Sjá spjallþráð - Einkunnir (er það bara ég) :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Einkunnir (er það bara ég)
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Matti Á.


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 521
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D800
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 10:42:09    Efni innleggs: Einkunnir (er það bara ég) Svara með tilvísun

Er það bara ég eða fara einkunnir hríðlækkandi þegar líður á vikuna?

Ég hef tekið eftir því að meðaleinkunn mín fer lækkandi síðustu daga þó tiltölulega fáar einkunnir bætist við.

Hvaða fólk er það sem kýs seint og gefur lágt?

Mér finnst dálítið skítt þegar lið er að mæta hingað á föstudegi og gefa 1 fyrir mynd sem á það ekki skilið. Eru þessar einkunnagjafir eitthvað skoðaðar? Eru margir sem gefa 1 á línuna (tja, allar nema kannski eina mynd)?

Ég hef þann grun að virkir meðlimir þessara síðu séu líklegri til að gefa einkunn á fyrstu dögum - en gæti haft rangt fyrir mér.

N.b. ég er ekkert ósáttur við meðaleinkunn mína að öðru leyti, finnst bara skrítið að sjá þetta trend því þetta er ekki eðlilegt "tölfræðilega". Ég hef einnig gefið nokkrar lágar einkunnir en í öllum tilvikum sett inn athugasemd.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 10:45:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er rosalega misjafnt, ég hef átt mynd sem hækkaði um einn heilann á þessari viku, svo hafa aðrar lækkað eða hækkað mjög ókerfisbundið virðist mér.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Matti Á.


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 521
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D800
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 10:48:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, líklega er ég að sjá trend úr tilviljunum Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tryggvi Már


Skráður þann: 24 Mar 2005
Innlegg: 702
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 60D
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 11:53:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef tekið eftir því að einkunnir hafa tilhneigingu til að vera þokkalega háar í upphafi kosninga, lækka svo þegar líður á, en taka svo við sér undir lok kosninga.

Í byrjendakeppninni var ég með rúmlega 6,5 fram undir þriðjudag, tók þá að hrapa, fór lægst í 5,3 rúmlega en endaði í rétt rúmlega sex.

Ég vona að ég hafi rétt fyrir mér og að einkunnin sem ég er með núna hækki... Embarassed
_________________
Tryggvi Már Gunnarsson - Canon EOS 60D - flickrið mitt - photowalk.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Ingibergur


Skráður þann: 28 Jún 2005
Innlegg: 2307
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 1Ds MKII
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 14:52:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég minnist þess að hafa rætt þetta fyrir ekki löngu síðan á vefnum..
Mér (finnst) þetta rosalega misjafnt hvernig þetta fer á stað eða endar.
Verður maður ekki barað sætta sig við þessa hluti hvað öðrum finnst um myndirnar ? Ég hef póstað inn hérna og fengið comment sem ég hefði helst ekki viljað sýna öðrum en fæ svo gott coment á á DP eða haáa einkun,þannig að þetta er bara spurning um það hvað fólki finnst held ég.

Kveðja Ingibergur
_________________
ingibergur.com
fLickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sessa


Skráður þann: 14 Jún 2005
Innlegg: 256

Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 15:14:40    Efni innleggs: Keppnir í gangi Svara með tilvísun

Hvar sjái þið einkunnirnar ? ...hélt að maður fengi bara að vita útkomuna þegar niðurstöðurnar væru birtar og lokað fyrir kostningu..
er ég að misskilja eitthvað ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
hkvam


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 4287
Staðsetning: Svalbarðsströnd
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 15:18:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þú átt að sjá þína einkun vinstra megin á síðunni, s.s. aðal síðunni hér (fyrir ofan Sony Center auglýsinguna).
En einungis þína eigin einkun.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sessa


Skráður þann: 14 Jún 2005
Innlegg: 256

Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 15:24:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sé það núna, takk fyrir Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Valkyrja


Skráður þann: 23 Ágú 2005
Innlegg: 60
Staðsetning: Denver, USA
Pentax *ist DS SLR
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 15:40:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mín regla er vanalega sú að ef hún passar inn í þemað er hún strax komin með 5, síðan bæti ég 1 og 1 við eftir þeim gæðum sem mér finnst myndin hafa að bera.

Ef hún hinsvegar passar ekki inn í þemað þá fær hún undir 5
_________________
Its like wiping your ass with silk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Matti Á.


