Sjá spjallþráð - Viðtal: María Kristín Steinsson (mks) :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Viðtal: María Kristín Steinsson (mks)
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 4:32:18    Efni innleggs: Viðtal: María Kristín Steinsson (mks) Svara með tilvísun

Hvenær kviknaði ljósmyndaáhuginn hjá þér?
Ég eignaðist mína fyrstu myndavél þegar ég var um 5 ára gömul. Ég hef alltaf haft gaman af því að taka myndir, þó tilgangurinn þar á bakvið hafi verið misjafn. Ég lærði svart/hvíta framköllun þegar ég var í Myndlista og Handíðaskóla Íslands árið 1998-1999 en áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar ég eignaðist mína fyrstu digital vél árið 2004.

Hvernig hefur tilgangurinn verið misjafn?
Stundum hef ég eingöngu tekið myndir til að eiga minningar, eða til að skrásetja einhverja atburði en yfirleitt, amk nú til dags, tek ég myndir afþví ég er að skapa eitthvað.

Hvaða áhugamál hefurðu önnur en ljósmyndun?
Myndlist og dans.

Fléttast ljósmyndunin við myndlistina og dansinn að einhverju leyti?
Já ljósmyndunin og myndlistin sérstaklega enda nota ég oft ljósmyndirnar mínar til að fá hugmyndir og innblástur fyrir málverkin mín.

Ferðu stundum út til að leita að myndefni sem þú gætir svo seinna notað í málverk?
Já ég hef gert það og yfirleitt er það þannig að ég sé eitthvað alveg óvænt sem veitir mér innblástur.

Hvað þarf ljósmynd sem er notuð í þessum tilgangi að hafa? Einhver sérstök atriði?
Í rauninni ekki. Þetta er yfirleitt bara eitthvað sem heillar mig akkúrat á því mómenti sem ég tek myndina. Sem dæmi get ég nefnt ljósmynd sem ég tók af mosa útí hrauni sem síðan veitti mér innblástur í heila seríu af málverkum og þar var það liturinn og formið sem heillaði mig.

Moss
Þessi ljósmynd veitti mér innblástur í heila seríu af málverkum.

Afhverju viltu taka sjálfsmyndir?
Afþví að ég hef eitthvað að segja sem ég vil deila með öðrum. Ég er að tjá mig með myndunum og ég sjálf er besta módelið til að túlka það 100%. Ég vil gera allt sjálf, þ.e. vera ljósmyndarinn, módelið, stílistinn osfrv því þannig finnst mér ljósmyndin, sem fyrir mér er listaverk, vera algjörlega mitt. Það er mjög krefjandi að vera bæði módelið og ljósmyndarinn enda þarf maður að nálgast þetta á allt annan hátt en ef maður er með módel fyrir framan sig og það heillar mig.

Áttu einhver góð ráð handa þeim sem eru að taka sjálfsmyndir?
Já að vera óhrædd við að prufa sig áfram og æfa sig. Það er líka alltaf gott að spyrja sig hver sé tilgangurinn með þessu, afhverju er maður að taka sjálfsmyndir, og þar er ekkert svar rétt eða rangt. Svo er náttúrulega alveg nauðsynlegt að eiga þrífót og fjarstýringu!

Hefurðu einhverjar ráðleggingar hvað varðar líkamlega túlkun?
Það er hægt að segja mjög margt með líkamanum einum saman. Maður þarf að pæla í líkamsstöðu og hvernig maður stillir sér upp og þá getur verið gott að skoða svolítið líkamstjáningu og hvernig mismunandi líkamsstaða segir mismunandi hluti. Ég ýki td oft pósurnar til að ná fram sterkari tjáningu í myndinni og til þess að áhorfandinn eigi auðveldara með að túlka myndina. Það er um að gera að vera ófeiminn við að nota og beita líkama sínum.

