Sjá spjallþráð - Pæling tilraun í ljósmyndalestri :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Pæling tilraun í ljósmyndalestri
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Þema
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 0:42:18    Efni innleggs: Pæling tilraun í ljósmyndalestri Svara með tilvísun

í tilefni af þræði hér sem Völundur er með og skapaði skemmtilegar umræður þá er hér smá tilraun.

Hver og einn setur inn mynd og ekki fyrr en 10 aðilar hafa tekið sig til og greint myndina eins ýtarlega og þeir mögulega geta kemur myndhöfundur inn og segir frá því hver hans pæling var. Hverju hann var að reyna að ná fram og af hverju.

ég ríð á vaðið með eina mynd svo vænti ég þess að aðrir komi til með að fylgja í kjölfarið. Vonast ég til að þetta geti skapað skemmtilegar umræður

Mynd 1


_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 1:03:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábær tilraun hjá þér.

Finnst þetta áhugaverð mynd. Mér verður hugsað til biblíubeltanna í bandaríkjunum (er þetta samt ekki japanskur bíll, eða stendur "FORD" þarna?). Hvít tandurhrein kirkjan/safnaðarheimilið, alveg láréttar línur í því, en stéttin sem er aðeins meira á ská. Symmetrían/miðjunin í myndinni (sem er reyndar trufluð af bílnum og opnu eða lokuðu hurðinni á mjög flottan hátt) gefur mér svona tilfinningu af jafnvægi eða friðsæld með undirliggjandi truflun. Kannski eru það bara mínar neikvæðu skoðanir á þessu, en ég túlka síðan það að dyrnar séu ekki galopnar sé smá ádeila (þó þú hafir kannski ekki beint haft mikið um það að segja ef þú labbaðir þarna framhjá og smelltir af).
Svo er spurning með sígarettustubbana þarna, það gefur alltaf neikvæða mynd finnst mér og það kemur mér á óvart að þetta sé látið viðgangast. Húsvörðurinn hlýtur að reykja sjálfur fyrst hann tekur ekki eftir þessu.
Svo er spurning hvernig sé hægt að túlka hvað hún dökknar efst.
Langsótt? Razz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 1:31:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég veit ekki, myndin sjálf er ekki symmetrísk þó gaflinn á kirkjunni sé það fyrir utan fánann og textaspjöldin.
Mér finnst myndin áhugaverð, það má líta á hana á ýmsa vegu, þú getur td. litið á lýsinguna sem trúmaður þannig, að drottinn allsherjar fann upp ytri lýsinguna, en mannskepnan þá innri og velt fyrir þér hvor sé meiri.
Bíllinn bendir okkur á það að þarna sækir kirkju fólk sem hefur efni á bíl.
Svo má líta þannig á að það séu ekki langar biðraðir inn í húsið þó opið sé og því sé það illa nýtt.
En svona í heildina þá finnst mér uppbrotið á symmetríunni heillandi svo og mikið af hvítu, ameríski fáninn finnst mér líka fallegur fáni, þó mér sé ekki sama fyrir hvað hann stendur hverju sinni.
Ég veit svo sem ekki hvað þú ert að reyna að sýna, en amerísk smáborgaraleg hugsun kemur upp í hugann. Það skiptir svo sem ekki öllu máli hvað þú varst að pæla, en það væri samt gaman að vita það Smile
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 1:41:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég get bara því miður ekkert sett útá þessa mynd. Finnst hún verulega flott.

Það sem ég les útúr henni er USA.

Pallbíll, ameríski fáninn, kirkja með timburklæðningu.
Tekið í suðurríkunum kannski?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 2:37:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Spuring um að reyna að lesa yfir sig hérna....

Það sem mér finnst merkilegast við myndina er að það keur út eins og önnur hurðinn sé svört.

Minnir á aðskilnaðarstefnuna í USA þar sem blökkumenn höfðu ekki sama rétt og hvítir.

Ef maður greinir þetta frekar í myndinni þá er enginn fáni þeim megin sem hurðinn er svört, ekki flaggað fyrir þeim.
Einnig þá er enginn bíll þeim meginn og þurfa því að koma gangandi meðan hvítir koma á bíl.

Þá er sniðugt hjá þér að nota hvítann ramma um myndina þvi hún verður þá þrískipt með súlunum. Eins og heilög þrenning.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 3:09:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst þessi mynd Geómetrísk snilld. Þess utan þá segir hún mér að það er von á fólki í messu, og að mestu leiti eða öllu verður gamalt fólk í messunni. Það er að koma haust og þú hefur beygt þig aðeins í hnjánum.

