Sjá spjallþráð - Medium format pælingar. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Medium format pælingar.
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
ichiro


Skráður þann: 15 Feb 2008
Innlegg: 105

Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 22 Apr 2009 - 22:11:30    Efni innleggs: Medium format pælingar. Svara með tilvísun

Sæl öll.

Þannig er mál með vexti að ég fæ etv. lánaða Mamiya medium format vél sem ég ætla að experimenta aðeins með. Vélin hefur ekki verið notuð um árabil og ég var að velta fyrir mér hverju ég þyrfti að huga að áður en notkun hefst. Er eitthvað sem þarf að passa sérstaklega?

Ég er ekki viss nákvæmlega hvernig týpa af Mamiya vél þetta er, eða hvernig bökin eru, sem fylgja henni þar sem ég get ekki skoðað hana almennilega fyrr en á föstudag.

Etv. er það óþarflega mikil bjartsýni en ég var einnig að velta því fyrir mér hvort einhver hérna lumi á 120 eða 220 filmum sem hann vilji láta fyrir lítið eða jafnvel gefins, en mig langaði til að renna einni eða tveimur filmum í gegn til prufu, svona til að byrja með.

Kær kveðja,
Þórir Ingvarsson
ichiro@simnet.is
_________________
Eos-1 Mark II - Tamron 17-35 f2,8-4, 50 mm 1,4.
http://www.flickr.com/photos/thorir-kristjana/
"Most Lenses are Better Than Most Photographers"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 22 Apr 2009 - 22:23:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Myndi í fyrsta lagi athuga hvort að trekkjarinn virki ekki og sé eðlilegur, má ekki vera stífur allavega. Svo myndi ég athuga með shutterinn, prófa alla hraða og hlusta vel hvort að þeir hljómi rétt. Skoða linsuna vel hvort að aperture hringurinn og fókus hringurinn séu eðliegir, stífir eða lausir er ekki gott. Svo er að skoða bökin, athuga hvort að þau séu nokkuð losaraleg eða hvort að þau séu solid og lokist eðlilega og hvort að trekkjarinn á þeim sé eðlilegur.

Regla nr 1 er samt: Ef eitthvað er stíft, ekki taka á því.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Samuka


Skráður þann: 17 Feb 2006
Innlegg: 120
Staðsetning: Ísland
Canon 550d, Pentax Spotmatic II, Minolta XG2 og Bronica SQ
InnleggInnlegg: 22 Apr 2009 - 22:25:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

afhverju kaupiru þér ekki eina 120 filmu í ljósmyndavörum til að prufa ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
SissiSvan


Skráður þann: 20 Mar 2007
Innlegg: 1184
Staðsetning: 105
Ýmsar
InnleggInnlegg: 22 Apr 2009 - 22:27:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Góð ráð toti.. ég er forvitin að vita hvernig Mamiya þetta er.. Smile
sjálfur á ég 2 stk. 6x7 og 6x4.5 MJÖG skemmtilegar vélar.
ég myndi bara kaupa eina filmu í beco eða ljósmyndavörum, kosta ekki það mikið. en ekki kaupa fyrr en þú ert viss um að græjan virki frá a til ö.
_________________
kveðja, Sigurjón Már
myndasmiður á flestar stærðir filma & pappír
www.flickr.com/photos/sigurjonmar/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 22 Apr 2009 - 22:30:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
Svo myndi ég athuga með shutterinn, prófa alla hraða og hlusta vel hvort að þeir hljómi rétt.

Varð fyrir nettu shokki þegar ég fékk pentax 6x7 vélina og ætlaði að prófa þetta, þangað til ég fattaði að hún trekkir ekki shutterinn (og þ.a.l. smellir ekki af) nema það sé filma í henni.
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
ichiro


Skráður þann: 15 Feb 2008
Innlegg: 105

Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 22 Apr 2009 - 22:53:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sælir.

Frábær ráð. Takk kærlega Tóti. Ég er svosem vanur gömlum vélum, 35 mm þá, en þetta medium format dót (pro) er alltaf svolítið ógvænlegt enda svaka græjur. Ég skal einmitt láta ykkur vita á föstudag hvernig vél þetta er nákvæmlega. Jú, auðvitað renni ég mér í ljósmyndavörur og kaupi filmu, það er gefið, en ég hef einstaka sinnum séð fólk vera að losa sig við td. útrunnar filmur og ætlaði bara að tékka. Ég læt vita um framhaldið, ég hlakka mikið til að prufa. Smile

Kv.
Þórir
_________________
Eos-1 Mark II - Tamron 17-35 f2,8-4, 50 mm 1,4.
http://www.flickr.com/photos/thorir-kristjana/
"Most Lenses are Better Than Most Photographers"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
ichiro


Skráður þann: 15 Feb 2008
Innlegg: 105

Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 25 Apr 2009 - 17:00:17    Efni innleggs: Update. Svara með tilvísun

Jæja. Þá er ég kominn með tvær vélar að láni sem ég ætla að skoða aðeins en báðar vélar eru búnar að sitja uppi á hillu í nokkuð mörg ár.

