Sjá spjallþráð - Siðlaus ljósmyndabúð á Íslandi! :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Siðlaus ljósmyndabúð á Íslandi!
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Önnur mál
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 08 Jún 2010 - 16:59:40    Efni innleggs: Siðlaus ljósmyndabúð á Íslandi! Svara með tilvísun

Hver er sú búð spyrjiði?

LJÓSMYNDAVÖRUR

Í fyrra keypti ég linsu af þeim sem var selt sem ný en var í raun NOTUÐ.
Ég reyndi að skila en eftir margra vikna rifrildi var neitað að gera nokkurn skapaðan hlut.

Fyrir nokkrum dögum keypti ég batterý fyrir Pentax K20D.
Mér var selt eitthvað annað batterý.
Fór svo í dag að skila því óopnuðu.
Kostaði 13600kr batterýið.

Þeir neituðu að endurgreiða því að ekki væri hægt að taka svo mikinn pening úr kassanum (Ég borgaði með SEÐLUM nokkrum dögum fyrr)

Svo sögðust þeir hafa fundið batterý á lagernum sem gleymdist að setja í sölu.
Og viti menn það er NOTAÐ og VEL rispað!
Og eftir langt nöldur labba ég út fokillur og 13600kr fátækari með innlegsnótu sem er ekki krónu virði.
Því að ef maður þekkir þá rétt miðað við ÖLL viðskipti sem hingað til maður hefur haft þá selja þeir manni vitlausan hlut AFTUR og láta mann fá bara innlegsnótu með ENN hærri upphæð.

Ég hvet fólk hiklaust til að SNIÐGANGA þetta fyrirtæki!

Siðblindan ríkir þar innan veggja og ég mun hafa samband við neytendasamtökin og pentax í japan og danmörku til að stöðva þetta.
Ég er ekki fyrsta manneskjan sem lendir í þessum svikum.

Ég veit um aðra og hvet alla sem hafa lent í svona þarna einnig að kvarta til Pentax og Neytendasamtakana.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarG


Skráður þann: 21 Feb 2007
Innlegg: 1566
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 08 Jún 2010 - 17:11:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

farðu bara uppí búðina til þeirra og segðu að þetta gangi ekki eða þú komir með talsmann neytenda með þér næst þegar þú kemur.

Svona kumpánar reyna að komast upp með svona hluti og á meðan fólk gerir ekki neitt þá komast þeir upp með þá.

Þetta er að sjálfsögðu kolólöglegt og þeim ber skylda til að endurgreiða þér að fullu. Svona m.v. að allt sem þú segir sé satt og rétt.

--

Las ekki síðustu línurnar hjá þér. En já ef það er einhver sómi í dreifingaraðila Pentax þá skamma þeir búðina eða taka frá þeim umboðið því þetta er að sjálfsögðu meiðandi fyrir ímynd vörumerkisins.
_________________
Flickr.com/ArnarGeirArnarG.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 08 Jún 2010 - 17:16:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarG skrifaði:
farðu bara uppí búðina til þeirra og segðu að þetta gangi ekki eða þú komir með talsmann neytenda með þér næst þegar þú kemur.

Svona kumpánar reyna að komast upp með svona hluti og á meðan fólk gerir ekki neitt þá komast þeir upp með þá.

Þetta er að sjálfsögðu kolólöglegt og þeim ber skylda til að endurgreiða þér að fullu. Svona m.v. að allt sem þú segir sé satt og rétt.

--

Las ekki síðustu línurnar hjá þér. En já ef það er einhver sómi í dreifingaraðila Pentax þá skamma þeir búðina eða taka frá þeim umboðið því þetta er að sjálfsögðu meiðandi fyrir ímynd vörumerkisins.


Þetta er allt satt og rétt þó að ég segi sjálfur frá.
Ég gaf þeim EFA þegar ég keypti linsuna og gaf þeim séns þá.
En eftir að lenda í þessu AFTUR þá er allur vafi farinn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
gummih


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 1693

Canon 40D
InnleggInnlegg: 08 Jún 2010 - 17:46:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég mæli með þessu:
http://rafraen.neytendastofa.is/pages/nafnlausabending/

svo getur maður líka skráð sig inn og þá getur maður fylgst með ferlinu
_________________
~ Ljósmyndir ~
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Nilli


Skráður þann: 08 Okt 2005
Innlegg: 2794
Staðsetning: Í jöklanna skjóli
Nikon D3s & Nikon D600
InnleggInnlegg: 08 Jún 2010 - 17:49:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta kemur mér verulega á óvart. Hef skipt mikið við Ljósmyndavörur og alltaf fengið gott viðmót og fína þjónustu.
Bkv. Nilli
_________________
Þórir N. Kjartansson
http://500px.com/thorirnk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Meso


Skráður þann: 28 Feb 2007
Innlegg: 593

Leica M6
InnleggInnlegg: 08 Jún 2010 - 17:54:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef góða reynslu af því að versla við þá, keypti þrífót sem síðan brotnaði mjög fljótlega hak sem stoppar fæturna
og var ekki talið að um galla væri að ræða en ég sem viðskiptavinur fékk að njóta vafans og fékk nýjan þrífót,
notaði tækifærið og borgaði á milli til að fá flottari týpu og fékk meira að segja afslátt af honum.

