Sjá spjallþráð - Kynni mig. Ég er Kvalka :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Kynni mig. Ég er Kvalka
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Sjálfskynning
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
kvalka


Skráður þann: 21 Nóv 2005
Innlegg: 123
Staðsetning: Kópavogur
Fujifilm finepix s9500
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 13:27:01    Efni innleggs: Kynni mig. Ég er Kvalka Svara með tilvísun

Fráábææær síða, Það er verst hvað maður verður gagntekin af henni. Eitt andartak er allt í einu orðið þrír tímar.

Annars heiti ég Katrín og er glæný þó ég sé orðin 44 ára, eiginkona og þriggja barna móðir. Ég er myndlista og handverkskonan Kvalka, vinn í ýmiskonar efnivið s.s. leir, tré og liti. Ég er einnig kennari, kenni fullorðnu fólki tréskurð ofl.

Ég hef haft áhuga á ljósmyndun frá því ég var unglingur en samt er ég ansi illa að mér í tæknilegri hlið ljósmyndunar. Ég skil ekki þessar skammstafanir og tölur sem þið talið um Embarassed en mér finnst gaman að taka myndir. Ég sendi mynd í ljósmyndakeppni á ljosmyndari.is og varð í öðru sæti. Verðlaunin eru ljósmyndanámskeið svo ég er að vonast til að læra að taka betri myndir og læra dálítið á tæknina.

Myndavélin mín er frekar einföld, held ég (canon power shot A40) en mér hefur tekist að taka nokkrar ágætar myndir á hana. Það væri gaman að sýna ykkur einhverjar myndir og fá gagnrýni á þær og leiðbeiningu um betrumbætur en ég kann ekki að setja þær inn. Þarf ég ekki að geyma þær á netinu einhverstaðar og sækja þær svo þangað? Get ég fengið hjálp Confused Exclamation

Hlakka til að taka þátt

kær kveðja

Kvalka

P.s. Ég er að reyna núna í þriðja sinn að senda þetta því það hefur ekki tekist áður, að ég held. Ef þessi póstur kemur þrisvar sinnum þá biðst ég velvirðingar á því.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
geimdrengur


Skráður þann: 15 Apr 2005
Innlegg: 720

Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 13:30:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vertu velkomin.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Cameron


Skráður þann: 22 Ágú 2005
Innlegg: 1040
Staðsetning: hér og þar
5D
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 13:35:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sæl vertu, til hamingju með verðlaunin hvernig væri að sýna okkur myndina?
_________________
www.thorsteinncameron.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 13:36:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hæ Katrín Kvalka, velkomin í hópinn! Flott að fara á námskeið hjá ljosmyndari.is mjög góður staður til að læra.

Með að senda inn myndir kíktu á þessar leiðbeiningar:

http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=1705

Á www.augnablik.is geturðu líka vistað myndirnar þína og linkað á þær hingað inn Cool
_________________
DPC fyrir Xilebo Gurrý

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Netti


Skráður þann: 25 Ágú 2005
Innlegg: 480
Staðsetning: Akureyri
Canon 7D MKII
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 13:54:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sæl Katrín og vertu velkonin og enn lagast kynslóðabilið. Ég er nýr í þessu hér þó gamall sé (45) eins og þú en það er hægt að læra mikið hér af þessum snillingum, þetta fólk er einstalega hjálpfúst við okkur nýliðana hér.
kveðja Hannes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
sigrun th


Skráður þann: 14 Maí 2005
Innlegg: 1765
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 14:03:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Velkomin Kvalka,

þú getur líka vistað myndirnar þínar á internet.is ef þú notar t.d. þjónustu Og Vodafons, ert t.d. með gsm-númer þar, vefsvæði þar er innifalið, s.s. frítt. Ég geri þetta og það er mjög þægilegt og mjög góð aðstoð í þjónustuverinu í síma 1414 - þeir leiða þig algjörlega í gegnum það sem þú þarft að gera, ef þú þarft aðstoð við það. Þegar þú hefur vistað myndir þínar þar, þá smellirðu bara á "Img" takkan efst þegar þú ert að senda póst hér og límir síðan veffang myndar þinnar inn og smellir á "Loka merki" - og sjá! Þegar þú hefur ýtt á "senda" þá birtist myndin þín.

