Sjá spjallþráð - Jææææja, smá tuð svona í morgunsárið :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Jææææja, smá tuð svona í morgunsárið
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
LalliSig


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 625


InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 10:37:40    Efni innleggs: Jææææja, smá tuð svona í morgunsárið Svara með tilvísun

Ég vildi bara hvetja alla til að fara gera athugasemdir á myndirnar í keppnum núna, ég held ég hafi aldrei fengið jafn fáar athugasemdir, er með 6 í heildina í 2 keppnum og með rúmlega 150 atkvæði, hvernig væri að fara tjá sig eitthvað um myndirnar?

Já og þetta á kannski heima í "allt annað", ég vildi bara fá þetta upp á forsíðu en stjórnendur mega alveg færa þennan þráð ef þeim finnst þetta ekki eiga við hérna, vildi bara aðeins hrista upp í mannskapnum Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
hvítlaukurinn


Skráður þann: 09 Mar 2005
Innlegg: 2107
Staðsetning: Reykjavik
Canon EOS 10D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 10:42:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tek undir þetta.

Lærdómsríkt og gott fyrir alla aðila, bæði þá sem eiga myndina sem kommenterað er á og hina sem kommentera.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Hanz


Skráður þann: 22 Apr 2005
Innlegg: 162
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 20D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 11:14:24    Efni innleggs: Re: Jææææja, smá tuð svona í morgunsárið Svara með tilvísun

Larus skrifaði:
Ég vildi bara hvetja alla til að fara gera athugasemdir á myndirnar í keppnum núna, ég held ég hafi aldrei fengið jafn fáar athugasemdir, er með 6 í heildina í 2 keppnum og með rúmlega 150 atkvæði, hvernig væri að fara tjá sig eitthvað um myndirnar?


Já, hérna er enn einn þráðurinn sem gengur útá að segja hinum hvað þeir eigi að gera á síðunni.

Í sambandi við þetta um að gefa comment á myndirnar þá geri ég það aldrei. Afhverju? Einfaldlega vegna þess að ég hef ekki tíma í það. T.d. í keppninni "Haust" þar eru næstum 60 myndir. Það tæki alveg svakalegan tíma að commenta á allar þær myndir. Vissulega væri fínt að fá einkunn frá 150 manns og 100 comment, en held að raunveruleikinn sé sá að fólk er í vinnu eða í skóla og hefur nóg annað að gera.
_________________
hanz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 11:17:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Haha, þessi þráður er bara hvatning til fólks að gefa eitthvað af sér, enginn að skipa einum né neinum að taka mynd.

Í stað þess að skrifa þennan leiðinda póst um hvað það sér ægilega mikið að gera hjá þér, þá hefðiru getað skrifað eitt comment, hugsaðu út í það Rolling EyesOg til að vera ekki að skjóta mig í löppina, þá ætla ég að skrifa eitt comment, fyrst ég hafði tíma til að skrifa þennan póst hér.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hanz


Skráður þann: 22 Apr 2005
Innlegg: 162
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 20D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 11:21:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eitt comment? Það er ekkert mál að skrifa eitt comment. Málið er að það er meira mál að skrifa 58 comment.
_________________
hanz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 11:27:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hver segir að það þurfi að commenta á allar myndir, hvert einasta eina comment er hjálpsamt, bæði fyrir þann sem les og þann sem skrifar.

Ef allir skráðir notendur myndu commenta á keppnina úr landmannalaugum einungis eitt comment, þá fengi hver mynd samt yfir 100 comment.


Langt frá því að þetta sé einhver kvöð að commenta, auðvitað ekki, fólk bara ræður þessu sjálft, en það er bara mjög gaman að fá comment.

Til dæmis væri það flott markmið að setja sér að vera alltaf búinn að gefa einu fleira comment en maður hefur fengið, eða fimm comment á hverja keppni eða hvað sem er...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hanz


Skráður þann: 22 Apr 2005
Innlegg: 162
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 20D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 11:33:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Afhverju á bara að commenta á sumar myndir? Hvaða myndir á þá að commenta á?
_________________
hanz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 11:41:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hanz skrifaði:
Afhverju á bara að commenta á sumar myndir? Hvaða myndir á þá að commenta á?


Hahaha, það Á ekkert að commenta á sumar myndir, og það Á ekkert að gera eitt eða neitt.

Hvernig helduru að fólk commenti á dpc, ekki ein sál (nema þá einhver geðsjúklingur) sem commentar á allar myndirnar, það er bara ekkert möguleiki.

En annars er enginn að segja þér persónulega að commenta á eina einustu mynd, ef þú ert á móti því þá sleppuru því bara, ekkert flóknara en það.

En hinir hér á síðunnu mega hafa það í huga að það er fátt sem maður lærir jafn mikið af eins og að gefa comment og fá comment.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tryggvi Már


Skráður þann: 24 Mar 2005
Innlegg: 702
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 60D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 11:57:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott tuð.

