Sjá spjallþráð - Viðtal: Skarphéðinn Þráinsson (skarpi_xxx) :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Viðtal: Skarphéðinn Þráinsson (skarpi_xxx)
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 11 Feb 2009 - 20:10:59    Efni innleggs: Viðtal: Skarphéðinn Þráinsson (skarpi_xxx) Svara með tilvísun


Mynd: Elísabet Vilmarsdóttir


Notandinn skarpi_xxx (Skarphéðinn Þráinsson) hefur vakið athygli að undanförnu fyrir góðan árangur í keppnum á ljosmyndakeppni.is, og við í stjórninni ákváðum að "taka hús" á Skarpa, og spurja hann nokkurra spurninga um ljósmyndunina.
Myndirnar hans má skoða á flickr og hérna á LMKHvenær byrjaðir þú að taka ljósmyndir, og afhverju?
Ætli ég hafi ekki byrjað að smella af myndum þegar ég var 14 ára, en þá fékk ég myndavél í jólagjöf frá foreldrum mínum. Ég tók myndir á þessa vél í ferðalögum, þegar einhver veiddi stóran fisk og við önnur tækifæri sem þóttu tilefni til að mynda, en ekki get ég nú sagt að ég hafi haft neinn sérstakan áhuga á ljósmyndun þá. Mig grunar að ljósmyndaáhugi pabba og félaga minna með kunnáttu, ásamt ágætum myndavélum hafi verið kveikjan að þessu áhugamáli mínu.

Sumarið 2007 heimsótti ég góðan vin minn í Noregi sem er áhugaljósmyndari. Ásamt því að drekka gott kaffi og borða rækjusamlokur þar ytra fórum við í dótabúðir, þar sem ég keypti mína fyrstu dslr vél, Canon EOS 400D og 17-55mm linsu. Frá þessum degi fór áhuginn að aukast mikið og hefur verið að stigmagnast síðan. Sumarið 2007 fór ég því fyrst að stunda ljósmyndun sem áhugamál og fara gagngert í ljósmyndaferðir. Áður höfðu ferðalög snúist um eithvað annað þar sem myndavélin var tekin með.

Hver er munurinn á ferðalagi þar sem myndavélin er "tekin með" eða þar sem myndavélin ræður ferðinni?
Í ferðalögum sem snúast um annað en ljósmyndun þá er maður stundum of upptekinn til að taka myndir. Mér er minnistæður laxveiðitúr í Rangá, ég var kominn út að á snemma morguns og sólin að byrja að ryðja sér leið í gegnum skýjin. Sólstafir yfir fjallagarðinum á austurbakkanum byrjuðu að myndast, ég sá fyrir mér góðan ramma í þessari birtu og byrjaði að fikra mig nær bílnum eftir myndavélinni, þá stekkur lax í hylnum og ég færi mig því aftur ofar í ánna og byrjaði að renna flugunni yfir bleiðuna þar sem hann stökk. Ég horfði til skiptis á staðinn þar sem laxinn stökk og sólstafina taka örum breytingum í fjarska. Sólstafirnir byrjuðu smám saman að fjara út og á endanum henti ég frá mér stönginni og hljóp eftir vélinni, náði að smella af nokkrum römmum áður en sólin braust út úr skýjunum. Þetta er myndin Solitary.


Solitary eftir skarpa_xxx

Eftir hverju leitarðu þegar þú ferð í ferðir þar sem Myndavélin hefur forganginn?
Ég kíki á veður- og norðurljósaspá, stefni á einhverja ákveðna staði þegar ljósið er spennandi, eða við dögun og sólsetur. Ef ský eru mjög spennandi, reyni ég að komast í áhugavert landslag eða finna forgrunn, jafnvel hest. Ef ekkert spennandi “mótív” er í sjónmáli, þá treð ég mér stundum sjálfum inn á myndina. Annars er þetta nú oft þannig að ég legg af stað með ákveðinn stað í huga en enda á allt öðrum stað og það er lang skemmtilegast.

Hvaða áhugamál hefur þú önnur en ljósmyndun?
Stang-og skotveiðar ásamt fluguhnýtingum eru þau áhugamál sem ég hef mest stundað um ævina. Árið 1990 byrjaði ég á því að gera upp gamlan Pontiac sem er loksins kominn á götuna að nýju en það verkefni ætlar að endast mér eitthvað lengur. Einnig hef ég stundað fleiri áhugamál í minna mæli. Ég átti stóran Bronco á tímabili sem bilaði mikið og eyddi öllu því bensíni sem sett var á hann. Það áhugamál snérist orðið meira um bifvélavirkjun en jeppaferðir. Svo hef ég keppt í ólympískum lyftingum, æft judo, rennt mér á skíðum og róið kayak, slegið golfkúlur og stokkið úr flugvél, svo eithvað sé nefnt.