Myndi kallar á studium en ekki á punktum fyrir mig. Ég sé ekkert við hana sem er særandi eða erfitt, bara stúdíu sem líður hjá.

hún er góð fyrir þá sem sjá punktum, hún skiptir þá máli en mér finnst hún ekki skipta máli. En það er bara ég. Myndirnar í Americans bókinni eftir Robert Frank skera mikið nær ameríku og lífinu þar með og án trúar og mér finnst eitthvað vanta í myndina. Manneskju eða dýr sem hefur einhverja harkalega nærveru í myndinni, harkalega annaðhvort fyrir trú eða trúleysi. Myndin er í besta falli skrásetning á trúarlífinu og gæti staðið mjög flott með fleiri myndum sem fjalla um sama efni eftir þig. Hún er samt það góð að ég myndi vilja sjá fleiri myndir sem eru í sama stíl eða fjalla um sama efni.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
titus


Skráður þann: 28 Apr 2008
Innlegg: 350
Staðsetning: Breiðholtið
Canon EOS 450D
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 9:31:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég myndi halda að hún væri tekin í biblíubeltinu svokallaða, suðurríkjunum. Pallbíllinn, fáninn og útlitið á kirkjunni segir mér það allavega. Skiltið hægra megin finnst mér furðulegt, finnst það hljóma eins og þetta sé einhver ferðamannastaður, verið að laða fólk að. Munurinn á handriðunum, þó lítill sé, truflar mig mikið, eins og myndin ekki alveg í miðjunni og það hálfpartinn stingur í augun.

Ég held að pælingin sé aðskilnaðarstefnan eins og var nefnt hér á undan, dettur allavega ekki neitt annað í hug, nema þá kannski að höfundur sé að vísa í stjórnmál, þ.e. mikinn mun á hægri og vinstri stjórn. En það er samt mjög langsótt:P
_________________
flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Snowy


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 822
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 10:02:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er áhugavert. "Come and see" tengist engan vegin ferðamannastöðum eins og fram kom hér að ofan. Þarna er vafalítið verið að vitna í nýja testamentið, Jóhannesarguðspjallið, þar sem Jesús segir "Komið og sjáið" og þeir koma með honum og sjá hvar hann heldur til og þeir verða eftir hjá honum. Ergo að þessi kirkja vill leiða söfnuðinn til sín og leifa honum að finna friðinn sem postularnir fundu hjá Jesú.

Aldrei hef ég áður tekið að mér biblíuskilgreiningar...(google er magnað tól)

En varðandi myndina, þá held ég að ljósmyndarinn sé að horfa gagnrýnum augum á hina miklu trúmenningu sem býr í ammríkanum. Kirkjan er hvítmáluð í það minnsta einu sinni á ári til að sýna að trúin sé "pure" og réttsýn. Að lokum er ég sannfærður um að þetta er ekki í suðurríkjunum þar sem ég sé ekki betur en að þetta sé japanskur pickup og þetta ku því vera Ferndale, California.
_________________
http://www.flickr.com/photos/kaupfelag/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 11:57:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

243 hafa skoðað
7 hafa svarað
3 svör vantar svo é geti svarað og aðrir tekið við
koma svo enga feimni
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kd


Skráður þann: 27 Júl 2005
Innlegg: 1928

Nikon F3HP
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 12:15:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kirkjan er myrkvuð. En það er ljós í myrkrinu.

Það er punkturinn í stúdíunni fyrir mér.
_________________
Maður með myndavél. Bright Midday Sun
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 12:28:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sniðug hugmynd Stjáni, gaman að spreyta sig í svona!

Þetta er fyrst of fremst rosalega Amerísk mynd, eins og Kalli bendir á þá tengir maður þetta við biblíubeltin. Myndin er svo yfirfull af táknum, jafnvel þó pickup-num og bandaríska fánanum væri sleppt myndi ég finna þessa sterku tengingu við safnaðarheimili frá þessum stöðum (sem er einkennilegt þar sem ég þekki þau bara úr bíómyndum og ljósmyndum).

