Sjá spjallþráð - Filmuvélar??? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Filmuvélar???

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
GARI


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 1037
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 30D
InnleggInnlegg: 18 Jan 2005 - 22:40:09    Efni innleggs: Filmuvélar??? Svara með tilvísun

Jæja snillingar Smile Vantar smá ráð. Á 20 ára filmuvél og langar í aðeins nýrri týpu og datt nú hug hvort þið gætuð hjálpað mér ef ég nefni nokkur skilyrði sem fyrir filmuvélina. En þau eru sem sagt:
Auto focus (sá einhver staðar að Canon EOS 50E væri ekki með auto focus) og auðvitað manual focus Smile . Vélin á að vera Canon og fær um að geta tekið linsur sem hæfa þeirri vél og einnig digital Canon vélum.

Þetta er það sem hef haft ofarlega í huga. Ef þið eruð með aðrar upplýsingar en ég hef beðið um, varðandi þá vélar sem þið mælið með þá neita ég þeim ekki.
_________________
Flickr síðan mín
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 18 Jan 2005 - 22:46:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Canon EOS 500N er ódýr og þægileg filmuvél, hún getur verið 100% manual og 100% auto og allt þar á milli.

ég er með eina svoleiðis og er mjög ánægður með hana, búinn að vera með hana í 7 ár og er að læra ljósmyndun og hún er aðal vélin, er líka með 20D Smile

færð þær notaðar fyrir 10-20þ veit ekki hvort þær fáist nýjar.

en ef peningar eru ekki vandamálið þá er flaggskipið EOS 1V Smile
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !


Síðast breytt af DanSig þann 18 Jan 2005 - 22:47:37, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 18 Jan 2005 - 22:47:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég á EOS-50E og ég get hiklaust mælt með henni.

Kostir (umfram aðrar Canon vélar):
a) Mjög þægilegt stjórnkerfi á vélinni - miklu skemmtilegra en á 10D (finnst mér en YMMV).
b) Rautt ljós til að hjálpa við að fókusera eins og er á EX-flössunum. Mikill kostur - vantar nauðsynlega á nýju 30 og 33 finnst mér - þær nota flassið í staðinn sem er verulega pirrandi.

Gallar:
a) silfruð að ofan (sumum finnst það reyndar vera flott)
b) Aðeins 3 fókuspunktar
c) Færri rammar á sekúndu (2,5) en á nýju 30 vélinni.

Ég get allavega sagt að ef ég væri að spá í Canon filmuvél og ég vildi ekki spreða miklum pening þá myndi ég taka eina af þessum:
a) EOS 5 - frábær vél en eina sem vantar er E-TTL (og svo er eitthvað hjól leiðinlegt og hætt við að brotni)
b) EOS 50
c) EOS 3 (ef mig langaði í nýjustu tækni og vísindi).

Ég myndi ekki taka EOS 30/33 því mér finnst þær vélar ekki hafa nógu mikið framyfir EOS 50 vélina til að réttlæta verðmuninn.

Í sambandi við augnfókusinn á 50E vélinni þá virkar hann ágætlega - betra ef maður notar ekki gleraugu þó en mér finnst samt eiginlega meira vit í að nota þessháttar með EOS-3 sem er með 45 fókuspunkta. Ég nota eiginlega bara miðju-fókuspunktinn.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3431
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 18 Jan 2005 - 22:49:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Canon EOS 1 serían. 1, 1n eða 1v. Alltsaman mjög góðar vélar. 1 og 1n fást mjög ódýrara á t.d. ebay. Og 1v, þrátt fyrir að vera töluvert dýrari en hinar, er að fara á hálfvirði miðað við þegar hún var ný. Hún er að mörgum talin besta 35mm autofocus vélin sem gerð hefur verið.

