Sjá spjallþráð - Hvað varð um ljósmyndaklúbbinn Hugmynd '81? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hvað varð um ljósmyndaklúbbinn Hugmynd '81?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
canonF1


Skráður þann: 03 Apr 2009
Innlegg: 54


InnleggInnlegg: 04 Maí 2009 - 13:10:10    Efni innleggs: Hvað varð um ljósmyndaklúbbinn Hugmynd '81? Svara með tilvísun

Eitthvað í kringum '85-'89 eða þar um bil þá var ég í hinum frábæra ljósmyndaklúbbi Hugmynd '81.

Klúbburinn var með aðstöðu í bakhúsi við Skólastræti í Reykjavík. Á eftri hæðinni var lítið spjallhorn og stúdíó aðstaða með bakgrunnum og ljósum ofl. Á neðri hæðinni var myrkrakompa með aðstöðu til þess að framkalla filmur og stækka myndir. Held endilega að þetta hús hafi verið gamalt fjós, en mig minnir að það hafi verið einhverskonar flór í gólfinu á myrkrakompunni. Smile

Hvað varð um þennan ágæta klúbb? Mig minnir að Kristján Loga hafi verið formaður klúbbsins um tíma.

Er einhver sambærilegur klúbbur starfandi í dag þar sem hægt er að komast í aðstöðu til að framkalla filmur og stækka?

Þeir sem eru enn að skjóta á filmu í dag, t.d. Tri-x 400, hvernig fara menn að? Eru menn að fá þetta framkallað og svo skannað á disk, eða er einhver aðstaða eða þjónusta sem hægt er að nota til að stækka þessar myndir old style?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
hag


Skráður þann: 16 Des 2005
Innlegg: 2171
Staðsetning: Kúlalúmpúr
Nikon D4
InnleggInnlegg: 04 Maí 2009 - 13:18:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sæll hvað þú kveikir í manni Nostalgíuna Hugmynd 81 var frábær klúbbur æðisega skemtileg spjallkvöldinn þar, og aðstaðann var frábær.

Hinsvegar þá er ekkert sambærilegt í gangi núna einn meðlimur hérna var með myrkrarherbergi sem var oppið öðrum en svo hætti hann því ég veit ekki hvers vegna,

Það er hægt að fá s/h filmur framkallaðar og skannaðar í Pixlum en svo veit ég svosem ekki mer hvað er hægt að gera í þinni stöðu

Kv hag
_________________
Betur sjá augu en eyru
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 04 Maí 2009 - 13:20:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég setti bara upp aðstöðu heima hjá mér Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
SissiSvan


Skráður þann: 20 Mar 2007
Innlegg: 1184
Staðsetning: 105
Ýmsar
InnleggInnlegg: 04 Maí 2009 - 13:24:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hag skrifaði:
Það er hægt að fá s/h filmur framkallaðar og skannaðar í Pixlum en svo veit ég svosem ekki mer hvað er hægt að gera í þinni stöðu

Kv hag


Það er bara svo fáránlega skemmtilegt að framkalla sjálfur filmurnar sínar.. og stækka sjálfur á pappír.. ekki láta einhverjar japanskar vélar í Pixlum sjá um það. Smile
_________________
kveðja, Sigurjón Már
myndasmiður á flestar stærðir filma & pappír
www.flickr.com/photos/sigurjonmar/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 04 Maí 2009 - 16:12:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eftir að ég hætti sem formaður fór klúbburinn dalandi og dó Twisted Evil
En í sannleika sagt hvarf hann af sjónarsviðinu því horfin var samvinnu hugsjónin sem einkenndi klúbbinn í mörg ár og upp komin sú staða að allir vildu fá allt fyrir ekki neitt.

Engin var til í að leggja fram vinnu né peninga til reksturs.

Því gekk ekki að reka klúbbinn sökum þess að menn greiddu ekki félagsgjöld og félagið lenti á hrakhólum og var á endanum lagt niður.
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 04 Maí 2009 - 16:19:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til gamans er hægt að skoða þá áhugamenn sem klúbbinn sóttu á einhverju tímabili en sóttu síðar nám. Allir þeir sem hér eru nefndir hafa farið í sitt hvora áttina í ljósmynduninni sumir starfandi hér heima aðrir erlendis
í fljótu bragði man ég eftir

Ég
Raggi th
Bragi Þ Jósefs
Spessi
Jón Páll Vilhelms
Kristinn
Ívar Brynjólfs
Gísli (er í svíþjóð)
Ástvaldur
Lars Björk

ofl ofl
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
addifr


Skráður þann: 23 Jan 2006
Innlegg: 119

Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 04 Maí 2009 - 16:36:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta hljómar kunnulega Smile

ég var starfandi í Fallhlífaklúbb.. og í gamladaga gekk þetta vel og allir unnu saman..