Ég myndi reyna að ræða við þá og fá að tala við einhvern sem ræður,
maður kemst oft ekki langt á að tala við afgreiðslfólkið þegar svona leiðindi koma upp.
_________________
Andri
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Bolti


Skráður þann: 15 Nóv 2004
Innlegg: 5961
Staðsetning: Bakvið myndavélina
Canon
InnleggInnlegg: 08 Jún 2010 - 17:57:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nilli skrifaði:
Þetta kemur mér verulega á óvart. Hef skipt mikið við Ljósmyndavörur og alltaf fengið gott viðmót og fína þjónustu.
Bkv. Nilli


Sama hér Crying or Very sad Hef aldrei lent í neinum vandræðum með þá með dót sem ég hef keypt þar.

Vonandi er þetta bara eithvað tilfallandi. En ég mana þig í að kvarta hjá þeim almennilega og fá þetta bætt.
_________________


Hjalti.se Myndablog
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 08 Jún 2010 - 18:15:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bolti skrifaði:
Nilli skrifaði:
Þetta kemur mér verulega á óvart. Hef skipt mikið við Ljósmyndavörur og alltaf fengið gott viðmót og fína þjónustu.
Bkv. Nilli


Sama hér Crying or Very sad Hef aldrei lent í neinum vandræðum með þá með dót sem ég hef keypt þar.

Vonandi er þetta bara eithvað tilfallandi. En ég mana þig í að kvarta hjá þeim almennilega og fá þetta bætt.


ég kvartaði og kvartaði og kvartaði. eyddi 2 vikum með linsuna að kvarta.
og svo 1 tíma yfir batterýinu >.> þeir reyndu að selja mér vel rispað og notað batterý sem nýtt eftir að ég skilaði hinu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Dellukarl.


Skráður þann: 23 Mar 2007
Innlegg: 405
Staðsetning: Reykjavík.
Olympus E-30 og Pentax K10D
InnleggInnlegg: 09 Jún 2010 - 0:43:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég vil nú ekki tala um siðleysi hjá Ljósmyndavörum, en ég get alveg tekið undir að þjónusta hjá þeim er afspyrnu léleg. Afgreiðslufólk óliðlegt mig td vantaði að fá afrit að nótu fyrir k10D vél sem ég keypti þar fyrir 3 árum það var ekki hægt það tæki svo langann tíma að finna þau gögn sem til þurfti þó ég væri með seríu númer vélarinnar auk þess var kennitala mín og nafn á upphaflegu nótunni. Allavega er mín reynsla eki góð.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Frisk


Skráður þann: 17 Jún 2008
Innlegg: 567
Staðsetning: Reykjavík
5D mark III
InnleggInnlegg: 09 Jún 2010 - 10:55:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eg hef nú aldrei átt viðskipti við þessa búð, en einkennin hljóma kunnuglega - þjónusta sem áður var góð er það ekki lengur...reynt að selja vörur sem ætti ekki að selja og og "ekki nægir peningar í kassanum".

Ég hef lent í svipuðu hjá nokkrum tölvuverslunum á undanförnum árum - og í þeim tilvikum brást það ekki að verslunin var farin á hausinn eða "tekin til fjárhagslegrar endurskipulagningar" innan fárra mánaða.

Eru þeir ekki bara að fara á hausinn?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 09 Jún 2010 - 11:11:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frisk skrifaði:


Eru þeir ekki bara að fara á hausinn?


vona ekki, eini staðurinn sem framkallar ennþá slides.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 09 Jún 2010 - 16:28:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frisk skrifaði:
Eg hef nú aldrei átt viðskipti við þessa búð, en einkennin hljóma kunnuglega - þjónusta sem áður var góð er það ekki lengur...reynt að selja vörur sem ætti ekki að selja og og "ekki nægir peningar í kassanum".

Ég hef lent í svipuðu hjá nokkrum tölvuverslunum á undanförnum árum - og í þeim tilvikum brást það ekki að verslunin var farin á hausinn eða "tekin til fjárhagslegrar endurskipulagningar" innan fárra mánaða.

Eru þeir ekki bara að fara á hausinn?


Jú það er reyndar rétt að þeir eru að fara á hausinn (innanhús upplýsingar) En ég tel það samt enga helvítis afsökun fyrir svindl á fólki.
Engin furða að þeir eru að fara á hausinn með svona þjónustu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
jongud


Skráður þann: 20 Jan 2007
Innlegg: 688

Nikon D300
InnleggInnlegg: 09 Jún 2010 - 17:05:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
Frisk skrifaði:


Eru þeir ekki bara að fara á hausinn?


vona ekki, eini staðurinn sem framkallar ennþá slides.


PIXLAR framkalla slides...
_________________
Bakið ykkur ekki reiði guðanna
http://www.flickr.com/photos/rustarotta
http://picasaweb.google.com/jong204
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 09 Jún 2010 - 17:14:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

jongud skrifaði:
totifoto skrifaði:
Frisk skrifaði:


Eru þeir ekki bara að fara á hausinn?


vona ekki, eini staðurinn sem framkallar ennþá slides.


PIXLAR framkalla slides...


ertu viss? síðast þegar ég fór þangað með slides þá sendu þeir það útí bæ, sem var þá í Ljósmyndavörur.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Gunni


Skráður þann: 27 Des 2004
Innlegg: 385

Nikon D700
InnleggInnlegg: 09 Jún 2010 - 19:38:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Geta þeir ekki bara millifært á þig?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Önnur mál Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 1 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group