úff... hvað þetta voru léttir !!!!


Gjóska úr eldgosinu er ekki alveg jafn auðþrifin og saltið greinilega.

fimman mín er með varanlegann blett eftir að ég skitpi um linsu í miðju öskufallinu. Samt var ég innan undir úlpu og allt Sad
_________________
Flickr.com/ArnarGeirArnarG.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 08 Feb 2011 - 20:41:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hehe. Ég fór að mynda með félaga mínum fyrir um 2 árum.

Var ný búinn að fá í hendunar filmuvél sem ég var að prufa.

Við löbbum niður í steina fjöru og stillum upp. Svo man ég eftir því að ég gleymdi að læsa bílnum. Ég spyr hvort að hann geti ekki passað upp á vélina meðan ég stekk að læsa. Ekkert mál með það. Ég sný mér við og þá heyrist KLONG!!!...myndavélin datt á þrífætinum og hún brotnaði og eitthvað. Virkaði nú þó eftir þetta.
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 07 Okt 2012 - 22:49:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Æj, mig langar bara að uppa þetta...

Laughing
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
odda


Skráður þann: 24 Apr 2006
Innlegg: 496
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 700D
InnleggInnlegg: 08 Okt 2012 - 0:31:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarG skrifaði:
................. Samt var ég innan undir úlpu og allt Sad


En myndavélin, var hún undir úlpuni. Wink
_________________
http://www.flickr.com/photos/49634027@N03/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group