Kv

Guðni


Síðast breytt af Grós þann 18 Jan 2005 - 22:51:01, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
LalliSig


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 626


InnleggInnlegg: 18 Jan 2005 - 22:50:00    Efni innleggs: Re: Filmuvélar??? Svara með tilvísun

GARI skrifaði:
Jæja snillingar Smile Vantar smá ráð. Á 20 ára filmuvél og langar í aðeins nýrri týpu og datt nú hug hvort þið gætuð hjálpað mér ef ég nefni nokkur skilyrði sem fyrir filmuvélina. En þau eru sem sagt:
Auto focus (sá einhver staðar að Canon EOS 50E væri ekki með auto focus) og auðvitað manual focus Smile . Vélin á að vera Canon og fær um að geta tekið linsur sem hæfa þeirri vél og einnig digital Canon vélum.

Þetta er það sem hef haft ofarlega í huga. Ef þið eruð með aðrar upplýsingar en ég hef beðið um, varðandi þá vélar sem þið mælið með þá neita ég þeim ekki.


Það er nú það, fyrir ca 20 árum skiptu Canon út FD vélunum sínum út í EOS og þær nota ekki sama mount og þá er ekkert víst að þú getir notað gömlu linsurnar þínar á autofokus vél þar sem gömlu FD vélarnar eru allar einungis með manual focus. Eins eru allar stafrænu vélarnar frá canon í dag EOS sem notar EF mount. Það á að vera hægt að fá adapter til að nota gömlu linsurnar á nýju vélarnar, en þær verða aldrei autofokus.

Þú þyrftir að gefa upp hvað gamla vélin þín heitir svo að hægt sé hjálpa þér frekar.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 18 Jan 2005 - 22:57:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég hef nú ekki mikla reynslu, en ég er með EOS 3, sem virkar skemmtilega...

Mæli með henni, samt frekar dýr miðað við tveggja stafa módelin.

Hún er stór og þægileg í hendi, hljóðlát á filmumótornum og með snilldarlegu 45 punkta autofocus kerfi (og svo einhverju "eyefocus" sem Óskar blóðlangar í).

hún er á einhvern 60þús kall úti.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
GARI


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 1037
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 30D
InnleggInnlegg: 18 Jan 2005 - 22:59:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Líst vel á það sem komið er...endilega þið hinir komið líka með hugmyndir.
Gamla vélin heitir Minolta xg1. Fyrir þá sem ekki vita, þá býður hún ekki upp á linsur með autofocus. Linsan sem ég nota með þeirri vél er álíka gömul vélinni og er Super ozeck.
_________________
Flickr síðan mín
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 18 Jan 2005 - 23:00:14    Efni innleggs: Re: Filmuvélar??? Svara með tilvísun

Larus skrifaði:
Eins eru allar stafrænu vélarnar frá canon í dag EOS sem notar EF mount. Það á að vera hægt að fá adapter til að nota gömlu linsurnar á nýju vélarnar, en þær verða aldrei autofokus.

Það eru til tvenns konar converter-ar til að nota FD linsur á EOS vélar. Hvorug tegundin virkar vel.
Annars vegar er til „converter“ sem er í raun ekkert annað en extension tube og því er ekki hægt að fókusera linsurnar á óendanleikann með slíkum converter og því eru linsurnar bara nothæfar fyrir macro-myndatöku.
Hins vegar er til converter sem er í raun ~1,26 sinnum teleconverter og er í raun aðeins hugsaður fyrir stóru, löngu linsurnar frá Canon, 300mm f/2.8 o.s.frv. Canon var meinilla við að búa til þennan converter og framleiddi hann bara fyrir pro-gaura sem vildu nota gömlu og dýru linsurnar sínar áfram. Upplagið var mjög lítið og afskaplega erfitt að komast í svona converter í dag.
Ég myndi segja að þú getir gleymt því að nota gömlu FD-linsurnar þínan með EOS vélum.

EDIT: Ég sé núna að þú ert með Minolta vél. Getur, held ég, alveg örugglega gleymt því að nota þær linsur á EOS-vél.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
LalliSig


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 626


InnleggInnlegg: 18 Jan 2005 - 23:29:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

GARI skrifaði:
Líst vel á það sem komið er...endilega þið hinir komið líka með hugmyndir.
Gamla vélin heitir Minolta xg1. Fyrir þá sem ekki vita, þá býður hún ekki upp á linsur með autofocus. Linsan sem ég nota með þeirri vél er álíka gömul vélinni og er Super ozeck.