Hver er munurinn á jeppamönnum og ljósmyndurum?
Þeir eru kannski jafn misjafnir og þeir eru margir, en eitt eiga þeir margir sameiginlegt og það er áhuginn á því að ferðast og skoða fallegt landslag. Þá er kannski helsti munurinn að jeppamaðurinn geymir sitt landslag í huganum, á meðan ljósmyndarinn setur sitt á minniskort, eða filmu.

Við hvað starfar þú?
Ég er menntaður vélsmiður og starfaði við nýsmíði og mótorviðgerðir í nokkur ár, en lærði síðar véltæknifræði með áherslu á nýtingu jarðhita. Frá því að ég lauk seinna náminu hef ég starfað á verkfræðistofu, við hönnun og eftirlit á sviði jarðvarma.

Tengist ljósmyndaáhuginn atvinnu eða áhugamálum þínum?
Já vissulega, ég er oftast með myndavél við hendina ef ég fer út fyrir malbikið. Ég hef töluvert starfað við eftirlit á jarðhitasvæðum eins og Reykjanesi, Hellisheiði og Nesjavöllum. Vélin er þá oft meðferðis og heldur mér félagsskap við sólsetur í lok vinnudags. Einnig hef ég tekið myndir af verkefnum sem notaðar hafa verið í kynningarefni fyrir stofuna, hér heima og erlendis. Gott helgarfrí byrjar gjarnan á því að sækja myndavélina, veiðistöng, haglabyssu, tjald og kaffibrúsa, síðan er brunað út úr bænum með bros á vör.

Finnst þér ljósmyndin gefa þér einhverja aðra sýn á það sem þú fæst við daglega, bæði í vinnunni og í áhugamálunum?
Ég hef stundum sagt að ég hafi byrjað að hugsa í römmum eftir að ljósmyndaáhuginn byrjaði. Við kærastan erum kannski í bíltúr og ég sé eithvað áhugavert, legg út í kanti og segi “rammi” og er rokinn út úr bílnum en að vísu gerum við þetta til skiptis. Áhugi á veðri, skýjafari, sjávarföllum og norðurljósum kviknaði með ljósmyndaáhuganum. Maður verður að sumu leiti mun meðvitaðari um umhverfi sitt. Oft er ég að uppgötva mjög “photogeniska” staði í mínu nánasta umhverfi og hef oftar en ekki farið langt yfir skammt.

Bíðurðu lengi eftir fallegu ljósi þegar þú ert kominn á staðinn?
Ég er nú frekar óþolinmóður en stundum bíð ég eftir réttu ljósi þegar ég hef fundið rétta rammann. Þá nota ég stundum tímann í að taka myndir af einhverju allt öðru á meðan, eða fæ mér kaffi. Ég hef stundum farið nokkrar ferðir á sama staðinn, og vonast eftir rétta ljósinu til að gera myndina, stundum tekst það en annars enda ferðirnar í allt öðru en lagt var upp með. Ég brunaði einu sinni á Snæfellsnes eftir vinnu á föstudegi, langaði svakalega til að mynda Sandvík í sólsetri. Ég var ekki nægilega sáttur við útkomuna og þótti þetta bölvuð fýluferð. Daginn eftir átti ég pantað veiðileyfi austur í Hólsá, svo ég ákvað að sofa í bílnum við vitann hjá Svörtuloftum og freista þess að ná mynd við Sandvík í birtingu. Þetta gerði ég og brunaði svo beint í veiðina að því loknu. Myndin er ein af mínum uppáhalds myndum í dag.


Symmetría eftir skarpa_xxx

Hvenær byrjaðirðu að keppa á LMK?
Ég sendi mína fyrstu mynd í keppni í október 2007. Síðan hef ég sent inn myndir nokkuð reglulega og haft bæði gagn og gaman af, sérstaklega þeim athugasemdum sem notendur hafa gert við myndirnar. Að taka þátt í ljósmyndakeppni með ákveðið þema hverju sinni er góður hvati til að prófa nýja hluti og leggja metnað í myndirnar.

