Sjá spjallþráð - Kyrralífskeppni - enskir titlar :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Kyrralífskeppni - enskir titlar
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 14:07:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er að spá í að breyta nafninu mínu hér í jonr Group.
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Pippi


Skráður þann: 07 Des 2004
Innlegg: 141
Staðsetning: Reykjavik, Ísland
Canon 20D
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 15:11:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Að mínu mati skiptir bara engu máli um hvaða tungumál ræðir, maður á að bera virðingu fyrir því tungumáli sem maður er að tala í það skiptið hvort sem það heitir íslenska, danska, enska eða spænska. Hvers vegna leggur fólk sig fram um að læra hvernig á að segja hlutina þegar það lærir nýtt tungumál, rembist við að nota það rétt og fara eftir reglunum er svo skítsama um sitt eigið og heldur að það þurfi ekkert að leggja á sig til að tala móðurmálið sómasamlega. Við fæðumst ekkert með e-ð móðurmál í hausnum heldur lærum það af umhverfinu og stundum getur umhverfið ekki kennt reglurnar heldur þarf að læra þær eins og í hverju öðru tungumáli.
Það þarf því stundum að leggja sig fram en skjótast auðveldustu leiðina. Þetta er allavega mín skoðun og kannski heldur löng en mig hefur bara svo lengi langað að segja þetta þegar móðurmálið hefur borið á góma. Ég er ekkert saklaus af því að sletta en ég vildi óska þess að ég hefði yfir þeim orðaforða að ráða að ég íslensku orðin kæmu ávallt fyrst upp í
hugann. Ég held að málið sé bara að stoppa sig stundum af og hugsa smá.
Vá - afsakið hvað ég tapaði mér en ég gæti haldið áfram eeeendalaust Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 15:20:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Pippi skrifaði:
Að mínu mati skiptir bara engu máli um hvaða tungumál ræðir, maður á að bera virðingu fyrir því tungumáli sem maður er að tala í það skiptið hvort sem það heitir íslenska, danska, enska eða spænska. Hvers vegna leggur fólk sig fram um að læra hvernig á að segja hlutina þegar það lærir nýtt tungumál, rembist við að nota það rétt og fara eftir reglunum er svo skítsama um sitt eigið og heldur að það þurfi ekkert að leggja á sig til að tala móðurmálið sómasamlega. Við fæðumst ekkert með e-ð móðurmál í hausnum heldur lærum það af umhverfinu og stundum getur umhverfið ekki kennt reglurnar heldur þarf að læra þær eins og í hverju öðru tungumáli.
Það þarf því stundum að leggja sig fram en skjótast auðveldustu leiðina. Þetta er allavega mín skoðun og kannski heldur löng en mig hefur bara svo lengi langað að segja þetta þegar móðurmálið hefur borið á góma. Ég er ekkert saklaus af því að sletta en ég vildi óska þess að ég hefði yfir þeim orðaforða að ráða að ég íslensku orðin kæmu ávallt fyrst upp í
hugann. Ég held að málið sé bara að stoppa sig stundum af og hugsa smá.
Vá - afsakið hvað ég tapaði mér en ég gæti haldið áfram eeeendalaust Wink


Og þetta kemur frá Pippi hehem fyrirgefiði Línu Confused Cool
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Pippi


Skráður þann: 07 Des 2004
Innlegg: 141
Staðsetning: Reykjavik, Ísland
Canon 20D
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 15:57:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

tíhí - eins og segi þá ér ég ekki saklaus, er hins vegar alltaf að reyna bæta mig!
Stundum eru "slettur" réttlætanlegar vegna tilvísunar sinnar eða ef ákveðið orð á sér ákveðna sögu hjá viðkomandi einstaklingi. Vælið mitt að ofan átti við svona almennt og er skoðun mín í meginatriðum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
fluga


Skráður þann: 12 Apr 2005
Innlegg: 112
Staðsetning: RVK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 16:38:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Einu sinni heyrði ég af könnun þar sem unglingar voru spurðir að því hvernig þeir legðu sjálfir mat á enskukunnáttu sína. Meirihluti þeirra taldi sig tala ensku eins og innfæddir.
Það er bráðfyndið í ljósi þess að þeir tala margir hverjir íslenskuna ekki eins og innfæddir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 18:23:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Pippi skrifaði:
tíhí - eins og segi þá ér ég ekki saklaus, er hins vegar alltaf að reyna bæta mig!
Stundum eru "slettur" réttlætanlegar vegna tilvísunar sinnar eða ef ákveðið orð á sér ákveðna sögu hjá viðkomandi einstaklingi. Vælið mitt að ofan átti við svona almennt og er skoðun mín í meginatriðum.


Varð bara, enda er ég heils hugar sammála þér
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
robbinn


Skráður þann: 20 Mar 2005
Innlegg: 2043
Staðsetning: Gautaborg
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 19:45:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

fluga skrifaði:
robertmg skrifaði:
Já vort ylhýra móðurmál eru örlög ráðin á ljósmyndakeppni.is
Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt unglinga tala saman í dag, en vandamálið er ekki á þessum vef svo mikið er víst.


Það er samt ekki bannað að benda á þessa staðreynd með enska titla og að segja að aðrir séu verri er bara hundalógík.