Hvað viltu segja áhorfendum með myndunum?
Það er mjög misjafnt hvað ég er að segja með hverri mynd. Stundum er ég að segja sögu, túlka ákveðnar tilfinningar eða atburði, nota ímyndunaraflið eða fantasíur. Ég byggi myndirnar oft á mínu eigin lífi en á sama tíma er myndin ekki um mig eingöngu því ég bý til ákveðinn karakter og er í raun að túlka hluti sem flestir upplifa á einn eða annan hátt. Oft eru þetta hlutir sem ég hef þurft að takast á við og vinna mig út úr og vil ég þar með breyta neikvæðri upplifun yfir í eitthvað jákvætt. Eins reyni ég að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu og nota þá húmor eða geri svolítið grín af hlutunum og bý til kjánalegar aðstæður eða tek hlutina úr samhengi. Þó svo ég sé að segja ákveðna hluti með myndunum mínum þá vil ég þrátt fyrir það að fólk fái svolítið að túlka þær á eigin hátt. Það er hellingur á bak við ljósmyndirnar mínar sem fólk pælir oft ekkert í því það hefur svolítið loðað við sjálfsmyndatökur að fólk telji að þar sé eingöngu á ferð sjálfsupptekinn aðili að fóðra egóið eða snoppufríð kona sem er að glenna sig framaní myndavélina til að fá athygli. Þetta finnst mér mjög miður því þegar fólk sér ekki lengra en þetta þá missir það oft af boðskapnum í myndinni. En fólk verður samt að fá að túlka þetta eins og það vill og ef einhver hefur gaman af því sem ég er að gera þá hefur myndin öðlast tilgang umfram þann sem hún hefur fyrir mig persónulega.

Loosing my mind

Finnst þér aldrei óþægilegt að senda frá þér svona persónulegar myndir?
Jú oft finnst mér það. Stundum hef ég gert myndir sem ég hef síðan geymt í lengri tíma bara á meðan ég er að melta það hvort ég treysti mér til að setja þær frá mér. Sumar hafa aldrei litið dagsins ljós og aðrar set ég frá mér þegar ég er tilbúin til þess. En til þess að þær virki og skili tilætluðum árangri fyrir mig persónulega þá verð ég að deila þeim með öðrum.

Hefurðu lent í því að fólk hefur heilsað þér vegna þess að það þekkir þig af myndunum þínum?
Já ég hef lent í því og það þykir mér afskaplega gaman.

Hvernig viðbrögð færðu við myndunum þínum?
Mjög misjöfn. Oftast fæ ég jákvæð viðbrögð við þeim og margir þakka mér fyrir að þora að deila þessu og fyrir að gefa svona mikið af mér. Skemmtilegast finnst mér þegar fólk getur tengt við myndirnar og þegar það nær að upplifa þær tilfinningar sem ég er að vinna með í hverri mynd. Það er líka alltaf gaman að heyra þegar maður getur fengið fólk til að hlæja og þegar fólk hefur gaman af því sem ég er að gera. En svo kemur það líka fyrir að myndirnar mínar gera fólk reitt.

A cock in my mouth
Þessi fékk marga til að hlæja því þarna er ég í smá orðaleik en myndin heitir “A cock in my mouth”.

A minor cut
Mörgum þótti þessi mynd mjög einlæg og fékk ég mikið af kommentum og einkapóstum þar sem fólk sagðist upplifa tilfinninguna í myndinni mjög sterkt og vildi jafnvel deila sinni eigin reynslu með mér.

Chained
Þær myndir sem oftast vekja upp reiði folks eru myndir þar sem ég sýni sjálfa mig á kynþokkafullan hátt eða sýni, að mati sumra, of mikið hold.

Við hvað starfar þú?
Ég er myndlistarkona.

Hefurðu menntað þig í myndlist?
Já ég er með BA gráðu í fögrum listum.

Hvenær komstu inn á LMK?
Í desember 2004.

Hefur LMK hjálpað þér við ljósmyndunina?
Já ekki spurning. Það að hafa tekið þátt í keppnunum og fengið gagnrýni á myndirnar og með því að skoða og gagnrýna myndir annara hefur hjálpað mér að þjálfa augað og ég hef lært heilan helling í sambandi við ljósmyndun og eftirvinnslu með því að lesa spjallið og fá ráðleggingar frá öðrum ljósmyndurum.

Finnst þér þú fá góða gagnrýni á vefnum þegar þú leitar eftir henni?
Já í þeim tilfellum sem ég hef óskað eftir gagnrýni þá hef ég yfirleitt fengið góða gagnrýni sem hefur nýst mér vel. En maður tekur líka bara það sem virkar fyrir mann sjálfan því gagnrýni er jú oft bara persónulegt mat hvers og eins. Oft getur líka verið gott að fá álit annara því maður tekur stundum ekki eftir hlutum sem kannski aðrir sjá.

The heart breaker
Þessi finnst mér sýna vel minn stíl en hún inniheldur mikið af því sem ég nota í myndirnar mínar, ma. leikmuni, hreyfingu, rauðan lit og dagsbirtu sem ljósgjafa.

