Sjá spjallþráð - Furðulegt :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Furðulegt
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Meso


Skráður þann: 28 Feb 2007
Innlegg: 593

Leica M6
InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 11:46:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarG skrifaði:
furðulegt bara hvað fólk gefur sér tima til að kvarta yfir.

Viljið þið virkilega breyta þessum söluþræði í eitthvað komúnista veldi. Eingöngu leyfilegt að selja hluti á fyrirframákveðnu ríkisverði ?


Held frekar að verið sé að meina að seljandi veit hvað hann vill fyrir hlutinn og getur þar af leiðandi sett það í auglýsinguna.

Allavega þegar ég sel hluti veit yfirleitt hvað ég vill fá og set inn verð í auglýsinguna,
þau fáu skipti sem ég hef ekki sett inn verð hef ég fengið 99% hlægileg tilboð.
_________________
Andri
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ArnarG


Skráður þann: 21 Feb 2007
Innlegg: 1566
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 11:58:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Stundum vilja menn bara fá tilboð og þá verða þeir bara að sætta sig við dónatilboðin líka.

Þið hinir sem vitið ekki hvað þið eigið að bjóða skottist þá bara á ebay til að sjá hvað sambærilegir hlutir kosta ef þið vitið ekki hvað þið eigið að bjóða.

Þetta er ekkert flókið mál.

Það eru samt engin geimvísindi að verðhugmynd hjálpar til og það er þá bara hlutur sem seljandinn þarf að gera upp við sig.

Það á svo ekkert að vera á ábyrgð seljandans að passa uppá það að nýliðar versli hluti ekki of dýrt. Nýliðar eiga bara eins og allir sem versla á netinu að læra það að það borgar sig að kíkja á e-bay eða aðarar síður og finna hvað hlutirnir eru að seljast á áður en hann kaupir. Seljandinn reynir auðvitað alltaf að fá mest fyrir sinn hlut og ekkert óeðlilegt eða kjánalegt fyrir það.

Ef fólk vill ekki borga uppsett verð þá er enginn sem skyldar mann til að kaupa hlutinn.

Það mætti kannski setja límdan þráð efst sem fer yfir það hvar má sjá sambærileg verð erlendis og hvað hafa ber í huga þegar hlutir eru keyptir nýliðum og öðrum til gagns.
_________________
Flickr.com/ArnarGeirArnarG.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
benedikt.k
Umræðuráð


Skráður þann: 09 Sep 2007
Innlegg: 1452

Canon EOS 3
InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 12:13:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Færði þráðin á meir viðeigandi stað.

ArnarG: þú ert að rugla saman kapítalisma og kommúnisma.
_________________
Benedikt Páfi
698-3533
Stuck in Reykjavik
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ArnarG


Skráður þann: 21 Feb 2007
Innlegg: 1566
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 12:22:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nei það er ég ekki. ég er kapítalisti og er stolltur af því.

Hinsvegar ef það er ákveðið á þræðinum að aðeins megi selja hluti á ákveðnu ríkisverði þá er það komunismi með fasisma ívafi.

Kapitalistinn vill frjálsann markað!
_________________
Flickr.com/ArnarGeirArnarG.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 12:29:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Erum við ekki bara að rugla saman frelsi og hagfræði hérna? Maður sem ætlar að selja hlut er sem betur fer ekki bundinn að neinum skilyrðum öðrum en að vera heiðarlegur! Allavega er ég mjög feginn að mögulegur kaupandi geti ekki skipað mér fyrir þegar ég vil selja eitthvað. Ef maður vill ekki birta myndir eða gefa upp verð, þá bara kaupir enginn neitt af manni og þá getur maður hætt að svekkja sig á þessu Laughing
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 12:43:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Oft heyrir maður þau rök að það þurfi að verja kaupendur sem eru nýliðar.

Ég hef hins vegar aldrei heyrt menn verja nýliða sem er að selja.