Römmunin er svolítið spennandi, í stað þess að myndin sé miðjuð út frá súlubitunum er henni hliðrað þannig að opna dyrin er akkúrat fyrir miðju. Orðin Come and see! hljóma sterkt þar við hliðina á og vekja forvitni um það sem inni er. Það að dyrnar séu opnar en myndin mannlaus finnst mér líka benda til þess að það sé einhver samkoma í gangi, þ.e. það er líf í myndinni sem sést þó ekki... ljósið inni gefur líka þessa tilfinningu, það er meira þarna en augað sér.

Súlurnar skipta myndinni í þrennt sem hefur auðvitað margar skírskotanir, vinstri hlutinn er afar þjóðernislegur... pickup-inn, fuglinn og fáninn. Hægri hlutinn er trúarlegi parturinn og miðhlutinn tengir svo hina tvo saman. Það má kannski líta öðruvísi á þetta en mér finnast þetta sterk tákn fyrir stað þar sem trúin og fólkið mætist. Á móti virka orðin Come and see! eins og það sé verið að laða fólk að, kannski ábending um það að það sé verið að þröngva trúnni upp á fólkið... á hverjum sunnudegi kl 10:30?

Æji ég veit það ekki... hlakka til að heyra pælingarnar á bak við þetta!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Jóhannesfrank


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 176
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D3
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 12:33:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er reyndar fátt sem segir að þetta sé kirkja! nem þessir litlu krossar á skiltunum.
En hinsvegar finnst mér þessi mynd endurspegla það val sem við höfum í lífinu, val um hvítt og svart og leið okkar að lífsins gildum.
Joi
_________________
www.johannesfrank.com
www.merking.is

"Best wide-angle lens? 'Two steps backward' and 'look for the ah-ha'."
Ernst Haas

"Cameras only record photographs people take them"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
bjartur


Skráður þann: 02 Ágú 2005
Innlegg: 283

Canon 300D Digital Rebel SLR
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 12:54:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er biblíubeltið í USA í hnotskurn.
Þú hefur:
-pickup bíl
-fánann (ættjarðarástin)
-kirkju
-"porch" (arkitektúrinn)
-ríkjandi hvítt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Odinn Dagur


Skráður þann: 18 Sep 2008
Innlegg: 262
Staðsetning: RVK
Canon EOS 70D
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 12:58:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jóhannesfrank skrifaði:
Það er reyndar fátt sem segir að þetta sé kirkja! nem þessir litlu krossar á skiltunum.
En hinsvegar finnst mér þessi mynd endurspegla það val sem við höfum í lífinu, val um hvítt og svart og leið okkar að lífsins gildum.
Joi

Og "Community Church" á öðru skiltanna.
_________________
http://www.flickr.com/photos/odinn_dagur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 13 Apr 2009 - 13:02:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef svo sem enga stórkostlega greiningu á þessari mynd.

Hins vegar finnst mér mjög áhugavert að hún gefur einmitt þetta biblíubeltisvibe, eins og einhver minntist á, en svo bendir annar á að líklega sé myndin tekin í Kaliforníu.

Mér þykir ákaflega gaman hvernig ljósmyndari getur haft áhrif á skynjun fólks í gegnum það að velja hvernig hann rammar hluti og hvað hann velur að hafa í rammanum og utan hans.

Þessi mynd gæti nánast verið stock photo: Hvítþvegin og snyrtileg kirkjan, ameríski fáninn, töflurnar sitt hvoru megin við dyrnar og svo auðvitað stendur hurðin opin; kirkjan stendur áhorfandanum opin og hann er velkominn.

Þetta eru Bandaríkin eins og sumir vilja að þau séu eða kannski frekar holdtekning þess sem sumir sjá gott við Bandaríkin.

Ég held að mér þætti þessi mynd ekki spennandi ef það væri ekki svo fyrir pallbílinn sem endanlega brýtur upp symmetríuna (með hjálp fánans) og minnir á að þetta er sena úr raunheimum en ekki bara einhver ídolisering. Pallbílar eru ákaflega amerískir en það skaðar ekkert að mér sýnist þessi vera Mazda Smile

Mazda pallbíllinn finnst mér tengja restina af myndinni við restina af heiminum; þetta er eins og ein lítil (tjah, kannski stór? Smile ) flís í mósaík heimsins. Og Mazdan gerir myndina líka að einhverju meira en stock photo.

Ég held að þetta sé hættulega nálægt því sem á sænsku heitir að ordbajsa. Vona að engum líði illa eftir að hafa lesið þetta Razz
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Þema Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group