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 521
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D800
InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 15:45:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eins og ég sagði, þá er ég ekki að kvarta undan einkuninni - hún er fín (ennþá). En ég hef fylgst vel með þróun einkunna og hefur þótt trendið vera þannig að síðustu einkunnir séu lægri en þær sem á undan komu. En auðvitað þarf ekkert að vera neitt trend í gangi þó mér sýnist ég sjá það.

Mér sýnist þær einkunnir sem ég gef yfirleitt falla í normal kúrfu. Flestar myndir um miðbik, færri sem fá mjög lágt eða hátt. Til að ég gefi mikið undir fimm þarf myndin að vera annað hvort vond eða ekki passa í þemað.


Síðast breytt af Matti Á. þann 30 Sep 2005 - 18:03:06, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 30 Sep 2005 - 17:58:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er auðvitað allskonar fólk að gefa einkunnir og hver og einn gefur eftir eigin forsendum.
Sumir kunna að gefa eingjöngu háar eða lágar einkunnir meðan aðrir halda sig við miðjuna.
Mig grunar að mjög margir sjái ekki kosti myndar fyrir "gallanum" sem það rak augun í og myndin fær falleinkunn og kallast það að vera dómharður.
Þetta er fyrir marga bara tilfinningamál en aðrir skoða liti, myndbyggingu, skerpu og svo framvegis.
Földi atkvæða er góður og ættu rugldómar að jafnast út en vissulega yrðu úrslit réttlátari ef athugað væri hvort einhverjir séu að gefa myndum einkunnir á undarlegum forsendum en svo er þetta bara til gamans og lítið að gera í því þótt einhverjir ruglukollar slæðst með í dómana.

Á photo.net er til dæmis mikið um það að nýjar miðlungsmyndir fái hæðstu einkunn nokkru sinnum eftir að þær koma inn en fara svo hríðlækkandi þegar almúginn segir sýna skoðun. Það virðist því vera nokkuð ríkt í fólki að svindla eða allavega er mín upplifun sú.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
hedinn


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 149

Bara allur pakkinn
InnleggInnlegg: 01 Okt 2005 - 2:08:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég var einmitt að spá í þessu. Ég er búinn að vera skrifa niður einkunirnar mínar niður og ég hef tekið eftir að á mánudagskvöldinu var einkunin mín hæsta svo hefur hún lækka marktvíst síðan. Þegar ég var kominn með 76 atkvæði var ég með X,566 og núna er ég kominn með 119 atkvæði og er með X,487, fór læst niður í X,456 þegar ég var kominn með 103 atkvæði. Þetta er ekki miklar breytingar en tók eftir að ég lækkaði næstum því við hvert atkvæði. En ég var að spá hvort fólk væri kannski búið að kjósa en svo sér það að það eigi husanlega séns á borða og fari þá til baka og lækka einkanirnar sínar.

En það sem mér finnst verst við þetta einkunardæmi er að mér finnst fólk vera taka of hart á göllum eða einhverju sem þau halda að gæti hafa farið betur. Þannig að ómerkileg mynd með engum göllum fær hærri einkun en góð og falleg mynd með kannski einum ómerkilegum galla.
Ég hef alltaf passað mig á að skoða hverja mynd vandlega og gefa henni svo heildar einkun og fara alltaf eftir einkunarkerfinu sem síðan er með.

1 - Afleit
2 - Slæm
3 - Slæm
4 - Ekki góð
5 - Í meðallagi
6 - Í meðallagi
7 - Góð
8 - Mjög góð
9 - Mjög góð
10 - Frábær
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Matti Á.


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 521
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D800
InnleggInnlegg: 01 Okt 2005 - 2:50:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hjá mér er þróunin:

Kóði:

Fjöldi       Einkunn
63           .698   (hæsti punktur)
90           .574
109          .477
122          .443
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 01 Okt 2005 - 9:15:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Finnst þér 0.3 breyting vera svona agaleg?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
geimdrengur


Skráður þann: 15 Apr 2005
Innlegg: 720

Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 01 Okt 2005 - 9:36:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég kannast við þessar pælingar. Myndin mín í Candid keppninni var lengst af með 7,5 í einkunn og fór upp í 7,6, en á seinustu klukkutímunum með örfáum atkvæðum lækkaði hún í 7,38. Spurning hvort að þessir seinu kjósendur séu skapvondir eintaklingar Smile

En svo hef ég lennt í því öfugu líka. Það virðist lítð vera hægt að gera ráð fyrir "trendi" í þessum efnum, kannski til allrar hamingju.

Á DPC hef ég einungis sent inn eina mynd, en sú mynd hækkaði um 0,3 á seinustu mínútunum, svo þar virðist jákvætt fólk kjósa seinast... Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group