Sorrí, ég hef eitthvað misskilið þig, tók því eins og þú ættir 20 ára gamla canon vél og vildir nota linsur frá þeirri vél á nýja. Veit því miður ekkert um þessa Minolta vél.

Mæli með öllum þeim vélum sem hefur verið mælt með hingaðtil í þessum pósti.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
GARI


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 1037
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 30D
InnleggInnlegg: 19 Jan 2005 - 17:05:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skipio skrifaði:
Ég á EOS-50E og ég get hiklaust mælt með henni.

Kostir (umfram aðrar Canon vélar):
a) Mjög þægilegt stjórnkerfi á vélinni - miklu skemmtilegra en á 10D (finnst mér en YMMV).
b) Rautt ljós til að hjálpa við að fókusera eins og er á EX-flössunum. Mikill kostur - vantar nauðsynlega á nýju 30 og 33 finnst mér - þær nota flassið í staðinn sem er verulega pirrandi.

................

Í sambandi við augnfókusinn á 50E vélinni þá virkar hann ágætlega - betra ef maður notar ekki gleraugu þó en mér finnst samt eiginlega meira vit í að nota þessháttar með EOS-3 sem er með 45 fókuspunkta. Ég nota eiginlega bara miðju-fókuspunktinn.


Sem sagt, hún er ekki beint með autofocus en stýrir manni á réttan fókus með rauðu ljósi??? Skildi ég þetta rétt?
Ég nota gleraugu...er þá kannski betra að fá öðruvísi vél?
_________________
Flickr síðan mín
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 19 Jan 2005 - 17:11:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

GARI skrifaði:
Sem sagt, hún er ekki beint með autofocus en stýrir manni á réttan fókus með rauðu ljósi??? Skildi ég þetta rétt?
Ég nota gleraugu...er þá kannski betra að fá öðruvísi vél?

Jújú, það er auto-focus í 50E vélinni. (Reyndar eru tvær undirgerðir af vélinni, 50 og 50E - aðeins 50E er með augnfókus.)
Maður ræður því semsagt alveg sjálfur hvort augnfókusinn er virkjaður.

Í sambandi við gleraugu og augnfókusinn þá þarf maður ekkert að nota hann frekar en maður vill. Sumum finnst þetta rosalega sniðugt og nota þetta alltaf en öðrum, þ.á.m. ég, finnst gaman að þessu fyrst en svo slökkva þeir á þessu og nota frekar hefðbundna auto-focus. Þannig að það að þú notir gleraugu ætti ekkert að fæla þig frá EOS 50/50E. Ég myndi bara ekki borga mikið meira fyrir 50E umfram 50.

Þú ert að tala um að kaupa notaða vél, er það ekki? Hvað hafðir þú annars hugsað þér að eyða miklum peningi í þetta? Þú ert ekkert að spá í stafrænni vél, annars?
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
GARI


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 1037
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 30D
InnleggInnlegg: 19 Jan 2005 - 17:17:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skipio skrifaði:

Gallar:
a) silfruð að ofan (sumum finnst það reyndar vera flott)
b) Aðeins 3 fókuspunktar
c) Færri rammar á sekúndu (2,5) en á nýju 30 vélinni.


Í sambandi við augnfókusinn á 50E vélinni þá virkar hann ágætlega - betra ef maður notar ekki gleraugu þó en mér finnst samt eiginlega meira vit í að nota þessháttar með EOS-3 sem er með 45 fókuspunkta. Ég nota eiginlega bara miðju-fókuspunktinn.


