Sjá spjallþráð - Kyrralífskeppni - enskir titlar :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Kyrralífskeppni - enskir titlar
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
geimdrengur


Skráður þann: 15 Apr 2005
Innlegg: 720

Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 10:17:44    Efni innleggs: Kyrralífskeppni - enskir titlar Svara með tilvísun

Ljósmyndakeppni.is virðist vera orðin svo alþjóðleg að 18% keppenda finna sig knúna til að nota enska titla við myndir sínar (7/39). Þetta eru náttúrulega góðar fréttir fyrir SJE, er DPC yfirtaka í vændum?

Nú er "inn" hjá íslendingum að kaupa upp erlend fyrirtæki, helst bresk, en ég geri ráð fyrir að dpchallenge.com sé amerísk síða, engu að síður er ekki úr vegi að kaupa hana bara. Siggi, fáðu Heiðu með þér í lið að díla við D&L og svo tekuru bara dralsið yfir, þá verðum við öll að nota enska titla eftir það, eða hvað?Síðast breytt af geimdrengur þann 26 Sep 2005 - 10:32:09, breytt 2 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Troll


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 923
Staðsetning: Klettafjöllin
Holga
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 10:26:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já þetta er sennilega það gáfulegasta sem við gætum gert í stöðunni. En þarf ekki fyrst að breyta nafni síðunnar í ljosmyndakeppni-group.is?
_________________
Davíð Arnar
http://www.flickr.com/photos/davidarnar/
http://www.davidarnar.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
LalliSig


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 625


InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 10:27:26    Efni innleggs: Re: Kyrralífskeppni - enskir titlar Svara með tilvísun

Já djöfull er ég sammála, ég veit ég er enginn íslensku snilli enda aldrei fengið hærra en 7 í stafsetningu (og það var á góðum degi) en mikið rosalega finnst mér hallærislegt að nota enskan titil og hef oftast tjáð mig um það þegar ég gef athugasemdir í keppnum, læt það þó vera að draga frá stig fyrir það.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
geimdrengur


Skráður þann: 15 Apr 2005
Innlegg: 720

Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 10:29:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þess má geta að aðeins 3 myndir hafa hlotið gyllta borðann með enskan titil, eða 3/47 sem eru 6,3%. Það er því tölfræðilega sannað að það er ekki gæfulegt að beita fyrir sig ensku til að vinna keppni Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 10:33:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

geimdrengur skrifaði:
Þess má geta að aðeins 3 myndir hafa hlotið gyllta borðann með enskan titil, eða 3/47 sem eru 6,3%. Það er því tölfræðilega sannað að það er ekki gæfulegt að beita fyrir sig ensku til að vinna keppni Smile
Þessi tölfræði er nú ekki upp á marga fiska nema þú teljir líka heildar hluta íslenskra titla vs. enskra titla.

Annars pirrar þetta mig ekki neitt, get ekki séð að þetta breyti nokkru Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
geimdrengur


Skráður þann: 15 Apr 2005
Innlegg: 720

Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 10:38:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

daniel skrifaði:
geimdrengur skrifaði:
Þess má geta að aðeins 3 myndir hafa hlotið gyllta borðann með enskan titil, eða 3/47 sem eru 6,3%. Það er því tölfræðilega sannað að það er ekki gæfulegt að beita fyrir sig ensku til að vinna keppni Smile
Þessi tölfræði er nú ekki upp á marga fiska nema þú teljir líka heildar hluta íslenskra titla vs. enskra titla.

Annars pirrar þetta mig ekki neitt, get ekki séð að þetta breyti nokkru Smile


Þetta var líka frekar óvísindalega unnið, ég er að leggja það fyrir Háskólann hvort ég geti notað hlutfall vinningsmynda með enska titla sem efni í lokaritgerð við stærðfræðiskor. Ef það gengur eftir færðu töluvert nákvæmari úrvinnslu á þessum gögnum. Cool
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 20:25:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

.
Kannski er skorti á málþroska að kenna. Annars eru íslendingar orðnir svo duglegir við að nota ensku jafnvel þar sem til eru miklu betri íslensk orð að stundum er maður bara gáttaður á slettunum.
Einu sinni voru dönsk áhrif allsráðandi en hver slettir dönsku í dag? Þetta líður vonandi undir lok einhvern tíman og þá getum við aftur tekið upp okkar kjarnyrta mál ómengað.

