Sjá spjallþráð - hvort er betra s RGB eða Adobe RGB :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
hvort er betra s RGB eða Adobe RGB
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Xarner


Skráður þann: 08 Des 2007
Innlegg: 156

Canon 7D
InnleggInnlegg: 29 Des 2009 - 19:00:18    Efni innleggs: hvort er betra s RGB eða Adobe RGB Svara með tilvísun

hvort er betra s RGB eða Adobe RGB?


og afhverju
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Snorrib


Skráður þann: 10 Jan 2008
Innlegg: 1595
Staðsetning: 108
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 29 Des 2009 - 19:49:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Adobe RBG - var eitthvern veginn þannig að sRGB geymdi ekki upplýsingar um eitthvað sem ég man ekki.
_________________
Flickr/Snorri94
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
elg


Skráður þann: 19 Ágú 2007
Innlegg: 578

1D MarkII N
InnleggInnlegg: 29 Des 2009 - 19:56:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Adobe RGB hefur miklu meiri litarými, sem t.d. skilar sér í mun betri og líflegri húðlitum. Þessi prófíll er einnig að festa sig í sessi sem staðall í prentiðnaði. Nú eru prentsmiðjur að henda út CMYK prófílum og taka Adobe RGB í staðinn. Litastýring er mun nákvæmari, gæðin eru meiri og svo minnkar hann farvanotkun umtalsvert.

Prófaðu að skipta um prófíl á nokkrum myndum og þá sérðu muninn.

Hér er góður linkur sem útskýrir þetta vel:
http://www.si.is/starfsgreinahopar/prentidnadur/rgb/
_________________
www.elg.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 29 Des 2009 - 20:25:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fyrir geymslu á myndun - aRGB

Fyrir myndir á vef - sRGB
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 30 Des 2009 - 1:19:07    Efni innleggs: Re: hvort er betra s RGB eða Adobe RGB Svara með tilvísun

Xarner skrifaði:
hvort er betra s RGB eða Adobe RGB?


og afhverju
Fyrir hvað?
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Ice


Skráður þann: 08 Jún 2007
Innlegg: 340
Staðsetning: Reykjavík
Hasselblad
InnleggInnlegg: 30 Des 2009 - 2:03:13    Efni innleggs: RGB Svara með tilvísun

http://www.cambridgeincolour.com/tutorials/sRGB-AdobeRGB1998.htm

Ef þú tekur ekki í RAW þá er skynsamlegt að velja Adobe RGB og "converta" yfir í sRGB þegar þess gerist þörf (t.d. fyrir myndir sem þú birtir á vefnum). Fyrir Photoshop-vinnslu og útprentun er Adobe RGB ákjósanlegast því litarýmið er nokkuð stærra en sRGB.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 30 Des 2009 - 14:05:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Minna litrými er ávallt betra ef það nær utanum þá liti sem skipta máli í senunni því þannig næst meiri fínstjórn á þeim. Jpeg-myndir eru aðeins 8 bita og litirnir því 256 fyrir grunnlitina Red, Green og Blue sama hvaða litrúm er valið. Það þýðir að Adobe RGB og sRGB hafi þar jafnmarga liti í praksís. Það er því eiginlega rangt að ráðleggja Adobe RGB sem þumalputtareglu fyrir þá sem taka jpg myndir án tillits til þess hvað er myndað.

Ef skotið er JPEG þá er ágæt þumalputtaregla að miða við að nota
    sRGB í fólksmyndir, innimyndir og borgarlífsmyndir á meðan betra er að nota
    Adobe RGB í landslag, himinn og gróður.
Svo gera listamenn náttúrlega það sem þeim dettur í hug. Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 30 Des 2009 - 14:10:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

en ef það er skotið í RAW?

Hvað er þá best að nota til að vinna með í ps?
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 30 Des 2009 - 14:24:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarBergur skrifaði:
en ef það er skotið í RAW?

Hvað er þá best að nota til að vinna með í ps?
Allar myndavélar taka myndefnið í RAW. Þegar þú stillir á að taka myndir í JPG þá ertu í raun og veru að segja vélinni að umbreyta RAW í JPG með innbyggðri myndvinnslu vélarinnar. Takirðu í RAW þá flytjast þessar upplýsingar með RAW upplýsingunum til úrvinnslu í öðrum forritum. Þú getur ákveðið hvaða litrúmi JPG afurð RAW-skrárinnar úr Photoshop tilheyrir.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
birkirj


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 844

Svona með takka...
InnleggInnlegg: 30 Des 2009 - 15:17:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
ArnarBergur skrifaði:
en ef það er skotið í RAW?