Talar um galla að hafa 3 fókuspuntka. Hvernig þá? heldur en hafa x fókuspunkta? Er þá meiri líkur að myndirnar verði ekki mikið í fókus nema maður sé nokkuð snjall að taka myndir Smile
_________________
Flickr síðan mín
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
GARI


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 1037
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 30D
InnleggInnlegg: 19 Jan 2005 - 17:21:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skipio skrifaði:
GARI skrifaði:
Sem sagt, hún er ekki beint með autofocus en stýrir manni á réttan fókus með rauðu ljósi??? Skildi ég þetta rétt?
Ég nota gleraugu...er þá kannski betra að fá öðruvísi vél?

Jújú, það er auto-focus í 50E vélinni. (Reyndar eru tvær undirgerðir af vélinni, 50 og 50E - aðeins 50E er með augnfókus.)
Maður ræður því semsagt alveg sjálfur hvort augnfókusinn er virkjaður.

Í sambandi við gleraugu og augnfókusinn þá þarf maður ekkert að nota hann frekar en maður vill. Sumum finnst þetta rosalega sniðugt og nota þetta alltaf en öðrum, þ.á.m. ég, finnst gaman að þessu fyrst en svo slökkva þeir á þessu og nota frekar hefðbundna auto-focus. Þannig að það að þú notir gleraugu ætti ekkert að fæla þig frá EOS 50/50E. Ég myndi bara ekki borga mikið meira fyrir 50E umfram 50.

Þú ert að tala um að kaupa notaða vél, er það ekki? Hvað hafðir þú annars hugsað þér að eyða miklum peningi í þetta? Þú ert ekkert að spá í stafrænni vél, annars?


Pælingin er að kaupa mér stafrænt body þega líður á tímann. Langar bara að eiga bæði. Og aðallega til að taka B/W myndir á filmu...það er einhver skemmtilegur fílingur á bak við það Very Happy. Annars á ég Fuji finepix s5000...en sú vél er meö fastri linsu, en býður upp á ljósop og hraða og hefur reynst mér vel hingað til.
Annars er ég ekki viss nákvæmlega hversu mikið ég vil eyða í þetta...veit eiginlega ekki hvað sumar vélar kosta....
_________________
Flickr síðan mín
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 19 Jan 2005 - 17:32:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

GARI skrifaði:
Talar um galla að hafa 3 fókuspuntka. Hvernig þá? heldur en hafa x fókuspunkta? Er þá meiri líkur að myndirnar verði ekki mikið í fókus nema maður sé nokkuð snjall að taka myndir Smile

Sko, tökum sem dæmi EOS 30 eða 10D. Þessar vélar hafa 7 fókuspunkta, sjá myndina að neðan:

EOS 50/50E hafa til samanburðar aðeins 3 fókuspunkta, þennan í miðjunni og fókuspunktana tvo þar við hliðina á. Þannig að í samanburði við EOS 30 vantar okkur fókuspunktana fyrir ofan og neðan og þessa sem eru lengst til vinstri og hægri.
Fókusinn í þessum vélum virkar semsagt þannig að vélin reynir að fá viðfangsefnið sem er innan punktanna í fókus.

Sjálfur beiti ég venjulega þeirri aðferð með minni 50E vél að hafa aðeins fókuspunktinn í miðjunni virkann og beita því sem kallast focus and reframe. Þannig að ef við erum að tala um andlitsmynd þá fókusera ég fyrst á augun með miðjupunktinum og svo eftir það ramma ég viðfangsefnið inn eins og ég vil hafa það og tek myndina.
Með 10D vélinni minni sem ég var að fá fyrir stuttu á ég hinsvegar eiginlega eftir að finna bestu aðferðina til að fókusera en sem stendur hef ég alla fókuspunktana 7 virka og leyfi myndavélinni að velja á milli hvaða fókuspunktar eigi að vera í fókus.

EDIT: Getur byrjað á því að kíkja á verðlistann fyrir notaðar og nýjar vélar hjá Beco. Annars keypti ég mína 50E vél í fríhöfninni. Veit samt ekki hvort þeir selja filmu SLR vélar lengur ...
Ágætis samanburður á ódýrari filmuvélum frá Canon á http://photonotes.org/reviews/5-50-30/
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group