Sú fyrri er Mamiya RB67 pro s, en áföst við hana er 127 mm. f1:3.8 linsa. Hún var ansi rykug þegar ég tók við henni en ég er búinn að blása og dusta það mesta af henni. Mikið er þetta falleg smíði en þvílíkur hlunkur. Vélin er bara með waist level finder en mikið er hann bjartur og fallegur, hrein unun að horfa ofan í vélina. Með henni eru síðan tvær extension túbur, væntanlega fyrir macro. Tvö bök komu með henni, annað virðist í lagi en hitt er bilað, bæði eru fyrir 120 filmur en ég sé ekki formatið á þeim. Þetta bak virðist vera í góðu lagi sem og annar mekanismi í vélinni sjálfri.

Eins og vanir menn vita etv. er vélin með belg sem dregst út þegar focusað er en þessi belgur er því miður orðin slitinn, bæði hefur hann bognað og verið boginn í mörg ár en auk þess er hann ekki lengur ljósheldur, en ég prufaði áðan að lýsa inn í hana með vasaljósi og þegar belgurinn er útdreginn sést greinileg ljós að innan sem þýðir að væntanlega er hún ónothæf í þessu ástandi. Þið medium format menn, vitið þið hvernig er best að laga svona? Ég hef lesið á netinu að hægt sé að panta belgina fyrir litlar fjárhæðir en ég sé líka að stök RB67 body eru ekki svo svakalega dýr. O jæja, ég sé til. Þar sem þetta er að láni fer ég væntanlega ekki að kosta miklu til.

Hin vélin er svokölluð Mamiya Universal og er mjög sérstök í útliti og varla minni um sig en hin að stærð. Hún er með 75 mm. 1:5.6 f linsu. Hún er síðan útbúin með 6x9 baki, svokölluðu roll-film. Er það eitthvað öðruvísi en venjuleg 120 filma? Þessi vél virðist í lagi og ég hef hugsað mér að smella í hana einnig útrunni T-max og prufa hana áður en lengra nær. Ég sé fyrir mér skemmtilegt format fyrir landslag, hvað haldið þið? Set inn myndir af vélunum bráðlega.
_________________
Eos-1 Mark II - Tamron 17-35 f2,8-4, 50 mm 1,4.
http://www.flickr.com/photos/thorir-kristjana/
"Most Lenses are Better Than Most Photographers"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Hugi


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 1271
Staðsetning: Reykjavík
Canon AE-1
InnleggInnlegg: 25 Apr 2009 - 17:25:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Án þess að vera neitt sérfróður um medium-format eða filmur yfirhöfðuð, þá hef ég sogað pínu af visku Sissa og get kannski létt eitthvað á pælingum þínum.
Varðandi 120 filmuna, þá held ég að "120" standi bara fyrir lengdina og að þú getir notað hvaða format sem er, svo lengi sem það er 6 á hæðina (án þess að ég viti í hvaða mæliningu 6 er, cm kanski?). Þú ættir að geta nota þessa 120 eða 220 (lengri en 120) í hvaða medium format vél sem er, hvort sem formatið er 6/4.5, 6/6, 6/7 eða 6/9. Bökin þau vinda bara mismikið uppá filmuna eftir því hvaða format er notað.
En RB67 vélin þín er í formatinu 6/7 eins og nafnið gefur til kynna og þá er bakið líkegast líka 6/7, ég er samt ekki alveg viss, kannski er hægt að fá bök með öðrum formötum.
_________________
hugihlynsson.com - áhugaljósmyndari á ferð
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 25 Apr 2009 - 17:45:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Spennandi vélar sem þú ert með þarna.
75mm linsa hlýtur að vera mjög skemmtilegt á 6x9 (normal linsa þar er ~105mm). Já, hún tekur líklegast 120 filmur.
Þessar tölur eru í sentimetrum, en oftast er raun stærð rammans örlítið minni, þannig er þessi meinta 60mm breidd oftast í kringum 56 eða 55mm.