Þarf ekki að verja bæði kaupanda og seljanda Rolling Eyes

Annars tek ég undir með Arnari um ríkisverðið.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 13:55:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fyrir þá sem eru óöryggir með að gera tilboð í vöru.

Það sem ég geri oftast þegar ég sendi tilboð í vöru sem er notuð - sér í lagi ljósmyndadót.

Þá fer ég á bhphotovideo.com eða adorama.com og skoða hvað sambærileg vara kostar þar.

Þá set ég það sem hámarksverð
t.d. ef hún kostar $1.000 þá finnst mér hámarksverð vera 128.000 kr ef gengið er 128 (sleppi að reikna flutningskostnað og vsk ofan á þar sem þetta er notað).

Svo fer það eftir ástandinu, aldri og þannig hvort ég geri tilboð sem er lægra en þetta. Alltaf spuring hvort varan sé enn í ábyrgð og hvort ábyrgðin haldist ef varan er seld.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sergio


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 2044

Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 14:52:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

lethal3 skrifaði:
Nei það er virkilega furðulegt að fólk hafi ekki gáfurnar eða viljann í að verðleggja sína vöru. eina ástæðan fyrir því að fók segir tilboð óskast er að það vonast eftir að fá hærra verð en hægt á að vera fá fyrir hlutinn. EKKERT annað


jackpot
gaeti ekki verid meira sammala!
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ArnarG


Skráður þann: 21 Feb 2007
Innlegg: 1566
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 15:01:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

og hvað er athugavert við það ?
_________________
Flickr.com/ArnarGeirArnarG.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 15:02:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eruði í alvöru að halda því fram að þegar ég auglýsi gamla myndavél til sölu og set ekki verð á gripinn, þá ætli ég mér að svína á þeim sem kaupir? - Ekki það að ég viti einfaldlega ekkert hversu mikils virði vélin er, en noti hana lítið og geti þessvegna alveg eins hugsað mér að losa smá pening með því að selja.

Mér finnst þetta nú bara algjört rugl, fólki er frjálst að semja um verð sín á milli, og það að leita tilboða er ekkert dúbjús, ekki frekar en að auglýsa eitthvað og setja hátt verð á það sem maður er að selja. Fólki er náttúrulega frjálst að gera það sem það vill, og kaupum á einhverju gömlu myndavéladóti fylgir náttúrulega ekkert garantí um að verðin séu rétt, eða að hlutirnir virki. Það eru hagsmunir kaupandans (ekki skylda seljandans) að leita sér upplýsinga og athuga hvort verðið er sæmilegt. Eina skyldan sem seljandinn hefur er væntanlega sú að blekkja ekki kaupandan, og halda upplýsingum leyndum.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 15:18:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hakon84 skrifaði:
ég biðst afsökunar , ég var að auglysa d5000 vel og óskaði eftir tilboði,ég er buin að breyta þvi,´
kv hákon


Hvers vegna ertu að biðjast afsökunar, eða breyta? Þú biður bara um tilboð ef þú vill. Svo er bara spurning um viðbrögðin, það eru all margir sem munu samt spyrja hvað þú setur á dótið.

Svo afsökun er óþörf, því það er ekki rangt að óska eftir tilboði.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
sumos


Skráður þann: 30 Des 2004
Innlegg: 625
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 15:18:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

lethal3 skrifaði:
Nei það er virkilega furðulegt að fólk hafi ekki gáfurnar eða viljann í að verðleggja sína vöru. eina ástæðan fyrir því að fók segir tilboð óskast er að það vonast eftir að fá hærra verð en hægt á að vera fá fyrir hlutinn. EKKERT annað