Mér finnast komment þúsund sinnum betri en einkunnir (segi ég bara af því að ég fæ alltaf lágar einkunnir Wink ) en viðurkenni alveg að ég á oft erfitt með að kommenta vegna þess að mér finnst ég ekki alltaf hafa nógu mikið vit á ljósmyndun.

Mér finnst maður læra töluvert á því að gefa komment vegna þess að þá þarf maður að glápa á myndina og finna kosti hennar og galla, og það nýtist manni kannski við að taka myndir sjálfur. Ég hef samt ekki alltaf tíma til að kommenta á þær allar en reyni bara að minna sjálfan mig á það hvað mér finnst gott að fá komment og það hvetur mann áfram.
_________________
Tryggvi Már Gunnarsson - Canon EOS 60D - flickrið mitt - photowalk.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
LalliSig


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 625


InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 12:02:32    Efni innleggs: Re: Jææææja, smá tuð svona í morgunsárið Svara með tilvísun

Larus skrifaði:
Ég vildi bara hvetja alla til að fara gera athugasemdir á myndirnar í keppnum núna


Hanz, þú ert svo mikið að misskilja mig, fórstu eitthvað öfugu megin framúr? Bara vitna í sjálfan mig, þú sérð að ég nota orðið hvetja en ekki þvinga og hver var að tala um að commenta á allar myndirnar? Sjálfur hef ég sett mér reglu á að gera athugasemdir á allavega eina fleirri en ég fæ sjálfur enda vonlaust að gera athugasemdir á allar myndirnar, stundum hefur maður bara ekkert að segja og ekkert athugavert við það.

Elsku Hanz, hafðu þína hentisemi, enginn að pína þig til eins eða neins og mér þykir frekar leiðinlegt hvað þessi þráður stuðaði þig greinilega, það var alls ekki ætlunin. Ég mæli þó með að þú prufir þetta, mér finnst ég læra helling á því að gera athugasemdir á myndir, stundum jafnvel meira en á því að vera taka myndir sjálfur... Bara pæling Smile

P.S. Þessi þráður svínvirkaði annars, er alltíeinu kominn með 3 comment síðan í morgun, þið standið ykkur vel
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
.gnar


Skráður þann: 14 Ágú 2005
Innlegg: 385

Canon 20D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 12:08:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hanz, tilhvers ertu þá að taka þátt í þessu ef þetta er svona mikil tímasóun?

Ég lít á ljósmyndun sem hobbý, eða frístundagaman eins og það heitir á íslensku. Þetta er eitthvað sem fyllir dauðann tíma/er til þess að brjóta upp hversdagsleg leiðindi. Byrjaðu t.d bara á því að commenta á myndir sem þú gefur 8 eða meira í einkunn, stjáni loga segir að hann kommenti bara á myndir sem hann gefur 5 eða meira, sem mér finnst mjög sniðug leið (fyrir utan að ég hef aldrei fengið komment frá honum Smile). Síðan gætirðu t.d fært þig upp á skaftið og kommentað á 7 og yfir.......

Kommentin bæta keppnirnar....
_________________
Sand is overrated, its actually just tiny little rocks.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
magnisig


Skráður þann: 03 Mar 2005
Innlegg: 133

Canon 20D
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 12:16:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Lárus:
Tilvitnun:
P.S. Þessi þráður svínvirkaði annars, er alltíeinu kominn með 3 comment síðan í morgun, þið standið ykkur vel


Já.. merkilegt nokk þá hafa 4 commentað á mína mynd í morgun eftir að þessi þráður var settur inn. Það segir bara eitt - það þarf að minna fólk á að commenta, alveg eins og það þarf að minna fólk á að kaupa Kók.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 12:48:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ef ég hef ekki tíma til að kommenta á allar myndir í keppni, en langar samt að kommenta, þá reyni ég að sigta út myndir sem eitthvað vit er í.

Þar verður svo að bætast ofan á að ég hafi einhverja punkta til ljósmyndarans um hvað mætti betur fara.

Þá er ég ekki að taka með komment þar sem maður skrifa "flott, æðislega vel gert, frábær vinna... - þú vinnur" eða eitthvað álíka tímafrekt.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Matti Á.


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 521
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D800
InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 12:54:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég fer öfugt að, reyni alltaf að kommenta fyrst á myndir sem ég gef lágt, svo þær efstu, síðast kemur miðjupakkinn. Mér finnst ekki hægt annað en að kommenta ef maður gefur mynd undir fimm.

Svo kemur náttúrulega fyrir að maður hækkar/lækkar myndir þegar maður fer yfir þetta til að kommenta.

En svo er spurning hvort nokkuð er að marka athugasemdirnar mínar - ég hef ekki grun Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 14 Okt 2005 - 13:10:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, sko, það er saman hér...

þegar ég segi "eitthvað sem er vit í" þá eru það myndir sem á einhvern hátt fitta í keppnina, eða eitthvað sést á.

ég hef það á tilfinningunni nefninlega að sumir sendi inn í keppnir hérna og hafi ekki guðmund um hvað efni keppninnar er Smile
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group