En Hugi, "120" segir eiginlega ekkert sérstakt um filmuna, þetta er bara nafnakerfi sem var búið til fyrir langalöngu. :- ) Það er allavega engin stærð í henni svo ég viti 120 eitthvað. Hún er c.a. 6cm breið. Gæti verið 120 hálfmillimetrar. Razz
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 25 Apr 2009 - 17:45:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hugi skrifaði:
Án þess að vera neitt sérfróður um medium-format eða filmur yfirhöfðuð, þá hef ég sogað pínu af visku Sissa og get kannski létt eitthvað á pælingum þínum.
Varðandi 120 filmuna, þá held ég að "120" standi bara fyrir lengdina og að þú getir notað hvaða format sem er, svo lengi sem það er 6 á hæðina (án þess að ég viti í hvaða mæliningu 6 er, cm kanski?). Þú ættir að geta nota þessa 120 eða 220 (lengri en 120) í hvaða medium format vél sem er, hvort sem formatið er 6/4.5, 6/6, 6/7 eða 6/9. Bökin þau vinda bara mismikið uppá filmuna eftir því hvaða format er notað.
En RB67 vélin þín er í formatinu 6/7 eins og nafnið gefur til kynna og þá er bakið líkegast líka 6/7, ég er samt ekki alveg viss, kannski er hægt að fá bök með öðrum formötum.


Þetta er alveg rétt, ef filman er 6" þá gengur hún fyrir 4,5", 6", 7" og 9" sem líka er til. Það bara fækkar myndunum sem hægt er að taka á hverja filmu. Og 220 passar eins og 120, er bara helmingi lengri.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 25 Apr 2009 - 17:50:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Perlukafari skrifaði:
Og 220 passar eins og 120, er bara helmingi lengri.

220 er samt þynnri en 120 (þynnri, ekki mjórri), vegna þess að það er enginn pappír bakvið filmuna, þannig að það þarf að ýta henni framar. Sumar vélar styðja 220, ekki allar. Ef maður sleppir því þá verða myndirnar úr fókus. Bara að nefna það svo að menn haldi ekki að græjurnar þeirra séu bilaðar ef þeir fara eitthvað að fikta með þetta. ;- )
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
ichiro


Skráður þann: 15 Feb 2008
Innlegg: 105

Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 25 Apr 2009 - 18:19:27    Efni innleggs: Pælingar Svara með tilvísun

En . . . . einhverjar pælingar varðandi belginn?
_________________
Eos-1 Mark II - Tamron 17-35 f2,8-4, 50 mm 1,4.
http://www.flickr.com/photos/thorir-kristjana/
"Most Lenses are Better Than Most Photographers"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
SissiSvan


Skráður þann: 20 Mar 2007
Innlegg: 1184
Staðsetning: 105
Ýmsar
InnleggInnlegg: 25 Apr 2009 - 18:24:20    Efni innleggs: Re: Pælingar Svara með tilvísun

ichiro skrifaði:
En . . . . einhverjar pælingar varðandi belginn?


Ég heyrði frá einum hérna á Akureyrinni að það væri einhver gaur þarna á höfuðborgarsvæðinu sem tæki að sér að laga svona belgi. Getur vel verið að þetta sé bull og vitleysa..
_________________
kveðja, Sigurjón Már
myndasmiður á flestar stærðir filma & pappír
www.flickr.com/photos/sigurjonmar/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
ichiro


Skráður þann: 15 Feb 2008
Innlegg: 105

Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 30 Apr 2009 - 15:47:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er nokkuð sem gæti skemmst í vél af því að prufa að renna í gegnum hana gamalli, útrunni, filmu?

Annars keypti ég líka eina lita filmu, svona til að prufa almennilega líka en hefði viljað prufa hinar, gömlu, fyrst til að æfa mig í að þræða hana og svoleiðis.

Kv.Þórir
_________________
Eos-1 Mark II - Tamron 17-35 f2,8-4, 50 mm 1,4.
http://www.flickr.com/photos/thorir-kristjana/
"Most Lenses are Better Than Most Photographers"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
SissiSvan


Skráður þann: 20 Mar 2007
Innlegg: 1184
Staðsetning: 105
Ýmsar
InnleggInnlegg: 30 Apr 2009 - 16:39:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sumir taka ekki á filmur nema þær séu útrunnar.. Smile ég hef oft tekið á útrunnar filmur og það er allt í fína sko.. skjóttu endilega á útrunnið.. það er töff.
_________________
kveðja, Sigurjón Már
myndasmiður á flestar stærðir filma & pappír
www.flickr.com/photos/sigurjonmar/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group