Gangi þér vel, hlakka til að sjá myndir frá þér.
_________________
Flickr profile
DPC profile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 15:53:50    Efni innleggs: Re: Kynni mig. Ég er Kvalka Svara með tilvísun

Velkomin Kvalka, aldurinn skiptir engu máli ég er orðin 48 og finnst ferlega gaman hérna inni þegar ég hef tíma til þess. Frábært að fá fleiri kjéllíngar;-)
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
sigrun th


Skráður þann: 14 Maí 2005
Innlegg: 1765
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 21:54:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

yess! fleiri á fimmtugsaldri !

Annars er einhver slæðingur af heldra fólki hérna.
Ég er fædd 1960 og á 3 börn + 2 stjúp og 1 barnabarn + 2 stjúp.
_________________
Flickr profile
DPC profile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kvalka


Skráður þann: 21 Nóv 2005
Innlegg: 123
Staðsetning: Kópavogur
Fujifilm finepix s9500
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 23:57:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kærar þakkir fyrir hlýjar móttökur. Ég er að reyna að setja inn mynd, veit ekki hvort það tekst.

[/img]http://www.augnablik.is/data/1331/1271oktober_2005.jpg[/img]
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kvalka


Skráður þann: 21 Nóv 2005
Innlegg: 123
Staðsetning: Kópavogur
Fujifilm finepix s9500
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2005 - 23:59:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Neibb, það tókst greinilega ekki, í þetta sinn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kvalka


Skráður þann: 21 Nóv 2005
Innlegg: 123
Staðsetning: Kópavogur
Fujifilm finepix s9500
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2005 - 0:17:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Önnur tilraun, nú held ég að þetta sé rétt, fyrsta myndin er vinningsmyndin frá ljosmyndari.is. Reyndar finnst mér báðar hinar sem set hér inn skemmtilegri.Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Netti


Skráður þann: 25 Ágú 2005
Innlegg: 480
Staðsetning: Akureyri
Canon 7D MKII
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2005 - 0:38:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ágætis myndir hjá þér mér fynnst nú vinningsmyndin best númer tvö mætti fyrir minn smekk vera örlítið dekkri þriðja myndin er svotlíð spes en samt eitthvað við hana
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2005 - 8:31:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Glæsilegt! Vinningsmyndin mjög falleg og Jökulsárlónið bregst aldrei, flott að sjá svona spegilmynd, sú þriðja frekar dauf en alveg fín hugsun í gangi Smile nú bara taka þátt í keppnum Cool
_________________
DPC fyrir Xilebo Gurrý

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
sigrun th


Skráður þann: 14 Maí 2005
Innlegg: 1765
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2005 - 8:45:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

mjög góð myndbygging í fyrstu mynd, ég veit að kaðallinn á að vera það frumlega við aðra mynd en mér finnst það ekki alveg gera sig og ég er ekki hrifin af þriðju mynd, mér finnst myndbygging þar ekki góð

ég vona að þú kunnir að meta hreinskilni okkar, en hreinskilin gagnrýni sem hægt er að læra af er eitt af því dýrmæta sem maður fær hér á þessum vef
_________________
Flickr profile
DPC profile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Elísabet


Skráður þann: 13 Mar 2005
Innlegg: 67

Nikon D70
InnleggInnlegg: 26 Nóv 2005 - 14:35:05    Efni innleggs: Velkomin Svara með tilvísun

Velkomin Katrín, mér finnst myndirnar þínar fallegar, er hrifnust af vinningsmyndinni. Hér ert þú á réttum stað til að feta þig áfram í töfraheimi ljósmyndanna. Vertu bara dugleg að senda inn myndir og nýta þér þær umsagnir sem þú færð. Ég tel mig hafa lært mikið af því.
Hef ekki verið mikið hér undanfarið því ég dvaldi á Íslandi í október, bý annars í Portúgal.
_________________
Nikon D70
Sony DSC-H7

Lífið verðlaunar þá sem gefast ekki upp.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Sjálfskynning Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group