A room with a view
Það tók mig mjög langan tíma að vinna þessa mynd en hún er í svolitlu uppáhaldi vegna þess hversu erfið hún var en hún er samsett úr tveimur myndum.

Fragile
Þessa mynd þykir mér vænt um því mér finnst ég hafa náð að lýsa tilfinningunni mjög vel sem var að brjótast um í mér á þessum tímapunkti .


www.mariaksteinsson.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hugi


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 1271
Staðsetning: Reykjavík
Canon AE-1
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 10:03:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skemmtileg of fræðandi lesning. Thumbs up!
_________________
hugihlynsson.com - áhugaljósmyndari á ferð


Síðast breytt af Hugi þann 20 Ágú 2009 - 11:45:24, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Tótla


Skráður þann: 13 Okt 2008
Innlegg: 366
Staðsetning: Álasund, Noregi
Nikon D610
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 10:12:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært Gott
_________________
Kv. Þórunn Sigþórsdóttir
F L I C K R
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 10:42:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Magnað!
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
JGS
Umræðuráð


Skráður þann: 15 Apr 2007
Innlegg: 3238
Staðsetning: The Overlook Hotel
Nikon D300
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 11:00:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært, ótrúlega skemmtilegur ljósmyndari...
_________________
Kveðja,
Jói...
Flickr!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
OldSpice


Skráður þann: 14 Feb 2009
Innlegg: 1026
Staðsetning: Fáskrúðsfjörður
Sony SLT-A55
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 11:09:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

BA gráða í fögrum listum. Athyglisvert og skemtileg lesning Gott
_________________
http://www.flickr.com/photos/hraunid/
Hilmir Arnason
Stiga og timburmaður
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
bjornae


Skráður þann: 31 Jan 2006
Innlegg: 2238
Staðsetning: Búðardalur
Canon EOS 1D Mark III
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 11:43:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skemmtileg lesning og skemmtilegur ljósmyndari.
_________________
Björn A Einarsson

Það sem ekki drepur mann, styrkir mann

http://www.flickr.com/photos/baeinarsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Vala Run


Skráður þann: 11 Apr 2006
Innlegg: 4876
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 11:53:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

bjornae skrifaði:
skemmtileg lesning og skemmtilegur ljósmyndari.


Sammála, hún er ein af þeim sem ég lít upp til Smile
_________________
Kveðja, V@la®un™
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ring


Skráður þann: 11 Des 2006
Innlegg: 1141

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 11:56:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

en skemmtilegt! : )


you go girl!
(já og flott framtak hjá vefnum... *þumallupp*)
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
zepplinn
Umræðuráð


Skráður þann: 29 Jan 2008
Innlegg: 2249
Staðsetning: Reykjavík
Canon 450 D
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 12:02:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skemmtileg lesning og frábærar ljósmyndir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
hallgrg


Skráður þann: 22 Apr 2008
Innlegg: 3368
Staðsetning: Hafnarfjörður
Fujifilm X100S
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2009 - 12:15:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Langflottust!

Ein af þeim sem maður fylgist alltaf með á flickr...
_________________
...Mainstream is not it...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 19 Des 2010 - 19:26:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jeij!

Er ekki tilvalið að bömpa þessum þræði með því að bæta við hlekk á nýju síðuna:
http://mariaksteinsson.com/

Mér þykir nefnilega alls ekki síðra að kíkja á málverkin hennar!

Ef mér skjátlast ekki þá er dvergur smiðurinn af þessari glæsilegu síðu!


Síðast breytt af Daníel Starrason þann 19 Des 2010 - 20:00:05, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
mks


Skráður þann: 25 Des 2004
Innlegg: 945
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 19 Des 2010 - 19:58:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vííííí! Very Happy

Jú það er rétt hjá þér, dvergur smíddi þessa fínu síðu fyrir mig.
_________________
María Kristín Steinsson
Sjálfsljósmyndari
http://www.mariaksteinsson.com
http://www.flickr.com/photos/mariaksteinsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
RonniHauks


Skráður þann: 06 Júl 2008
Innlegg: 1590
Staðsetning: Sunnan jökla.
Olympus E-3
InnleggInnlegg: 19 Des 2010 - 20:31:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Guggan


Skráður þann: 08 Okt 2007
Innlegg: 616
Staðsetning: Selfoss
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 19 Des 2010 - 22:09:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hún er skemmtileg og áhugaverð hún María.
_________________
Kveðja Guðbjörg Smile


http://www.flickr.com/photos/guggan/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group