Hefur LMK hjálpað þér að verða góður ljósmyndari?
LMK hefur hjálpað mér heilmikið í mínum tilraunum. Það er áhugavert að sjá hvað aðrir eru að gera, í máli og myndum. Að setja myndir í keppni eða gagnrýni og fá athugasemdir og ráð frá öðrum er einnig mjög gagnlegt.

Áttu einhverjar ábendingar sem hafa hjálpað þér sem þú vilt deila með okkur?
Kanski aðalega það að vera duglegur að stunda þetta, fara oft og prófa nýja hluti. Ekki snúa við þó veðrið breytist, ekki hika við að vaða ár og læki til að ná þeim vinkli sem maður vill. Hafa með sér nesti, því oftar en ekki verður ferðin mun lengri en áætlað var, handklæði, föt, vasaljós og hleðslutæki. Skoða hvað aðrir eru að gera og læra á helstu stillingar á vélinni, svo er bara að fikta nógu mikið. Ég hef leyft mér að kaupa þær græjur sem mig langar í hverju sinni og sé vissulega gæðamun á linsum o.fl en umfram allt er að læra sem best á græjurnar. Svo er um að gera að læra á myndvinnsluforrit, og passa að fara ekki yfir strikið með vinnsluna. Sjálfur á ég mjög langt í land í þessum efnum.

Af hverju velurðu að taka landslagsmyndir?
Áhugi minn á náttúrunni hefur skilað sér meira í myndirnar hjá mér en annað. Snilldin við að hafa ljósmyndun sem áhugamál er að möguleikarnir eru óendanlegir og maður getur leyft sér að fást við það sem áhuginn leitar til, í stað þess að vera háður regluverki eða skorðum sem geta leitt til kvaða í stað ánægju. Ég nýt þess mest að fara í ljósmyndaferðir, án skilyrða og geta hagað mínum tíma eins og ég vill og gert tilraunir án þess að hafa fyrir því uppskrift eða tímaramma. Oftast eru þetta kvöld-eða helgarferðir og þá skil ég oft símann eftir heima, hlusta á góða tónlist og sleppi fréttum og öðru þrasi. Það er mjög hressandi að komast reglulega úr hversdaglegu amstri og stressi og sinna áhugamálinu. Ég er svo lukkulegur að hafa eignast kærustu sem hefur einnig ljósmyndaáhuga og við förum stundum saman í ferðir. Ég sé fyrir mér góð tækifæri fyrir áhugamálið í nánustu framtíð, með minnkandi vinnu og hækkandi sól.

Hverja myndirðu kalla áhrifavalda í þinni ljósmyndun?
Eftir að hafa hugsað mig svolítið um, þá dettur mér enginn sérstakur í hug sem áhrifavaldur. Það eru vissulega nokkrir ljósmyndarar sem ég lít upp til, og þar af nokkrir notendur á LMK.

Hversu mikilvæg finnst þér myndvinnslan vera samanborið við myndatökuna sjálfa?
Mér finnst myndvinnslan hafa afar lítið vægi samanborið við myndatökuna. Ef myndin er ekki rétt lýst o.þ.h. þá er lítið hægt að laga hana í forriti, a.m.k. með þá þekkingu sem ég hef. Góð mynd, tekin í réttri birtu, með myndbyggingu í lagi þarf nánast enga eftirvinnslu.

Þó er oft hægt að gera ágæta hluti við þokkalegar, eða jafnvel slakar myndir, með solitlu dútli. Útgangspunkturinn finnst mér vera að fá sem besta mynd úr vélinni. Ég verð þó að segja að áhugi minn á myndvinnslu hefur aukist töluvert og þróast með ljósmynduninni.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hugi


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 1271
Staðsetning: Reykjavík
Canon AE-1
InnleggInnlegg: 11 Feb 2009 - 20:31:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vá, frábær grein, mjög áhugavert að lesa sig í gegnum þetta.
Kúdos til kyrauga og skarpa !
_________________
hugihlynsson.com - áhugaljósmyndari á ferð


Síðast breytt af Hugi þann 11 Feb 2009 - 21:02:42, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 11 Feb 2009 - 20:35:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hugi skrifaði:
Vá, frábær grein, mjög águgavert að lesa sig í gegnum þetta.
Kúdos til kyrauga og skarpa !