Það er ekki heldur bannað að nota enska titla og að segja að þeir séu eitthvað verri er þá hvað? Kattalógík?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
fluga


Skráður þann: 12 Apr 2005
Innlegg: 112
Staðsetning: RVK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 28 Sep 2005 - 7:48:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

robertmg skrifaði:
fluga skrifaði:
robertmg skrifaði:
Já vort ylhýra móðurmál eru örlög ráðin á ljósmyndakeppni.is
Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt unglinga tala saman í dag, en vandamálið er ekki á þessum vef svo mikið er víst.


Það er samt ekki bannað að benda á þessa staðreynd með enska titla og að segja að aðrir séu verri er bara hundalógík.


Það er ekki heldur bannað að nota enska titla og að segja að þeir séu eitthvað verri er þá hvað? Kattalógík?


Er einhver að tala um að banna það?
Question
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Tryggvi Már


Skráður þann: 24 Mar 2005
Innlegg: 702
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 60D
InnleggInnlegg: 28 Sep 2005 - 8:46:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

robertmg skrifaði:
Já vort ylhýra móðurmál eru örlög ráðin á ljósmyndakeppni.is
Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt unglinga tala saman í dag, en vandamálið er ekki á þessum vef svo mikið er víst.


Jæja. Svona fyrst verið er að ræða vinnuna mína má ég til með að taka til máls.

Í fyrsta lagi myndi ég segja: Voru ylhýra móðurmáli eru örlög ráðin.

Síðan myndi ég fara varlega í að tala um íslenskukunnáttu unglinga. Ég kenni unglingum íslensku og þar er staðan nákvæmlega eins og hjá fullorðna fólkinu, misjafn sauður í mörgu fé. Þau sletta þegar þeim finnst það viðeigandi, rétt eins og við gerum þegar við tölum um eitthvað sem okkur er ekki tamt að tjá á íslensku (curves, contrast o.s.frv.) en nota rétt íslenskt mál þegar þau eru krafin um það. Sumum reynist það erfiðara en öðrum, rétt eins og á þessu spjallborði hér. Hér er því viðeigandi að segja, það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Það er eðlilegt að íslenskt mál þróist, það hefur það alltaf gert, en það er kannski óþarfi að leggja tungumálið niður. Það hvort menn nota enska, franska, sænska eða pólska titla á myndir skiptir mig litlu, en þætti vænt um að menn myndu reyna að hafa þá rétt skrifaða.

Það er kannski hugmynd að hafa íslenskt mál sem þema í mótaröð, svona eins og HP-keppnin er uppsett. Setja fram lista af sjaldgæfum orðum og láta menn finna út hvað orðin merkja og mynda svo. Dæmi, vetrarkvíði, kumbaldi, að forskala, melspíra, brekán og þannig mætti finna 52 orð og láta keppnina standa í heilt ár!!

Þessi þáttur um íslenskt mál var í boði hinna fjölbreyttustu grúppa í íslensku viðskiptalífi.
_________________
Tryggvi Már Gunnarsson - Canon EOS 60D - flickrið mitt - photowalk.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kristfin


Skráður þann: 15 Jún 2005
Innlegg: 130
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS-1D
InnleggInnlegg: 28 Sep 2005 - 8:48:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

rokk on. þetta meikar allt sens þegar þú setur þetta í context
_________________
Even he, to whom most things that most people would think were pretty smart were pretty dumb, thought it was pretty smart - Douglas Adams
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Tryggvi Már


Skráður þann: 24 Mar 2005
Innlegg: 702
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 60D
InnleggInnlegg: 28 Sep 2005 - 8:54:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sjitt, það er svo kúl að eipsjitta um svona issjú.
_________________
Tryggvi Már Gunnarsson - Canon EOS 60D - flickrið mitt - photowalk.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
gummih


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 1693

Canon 40D
InnleggInnlegg: 28 Sep 2005 - 15:10:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

talandi um slettur og dpc þá finnst mér alltaf merkilegt það umburðarlyndi sem íslenskunni er sýnt á spjalli og commentum á dpc.
_________________
~ Ljósmyndir ~
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 28 Sep 2005 - 17:56:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þeir hafa samt aldeilis nöllað um það. hehe, helvítis Yankar
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kkkson


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 733
Staðsetning: Selfoss
Nikon D80
InnleggInnlegg: 28 Sep 2005 - 19:10:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er alltaf verið að segja hvað titillinn skipti miklu máli og maður reynir að hugsa og hugsa um tiitilinn á myndinni og stundum finnst manni bara að titillinn komi betur út á ensku.


...og stundum ekki
_________________
Vantar einhverja góða undirskrift
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
geimdrengur


Skráður þann: 15 Apr 2005
Innlegg: 720

Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 28 Sep 2005 - 19:37:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessi þráður var nú mest skapaður til gamans eins og tónninn í fyrsta pósti ætti að gefa til kynna.


En samt:

Ég hugsa oft eitthvað á ensku, stend kannski úti í náttúrunni og verður hugsað til Trainspotting og segi "the great outdoors" með sjálfum mér á meðan ég smelli af mynd. En þegar að því kemur að smella titli á myndina fyrir keppni þykir mér yfirleitt koma mjög tilgerðarlega út að nota enskan titil, og vel ég því eitthvað á móðurmálinu.

Stundum kemur það vissulega ágætlega út og stundum finnst manni íslenska orðið ekki segja sömu söguna, en oftast er enskur titill ekki til prýði að mínu mati. T.d. "The harbor" eða álíka, er bara miklu skemmtilegra og flottara hreinlega á íslensku "Höfnin".

Eða þetta finnst mér, ekki tapa ykkur kæru elskendur enskrar tungu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 2 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group