Sjá spjallþráð - Allt í myrkrakompuna :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Allt í myrkrakompuna

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
DaXes


Skráður þann: 20 Okt 2005
Innlegg: 251
Staðsetning: Garðabær
Canon 40D
InnleggInnlegg: 27 Feb 2009 - 16:25:10    Efni innleggs: Allt í myrkrakompuna Svara með tilvísun

Því miður get ég ekki tekið við öllu dótinu úr myrkrakompunni hans pabba. Þó mig langi til að eiga þetta hef ég ekki aðstöðu til, né sé ég fram á að fara út í filmu á því stigi að það taki því að halda þessu.

Hann er að taka til og ætlar mögulega að láta þetta frá sér, þá helst allt í einu lagi.

Þetta er að meginstofninum um 40 ára gamalt og hefur undanfarin 30 ár staðið í myrkri kompunni í jöfnum hita og raka og er því í eins góðu ástandi og hægt er að hugsa sér.

Síðast var þetta notað fyrir um 15 árum, þá með nýjum efnum á sem þá var 25 ára gamlan pappírinn og kom bara ágætlega út.

Þetta er (NB ég kann ekkert á framköllun, svo takið lýsinguna með þeim fyrirvara) :

Stækkari : Axomat Ia, á borði með hornréttum mælikvörðum og tekur að um það bil A3 stærð.

Þurrkari : Veit ekki gerðina, með aukaplötu, um það bil A3 stærð

Filterar : Kodak Polycontrast II filter set í svartri kodak möppu

Ljós : 6 rauðar perur, alvöru dark room perur

8 - 9 kassar af pappír í mismunandi stærðum

Alla vega 1 stk Framköllunarhylki, svo filmuklemmur, bakkar og þvílíkt.


Spurningin er : Hvaða verðmæti eru í þessu ?


Ég set þetta hér í filmuspjallið frekar en í til sölu, til að fá ráðgjöf og umræðu um verðmæti, áður og þá ef þetta verður auglýst "til sölu".

takk fyrir
Guðmann Bragi
_________________
40D | 50 f/1.8 USM II | 75-300 f/4-5.6 USM III | Tamron 17-50 f/2.8 | 100 f/2.8 macro

Flickr.com/gudmann_bragi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 27 Feb 2009 - 16:45:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sko, ef pappírinn er 30 ára gamall þá er hann verðlaus, algjörlega.

Stækkari : Axomat Ia, á borði með hornréttum mælikvörðum og tekur að um það bil A3 stærð. : 5 kall?

Þurrkari : Veit ekki gerðina, með aukaplötu, um það bil A3 stærð : 5 kall?

Filterar : Kodak Polycontrast II filter set í svartri kodak möppu : 1000 kall?

Ljós : 6 rauðar perur, alvöru dark room perur : 1-2 kall saman...

8 - 9 kassar af pappír í mismunandi stærðum : verðlaust

Alla vega 1 stk Framköllunarhylki : 1000 kall, svo filmuklemmur 500 kall, bakkar : 500 kall stk og þvílíkt.
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DaXes


Skráður þann: 20 Okt 2005
Innlegg: 251
Staðsetning: Garðabær
Canon 40D
InnleggInnlegg: 27 Feb 2009 - 16:48:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég gerði mér svo sem grein fyrir því að "consumables" væri ekki mikils virði.. kannski annað með tækin Smile
_________________
40D | 50 f/1.8 USM II | 75-300 f/4-5.6 USM III | Tamron 17-50 f/2.8 | 100 f/2.8 macro

Flickr.com/gudmann_bragi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 27 Feb 2009 - 18:12:49    Efni innleggs: Re: Allt í myrkrakompuna Svara með tilvísun

DaXes skrifaði:
Því miður get ég ekki tekið við öllu dótinu úr myrkrakompunni hans pabba. Þó mig langi til að eiga þetta hef ég ekki aðstöðu til, né sé ég fram á að fara út í filmu á því stigi að það taki því að halda þessu.

Hann er að taka til og ætlar mögulega að láta þetta frá sér, þá helst allt í einu lagi.

Þetta er að meginstofninum um 40 ára gamalt og hefur undanfarin 30 ár staðið í myrkri kompunni í jöfnum hita og raka og er því í eins góðu ástandi og hægt er að hugsa sér.

Síðast var þetta notað fyrir um 15 árum, þá með nýjum efnum á sem þá var 25 ára gamlan pappírinn og kom bara ágætlega út.

Ef pappírinn er plastpappír, þá má gera einhverjar tilraunir með hann þó hann strangt til tekið teljist hann ónýtur, ef hann er fiber, þá er hann pottþétt ónýtur. Má alveg láta hann fylgja, svona upp á tilraunamennskuna sem menn mega gera meira af.

Þetta er (NB ég kann ekkert á framköllun, svo takið lýsinguna með þeim fyrirvara) :

Stækkari : Axomat Ia, á borði með hornréttum mælikvörðum og tekur að um það bil A3 stærð.

Ef stækkarinn er með lithaus þá er hann meira virði en 5 kallinn. Ef hann er ekki með lithaus er hann því miður lítils virði, kannski 5 kallinn í það mesta. Ef hann tekur 6x6" eða 6x7" filmur þá er hann meira virði en ef hann tekur bara 35 mm filmur.

Þurrkari : Veit ekki gerðina, með aukaplötu, um það bil A3 stærð.

Þessi þurrkari er fyrir Fiber pappir og meira virði en 5 kallinn fyrir þá sem nota fiberinn, annars einskinýtur. Ef hann er tvöfaldur er hann meira virði. Aukaplatan er til að gera glans eða glase á fiberinn. Þessi er tilvalinn ef menn eru að stækka mikið t.d. fyrir sýningu og nýtist best þá. Þetta er alvöru græja.

Filterar : Kodak Polycontrast II filter set í svartri kodak möppu.

Fjölgráðufiltrar fyrir svarthvítan pappír, veit ekki hvað er sanngjarnt verð en þetta er rándýrt sérpantað.

Ljós : 6 rauðar perur, alvöru dark room perur.

Ef perurnar eru rauðar notast þær lítið því þær eru þá ekki fyrir fjölgráðupappír heldur pappír með föstum gráðum en ef þær eru orange litaðar, þá eru þær fyrir fjölgráðupappír og hafa mun meiri not í dag.

8 - 9 kassar af pappír í mismunandi stærðum.

Láttu þetta bara fylgja, sakar hreinlega ekki.

Alla vega 1 stk Framköllunarhylki, svo filmuklemmur, bakkar og þvílíkt.

5 kall fyrir þetta sett, myndi ég telja og þá er það vel sloppið. Þetta myndi nýtast mönnum best, þeir taka á filmur, framkalla og skanna inn, alveg ásættanleg aðferð fyrir filmuhundana í dag.


Spurningin er : Hvaða verðmæti eru í þessu ?

Ef þú getur selt þetta saman sem einn pakka, þá væri 25-30 þúsund sanngjarnt, ef lithaus er á stækkaranum, annars 10-15.000. Myndi sjálfur hafa það svona. Ég verð bara að hryggja þig með því að þetta er lítils virði. Ég myndi, ef ég gæti, notað þetta bara sjálfur eða reyna að geyma samansett þar til betri tíð kemur með blóm í haga.


Ég set þetta hér í filmuspjallið frekar en í til sölu, til að fá ráðgjöf og umræðu um verðmæti, áður og þá ef þetta verður auglýst "til sölu".

takk fyrir
Guðmann Bragi

_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group