Hvað er þá best að nota til að vinna með í ps?
Allar myndavélar taka myndefnið í RAW. Þegar þú stillir á að taka myndir í JPG þá ertu í raun og veru að segja vélinni að umbreyta RAW í JPG með innbyggðri myndvinnslu vélarinnar. Takirðu í RAW þá flytjast þessar upplýsingar með RAW upplýsingunum til úrvinnslu í öðrum forritum. Þú getur ákveðið hvaða litrúmi JPG afurð RAW-skrárinnar úr Photoshop tilheyrir.


Margir tala um að vinna myndir í stærra litarými en adobe RGB td eins og wide gamut eða prophoto og flytja þær síðan út í litlu rýmin (aRGB og sRGB) eftir því hvað á að gera við myndirnar. Með því fær maður betri stýringu á litagildunu og getur því leikið sér meira og oft náð litum/tónum til baka þó þeir virðist brenndir í litlu litarímunum.

Kveðja, Birkir
_________________
Flickrið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Snorrib


Skráður þann: 10 Jan 2008
Innlegg: 1595
Staðsetning: 108
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 30 Des 2009 - 15:54:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég læt allar mínar myndir í Adobe RGB á vefinn.

Alltaf þegar ég vista í PS þá geri ég save for web > opna myndina aftur í Working space (A RGB) > vista hana þannig.
_________________
Flickr/Snorri94
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Des 2009 - 21:41:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Snorrib skrifaði:
Ég læt allar mínar myndir í Adobe RGB á vefinn.

Alltaf þegar ég vista í PS þá geri ég save for web > opna myndina aftur í Working space (A RGB) > vista hana þannig.


Ef þú setur annað en SRGB á vefinn þá áttu í hættu að litirnir breytist.
Sumir vafrarar kunna að lesa profile upplýsingar út úr myndum aðrir ekki.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
birkirj


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 844

Svona með takka...
InnleggInnlegg: 30 Des 2009 - 23:54:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fín lesning hérna

Sure, sRGB is fine for amateurs and the web, but real men use Adobe RGB – right?

Well, not really.

http://www.luminous-landscape.com/tutorials/prophoto-rgb.shtml
_________________
Flickrið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Snorrib


Skráður þann: 10 Jan 2008
Innlegg: 1595
Staðsetning: 108
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 31 Des 2009 - 0:17:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott að fá smá fróðleik um þetta.

En þá er ég að pæla. Ég er að vinna að ljósmyndavídjói í iMovie, þegar ég færi myndirnar yfir í það virka þær allar svo kontrast/litlausar, er það eitthvað litaprófíla tengt dæmi?
_________________
Flickr/Snorri94
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 31 Des 2009 - 0:26:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

birkirj skrifaði:
kgs skrifaði:
ArnarBergur skrifaði:
en ef það er skotið í RAW?

Hvað er þá best að nota til að vinna með í ps?
Allar myndavélar taka myndefnið í RAW. Þegar þú stillir á að taka myndir í JPG þá ertu í raun og veru að segja vélinni að umbreyta RAW í JPG með innbyggðri myndvinnslu vélarinnar. Takirðu í RAW þá flytjast þessar upplýsingar með RAW upplýsingunum til úrvinnslu í öðrum forritum. Þú getur ákveðið hvaða litrúmi JPG afurð RAW-skrárinnar úr Photoshop tilheyrir.


Margir tala um að vinna myndir í stærra litarými en adobe RGB td eins og wide gamut eða prophoto og flytja þær síðan út í litlu rýmin (aRGB og sRGB) eftir því hvað á að gera við myndirnar. Með því fær maður betri stýringu á litagildunu og getur því leikið sér meira og oft náð litum/tónum til baka þó þeir virðist brenndir í litlu litarímunum.

Kveðja, Birkir
Já, það er svo margt sagt um litrúm og oftast er það steypa. Þessi stóru litrúm auka ekki litanákvæmni því fleira þarf til. Skjákortið, photoshop og önnur myndvinnsluforrit eru öll miðuð við 8 bita. Ef þú flytur inn t.d. 16 bita mynd í Photoshop þá sérðu af henni 8 bita mynd, ekki 16 bitana sjálfa. Ef þú lítur á RGB litagildi 16 bita myndar í Photoshop þá eru þau eins og í 8 bita myndunum…allt í heilum tölum. Þú ert ekki kominn með einn einasta aukastaf til að auka á litanákvæmnina og hún felst því í að nálgast 8 bita gildin sem best. Prophoto og önnur stór litrúm hafa því ekkert fleiri liti en litlu litrúmin í praksís þótt fræðin segi annað.

Vegna þessarra tæknilegu takmarkana má ímynda sér litrúm sem teygju með 256 strikum (8 bita) til einföldunar. Sé litrúmið stórt þá er langt á milli strikanna og allar litabreytingar gerast í frekar stórum stökkum. Sé það lítið þá er stutt á milli strikanna og litabreytingar eru þá frekar litlar á skjánum.

Millimetrarnir eru þarna samt og gagnast best við að reikna út bestu nálgun í 8 bita sýnina sjálfvirkt.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group