Sjá spjallþráð - Umræða um filmuskönnun :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Umræða um filmuskönnun

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
sag


Skráður þann: 06 Mar 2009
Innlegg: 10

Olympus OM-2N
InnleggInnlegg: 20 Maí 2009 - 11:23:55    Efni innleggs: Umræða um filmuskönnun Svara með tilvísun

Mig langaði til að starta smá umræðum um filmuskönnun ( fann ekki mikið hér á gömlum þráðum).

Ég var nýlega að fá mér Canon 8800f. Ég nota makka, Photoshop Elements og Canon skanna hugbúnaðinn ( scangear).

Mér finnst vinnsla á hverri mynd þurfa að vera nokkuð mikla og þá sérstaklega (eðlilega) á litmyndum. Myndirnar koma yfirleitt allt of ýktar (saturated), óeðlilegur litabalance á lita negatífum (skárra með slæds) og stundum er lýsingin skrýtin: hátónarnir allt of skærir (sérstaklega á flass myndum).

Svarthvítar myndir er betri en þar er vandamál með ryk: sjálfvirka FARE dæmið virkar bara á lit filmur! þá er bara að setja plástra á alla ryk punktana...

Ég hef prófað silverfast hugbúnaðinn sem skilar aðeins betri niðurstöðum stundum, en er óhentugur ( ein mynd í einu - ekki FARE stuðningur...).

Eruð þið með einhverjar ráðleggingar eða netslóðir fyrir byrjendur í myndvinnslu. Einhverjir með þennan skanna sem væru til í að miðla af reyslunni?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 20 Maí 2009 - 12:10:20    Efni innleggs: Re: Umræða um filmuskönnun Svara með tilvísun

Arrow
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki


Síðast breytt af stjaniloga þann 27 Maí 2009 - 15:41:57, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 20 Maí 2009 - 12:31:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

VueScan er líka góður kostur
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Nanoq


Skráður þann: 22 Nóv 2006
Innlegg: 74
Staðsetning: Vetrarbrautinni
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 20 Maí 2009 - 13:04:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sammála, VueScan hefur reynst mér mun betur en Silverfast og annar skönnunarhugbúnaður. Hef hins vegar mest skannað slides.
Góð skönnun kostar hins vegar alltaf nokkra vinnu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Eddirp


Skráður þann: 04 Sep 2008
Innlegg: 608
Staðsetning: danmörk
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 20 Maí 2009 - 13:16:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

silverfast er þungt forrit og leiðinlegt, breytist allt ef maður velur nokkrar myndir i batch, vuescan er heldur ekkert skemmtilegt forrit en það gefur bæði sjáanlega skarpari myndir og vinnur hraðar.
_________________
Flickr
500px
Friends don't let friends shoot JPEG.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 20 Maí 2009 - 13:42:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vuescan er fínt en mér hefur samt reynst best að nota forritið sem kom með 8800 skannanum mínum til að skanna litmyndir. Hef bara allar stillingar á 0, ekkert back lighting correction og svoleiðis vesen. Reyni bara að fá eins flata innskönun og ég get og laga svo í photoshop, þannig fæ ég mesta dynamic rangeið úr filmunni.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
sag


Skráður þann: 06 Mar 2009
Innlegg: 10

Olympus OM-2N
InnleggInnlegg: 20 Maí 2009 - 16:17:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir svörin!

Ég verð að prófa Vuescan við tækifæri.
Líka áhugavert að tvískanna - hvernig blandarðu myndina saman? meðaltal?

Eru menn annars sammála að litir eru allt of ýktir ef skannað er beint með Canon hugbunaði og engum fítusum? Það sem ég er farinn að gera er að draga úr saturation 30- 60% og svo fínstilla RGB rásir. Þannig fæ ég nokkuð eðlilega liti.
Skönnun er seinleg og vandaverk. Þess vegna er ég að spá í hvort að þið hafið komið ykkur upp einhverjum þumalputta reglum.

Auðvitað er hver mynd ólík en þessir skannar hafa líka karakter sem er hægt að læra inná.

Eru einhverjar myndvinnslu aðgerðir sem þið gerið alltaf t.d. með tilteknar filmur? Það væri gaman að heyra svoleiðis trikk.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Marel


Skráður þann: 25 Maí 2009
Innlegg: 609

Great Wall DF2, Canon AE-1 Program
InnleggInnlegg: 06 Ágú 2009 - 18:27:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mig langar til að geta skannað mínar (35mm) filmur sjálfur og er að reyna að átta mig á því hvað er besti kosturinn.

Það er helst tvennt sem veldur mér höfuðklóri:

1. Er engin leið að losna við þessa díla sem koma þegar skannað er á hárri upplausn? Það er óhemju vinna sem fer í að hreinsa þetta.

2. Hvernig skannar eru bestir? Er munur á Epson, Canon eða HP, eða eru aðrir framleiðendur sambærilegir eða betri (líka m.t.t. gæða fyrir hverja krónu)? Skila skannar á ca. 40.000 viðunandi skerpu?

Það afsakið spurningaflóðið, en það er erfitt að átta sig á þessu þegar maður er alveg grænn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Eddirp


Skráður þann: 04 Sep 2008
Innlegg: 608
Staðsetning: danmörk
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 07 Ágú 2009 - 0:06:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
Vuescan er fínt en mér hefur samt reynst best að nota forritið sem kom með 8800 skannanum mínum til að skanna litmyndir. Hef bara allar stillingar á 0, ekkert back lighting correction og svoleiðis vesen. Reyni bara að fá eins flata innskönun og ég get og laga svo í photoshop, þannig fæ ég mesta dynamic rangeið úr filmunni.


ég fiktaði með nokkur forrit en orginal forritð með skannanum gefur eðlilegastar myndir og jafn skarpar og vuescan.. mæli bara með að nota það(ekki vuescan).
_________________
Flickr
500px
Friends don't let friends shoot JPEG.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 07 Ágú 2009 - 0:36:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef alltaf notað bara þarna photoshop import dæmið. Hefur dugað mér ágætlega eftir að ég fór aðeins að fikta í því.
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group