...og Völla!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Merovingian


Skráður þann: 06 Júl 2006
Innlegg: 475
Staðsetning: RVK
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 11 Feb 2009 - 20:43:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

frábært framtak! Fleiri svona!!!
_________________

Flikkrið mitt


Bloggið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
jmjonsson


Skráður þann: 03 Feb 2008
Innlegg: 59

Canon 40D
InnleggInnlegg: 11 Feb 2009 - 21:20:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott grein.
_________________
d04 nonaC
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Ingvar


Skráður þann: 20 Des 2004
Innlegg: 978

Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 11 Feb 2009 - 22:55:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Algjör snild, gaman að lesa þetta.
_________________
ingvarg.com
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
TkO


Skráður þann: 10 Des 2004
Innlegg: 1027
Staðsetning: Hafnafjörður
Einnota úr bónus
InnleggInnlegg: 11 Feb 2009 - 23:54:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott grein og gaman að lesa.
_________________
Óli

Alltaf eitthvað meira á www.olinn.net, hvort sem það er umbrot, verkefnastjórn, margmiðlun, kennsla eða ljósmyndun Wink
www.olinn.net | www.flickr.com/photos/olinn | www.500px.com/olinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 12 Feb 2009 - 0:08:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Góð hugmynd og fínt viðtal. Ég hef einmitt spáð í það hvort grundvöllur væri fyrir ljósmyndablaði sem kæmi út kannski ársfjórðungslega. Takk fyrir þetta.
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Arnarpb


Skráður þann: 15 Apr 2007
Innlegg: 1778
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 1Ds MKII
InnleggInnlegg: 12 Feb 2009 - 0:18:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
Góð hugmynd og fínt viðtal. Ég hef einmitt spáð í það hvort grundvöllur væri fyrir ljósmyndablaði sem kæmi út kannski ársfjórðungslega. Takk fyrir þetta.


Flott viðtal og flottur ljósmyndari. Lýst vel á svona blað. Það ætti allavega ekki að vera vesen að koma saman nógu efni í það.
_________________
mbk Arnar Páll Birgisson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Skynet


Skráður þann: 27 Mar 2006
Innlegg: 256

Nikon D300
InnleggInnlegg: 12 Feb 2009 - 1:10:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Haha, fyrst hélt ég að þetta væri samnefndur efnafræðikennari úr MR (sem er ekki skemmtilegasti maður sem ég hef hitt). Hann er jafnan kenndur við svart þar sem hann gengur ALLTAF í svörtum fötum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Arnarpb


Skráður þann: 15 Apr 2007
Innlegg: 1778
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 1Ds MKII
InnleggInnlegg: 12 Feb 2009 - 1:17:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skynet skrifaði:
Haha, fyrst hélt ég að þetta væri samnefndur efnafræðikennari úr MR (sem er ekki skemmtilegasti maður sem ég hef hitt). Hann er jafnan kenndur við svart þar sem hann gengur ALLTAF í svörtum fötum.


Heyrðu kallinn minn. Hann Skarphéðinn efnafræðikennari er algjör öðlingur. Hann er bara leiðinlegur við þá sem gera ekki heimavinnuna sína og fylgjast ekki með í tíma.
_________________
mbk Arnar Páll Birgisson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Skynet


Skráður þann: 27 Mar 2006
Innlegg: 256

Nikon D300
InnleggInnlegg: 12 Feb 2009 - 1:22:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Arnarpb skrifaði:
Skynet skrifaði:
Haha, fyrst hélt ég að þetta væri samnefndur efnafræðikennari úr MR (sem er ekki skemmtilegasti maður sem ég hef hitt). Hann er jafnan kenndur við svart þar sem hann gengur ALLTAF í svörtum fötum.


Heyrðu kallinn minn. Hann Skarphéðinn efnafræðikennari er algjör öðlingur. Hann er bara leiðinlegur við þá sem gera ekki heimavinnuna sína og fylgjast ekki með í tíma.


A.k.a. ég og tveir vinir mínir, samt fékk ég nú ágæits einkunn í prófinu hjá honum Confused

En skemmtilegar myndir og enn skemmtilegra að heyra sögurnar á bakvið þær.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Odie
Umræðuráð


Skráður þann: 12 Okt 2005
Innlegg: 2878
Staðsetning: sennilega í vinnunni
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 12 Feb 2009 - 10:23:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

frábær grein og skemmtileg.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Svampur


Skráður þann: 27 Apr 2008
Innlegg: 31
Staðsetning: Rvk
Á milli véla...
InnleggInnlegg: 12 Feb 2009 - 10:41:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott framtak, mjög gaman að þessu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 12 Feb 2009 - 11:05:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kannski má spurja Skarpa líka spurninga á þræðinum? Það væri allavega gaman ef fólk hefði spurningar Wink
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group