Persónulega finnst mér enskir titlar á myndum skemma fyrir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
robbinn


Skráður þann: 20 Mar 2005
Innlegg: 2043
Staðsetning: Gautaborg
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 20:36:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er svona umfjöllun sem á meira heima í þjóðarsálinni hvað mig varðar. Nit picking endalaust. Ef maður finnur ekkert til að finna að þá er bara að finna það. Sumu fólki er aldrei hægt að gera til geðs.
Ef fólki finnst ensk tunga túlka betur það sem það er að reyna að koma til skila þá er bara ekkert athugavert við það.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Malt


Skráður þann: 02 Des 2004
Innlegg: 2237
Staðsetning: Reykjavík
Canon 20D
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 20:37:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DNA skrifaði:

Einu sinni voru dönsk áhrif allsráðandi en hver slettir dönsku í dag?


Tala ekki velflestir enn um brennivídd? Twisted Evil
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Abacus


Skráður þann: 18 Jún 2005
Innlegg: 154

Canon 400D
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 23:06:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Einu sinni töluðu danir sömu tungu og við. Hver er hrifinn af dönsku í dag.
Þeir skilja varla hvorn annann vegna breytinga á málinu. Það er mjög svo af hinu góða að halda sig við íslenskuna. Það er verið að reyna það í ýmsum geirum samfélagsins, sbr. tölvumálið og í fluginu. Hvað nitpicking varðar þá finnst mér allt í fína að vernda vort ylhýra móðurmál. Hefur það vakið athygli erlendis hvað við höfum staðið okkur vel í því.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 23:08:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sumir segja kannski "til hvers að tuða yfir þessu", ég segi nú bara "til hvers að hafa þetta á ensku" Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 26 Sep 2005 - 23:18:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heimsyfirráð eða dauði.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
robbinn


Skráður þann: 20 Mar 2005
Innlegg: 2043
Staðsetning: Gautaborg
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 0:20:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já vort ylhýra móðurmál eru örlög ráðin á ljósmyndakeppni.is
Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt unglinga tala saman í dag, en vandamálið er ekki á þessum vef svo mikið er víst.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 7:13:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Abacus skrifaði:
Einu sinni töluðu danir sömu tungu og við. Hver er hrifinn af dönsku í dag.
Þeir skilja varla hvorn annann vegna breytinga á málinu.


Þetta heyrði maður mikið af heima á Íslandi og lét fólk eins og danir væru hættir að tala saman, svo alvarlegt væri málið.

Ég hef hinsvegar verið hérna núna í rúman mánuð og aldrei rekist á dani sem ekki gátu talað saman, heldur þvert á móti - kjafta endalaust.

Hef þrisvar sinnum verið á mannamótum þar sem jótlands-danir mæta kaupamannahafnar-dönum, og þrátt fyrir mikla öldrykkju hafa samræður ekki verið vandamálið.

Það er vissulega hellingsmunur á framburði kaupmannahafnarbúa og jótlandsbúa, en þegar maður er kominn með smá eyra fyrir dönskunni þá er lítið mál að skilja þá, hvað þá fyrir danina sjálfa.

Engan mál-fasisma takk!(fyrir utan y-villur, þeim má framfylgja af mestu hörku! Smile )
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
fluga


Skráður þann: 12 Apr 2005
Innlegg: 112
Staðsetning: RVK
Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 27 Sep 2005 - 14:00:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

robertmg skrifaði:
Já vort ylhýra móðurmál eru örlög ráðin á ljósmyndakeppni.is
Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt unglinga tala saman í dag, en vandamálið er ekki á þessum vef svo mikið er víst.


Það er samt ekki bannað að benda á þessa staðreynd með enska titla og að segja að aðrir séu verri er bara hundalógík.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnir í gangi Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group