Mér þykir þú taka stórt upp í þig með þessum ummælum
Síðast þegar ég vissi er rekið frjálst markaðshagkerfi hér og mér finnst það vera kaupenda að passa rassgatið á sjálfum sér. Ekki ætla ég að passa að menn borgi mér ekki of mikið fyrir eitthvað.
Verð á hlut er alltaf bara það sem aðrir eru tilbúnir að borga fyrir hann miðað við vænt not og gæði og hvað hann eða hún telur sig fá fyrir peninginn.
Þetta er grundvallaratriði í frjálsum markaði og hagfræði.
Ekki eitthvað verð á vefjum erlendis eða þess vegna út úr búð hér.
Ef kaupandi er svo vitlaus að kaupa eitthvað notað án þess að hafa fyrir því að kynna sér áður hvað væri eðlilegt verð fyrir viðkomandi hlut og gera það upp við sjálfan sig hvað hann er tilbúinn að greiða þá á hann bara hreint ekki að fara út í þau viðskipti.

Það er undir engum kringumstæðum hægt að velta þeirri ábyrgð yfir á mig sem seljanda að passa það að byrjandi, illa upplýstir aðilar eða hreinir letingjar sem nenna ekki að kynna sé málið, borgi "of mikið" fyrir
eitthvað sem þeim er boðið til kaups. Ef þeir greiða umfram "raunvirði" (sem nota bene er afstætt hugtak) þá er við enga aðra að sakast nema þá sjálfa.

Hver og einn einstaklingur í markaðshagkerfi leitast við að hámarka eigin hagnað hvort sem það er sá sem selur eða sá sem kaupir.
_________________
http://www.pictureiceland.com
http://www.flickr.com/photos/sumos
http://500px.com/sumos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
selli


Skráður þann: 27 Mar 2006
Innlegg: 152
Staðsetning: Keflavík

InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 19:12:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég auglýsti nokkra hluti til sölu hér um daginn og tók það fram að ég myndi ekki svara því ef menn sendu fyrirspurn um verðhugmynd.

Fékk mjög fljótlega raunhæf boð og seldi því fljótt og vel og losnaði við helling af ruslpósti um leið.

Eins og komið hefur fram þá snýst þetta um framboð og eftirspurn ásamt útliti og meðferð, það snýr að seljanda að koma því fram hvernig og í hvaða ástandi hlutur lýtur út.

Einnig hef ég séð að nokkrir setja inn hæsta boð hverju sinni og hefur það sýna kosti og galla.

Held að best ef að menn gæfu upp það verð sem að þeir fá fyrir hvern hlut þá myndast góð verðhugmynd fyrir kaupendur sem og seljendur.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 19:18:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér fannst sniðugt hjá seljanda myndavélarinnar minnar. Hann skrifaði:
"ég svara ekki tilboðum undir xx.xxx kr"

Einn kaupandi á undan mér bauð þessa xxx upphæð akkúrat. Ég bauð 5.000 meira, og fékk. Þægilegt, fínt, raunhæft"

Hann seldi myndavélina samdægurs.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Heldriver


Skráður þann: 15 Mar 2005
Innlegg: 2810


InnleggInnlegg: 07 Jún 2010 - 19:28:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:

ef vonast er eftir 50þ fyrir vöru en viðkomandi myndi láta hana af hendi fyrir 42þ þá væri 42þ reserve price og 50þ pay now...

ef það koma boð undir 42þ þá er er statusinn reserve not met, um leið og boðið fer yfir 42þ þá kemur reserve met, svo líður uppoðstíminn og sá sem á hæðsta boð yfir 42þ en undir 50þ hefur reserve á vöruna og fær þá tiltekin frest til að greiða og ganga frá kaupunum.


Þetta er ekki alveg rétt hjá þér (nema það sé búið að breita þessu, hef ekki notað ebay í langan tíma)
Um leið og fyrsta tilboð kemur þá fer "buy now" möguleikinn, enda væri glatað ef að þú værir búinn að bjóða 49.000 svo kemur bara næsti aðili og notar buy now möguleikann ánþess að þú hafir tækifæri til að bjóða hærra en hann
_________________
"There´s been times when I shot photos and I just left the lens cap on, but they still run it on the covers"
Andrew Norton - Fashion Photographer

http://www.Heldriver.com - Now in color!
http://www.facebook.com/heldriver
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 2 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group