í dag vill enginn gefa vinnu sína né tíma en vilja alltaf fá allt frítt eða sem minnst borga.

Erfiðir tímar Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/arnorfannar/

Canon EOS 7 - Interfit EX150 studio Light Kit
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 04 Maí 2009 - 17:23:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hag skrifaði:
Hinsvegar þá er ekkert sambærilegt í gangi núna einn meðlimur hérna var með myrkrarherbergi sem var oppið öðrum en svo hætti hann því ég veit ekki hvers vegna,


Já, ég hætti út af þeirri ástæðu að ég byrjaði með það í huga að við yrðum 15-20, ef ég man rétt voru 15 mans búnir að staðfesta þáttöku en svo mætti ENGINN! ...svo smátt og smátt kom 1 og 1 og ég gafst bara upp...engin ástæða fyrir því að nota allann skúrinn minn fyrir myrkrakompu, sem var svo bara notuð 2-3 í mánuði...

Ég minnkaði bara kompuna mína og kem nú bílnum mínum inn, þannig skúrinn minn er sannkallaður bílskúr Very Happy ...og myrkrakompa...sem ég og benedikt.k notum af og til...allir eru velkomnir, frítt, ef þeir koma með sína eigin vökva/pappír...og eru ekki að bögga mig á leiðinlegum tímum Laughing
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 05 Maí 2009 - 15:52:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hugmynd ´81 flutti upp á Klapparstíg en við vorum búin að missa húsnæðið á Skólastræti 3b og var sagt upp samningnum þar.

Húsnæðið þar var hreinlega orðið óíbúðarhæft, hvernig sem á það var litið. Wc-ið var búið að vera stíflað töluvert lengi, frárennslislagnir voru orðnar afar lélagar, veggir voru farnir að mygla svo mikið að myglan náði upp á aðra hæð og loks var hitinn tekinn af húsinu að lokum.

Svo við vorum tilneydd að flytja. Húsnæðið upp á Klapparstíg reyndist fremur dýrt enda stórt og mikið lagt í alla umgjörð klúbbsins. Við vorum með síma, stórt og mikið stúdío, kaffistofu/fundarherbergi, 2 myrkraherbergi og vökva- og tækjageymslu. í lokin bættist eitt annað herbergi við, ekki veit ég til hvers.

Stjórnin sem flutti klúbbinn leigði þetta húsnæði og þetta gekk ágætlega til að byrja með, það var fjárfest kannski um of en svo fóru skuldir að hrúgast upp. Stjórnin fór í greiðsluverkfall, hætti að greiða síma, rafmagn og húsaleigu og var loks vikið frá. En það var of seint enda innkoma lítil, menn flúðu hreinlega klúbbinn.

Klúbburinn fór því hreinlega á hausinn vorið 1992 og hætti.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 05 Maí 2009 - 16:10:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

stjaniloga skrifaði:
Til gamans er hægt að skoða þá áhugamenn sem klúbbinn sóttu á einhverju tímabili en sóttu síðar nám. Allir þeir sem hér eru nefndir hafa farið í sitt hvora áttina í ljósmynduninni sumir starfandi hér heima aðrir erlendis
í fljótu bragði man ég eftir

Ég
Raggi th
Bragi Þ Jósefs
Spessi
Jón Páll Vilhelms
Kristinn
Ívar Brynjólfs
Gísli (er í svíþjóð)
Ástvaldur
Lars Björk

ofl ofl


Það má bæta við m.a; Kristjáni E. Einarssyni sem sótti klúbbinn en er hættur sem ljósmyndari, veit ekki hvort hann lærði meðan Hugmynd var og hét; allir Ljósálfarnir, sumir þeirra eru/voru atvinnumenn m.a. Lassi, Einar Óli og Kristján E; Þór ljósmyndari á Húsavík; Arnaldur Halldórsson. Og ég man eftir Sissu og Báru en man ekki hvort þær hafi sótt klúbbinn eitthvað sérstaklega, kannski bara kíkt öðruhvoru.

En svo má ekki gleyma að annar klúbbur eða félag starfaði á undan Hugmynd ´81 og má kannski segja að Hugmynd hafi klofnað út úr því félagi. Það var Félag Áhugaljósmyndara og það voru nokkrir frá þeim með í stofnum Hugmyndar ásamt nýju hugmyndaríku fólki. Forkólfurinn fyrir stofnun Hugmyndar var Þór Ostesen (að öðrum ólöstuðum) sem rak klúbbinn eins og herforingi og meðan hans naut við var klúbburinn mestur og hélt m.a. tvær risastórar sýningar á Kjarvalsstöðum. Þó klúbburinn væri afar virkur eftir þetta, þá dó hann fjárhagsdauða 1991-2.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group